Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Síða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 JjV Menningarverðlaunin orðin myndug Veitt í 21. sinn Menningarverölaun DV eru elstu verð- laun af sínu tagi á þessu landi og engin menningarverðlaun hafa nokkru sinni lif- að eins lengi. Sjáifsagt mætti tína til marg- ar skýringar á því en ein þeirra er eflaust sú hve breiður hópurinn er sem velur verðlaunahafana um leið og gagnrýnendur blaðsins veita klassískt aðhald. Menningarverðlaunin urðu tvítug í fyrra og var ekki haldið upp á afmælið með því að gera sér meiri dagamun í mat og drykk, þar er allt á hefðbundnum nót- um, heldur voru veitt sérstök heiðursverð- laun sem Jónas Ingimundarson píanóleik- ari og tónlistarfrömuður hlaut. Hann hefur nú fagnað fullkomnum konsertsal sem reistur var að hans frumkvæði í nýrri menningarmiðstöð í Kópavogi; þegar hann tók við heiðursviðurkenningu DV fyrir tæpu ári var hann einmitt að bíða eftir að mælisárinu í fyrra hannaði Guðný Magn- úsdóttir gripina sem sjást með eigendum sínum á myndinni með þessari grein. Þeir þóttu með afbrigðum glæsilegir: stöpull sem í var greypt nafn verðlaunahafans og tilefnið og ofan á honum sjálft fjöregg list- arinnar. Hver gripur var sérstaklega mót- aður til að hæfa greininni. I ár er það Gunnar Ámason myndhöggv- ari sem gerir verðlaunagripina. Hann hef- ur mestmegnis unnið í málma og vakti at- hygli fyrir skemmtilegt módel af jeppa í Nýlistasafninu 1997. Síðar í mánuðinum kemur í ljós hvað honum dettur í hug. Hér til hliðar er skrá yflr verðlaunahafa DV frá upphafí. Þar eru margir helstu listamenn þjóðarinnar taldir; við biðum spennt eftir að sjá hverjir bætast í hópinn í ár. Núverandi handhafar Menningarverðlauna DV sem þeir tóku við 19. febrúar 1998. Þeir halda á leirlistaverkum Guðnýjar Magnúsdóttur sem sérhönnuð voru fyrir hverja list- grein. DV-mynd ÞÖK Menningarverðlaunahafar Heiðursverðlaun 1998: Jónas Ingimundarson. Leiklist 1979: Stefán Baldursson. 1980: Kjartan Ragnarsson. 1981: Oddur Björnsson. 1982: Hjalti Rögnvaldsson. 1983: Briet Héðinsdóttir. 1984: Stúdentaleikhúsið. 1985: Alþýðuleikhúsið. 1986: Guörún Gísladóttir. 1987: íslenski dansflokkurinn. 1988: Arnar Jónsson. 1989: Róbert Arnfinnsson. 1990: Gretar Reynisson. 1991: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. 1992: Guðjón Pedersen/ Hafliöi Arngrímsson/Gretar Reynisson. 1993: Ólafur Haukur Símonarson. 1994: Þjóöleikhúsiö. 1995: Viðar Eggertsson. 1996: Kristbjörg Kjeld. 1997: Hermóöur og Háövör. 1998: Hilmir Snær Guðnason. Tónlist 1979: Þorgeröur Ingólfsdóttir. 1980: Helga Ingólfsdóttir/ Manpela Wiesler. 1981: Jón Ásgeirsson. 1982: Árni Kristjánsson. 1983: Guðmundur Jónsson. 1984: Jón Nordal. 1985: Einar Jóhannesson. 1986: Hafliði Hallgrímsson. 1987: Sinfónluhljómsveit æskunnar. 1988: Paul Zukofsky. 1989: Rut Ingólfsdóttir. 1990: Hörður Áskelsson. 1991: Guðný Guömundsdóttir. 1992: Blásarakvintett Reykjavíkur. 1993: Petri Sakari. 