Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999
Afmæli
Hreinn Þórðarson
Hreinn Þórðarson, bóndi á Auð-
kúlu, ísafjarðarbæ, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Hreinn fæddist í Stapadal í Arn-
arfirði og ólst upp við Arnarfjörð-
inn. Hann var í Bamaskóla Auð-
kúluhrepps og lauk þaðan fullnaðar-
prófl.
Hreinn starfaði heima við bú for-
eldra sinna á Auðkúlu fyrstu árin,
var til sjós á vertíðarbátum og tog-
urum, oftast frá Bíldudal en auk
þess frá Reykjavík og Patreksfirði.
Þá stundaði hann byggingarvinnu
og fleiri störf í Reykjavík, var póst-
ur frá Bíldudal og um norðanverðan
Arnarfjörð í nokkur ár. Hreinn tók
við búi á Auðkúlu 1967 og hefur
stundað þar búskap síðan.
Hreinn var hreppsstjóri Auðkúlu-
hrepps frá 1978 og þar til embættið
var lagt niður við sameiningu Auð-
kúluhrepps og Þingeyrarhrepps
1990. Hann var ásetningsmaður og
baðstjóri fyrir Auðkúluhrepp í
mörg ár, var gjalkeri Búnaðarfélags
Auðkúluhrepps 1977-83, formaður
þess félags frá 1983 og hefur verið
fulltrúi þess á aðalfundi Búnaðar-
sambands Vestfjarða, hefur setið
flesta fundi þess frá 1971
og nokkrum sinnum ver-
ið fulltrúi þess á aðal-
fundi Landssamtaka
sauðfjárbænda.
Fjölskylda
Hreinn kvæntist 8.12.
1968 Hildigunni Guð-
mundsdóttur, f. 5.12.1947,
bónda og húsfreyju. Hún
er dóttir Guðmundar J.
Einarssonar og k.h.,
Kristínar Theodóru Guð-
mundsdóttur, bænda að Brjánslæk
á Barðaströnd.
Börn Hreins og Hildigunnar eru
Kristín Theodóra, f. 18.8 1968, lækn-
ir, búsett i Kópavogi en maður
hennar er Jón Hilmar Indriðason
vélstjóri; Jóna Guðmunda, f. 2.3
1970, búfræðingur og starfar viö
leikskóla, búsett á Þingeyri en mað-
ur hennar er Guðjón Ingólfsson
vélavörður og eru börn þeirra
Hreinn, f. 10.9. 1989 og Arney Þyrí,
f. 26.3. 1994; Sigurður Jón, f. 15.5.
1971, vélstjóri, búsettur á ísafirði en
kona hans er Bára Lind Hafsteins-
dóttir sjúkraliði og er dóttir þeirra
Telma Rut, f. 15.9. 1998; Guðrún ír-
is, f. 2.5. 1973 húsfreyja að Ketils-
eyri en sambýlismaður
hennar er Ómar Dýri
Sigurðsson, bóndi þar, og
er dóttir þeirra Dýrleif
Arna, f. 29.5. 1998, en son-
ur Guðrúnar írisar er Há-
kon Sturla Unnsteinsson,
f. 23.8.1993; Daðína Rós, f.
23.9. 1980, nemi, búsett í
Auðkúlu.
Systkini Hreins em Ólaf-
ur Jón, f. 24.9. 1930, skrif-
stofumaður á Akranesi;
Njáll, f. 11.6. 1932, frjó-
tæknir á Blönduósi; Ólaf-
ur Veturliði, f. 5.2. 1937, sjómaður á
Þingeyri; Nanna Jóna Kristjana, f.
7.6. 1941, verkakona í Hafnarfirði;
Sigurður Júlíus, f. 4.12. 1943, d. 22.3.
1971, bóndi í Auðkúlu; Rósamunda,
f. 11.2. 1945, atvinnurekandi Reykja-
vík; Bjarni Þorkell Sigurður, f. 8.12.
1946, fjárhirðir að Hvanneyri; Halla
Ólöf, f. 31.8. 1950, kennari í Hafnar-
firði.
