Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 T>V nn Ummæli etta er ekki samfylking „Hvernig litur sú samfylking út sem hefur Al- \ þýðuflokkinn í efstu sætunum alls staðar nema i , tveimur kjördæm- um? Það er ekki samfylking.“ Svavar Gestsson al- þinglsmaður, í Degi. Með og á móti „75 prósent þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu og 70 prósent þjóðarinnar kjósa Framsóknar- flokkinn og Sjálfstæðisilokkinn. Það er vegna þess að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafa ekki verið með skýra stefnu í þessu máli." Gretar Mar Jónsson, form. Skip- stjóra- og stýrimannfél. Vísis, sem hefur yfirgefið kratana, í DV. Neysluvara á gjafamarkaði „Unglingabækur" dagsins i dag eru tegund sem ég kæri mig ekki um að tengjast á nokkurn hátt. Þær eru neysluvara á gjafamarkaði handa fólki sem þekkir ekki barn- ið sitt og hefur ekki hugmynd um hvort bókin er góð eða slæm, bókmenntir eða rusl.“ Friðrik Erlingsson rithöfundur, í DV. Matarvenjur „Fólk neytir meira af tilbúnum réttum en áður og borðar meira á veitingahúsum en það sem mestu skiptir í þessu sambandi er að mamma eldar minna.“ Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlækn- ir, varðandi stóraukningu á mat- areitrun, í DV. Stjórnmálamaður nútímans Það er núorðið úrelt sérviska að dragnast með skoðanir og hug- sjónir - hitt skiptir mestu að kaupa sér flotta ímynd á aug- lýsingastofu og selja hana í gegn- um fjölmiðla." Árni Bergmann rit- höfundur, í DV. Sakbendingarlottó „Til að auka hagnað verslana sinna láta Hagkaupsmenn grandalausa viðskiptavini sina spila í eins konar þjófa- eða sak- bendingarlottói þar sem hending ein ræður hver verður fyrir „vinningsvælinu", þjófur eöa sakleysingi." Vilhjálmur Ingi Árnason, neyt- endafrömuður á Akureyri, í Degi. Björn Jóhann Björnsson, ritstjóri TölvuVísis: Flytjum fréttir jafnt af tölvu- sem símamarkaði „TölvuVísir hefur verið fréttabréf Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar síðastliðin tíu ár og komið út þrisvar á ári og flutt fréttir af starf- semi fyrirtækisins og birt náms- skrár á vegum þess. Nú er búið að gera breytingu á blaðinu á þann veg að það verður vikulegt fréttablað um upplýsingatækni. Fréttabréf fyr- irtækisins mun þó halda áfram að koma út í sama formi og áður. Fréttablaðið er nýtt blað undir sama nafni,“ segir Björn Jóhann Björnsson, nýráðinn rit- stjóri TölvuVísis, en þegar eru kom- Maður dagsins in út tvö blöð í þessu nýja formi. Björn segir að TölvuVisir muni flytja almennar fréttir af tækninýjungum á tölvu- og símamarkaði hér á landi sem og erlendis og einnig segja frá öðrum tíðindum af vettvangi upplýsingatækninnar: „Tölvan og síminn eru að renna í eitt og við höf- um fundið fyrir áhuga á að hafa þetta saman í blað- inu. Við erum fyrst og fremst með fréttablað en ætl- unin er í framtíðinni að vera með einstök blöð þar sem eitt mál er tekið fyrir, til dæmis nýtt forrit eða nýr markað- ur. í blaðinu erum við einnig með viðtal vik- unnar og fastan pistil, Á dag- skránni, þar sem menn úr tölvu- og síma- geiranum munu fjalla um einstök mál sem tengjast áhugasviðum þeirra. Þá höldum við úti föstum dálki um 2000-vandamál- ið. í nýjasta TölvuVísi sem kom út í fyrradag erum við til dæmis með einkaviðtal við markaðsstjóra Microsoft á Norðurlöndum og --- segjum frá nýrri Gallupkönn- un um 2000-vandann.“ ___ TölvuVísir mun eingöngu verða selt í áskrift: „Við gerum ekki út á auglýsingamarkaðinn, all- ar tekjur blaðsins koma inn í áskrift og vert er að geta þess að fréttabréfi fyrirtækisins mun áfram verða dreift ókeypis. Sá markhópur sem við helst lítum til eru stjórnendur frekar en tölvusérfræðingar eða hinn almenni tölvunotandi. En að sjálfsögðu er öllum tölvuáhuga- mönnum velkomið að gerast áskrif- endur.