1994: Helga Ingólfsdóttir. 1995: Caput-hópurinn. 1996: Osmo Vánská. 1997: Jón Ásgeirsson. 1998: Haukur Tómasson. Bókmenntir 1979: Ása Sólveig. 1980: Sigurður A. Magnússon. 1981: Þorsteinn frá Hamri.. 1982: Vilborg Dagbjartsdóttir. 1983: Guöbergur Bergsson. 1984: Thor Vilhjálmsson. 1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir. 1986: Einar Kárason. 1987: Thor Vilhjálmsson. 1988: Ingibjörg Haraldsdóttir. 1989: Björn Th. Björnsson. 1990: Vigdís,Grímsdóttir. 1991: Fríða Á. Siguröardóttir. 1992: Guðmundur Andri Thorsson. 1993: Linda Vilhjálmsdóttir. 1994: Einar Már Guðmundsson. 1995: Sjón. 1996: Pétur Gunnarsson. 1997: Gyrðir Elíasson. 1998: Kristín Ómarsdóttir. Listhönnun 1988: Sigrún Einarsdóttir/ Sören Larsen. 1989: Valgeröur Torfadóttir. 1990: Kristín ísleifsdóttir. 1991: Guörún Gunnarsdóttir. 1992: Þröstur Magnússon. 1993: Kolbrún Björgólfsdóttir. 1994: Leifur Þorsteinsson. 1995: Jan Davidsson. 1996: Eva Vilhelmsdóttir. 1997: George Hollanders. 1998: Erla Sólveig Óskarsdóttir. Myndlist 1979: Gallerí Suöurgata 7. 1980: Ríkharöur Valtingojer. 1981: Sigurjón Ólafsson. 1982: Ásgerður Búadóttir. 1983: Helgi Þorgils Friðjónsson. 1984: Jóhann Briern. 1985: Jón Gunnar Árnason. 1986: Magnús Kjartansson. 1987: Gunnar Örn Gunnarsson. 1988: Georg Guðni Hauksson. 1989: Sigurður Örlygsson. 1990: Kristján Guðmundsson. 1991: Kristinn E. Hrafnsson. 1992: Kristinn G. Harðarson. 1993: Pétur Arason. 1994: Finnbogi Pétursson. 1995: Ragnheiður Jónsdóttir. 1996: Páll Guðmundsson. 1997: Steina Vasulka. 1998: Kristján Davíðsson. Byggingarlist 1979: Gunnar Hansson. 1980: Manfreð Vilhjálmsson/ Þorvaldur S. Þorvaldsson. 1981: Gunnar Guönason/Hákon Hertervig. 1982: Birna Björnsdóttir. 1983: Pétur Ingólfsson. 1984: Valdimar Haröarson. 1985: Stefán Örn Stefánsson/ Grétar Markússon/ Einar Sæmundsson. 1986: Finnur Birgisson/ Hjörleifur Stefánsson. 1987: Hróbjartur Hróbjartsson/ Siguröur Björgúlfsson. 1988: Manfreö Vilhjálmsson. 1989: Leifur Blumenstein/ Þorsteinn Gunnarsson. 1990: Ingimundur Sveinsson. 1991: Guömundur Jónsson. 1992: Ingimundur Sveinsson. 1993: Margrét Harðardóttir/ Steve Christer. 1994: Högna Sigurðardóttir. 1995: Dr. Maggi Jónsson. 1996: Hróbjartur Hróbjartsson/ Sigriður Sigþórsdóttir/ Richard Ó. Briem/ Sigurður Björgúlfsson. 1997: Studio Granda. 1998: Gláma/Kím. Kvikmyndir 1981: Sigurður Sverrir Pálsson. 1982: Útlaginn. 1983: Erlendur Sveinsson. 1984: Egill Eövarðsson. 1985: Hrafn Gunnlaugsson. 1986: Karl Óskarsson. 1987: Óskar Gíslason. 1988: Friðrik Þór Friðriksson. 1989: Viðar Víkingsson. 1990: Þráinn Bertelsson. 1991: Lárus Ýmir Óskarsson. 1992: Börn náttúrunnar. 1993: Snorri Þórisson. 1994: Þorfinnur Guðnason. 1995: Ari Kristinsson. 1996: Hilmar Oddsson. 