Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 11 DV Fréttir Prófkjörsslagur sjálfstæöismanna á Suðurlandi: Telja sig fá þrjú sæti DV Hellu: Prófkjör sjálfstæðismanna á Suð- urlandi verður haldið laugardaginn 6. febrúar nk. Frambjóðendur hafa staðið i ströngu við að kynna sig og sín stefnumál fyrir íbúum kjördæm- isins að undanfomu. Tíu taka þátt í prófkjörinu. Eftir að ljóst varð að Þorsteinn Pálsson gæfl ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku varð sýnt að barátta yrði um fyrsta sætið. Ámi Johnsen alþingismaður tók strax stefnuna á það, en hann hefur nú fengið samkeppni um for- ystuna frá þremur frambjóðendum, þeim Kjartani Ólafssyni, formanni félags garðyrkjubænda, Óla Rúnari Ástþórssyni, framkvæmdastjóra At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands, og Ólafi Bjömssyni lögfræðingi sem sækist eftir 1.-3. sæti. Menn vilja al- mennt ekki setja sig í þau spor að gerast spámenn um niðurstöðu próf- kjörsins en virðast vera sammála um að baráttan um toppinn verði tvísýn, sérstaklega á milli Óla Rún- ars og Árna Johnsen. Frambjóðend- ur til 2. sætis eru þó nokkrir: Drífa Hjartardóttir varaþingmaður á Keldum á Rangárvöllum stefnir ákveðið á það auk Jóns Hólms Stef- ánssonar, aðrir sækjast eftir öraggu sæti. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi telja sig munu fá 3 þingmenn í næstu kosningum, í síðustu þing- kosningum fengu þeir tvo - töpuðu einum Þá var Eggert Haukdal í sér- framboði og náði með því þriðja manninum af D-lista án þess að komast sjálfur að. Um síðustu helgi vora sameiginlegir fundir í Vík, Hellu og á Selfossi. Orkumál efst á baugi Fréttamaður DV var á fundinum á Hellu, þar sem 9 af þeim 10 sem taka þátt mættu. í framsögum sín- um kynntu frambjóðendur sig og sína stefnu. Landbúnaðarmál, at- vinnumál, byggðamál, kvótamál og orkumál voru í flestum framsögum aðalmálið. Kjartan Ólafsson taldi byggðamálin vega þyngst, í þeim vægi verð á þjónustu, vörum og námskostnaður hvað þyngst. Ámi Johnsen sagði að hver byggð styrkti aðra eins og einstaklingurinn hver annan, hann sagði margt óunnið í byggðamálum, en stefna ríkisstjóm- arinnar í málefnum landsbyggðar- innar gerði landið samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. Kjartan Bjömsson lagði áherslu á vímuefna- og menntamál og gildi forvarna. Kristin Þórarinsdóttir sagði að sveitarfélögin yrðu að laga sig að breyttu hlutverki og sameiginlega yrði að vinna að markvissri byggð- arþróun. Ólafur Bjömsson sagði að í orkumálum yrði að afnema einok- un Landsvirkjunar, það myndi leiða Kristín S. Þórar- Óiafur Björns- insdóttir. son. Óli Rúnar Ást- Jón Hólm Stef- þórsson. ánsson. til lækkandi orkuverðs. Hann sagði alvarlegt ef þjóðin klofnaði í afstöðu sinni til til kvótakerfls, kerflð í dag væri þó of lokað, finna þyrfti leiðir til að opna það og hans tillaga væri sú að 20% af auknum veiðiheimild- um verði boðin út. Víglundur Krist- jánsson sagði að í ferðaþjónustunni væru fleiri atvinnutækifæri - marg- ir hlutir væru ónýttir, svo sem arf- Víglundur Krist- Drífa Hjartardótt- jánsson. ir. leifð úr fortíð- inni. Hann sagð- ist vera mótfall- inn innflutningi á landbúnaðar- vörum sem við framleiddum sjálf. ÓIi Rúnar Ástþórsson sagði að fyrirhugaðar breytingar á kjör- dæmaskipan kallaði á sterka forystu í kjördæminu og lagði áherslu á að það veldust hæfir ein- staklingar til forystu á listanum. Hann sagði að atvinnumálin væru sín mál. Drífa Hjartardóttir sagði að jafna yrði lífskjörin í landinu með jöfnunaraðgerðum, hún sagði að bændur hefðu lagt fram drjúgan skerf til stöðugleikans í þjóðfélag- inu. Jón Hólm Stefánsson sagði að Arni Johnsen. Kjartan Ólafs- Kjartan Björns- son. son. búið væri að keyra landbúnaðinn allt of langt niður, það hefði verið sagt að ef landbúnaðurinn færi svona langt niður fylgdi annað með og það hafl reynst rétt. Hann sagði að það þyrfti að jafna fleira en at- kvæðarétt og að hugmyndir um jöfnun atkvæða gengju lengra en í mörgum löndum. Að framsögum loknum voru