Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 Fréttir Skólarnir að gefast upp fyrir lúsinni - börn farin að geyma yfirhafnir í plastpokum Skólahjúkruarfræðingar eru farn- ir að örvænta í baráttunni gegn lúsinni sem herjað hefur á skóla á höfuðborgarsvæðinu í haust og vet- ur. Svo rammt kveður að lúsinni að Haraldur Briem: Lúsin er ráðgáta „Lúsin er ráðgáta sem við vitum lítið um. Það er í raun brýnt að kanna faraldsfræði hennar og ég verð bara að viðurkenna að ég veit ósköp lítið um hana,“ segir Harald- ur Briem smitsjúkdómalæknir og hann er ekki einn um það. Að sögn Haralds hefur lúsin verið hálfgert bannorð í læknisfræði og fáir sýnt henni áhuga en nú verið að spyma við fótum: „Ég mun strax í dag leggja drög að þvi að Landlæknisembættið hefji könnun á lúsafaraldrinum í Reykja- vík og fá með því svör við þeim spumingum sem við getum ekki svarað í dag. Þótt lúsin sé ekki í sjálfu sér hættuleg þá leggst hún á sálina á fólki og það er slæmt," seg- ir Haraldur Briem. -EIR Haraldur Briem: - Brýnt að kanna lúsina. Lusin er vandfundin vopnið. harsverðinum: Lusakamburinn er besta börn eru farin að geyma húfur, trefla og úlpur í plastpokum und- ir skólaborðum til að forðast smit. „Þetta virðist vera harður stofn sem ekkert bítur á,“ segir Theódóra Reyn- isdóttir, skóla- hjúkrunarfræð- ingur í Granda- skóla, en þar voru foreldrar kallaðir út til að leita að lús á nemendum í vikunni. „Ég er með stöðugar bréfasending- ar til foreldra en það er eins og kæruleysi sumra þeirra valdi því að lúsin skýtur upp koll- inum aftur og aftur.“ Það er feikna- vinna sem fylgir því að fá lús á heimilið. Fyrst þarf að kemba hár alls heimilisfólks, þá tekur við hárþvottur upp úr lúsasjampói og loks verður að þvo öll rúmfót og þrifa allt hátt og lágt. „Þessu fylgir bæði fyrir- höfn og fjárútlát. Foreldri tjáði mér á dögunum að búið væri að eyða 20 þúsund krón- um á sínu heimili í lúsameð- ferð í vetur,“ segir Theódóra hjúkrunarfræðingur. „Mitt ráð er að kemba og aftur kemba hárið. Þó svo búið sé að þvo upp úr lúsasjampói ætti fólk að halda áfram að kemba hárið í þrjár til fjórar vikur þar á eftir. Þá ættu böm og unglingar alls ekki að vera að skipta á húfum, hárböndum og yfirhöfnum." Theódóra segir að lúsafaraldur- inn einskorðist alls ekki við skóla á höfuðborgarsvæðinu. Fréttir frá Danmörku og Bretlandi herma að þar standi skólayfirvöld ráðþrota gagnvart lúsinni og fái við lítið ráð- ið. -EIR Lúsalyfin hætt að verka? Læknar og húkrunarfólk velta því nú fyrir sér hvort lúsalyfin séu hætt að verka; hvort lúsin sé orðin ónæm fyrir þeim. „Sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Haraldur Briem smitsjúk- dómalæknir og undir það tekur El- ín Bima Hjörleifsdóttir, skólahjúkr- unarfræðingur í Austurbæjarskóla: „Ég er farin að hallast að því að lyfin séu ekki nógu sterk og þetta þurfi að kanna,“ segir Elín Birna en bætir því við að kamburinn sé í raun besta vörnin gegn lúsinni. „Ef fólk kembir sér ótt og títt þá fær það ekki lús.“ Margar gerðir lúsameðala eru fáanlegar í lyfjabúðum hérlendis og verðið frá 608 krónum fyrir ein- staklingsmeðferð upp í 1288 krón- ur fyrir fjölskyldumeðferö. Ókeyp- is lúsakambur fylgir yfirleitt. Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í kostnaði vegna lúsa- lyfjakaupa. -EIR , . Við viljum Svavar sem sendiherra Vandinn við að hætta þingmennsku er sá að enginn veit hvað við tekur. Úr sér gengnir alþingismenn era ekki hátt skrifaðir á vinnumarkaðinum. Þetta hefur orðið til þess að þingmenn sitja lengur á þingi en hollt er og stundum gegnum tíðina hefur meirihluti Alþingis verið samansettur af fólki sem ekki þorir að hætta af ótta við at- vinnuleysi. Úr þessu hefur að nokkru ræst að und- anfömu. Þannig fékk Friörik Sophusson starf hjá Landsvirkj- un, Guðmundur Bjamason var ráðinn sem forstjóri Húsnæðislánasjóðs og Þorsteinn Pálsson fékk sendiherrastöðu í London. Ekki má heldur gleyma Jóni Baldvin sem var svo heppinn að komast í vinnu í Washington. Meira að segja Ólafur G. Einarsson fékk starf uppi í Seðlabanka, sem verður að teljast gott miðað við að Ólafur er búinn að sitja á þingi í nær þrjátíu ár og er nátt- úrlega algjörlega búinn að tapa öllum hæfileikum til að taka að sér önnur störf. Við sjáum það líka af Sverri Hermannssyni, sem þurfti að segja upp í Landsbankanum, að hann getur ekkert aðhafst og fær enga vinnu og á ekki annars úrkosti en fara í framboð aftur til að komast á þing! Raunar verður