Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 7 sandkorn Fréttir Kári skellti á Ástralska ríkisútvarpsstöðin í Sydn- ey var í vikunni með útvarpsþátt um gagnagrunnsmálið og var búin að stefna saman á símafund í beinni út- sendingu yflr þveran hnöttinn þeim Kára Stefánssyni, Tómasi Zoega yfirlækni og hin- um þekkta breska sér- fræðingi, Ross Ander- son. Útsendingin byij- aði kl. 11.30 að íslensk- um tíma, en þegar hún var rétt að hefjast aftók Kári með öllu að ræða við þá flandvini sína tvo heldur bara halda einræðu. Meðan á samningaviðræðum við hann stóð var spilað rapplag sem var lengt ákaf- lega með tæknibrellum og loks þegar sflómandinn taldi sig hafa talað Kára til og opnaði á útsendinguna og þre- menningamir vora komnir í loftið varð ljóst að allt var unnið fyrir gýg. Kári skellti á. Það var því aðeins talað við andstæðinga gagnagrunnsins en Áströlum var illa brugðið.... Enn yfirkennari Hið sameiginlega kynningarblað ídlra frambjóðenda í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjaneskjördæmi er loks að líta dagsins ljós, um viku síðar en áætlað var. Tafimar eru einkum vegna þess að margir koma að hinni sameiginlegu kynningu Samfylking- arinnar á frambjóð- endum sem telja sig hafa. vit á útgáfumál- um og hefur aOt þetta mikla hugvit á tvist og bast taflð fram- kvæmdir. Þannig hefur Sandkorn spumir af því að einir fimm prófarka- lesarar hafi krafist þess að lesa alian texta yfir, hver með sína eigin réttu stafsetningu. Ekki hefur það þó dugað alveg því að í endanlegri útkomu er Magnús Jón Árnason aðstoðarskóla- stjóri titlaður yfirkennari. Það er starfstitill sem aflagður var í skólakerf- inu fyrir allmörgum áram... Tómleiki Halldórs Nokkrir alþingismenn hafa komið sér upp heimasíðum á Netinu til að kynna sig, sjónarmið sín og áhugamál. Af þeim tenglum sem menn sefla á heimasíður sínar út á aðra vefi má nokkuð ráða um persónuleika þeirra, áhugamál og víðsýni. Hjá Hjörleifi Guttormssyni eru þannig tenglar á vefi eins Evrópusam- bandsins, ESB, evr- ópskra þingmannasamtaka um um- hverfisvemd o.fl. slíkt., Svavar Gests- son hugar meir að því smáa og því sem nær honum er. Hann vísar á vefi þjóð- þinga Færeyinga og Grænlendinga og Sósialska þjóðarflokksins í Danmörku. Af heimasíðu Jóns Kristjánssonar, formanns flárveitinganefndar er hægt að tengjast Framsóknarflokknum, Framsóknarblaðinu Austra á Egilsstöð- um og heimasíðu Halldórs Ásgríms- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins, þó á síðastnefndu heimasíðunni sé reyndar ekki eftir neinu að slægjast. Hún er nefnilega galtóm... Bryndís styður Össur Það vakti nokkra athygli fólks sem nennti að plægja í gegnum langa nafnarunu stuðningsmanna í auglýs- ingu frá Össuri Skarphéðinssyni, frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingar í Reykja- vík, að rekast á nafti Bryndísar Hlöðvers- dóttur þar. Þetta er þó ekki Bryndís alþingis- maður sem keppir við Össur um fyrsta sætið á væntanlegum lista Samfylking- arinnar heldur alnafna hennar, nem- andi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. En það eru fleiri athyglisverð nöfn á þessum lista. Eitt þeirra er Kristján Torfi Einarsson. Sá er að líkindum sonur sjálfstæðisþingmannsins Einars Odds Kristjánssonar af Vestflörðum nema um sé að ræða alnafna... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is Heilbrigðisráðuneytið rekur á eftir Gagnalind: Samstarfsörðugleikar - vinnubrögðin hafa batnað, segir ráðuneytisstjórinn Heilbrigðisráðuneytið hefur fund- að með sflóm hugbúnaðarfyrirtækis- ins Gagnalindar vegna seinagangs fyrirtækisins við gerð hugbúnaðar- kerfis fyrir heilbrigðisstofnanir. Dav- íð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri segir, að enn sé ekki búið að uppfylla ákveðna þætti sem reiknað hafi ver- ið með að yrðu í kerfinu. „Þetta hef- ur verið í skoðun hjá eftirlitsaðila okkar. Við áttum í ákveðnum sam- starfsörðugleikum við Gagnalind og vorum ekki mjög ánægðir með sam- skiptin. Við ræddum það mál við sflóm fyrirtækisins og eftir þær við- ræður hafa samskiptin og vinnu- brögðin hjá þeim batnað. Vonandi verður þetta í lagi þegar upp er stað- ið. En vissulega hefði verið ákjósan- legra að kerfið hefði fengið fulla vott- un.