fyrirspurnir, þar voru frambjóðendur m.a. spurðir hvort þeir myndu sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins. Allir sögðust myndu gera það, að því leyti að enginn lét að því liggja að hann færi í sérfram- boð ef hann færi illa út úr því, en hvort þeir yrðu á listanum væri annað mál. Árni Johnsen sagði þó að ef niðurstaða prófkjörsins yrði sú að hann lenti í öðru sæti, liti hann á það sem kurteisleg skilaboð um að menn væru að þakka sér fyr- ir samveruna. -NH Hér má sjá aðkomuna að árekstrinum á mörkum Laugarnesvegar og Sæ- brautar. DV-mynd HH Reykjavík: Velta og árekstur Bílvelta varð í fyrrinótt á gatna- mótum Sæmundargötu og Hring- brautar. Fólksbíll hafði að líkindum runnið til í hálkunni og oltið en kalla þurfti tækjabíl slökkviliðs til þess að ná ökumanni út úr bifreið- inni. Hann reyndist ekki mikið slas- aður. Þá varð árekstur á mörkum Laugarnesvegar og Sæbrautar um hálfeitt í nótt þar sem tveir bílar lentu harkalega saman. Bílamir eru báðir taldir ónýtir og voru fluttir brott með kranabifreið. Ökumenn voru fluttir á slysadeild þar sem þeir höfðu meiðst nokkuð á andliti. -hb Þeir voru að vonum ánægðir félagarnir sem fengu boxgræjurnar sínar til baka en þær voru gerðar upptækar þegar lögreglan lokaði æfingamiðstöð á síðasta ári. Þá var sýnd boxveisla í beinni útsendingu þar sem ekki minni menn en Bubbi Morthens og Fjölnir Þorgeirsson boxuðu. DV-mynd gva Gott atvinnuá- stand á Dalvík Vinstri hreyfingin - grænt framboð: Skynja jákvætt andrúmsloft DV, Akureyri: „Við höfum nú lokið við að stofna kjördæmisfélög í öllum kjördæmum landsins og sú vinna hefur gengið vonum framar. Mér sýnist að á þessa stofnfundi hafi komið milli 400 og 500 manns og hreyfingin er orðin býsna skipulögð. Þessari lotu lýkur svo með stofnfundi samtak- anna á landsvísu í Reykjavík helg- ina 5.-6. febrúar," segir Steingrímur J. Sigfússon um starfsemina hjá Vinstri hreyfmgunni - grænu fram- boði, að undanfömu. Stjómir kjördæmisráðanna hafa alls staðcir verið skipaðar og segir Steingrímur að í framhaldinu muni þær stjóm- ir ýmist gera til- lögur um fram- boðslista í sínum kjördæmum eða kosnar hafa verið uppstillingar- nefndir til að vinna að þeim málum með stjórnunum á hverjum stað. Stein- grímur segir að þátttaka í stofn- fundum kjördæmissamtakanna hafi verið mjög góð og hann nefnir sem dæmi að á fundinn á Norðurlandi eystra, sem haldinn hafi verið á Ak- ureyri, hafi komið um 60 manns. Þó hafi sá fundur verið haldinn um mikla óveðurshelgi og ófært hafi verið til bæjarins úr nærsveitum og jafnvel einhver ófærð innanbæjar. Steingrímur mun leiða listann á Norðurlandi og öraggt er talið að Ámi Steinar Jóhannsson, varaþing- maður hans, verði í 2. sætinu. Leið- togaefni í öðram kjördæmum hafa verið nefnd Ögmundur Jónasson í Reykjavík, Hjörleifúr Guttormsson og Þuriður Backmann á Austur- landi, Kristin Halldórsdóttir á Reykjanesi og Lilja Rafney Magnús- dóttir, varaþingmaður Kristins Gunnarssonar (!) á Vestfjörðum. „Vinnan mun eitthvað skemur á veg komin og línur ekki eins skýrar á Suðurlandi, Vesturlandi og Norð- urlandi vestra, en ég hef ekki mikl- ar áhyggjur af því að við fáum ekki hæft fólk til framboðs í öllum kjör- dæmum landsins. Ég tel mig skynja andrúmsloftiö mjög vel og það er já- kvætt. Ég er því bjartsýnn á fram- haldið," segir Steingrímur. -gk DV Dalvík: Mjög gott atvinnuástand var í Dal- víkurbyggð á sl. ári. Að sögn Guðrún- ar Skarphéðinsdóttur á skrifstofu Ein- ingar voru fáir atvinnuleysisdagar skráðir og t.d. fengu allir skólanemar vinnu sl. sumar. Eitthvað virðist þó vera að þrengja að með vinnu nú í ársbyrjun því við síðustu skráningu mættu 15 manns. Guðrún segir að næstu mánuðir séu stórt spurningarmerki. Við söl- una á Otri hf. misstu 8 manns vinn- una og komi uppsagnirnar í rækju- verksmiðju Samherja til framkvæmda í marsbyrjun missa ríflega 30 manns atvinnuna. Stór spuming er hvort hægt veröur að útvega því fólki vinnu. -hiá Steingrímur J. Sigfússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.