að hrósa þessum mönnum öll- um, sem nú em að hætta á þingi og fyrr eru nefndir, fyrir að þeir vissu fæstir hvað við tæki. Þeir helltu sér út í óvissuna og höfðu ekki hug- mynd um hvað biði þeirra. En fyrir slembilukku reyndust forstjórastöðurnar og sendiherrastöð- umar lausar og þeir duttu í lukkupottinn fyrir al- gjöra tilvOjun. En aumingja Svavar fær ekkert. Þó er hann bú- inn að vera á þingi í tuttugu ár. Hvers á hann að gjalda? Það er sagt að Svavari standi til boða ein- hver skrifstofuvinna hjá Norrænu samstarfs- nefndinni. Eins og það sé einhver framtíð fyrir mann með reynslu! Nei, Svavar á annað og betra skilið. Hann hef- ur reynst stjórnarflokkunum drjúgur við að fæla kjósendur til fylgis við þá flokka og hann hefur tekið þátt í því að leggja Alþýðubandalagið niður og hann hefur ákveðið að leggja Samfylkingunni ekki lið og svona menn á að verðlauna með bankastjórastöðu eða sendiherrastarfi, enda er Svavar ekki gjaldgengur í annað, eftir að hafa varið tuttugu árum af ævi sinni við að rífast við andstæðinga sina. Hann á að fá þá stöðu sem hann ræður við. í sendiráðunum eru þeir menn einir sem geta far- ið frjálsir ferða sinna, eins og Jón Baldvin segir, og það er kominn tími til að Svavar fái frelsi til að vera annað heldur en leiðinlegur og úr sér genginn kommi. Þjóðin heimtar sendiherrastarf fyrir Svavar. Það á að umbuna mönnum eins og Svavari þegar þeir loksins ákveða að hætta að vera til ama á þingi. Dagfari Stuttar fréttir i>v Hafa sameinast Samtök kvikmyndaleikstjóra og kvikmyndhandritahöfúnda á fslandi hafa sameinast og samþykktu leik- stjórar sameininguna á aðalfundi sínum í síðustu viku. Fundurinn lýsti jdir mikilli ánægju með sam- komulag ríkisvaldsins og kvik- myndagerðarmanna um að efla is- lenska kvikmyndagerð. Ríkisútvarp- ið greindi frá. Las það Þegar Svavar Gestsson var spurður hvort eitthvað væri til í því að hann væri búinn að tryggja sér starf á vett- vangi norræns samstarfs sagðist hann hafa lesið það í Vísi. Hann bætti við að það væri góð hugmynd hjá þeim en að ekkert meira hafi gerst í því. Dagur greindi frá. Breytt í hlutafélag 1. janúar varð sú breyting á rekstri Kaupfélags Suðumesja að verslanir og kjötvinnsla félagsins verða frá þeim tima rekin í sérstöku félagi, hlutafélaginu SAMKAUPUM. Kaupfélagið verður fýrst um sinn eini eigandi þess félags og mun leggja rekstur, innréttingar og tæki inn í nýja félagið sem hlutafé. Fyrir- hugað er svo að bjóða út aukið hlutafé síðar á þessu ári. Vilja ódýrt rafmagn Garðyrkjubændur hafa óskað eft- ir því við Landsvirkjun að þeir fái ódýrt rafmagn til að raflýsa hjá sér gróðurhúsin allt árið. Garðyrkju- bændur telja að verðlækkun á raf- magni geti skapað hundrað nýrra starfa i greininni á næstu árum og sjá jafhvel fyrir sér útflutning á ís- lensku grænmeti. Sjónvarpið greindi frá. Forsætisráðherra spurður Gísli S. Einars- son alþingismað- ur hefur sent for- sætisráðherra fyrirspum um vanskil hjá Byggðastofhun. í fyrirspum sinni spyr Gísli m.a. um hver vanskil lántakenda hjá Byggðastofnun hefðu verið 1. júli 1998. Einnig spyr hann um hver séu vanskil lántakenda hjá Byggðastofn- un sem tengjast útflutningi hrossa til Evrópu. Slasaðist alvarlega Læknir slasaðist alvarlega þegar hann var að sinna sjúkraflutningum i uppsveitum Ámessýslu i gærmorg- un. Hann var í sjúkrabíl sem var að flytja mann á Heilsugæslustöðina á Selfossi. Fyrir misskilning steig læknirinn út úr sjúkrabílnum á ferð og slasaðist á höfði. Ríkisútvarpið greindi frá. GSM í Taílandi og Singapúr Frá og með mánudeginum 18. jan- úar geta viðskiptavinir Landssím- ans notfært sér þjónustu GSM-kerfis Advanced Info Service í Taílandi. Kerfisnúmer er 520-01. Þá hafa not- endur GSM-kerfis Landssimans get- að notfært sér GSM-þjónustu Mobile One í Singapúr siðan 18. desember. Kerfisnúmerið er 525-03. hættan Aðalhagfræð- ingur Seölabank- ans, Már Guð- mundsson, segir að stóra hættan í innlendum efna- hagsmálum í augnablikinu tengist mjög mikl- um vexti innlendrar eftirspumar, mikilli einkaneyslu og miklum fjár- festingum. Dagur greindi frá. Landssímanum bannað Samkeppnisstofnun hefur birt bráðabirgðaákvörðun vegna erindis Islandia Intemet hf. þar sem þess var krafist að Landssíma íslands hf. og Skímu hf., dótturfyrirtækis Landssímans, yrði bannað aó „aug- lýsa, bjóða og veita endurgjaldslausa intemetþjónustu um lengri eða skemmri tíma“. -SJ Stora í Vísi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.