Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Afskipti utanríkisráðuneytis af málaferlum vegna Varnarliðsflutninga: Dómarinn endursendi - og tilkynnti Jóni Baldvin sendiherra að hann stæði ekki í slíkum skrifum íslenska utanríkisráðuneytið hef- ur haft afskipti af málaferlum sem Eimskip stendur í gegn bandarísk- um stjórnvöldum og freistað þess að hafa áhrif á dómarann sem hefur með málið að gera í Washington, Thomas F. Hogan. í þessum tilgangi boðsendi Jón Baldvin Hannibals- son, sendiherra í Washington, bréf til dómarans. í bréfmu, sem dagsett er 13. janúar sl., er fullyrt að ákveðnar staðhæflngar fulltrúa rík- islögmanns Bandaríkjanna fyrir réttinum þann 6. janúar sl. gætu hafa gefið réttinum alranga mynd af málinu og staðreyndum þess. Hogan dómari virðist hafa tekið erindi sendiherrans óstinnt upp því að í svarbréfi sem aðstoðarmaður hans, Elise Crawford lögfræðingur, skrifaði Jóni Baldvin, segir að dóm- arinn geti ekki staðið í bréfaskipt- um um mál sem hann er að fjalla um hverju sinni. „Þess vegna hefur dómarinn beðið mig að endursenda bréf yðar og fylgir það hér með,“ segir í bréfi fulltrúans til íslenska sendiherrans. Þetta sérkennilega mál snýst um það að Eimskip hefur annast hluta flutninga fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli en beið lægri hlut í Bréfið sem undirritað var af sendi- herranum var endursent með skýr- um skilaboðum. útboði á þessum flutningum í upp- hafi síðasta árs. í bandarískum lög- um eru ákvæði um að þeir sem ann- ist sjóflutninga fyrir herinn skuli sigla undir bandarískum fána. Þó hefur ríkt samkomulag milli þjóð- anna um að fyrirtæki frá báðum löndum mættu bjóða í þessa flutn- inga og hefur þeim verið skipt upp þannig að lægst- bjóðandi hefur fengið 65% flutninganna. Það fyrirtæki frá hinu land- inu sem bauð lægst fékk síðan 35% þeirra. Undanfarin ár hefur Eimskip hefur annast 35% flutning- anna en banda- risk félög, nú síðast Van Ommeren, 65%. Nýtt íslenskt- bandarískt skipafélag, Transatlant- ic/Atlantsskip, sem var stofnað í upphafi árs 1998, bauð í varnarliðs- flutningana í upphafi síðasta árs, bæði hlut Van Ommeren og Eim- skips og hreppti báða hlutana og hefur annast flutningana alla síðan í október sl. Eimskip missti þar með mikilvægan spón úr aski sínum og höfðaði mál á hendur bandarískum stjórnvöldum vegna þessa missis. Forráðamenn Eimskips telja að for- ráðamenn flutningadeildar Banda- ríkjahers hafi ekki við úthlutun á flutningunum fylgt ákvæðum í milliríkjasamningi íslands og Bandaríkjanna né heldur hafi þeir farið eftir bandarískum lögum og reglum um meðferð útboða. í fyrrnefndu bréfi Jóns Baldvins til Hogan dómara kemur fram að ut- anríkisráðuneytið hefur áður gert tilraunir til að fá bandarísk stjórn- völd til að rifta flutningasamningn- um við Transatlantic-skipafélagið. í því segir að óformlegar viðræður hafi átt sér stað, en einnig viðræður eftir formlegum diplómatískum leiðum og að íslenska ríkisstjórnin hafi farið fram á það að samningn- um við Transatlantic yrði rift. Því hafi bandarísk stjómvöld hins veg- ar skýrt og skorinort hafnað. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Helga Ágústs- son, ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytisins, né Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra vegna þessa máls í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. -SÁ Rán í Reykjavík: Barði og baðst afsökunar Hettuklæddur maður réðst inn í verslun við Stórholt í Reykjavík í gær- kvöldi og rændi þar nokkur þúsund krónum. Fimmtán ára afgreiðslustúlka í versluninni lýsir atvikinu þannig að hún hafi orðið vör við manninn inni í versluninni og þótt hann einkennilega tfl fara en hann var með hettu og húfu og lítið sást i andlit hans. Hann hafi skömmu síðar ógnað henni með leik- fangabyssu og þá hafi hún skipað hon- um að fara út úr versluninni því hún hafi haldið að ræninginn væri að grín- ast. Þá hafi hann lamið hana í höfuðið og skipað henni að leggjast í gólflð og tæma peningaskúfíúna. Hún tæmdi pen- ingaskúffuna, en í henni voru um 8-10 þúsund krónur sem ræninginn hirti. Hann sagði við stúlkuna að hann yrði að ræna verslunina þar sem hann skuldaði öðrum og ef hann borgaði það ekki yrði hann drepinn. Hann baðst af- sökunar og hljóp svo í burtu með pen- ingana. Allt tiltækt lið lögreglunnar var kallað á staðinn og voru m.a. vegatálm- ar settir upp á nokkrum stöðum í ná- grenni verslunarinnar. Lögreglan leit- aði árangurslaust í kjöllurum húsa og viðar í grennd við verslunina. -hb/HH Hér er afgreiðslustúlkun að gefa iögreglunni skýrslu. Afgreiðslustúlkan gat gefið greinargóða lýsingu á rseningjan- um en hann fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu og hafði ekki enn fundist í morgun. DV-mynd HH Akureyri: Bílvelta í gilinu DV, Akureyri: Ung kona missti vald á jeppabif- reiö á mótum Kaupvangsstrætis og Eyrarlandsvegar á Akureyri í gær eða í Gilinu eins og það er kallað þar í bæ. Bifreiðin hafnaði á snjóruðningi og valt síðan út á götuna og hafnaöi á toppnum. Einn farþegi var í bifreiðinni og sakaði hvorki hann né ökumann en bílbelti sem voru notuð eru tal- in hafa bjargað þeim frá meiðsl- um. -gk Loðnuskipin úti af AustQörðum: Ágætis loðnuveiði DV, Akureyri: Ágætis loðnuveiði var á Reyðar- tjarðardýpi í gær og skipin að fá allt upp I 500 tonna köst. Heldur dró úr veiðinni í nótt en þó voru sum skipanna að fá sæmileg köst. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, sagði í morgun að þeir væru komnir með 400 tonn eftir nóttina og loðnan væri greini- lega á leið upp á landgrunnið. Það þýddi að menn yrðu að koma sér í land og sækja „grynnri" nætur og einnig væri veðurspá þannig að ekki mundi gefa til veiða um helg- ina. -gk Ólga innan Samfylkingar á Reykjanesi: Alþingi greiðir póstkostnað Nokkur ólga er komin upp í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Sigríður Jóhannes- dóttir, alþingismaður Alþýðu- bandalagsins, hefur sent flokks- bundnum alþýðubandalags- mönnum bréf sem er stimplað frá Alþingi og eru póstgjöldin greidd af sömu stofnun. „Þetta I er afar misjöfn aðstaða sem | menn búa við,“ sagði Valþór Hlöðversson, frambjóðandi í prófkjöri Alþýðubandalagsins. „Ég sendi bréf til 2000 manna fyrir stuttu og það kostaði mig 70.000 krón- ur. Þannig að það sér hver maður að ef þingmenn nota sér þessa aðstöðu þá spara þeir sér stórfé. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki siðlegt að láta skattborgara greiða póstgjöld fyrir sig í prófkjöri," sagði Valþór. Hann sagði enn fremur að hann væri mjög hissa á því að Sigríður sendi bréfin á kostn- að Alþingis þar sem bannað væri að auglýsa í baráttunni sem hann væri mjög sáttur við. „Sigríður Jóhannes- dóttir sagði í samtali við DV að hún sæi ekkert athugavert við bréfasend- ingarnar: „Alþingismenn hafa leyfi til að senda ákveðið magn af bréf- um á mánuði á kostnað stofnunar- innar og ég hef aldrei farið upp í þann fjölda. Hluti af bréfunum mín- um var sent í gegnum Alþingi og hluti borinn út,“ segir Sigríður. „Það má segja að þetta sé ójöfn að- staða en öll höfum við einhvern tímann byrjað,“ sagði hún. -hb Fjör í hlutabréfum Mikil hlutabréfaviðskipti voru á Verðbréfaþingi í gær eða alls fyrir um 259 milljónir króna. Mest viðskipti með bréf einstakra félaga voru með hlutabréf FBA fyrir tæpar 80 m.kr.,íslandsbanka fyrir 35 m.kr. og með SÍF fyrir 30 m.kr. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,39%. í heild námu viðskipti á Verðbréfaþingi 754 miUjónum króna. Á29% í TM Sigurður Einarsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum og fyr- irtæki honum tengd, eiga 29,2% í Trygg- ingamiðstöð- inni eftir sam- einingu við Tryggingu hf. Áður var hlut- ur Sigurðar 37,3%. Hjónin Geir Zoéga og Sig- ríður E. Zoéga eiga eða hafa yfir- ráð yfir 5,9% af hlutafé félagsins. Sameining út um þúfur Samningaviðræður sem hafa verið í gangi frá því í nóvember 1998 á mifíi Lykilhótela og Foss- hótela um að Fosshótel taki við rekstri Lykilhótela hafa ekki bor- ið árangur og telur hvorugur aðU- inn grundvöll fyrir áframhald- andi samningaviðræðum, að sögn Ólafs Þorgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Fosshótela. Þetta kemur fram á Viðskiptavef VB á Visir.is. Útilokun Harvardprófessorinn heims- kunni, Richard Lewontin, lagði op- inberlega tU á síðasta ári að ís- iendingar yrðu útilokaðir frá al- þjóðlegu vísinda- samstarfi ef Al- þingi íslendinga samþykkti laga- frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði sem varð að lögum 17. des- ember sl. Þetta kemur fram í grein um gagnagrunnsmálið i nýjasta hefti tímaritsins The New Yorker. Uppbyggingu ólokiö Umtalsverðar fjárhæðir vantar svo unnt sé að ljúka flutningi byggðarinnar í Súðavík. Uppbygg- ingu Súðavíkur eftir náttúruham- farirnar í janúar 1995 er langt í frá lokið. 20 mánuðir fyrir brugg Hæstiréttur hefur dæmt Bjart- mar Vigni Þorgrímsson í 20 mán- aða fangelsi fyrir mörg og ítrekuð brot á áfengislögum eftir að hafa oftsinnis verið staðinn að bruggi á miklu magni spíra og gambra. Ár fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt mann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferð- isbrot með því að hafa notfært sér ölvunarástand unglingsstúlku til að hafa við hana samræði gegn viija hennar í bíl mannsins. Lára Margrét varaforseti Lára Margrét Ragnarsdóttir var kjörin varaforseti Evrópu- ráðsþingsins siðastliðinn mánu- dag. Hún var jafnframt endur- kjörin fyrsti varaformaður heil- brigðis- og félagsmálanefndar Evrópuráðsþingsins. Fyrsta sætið eða ekkert Árni Johnsen alþingismaður, sem sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Suð- urlandi, telur að nái hann ekki nefndu sæti séu það „mjög kurteisisleg skilboð" til sín að hætta í pólítík. Hann segir að nái hann aðeins öðru sætinu muni hann hugleiða að hætta af- skiptum af stjórnmálum. Sunn- lenska fréttablaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.