“ Bjöm Jóhann stundaöi nám við Háskóla íslands í íslensku og fjöl- miðlafræði og starfaði í sex ár sem blaðamaður á DV og þar áður á Degi. Bjöm Jóhann er ættaður frá Sauðárkróki og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum þar. Sam- býliskona Bjöms Jóhanns er Edda Traustadóttir hjúkranarfræðingur og eiga þau einn son, Aron Trausta, sem verður fjögurra ára í mars. Þeg- ar Bjöm Jóhann var spurður um áhugamál sagði hann þau liggja í fjölmiðlun og upplýsingatækni en golfið hefur líka hefilað hann síð- ustu árin. „Ég hef ávallt verið áhugcimaður um íþróttir almennt þó ég hafi ekki mikið stundað þær og tel mig virkan í „stúkunni“.“ -HK Katrín Þorkels- dóttir, sem leikið hefur í verkinu, hefur nú horfið til starfa hjá Leikfé- lagi Akureyrar en í hennar stað hef- ur komið María Reyndal, nýút- skrifuð og fersk frá Englandi. Fyrsta sýning Maríu var síðast- Tölvuskopleikurinn Vírus verður sýndur fiðinn laugardag. í í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. öðrum hlutverk- um em Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson, Björk Jakobsdóttir, Erla Rut Harðardóttir, Jón St. Vírus Vfrus, tölvuskopleikur eftir Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, í leikstjórn Gunnars Helga- sonar, hefur verið sýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu síðan um miðjan nóvember. Leikhús Kristjánsson og Dofri Her- mannsson. Næsta sýning á Vfrusi er í kvöld, kl. 20. Það eru enskunemar sem flytja verk Shakespeares i Tjarnarbíói. Draumur á Jóns- messunótt Leikfélag enskunema í Háskóla íslands mun nú um helgina sýna verk Williams Shakespeares, A Midsummer Night’s Dream (Draumur á Jónsmessunótt), í Tjarnarbíói. Verkið verður flutt á ensku og leikstjóri er Martin Regal. Frumsýning verður í kvöld, önnur sýning á morgun og lokasýning á sunnudag. Sýning- arnar eru í Tjamarbíói og hefjast kl. 20 og er miðaverð 600 kr. Verkið, sem er eitt af þekktari gamanleikritum Shakespeares, fjallar um það hvemig sambönd nokkurra elskenda þróast með af- skiptum hrekkjóttra álfa frá því að vera byggð á miskilningi og af- íþróttir brýði til farsællar lausnar fyrir alla. Lokaþáttur verksins er svo giftingarhátíð elskendanna þar sem nokkrir áhugaleikarar klúðra með eftirminnilegum hætti flutn- ingi á harmleik sem þeir hafa ákveðið að setja upp brúðhjónun- um til heiðurs. Þetta er kostuleg- ur gamanleikur og er það víst að allir munu hafa gaman af, hvort sem þeir þekkja til Sharespeares eða ekki. Bridge í gær sagði frá örlagaríku spili í leik Finnlands og Islands á ung- lingamótinu í Hollandi fyrr í mán- uðinum þar sem Finnamir misstigu sig í vörninni og gáfu alslemmu. Fleiri örlagarík spil mátti finna í þessum fjöruga leik en þau féllu öll til íslendinga. I þessu spili í leikn- um sögðu Sigurbjöm Haraldsson og Guðmundur Halldórsson sig upp í 4 hjörtu á hendur n-s og fengu 11 slagi í þeim samningi. Finnamir sögðu sig hins vegar alla leið upp í 6 hjörtu, eftir tveggja spaða hindmn- arsögn Páls Þórssonar á austur- höndina. Frímann Stefánsson spil- aði út spaðaníu í upphafi. Austur gjafari og allir á hættu: * K5 *ÁK3 * Á92 * ÁK985 * ÁG7632 «»102 * 843 * D4 * D108 «» DG964 * K10 * 1073 Páll Þórsson tók fyrsta slaginn á spaðaásinn og spilaði spaða til baka í þeirri von að útspilið væri einspil. Finninn fékk slaginn á kónginn, tók trompin af andstöðunni og lagðist síðan undir feld. Ellefu slagir vom sjáanlegir og ýmsir möguleikar á þeim tólfta. Nokkrar líkur vom á því að austur ætti háspil stakt í lauflitnum (eftir hindrunarsögnina á spöðum) en einnig var hugsanlegt að vestur héldi á báðum háspilunum í laufi. Finninn ákvað að spila upp á síðari möguleikann og hleypti lauftíunni yfir til austurs. Hvomgur möguleikanna var fyrir hendi, en Finninn gleymdi að taka með í reikninginn, að fyrri mögu- leikinn gerði einnig ráð fyrir því að þvingun væri í spilinu, ef vestur ætti 3 lauf og bæði DG i tígli. Ef sagnhafi tekur trompin í botn og 2 spaðaslagi, getur vestur ekki varist. Hann getur ekki bæði haldið valdi á lauf- og tígullitnum í 5 spila enda- stöðu. íslendingar græddu 13 impa á spilinu, en hefðu tapað 13 impum ef Finninn hefði fundið vinningsleið- ina. ísak Öm Sigurðsson * 94 «»875 * DG765 * G62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.