“ Ráðuneytið samdi fyrir allmörgum árrnn við Gagnalind um að setja upp kerfi fyrir heilsugæsluna í landinu. Þrátt fyrir að ráðuneytið hafi greitt fyrirtækinu stóran hluta umsamins verðs fyrir kerfið hefur ekki gengið sem skyldi að koma því á laggirnar. Vottimamefnd hefur enn ekki vottað kerfið endanlega, en gaf bráðabirgða- leyfi í desember 1997 og leyfði dreif- ingu á því. Að sögn Davíðs gerir bráðabirgðaáætlun ráðuneytisins ráð fyrir því að kerfið verði fullbúið í september-október nk. Einn af göllum kerfisins er talinn sá að það getur ekki unnið með gaml- ar upplýsingar úr eldri tölvukerfum. „Menn hafa ekki verið á einu máli um hvort skynsamlegt væri að taka allar upplýsingar úr gömlum kerfum inn í það nýja og hvemig þær yrðu samkeyrðar með nýjum upplýsing- um. Kerfið var ekki gert til að miðla upplýsingum í miðlægan gagna- grunn. Nú þegar hann er kominn inn í umræðuna munu menn væntanlega athuga hvort skynsamlegt sé að nota þetta kerfi eða hvort annað nýtt verð- ur sett upp. Það hefur engin umræða farið fram í ráðuneytinu um það enn sem komið er, né ákvörðun tekin þar að lútandi. Val á kerfi mun að sjálf- sögðu fara fram i samráði við vænt- anlegan leyfishafa, enda kostar hann framkvæmdina, svo og viðkomandi heilbrigðisstofnanir. Ráðuneytið er ekki að láta prófa þetta kerfi nú með það fyrir augum að safna upplýsing- um í miðlægan gagnagrunn. Það var og er fyrst og fremst hugsað fyrir heilsugæsluna.“ -JSS Útselskópurinn á hafnarbakkanum í Stykkishólmi. DV-mynd ÓJ Útselskópur kom í höfnina í Stykkishólmi Minkur gerir usla í kanínubúi DV, Sauöárkróki: Nýlega gerði minkur sig heima- kominn í kanínuhúsi Jakobs Ein- arssonar, bónda á Dúki, og drap 34 dýr en það var rúmlega helmingur af bústofninum. „Þetta var vægast sagt hrikaleg aðkoma," segir Jakob. „Það var mikill atgangur í dýrinu þegar ég kom í húsið. Hann var búinn að klóra augun og bíta ofan af höfuð- skelinni á nokkrum kanínum sem þó voru lifandi." Ágúst Bentsson meindýraeyðir var kallaður á vettvang og tókst honum að skjóta minkinn þar sem hann var staddur í einu búranna. Ágúst telur fullsýnt að um búrmink sé að ræða. Kanínumar voru svokallaðar pelskanínur sem fluttar voru inn fyrir um einu og hálfu ári og voru í einangrun í Laugardal í Lýtings- staðahverfi. Jakob fékk fyrstu dýrin í mars í fyrra og hefur verið að byggja upp bústofn. Hann segist ekki vita hvort hann fær tjónið bætt að einhverju leyti en búið sé ótryggt, enda skiljist honum að tryggingar nái ekki yfir þessa bú- grein. -ÞórhaHur Ásmundsson Úlpumaður stelur úr kápum Maður í grænni úlpu stal úr kápuvösum í fatahengi hjá fyrirtæk- inu Litbrá í Höfðatúni í Reykjavík skömmu eftir hádegi í gær. „Ég sá á eftir manninum hér út og reyndi að elta hann en án árang- urs,“ segir Rafn Hafnflörð, forstjóri í Litbrá. „Hann var dökkur yfirlit- um og í grænni úlpu.“ Úlpumaðurinn komst í vasa á tveimur kápum og náði fimm þús- und krónum úr annarri. Úr hinni hafði hann þúsund krónur upp úr krafsinu. „Fólk ætti að gæta sin í fatahengj- um,“ segir Rafn í Litbrá. -EIR 40 tillögur að byggðarmerki DV, Dalvik: Ellefu aðilar sendu inn um 40 til- lögur að byggðarmerki fyrir Dalvík- urbyggð en skilafrestur rann út 15. janúar. Að sögn Kristjáns Ólafsson- ar, formanns íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs, eru smnar tillög- urnar í ýmsum afbrigðum bæði hvað snertir liti og form. Sérstök dómnefnd mun nú fara yfir tillög- urnar og mun hún síðan skila áliti til bæjarstjómar um hvaða tillaga skuli valin. hiá DV, Vesturlandi: Mönnum brá heldur betur í brún við Stykkishólmshöfn síðastliðinn sunnudag þegar útselskópur gerði sig heimakominn á hafnarbakkan- um. Útselskópurinn, sem heima- menn telja vera um mánaðargaml- an, hefur að öllum líkindum sloppið frá móður sinni. Menn gripu tU þess ráðs að henda kópnum í sjóinn í þeirri von að hann myndi spjara sig og finna móðurina. Hann kom hins vegar aftur og kunni greinilega vel við triUukarlana og aðra áhuga- menn sem fylgdust með honum. Þegar menn ætluðu að skoða hann nánar daginn eftir var hann á bak og burt og hefur hann sennUega komist tU móður sinnar. Hver veit nema hann heimsæki triUukarlana í Stykkishólmi aftur með fjölskyld- unni, þar sem honum leið svo vel hjá þeim, og gleðji ferðamenn sem leið eiga um Stykkishólm í vor og sumar. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.