Uppeldisbróðir Hreins er Sigurð-
ur Guðni Gunnarsson, f. 11.12. 1951,
fiskverkandi í Hafnarfírði.
Foreldrar Hreins: Þórður Guðni
Njálsson, f. 10.1. 1902, d. 30.4. 1983,
bóndi og hreppstjóri, búsettur á
Hrafnseyri, í Stapadal og Auðkúlu,
en síðast í Hafnarfirði, og
k.h., Daðína Jónasdóttir,
f. 3.1. 1904, d. 31.1. 1993, húsfreyja.
Ætt
Föðurforeldrar Hreins voru Njáll
Sighvatsson og k.h., Jónína Guðrún
Sigurðardóttir. Foreldrar Njáls voru
Sighvatur Grímsson, fræðimaður á
Höfða i Dýrafirði, og k.h., Ragnhild-
ur Brynjólfsdóttir. Foreldrar Jónínu
Guðrúnar vom Sigurður Pétursson,
b. í Baulhúsum, Gljúfurá og Neðra-
bæ í Selárdal í Arnarfirði, og f.k.h.,
Amalía Gísladóttir.
Móðurforeldrar Hreins vora
Jónas Ásmundsson og k.h., Jóna Ás-
geirsdóttir. Þau bjuggu í Reykjar-
firði í Amarfirði.
Foreldrar Jónasar voru Ásmund-
ur Jónasson, hreppstjóri á Borgum í
Þistilfirði og Kollsvík, og k.h., Krist-
jana Jónsdóttir. Foreldrar Jónu
voru Ásgeir Jónsson, b. og skip-
stjóri í Stapadal í Arnarfirði og pr.
á Hrafnseyri og Álftamýri, og k.h.,
Jóhanna Bjarnadóttir.
Hreinn mun verða heima hjá sér
á afmælisdaginn og það mun verða
hellt upp á könnuna þann dag.
Hreinn Þórðarson.
Eyjólfur S. Bjarnason
Eyjólfur Sigurður Bjarnason
sjómaður, Víðivangi 8, Hafnarfirði,
varð sjötugur á sunnudaginn, 3.1. sl.
Starfsferill
Eyjólfur fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð og ólst upp á
Galtarvita og á Suðureyri þar sem
hann átti heima til 1970.
Á Suðureyri stundaði Eyjólfur
lengst af sjómennsku. Auk þess sat
hann í stjórn Verkalýðsfélagsins
Súganda í fjölda ára og var
formaður þess í sjö ár.
Eyjólfur flutti til Hafnarfjarðar
1970 og hefur átt þar heima síðan.
Hann hefur starfað hjá íslenska
álfélaginu í rúm tuttugu ár en hætti
störfum sl. sumar fyrir aldurs sakir.
Þá hefur hann átt trilluna Hafóm og
stundað sjóinn frá Hafnarfirði í
mcrg ár.
Eyjólfur var trúnaðarmaður á
vinnustað fyrir starfsmenn í
kerskála um árabil. Hann hefur
setið í hafnarstjórn í Hafnarfirði í
fjölda ára.
Fjölskylda
Eyjólfur kvæntist 25.6. 1960
Guðfinnu Vigfúsdóttur, f. 12.5. 1941.
Hún er dóttir Vigfúsar Sigurðssonar
og Ástu Júníusdóttur.
Börn Eyjólfs og Guðfinnu eru
Ásta Eyjólfsdóttir, f. 20.6. 1961,
starfsmaður við Setbergsskóla, og
em synir hennar Atli, Tryggvi og
ísak; Sigurborg, f. 7.7. 1963,
hjúkrunarfræðingur en maður
hennar er Sverrir K. Kristinsson og
eru synir þeirra Ingimar Bjarni og
Eyjólfur Árni; Vigfús, f. 11.5. 1967,
jarðfræðingur.
Systkini Eyjólfs: drengur, f. 1923,
d. sama ár; Elísabet Friðrikka, f.
19.10. 1924, d. 27.2. 1958, var gift Vil-
hjálmi Óskarssyni og
eignuðust þau fimm
börn; Bergþóra, f. 2.6.