1997: Isl. kvikmyndasamsteypan. sú heita ósk sín rættist. Menningarverðlaun DV verða veitt í 21. sinn þann 25. febrúar næstkomandi við há- tíðlega athöfn í veitingasalnum Þingholti á Hótel Holti. Þar verður að fornum sið snætt nýstárlegt sjófang sem valið er af meistarakokkum hússins í samráði við Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV og helsta matgæðing. í fyrra fengu menn í forrétt skötuselslifur með anískrydduðum smá- gulrótum en í aðalrétt gufusoðinn snarp- hala með steiktum endífum og maltsósu. Árið áður voru á borðum sandhverfa tart- ar í forrétt og barri i aðalrétt, enn fyrr hafa menn í þessari veislu lagt sér til munns rauð sæeyru í skel, berhaus, geirnyt eða rottufisk, skötukjaft, hámeri og ótalmarga aðra framandi fiska. Menningarverðlaunin voru fyrst veitt 1979 fyrir listræn afrek í fimm greinum og hétu þá Menningarverðlaun Dagblaðsins. Þau héldu velli við sameiningu síðdegis- blaðanna 1981 og það ár bættust kvikmynd- ir í hóp hinna upprunalegu listgreina, leik- listar, bókmennta, tónlistar, myndlistar og byggingarlistar. Enn síðar bættist svo list- hönnun í hópinn en í rauninni hefur hún verið með allan tímann því á hverju ári hefur listamaður hannað verðlaunagripinn sem alltaf hefur verið sérstæður og stund- um sérlega frumlegur gripur. Á merkisaf- Þjóðlíf og þjóðtrú Nýlega kom út myndarlegt afmælisrit til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, prófess- or í þjóðfræði viö félagsvís- indadeild Háskóla íslands, sem varð sjötugur 1997. Ritið ber nafnið Þjóðlíf og þjóðtrú og í því eru 27 greinar eftir vini Jóns, samstarfsmenn og útskrifaða nemendur hans úr Háskóla íslands, einnig eftir starfsfélaga hans í nágranna- löndunum, heimskunna menn á sviði þjóðfræða eins og Lauri Honko, Ása Ljung- ström, Rory McTurk, Juha Pentikáinen og Önnu Birgittu Rooth. I greinunum er íjallað um vitt svið þjóðfræða. Meðal annars skrifar Haraldur Ólafsson um hestafórnir, Jón Jónsson skrifar greinina „Komdu aftur ef þú villist", um fórumenn og gestrisni í Jón Hnefill Aðalsteinsson. DV-mynd Hilmar Þór gamla samfélaginu, Ólína Þor- varðardóttir gerir tilraun til að rýna í heimildir Jóns Árna- sonar þjóðsagnasafnara og Valdimar Tr. Hafstein skrifar greinina „Komdu í handar- krika minn“, um hlut sjáenda í huldufólkstrú og sögnum. Einnig er fjallað um flökku- sagnir í samtímanum, sögurn- ar af Sæmundi fróða, lífshætti og afdrif geirfuglsins og stjórnmál á öðrum áratug ald- arinnar svo nokkuð sé nefnt. Jón Hnefill Aöalsteinsson byggði einhendis upp þjóð- fræðanámið við Háskóla Is- lands en áður en hann hóf störf þar 1967 kom hann víða við. Hann gegndi me^al ann- ars prestsembætti á Eskifirði og Reyðarfirði, hann var blaðamaður á Morgunblaðinu og í mörg ár kenndi hann við Menntaskólann við Hamra- hlíð. Hann hefur skrifað bóka og og er hans í afmælis- ritinu. Eigin- kona hans Svava Jak- obsdóttir rit- höfundur. Jón er heiðursfélagi í þjóðfræðinga ásamt inum Bo Almqvist sem einmitt á fyrstu grein- ina í afmælisritinu - um írsk áhrif í íslenskum fornsögum. í ritnefnd bókarinncU' sátu Jón Jóns- son, Terry Gunnell, Valdimar Tr. Hafstein og Ögmundur Helgason. Þjóðsaga ehf. gefur ritið út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.