Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 íslensk rannsókn: Plástur og úði virkuðu betur Nikótínplástur og nefúði sem notað var saman í tilraun til að venja fólk af tóbaksnautn gaf góða raun í rann- sóknum á Landspitalanum, segir í British Medical Jo- urnal nú i vikunni. Alls tóku 237 reyk- ingamenn þátt í rannsókninni. Allir fengu plástur, en annar helmingur- inn að auki nefúða með nikótíni, hinn helmingurinn óvirkan úða. Niðurstaða rann- sókna dr. Þorsteins Blöndals leiddu í ljós að af þeim sem fengu plástur og virkan úða voru 16% án tóbaks sex ár- um síðar, meðan 8,5% hinna voru lausir við slíkt. „Reykingar eru slíkt vandamál að jafnvel 8% bati hefur gíf- ► urleg áhrif á dánartíðnina," segir John Stapleton, sérfræðingur hjá London Institute of Psychiatry. -JBP Helgarblað DV: Dónaskapur er fyndinn í Helgarblaði DV er viðtal við <m„fyndnustu konu íslands, Helgu Brögu Jónsdóttur. Rætt er við hana um líf hennar, listina að vera fyndin og starfið með Fóstbræðrum. Fjaliað er um pappírstígrisdýrin sem létu mjög að sér kveða á síðasta áratug og áttu meðal annars mestan hluta Laugavegsins, Hótel Örk, Tívolí í Hveragerði, Ávöxtun og Verðbréfa- markaðinn. Mörg þeirra fóru frekar illa út úr viðskiptunum en hvar skyldu þau vera í dag? Tekið er hús á Ambjörgu Sveins- dóttur og rætt við Stefán Sigvalda Kristinsson, fjölfatiaðan listamann, og sýndar myndir af listaverkum hans. í fréttaljósi er fjallað um prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. í er- lendu fréttaljósi er fjallaö um spilling- vuna í ólympiusambandinu. -sm/-þhs Þorsteinn Blöndal læknir. Hátt í tvær milljónir hurfu meö sex mánaða millibili úr spHasal Háspennu: Ákærður fýrir að setja spilasalarrán á svið ins. Síðan hafl þeir horfið á braut og haft peningana með sér. En hvemig vöknuðu grunsemdir um að ránið um verslunarmanna- helgina og þjófnaðurinn sex mánuð- um áður ættu ekki við rök að styðj- ast? Samkvæmt upplýsingum DV þótti lögreglunni mjög vafasamt að atvikalýsingar mannsins stæðust. Á því er málið og rannsóknin byggð. Ákæran er byggð á fjárdrætti og röngum uppljóstrunum. Dómur mun að likindum ganga í þessu sér- stæða sakamáli, sem þó á sér hlið- stæðu, í seinni hluta febrúar. -Ótt Lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur höfðað sakamál á hendur karl- manni á fertugsaldri sem er ákærð- ur fyrir að hafa sett á svið tvö rán í spilasalnum Háspennu, á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs, með sex mánaða miUibili - þannig hafi hann dregið sér fyrst 477 þúsund krónur og síðan 1,2 milljónir króna. Réttarhöld hafa staðið yfir að undanfornu. Maðurinn, sem er fyrrum starfsmaður spilasalarins, hefur neitað öllmn sakargiftum. Lögreglan telur að þann 22. febr- úar árið 1977 hafi maðurinn tekið 477 þúsund krónur úr peninga- kassa spilasalarins - bæði reiðufé og tékkum. Fjórum dögum síðar hafi hann farið til lögreglunnar og kært tvo menn sem hann þekkti - þeir hafl stolið peningunum úr kassanum. Aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst, um verslunarmannahelgina tæpu hálfu ári sfðar, var lögreglan kölluð að spilasalnum Háspennu. Þar var sami maður við störf. Hann var með áverka og tilkynnti að tveir menn hefðu komið í spilasal- inn og framið þar rán. Maðurinn sagði ræningjana hafa farið með sig í kjallara spilasalarins, tekið af sér lykla og tekið 1,2 milljónir króna úr peningaskiptivél staðar- Fríða Albertsdóttir vlð leiði föður síns með innheimtuseðla frá sýslumanni en embætti hans hefur verið að rukka lát- inn mann um opinber gjöld, aðstandendum hins látna til mikillar armæðu. DV-mynd Sýslumaður rukkar látinn verkamann „Þetta þykir mér leitt að heyra. Hér hafa orðið einhver mistök," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, en embætti hans hefur verið að rukka látinn mann um opinber gjöld, aðstand- endum hins látna til mikillar ar- mæðu. Albert Ingibjartsson verkamaður lést 11. nóvember 1996, þá 67 ára gamall. í Hnífsdal býr dóttir hins látna, Fríða Albertsdóttir, og inn um bréfalúgu hennar hafa rukkan- ir sýslumannsembættisins á ísa- firði borist. Síðast var krafist greiðslu vegna gjalda síðasta árs að upphæð flmm þúsund fjörutíu og þrjár krónur. „Ég veit ekki hvert ég á að fara með þessa reikninga. Ekki get ég sett þá á leiðið hans pabba,“ segir Fríða sem gerir sér reyndar oft ferð út í kirkjugarð þar sem faðir hennar hvilir. Hún staðhæfir að hafa farið á fund fulltrúa sýslu- manns skömmu eftir útför fóður síns og gengið þar endanlega frá skiptum á búinu. „En þeir halda áfram að rukka pabba,“ segir Fríða. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður segist sjá í bókum sínum að álagning á hinn látna hafi verið af- skrifuð fyrir árið 1996 en eftirstöðv- ar vegna staðgreiðslu hafi hins veg- ar farið í innheimtu á næsta ári. Ólafur Helgi lofar að innheimtu- aðgerðum á hinn látna linni frá og með deginum i dag. -EIR Veðrið á morgun: Stormur norð- vestan til Á morgun verður suðvestanátt, hvassviðri eða stormur norðvest- an til en annars allhvasst eða hvasst. Slydduél verða vestan til á landinu en léttskýjað austan til. Hiti verður á bilinu 1 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgerðir, 8 stæröir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm boröar prentar f 7 línur Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffang: www.it.is/rafport -gœði, úrval og gott verð 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.