1926, d. 6.8. 1932; Ása, f.
10.8. 1927 en hún
eignaðist tvo syni; Frið-
rik Þórður, f. 29.8.1930, d.
7.8. 1983, kvæntist Guð-
rúnu Bjarnadóttur en
þau eignuðust einn son;
Þórhallur, f. 6.8. 1932;
Andrés Helgi, f. 10.7.1934,
kvæntist Hrafnhildi Guð-
mundsdóttur en þau
eignuðust fiögur börn;
Anna, f. 27.4. 1936, giftist
Magnúsi Hagalínssyni og eignuðust
þau þrjár dætur; Páll, f. 22.9. 1937,
kvæntist Sigríði Gissurardóttur, en
þau eignuðust fiögur böm; Karl, f.
14.6. 1939, d. 6.12. 1939; Karl, f. 16.111
1940, kvæntist Hildi Þorsteinsdóttur
og eignuðust þau fiögur böm; Sig-
ríður Borghildur, f. 16.2. 1942, d. 3.6.
1946; Arnbjörg Jóna, f.
4.10. 1943, giftist Eðvarð
Sturlusyni, en þau
eignuðust fimm börn;
Borghildur Fríða, f. 9.5.
1946, giftist Jóni Birni
Jónssyni en þau
eignuðust þrjá syni; Her-
mann Alfreðs, f. 17.2.
1948, kvæntist Pricillu
Joan Stockdale, en þau
eignuðust tvö börn.
Foreldrar Eyjólfs voru
Bjarni G. Friðriksson, f.
31.7. 1896, d. 5.11. 1975,
sjómaður á Suðureyri og
síðar vitavörður á Galtarvita, og
k.h., Sigm’borg Sumarlína
Jónsdóttir, f. 23.4. 1903, d. 6.4. 1991,
húsmóðir.
Eyjólfur S.
Vigfússon.
Öllum sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og
viðtölum á áttræðisafmæli mínu
28. desember sendi ég innilegar þakkir og bið þeim
blessunar á nýju ári.
Bergsteinn í Kasthvammi
Áskrífendur fó
aukaafslátf af
o\\t millí hirnl.
Smaauglysingar
smáauglýsingum DV
DVI
5505000
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
r>v
Til hamingju með afmælið 6. janúar
95 ára
Dagbjört Kristjánsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði.
90 ára
Gunnþórunn Víglundsdóttir, Brandsbæ, Hafnarfirði.
85 ára
Rannveig Margiét Gísladóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík.
75 ára
Ásmundur Magnússon, Hagaseli 19, Reykjavík. Ester Kratsch, Hjallaseli 55, Reykjavik.
70 ára
Þórunn Matthíasdóttir, Strýtuseli 15, Reykjavík.
60 ára
Björgvin Þorvaldsson, Greniteigi 2, Keflavík. Ríkarð Bjami Björnsson, Faxatúni 42, Garðabæ. Trausti Þorleifsson, Ásbúð 86, Garðabæ.
50 ára
Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, Reykjavík. Grétar O. Guðmundsson, Bakkavör 16, Seltjarnarnesi. Guðbjörg Haraldsdóttir, Kambaseli 41, Reykjavík. Sigurður Bemódusson, Fífumóa 2, Njarðvík. Þórunn M. Ingimarsdóttir, Stífluseli 4, Reykjavík.
40 ára
Ágústína O. Sigurgeirsdóttir, Njarðvikurbraut 19, Njarðvík. Eiríkur Ágúst Ingvarsson, Tryggvagötu 5, Selfossi. Guðrún Guðbjartsdóttir, Baldursbrekku 2, Húsavík. Kristinn Kristinsson, Merkurgötu 2, Hafnarfirði. Ólafur Bjami Bjamason, Vesturbergi 122, Reykjavík. Ómar Jóhannsson, Miðleiti 12, Reykjavík. Unnur Steina Bjömsdóttir, Ægissíðu 96, Reykjavík. Þórhalla Arnljótsdóttir, Skeiðarvogi 131, Reykjavík.
A
jjrval
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
sem lifir mánuðum og
árumsaman