Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 9 i>v Stuttar fréttir Útlönd Sjálfstjóra fyrst Viðræður um framtið Austur- Tímor á vegum Sameinuðu þjóð- anna munu í dag beinast að áformum um sjálfstjóm þrátt fyr- ir óvænt tilboð indónesískra stjómvalda um sjálfstæði. Kannski sjónvarpað Játvarður Windsor, yngsti son- ur Elísabetar Englandsdrottning- ar, hefur ekki gaman af kast- ljósi fjölmiðla, sem kunnugt er. Hann hefur þó ekki alfarið útilokað aö sjónvarpað verði frá brúð- kaupi hans og unnustunnar, Sophie Rhys-Jones, i sumar. Gerið það 9. apríl Hjón sem hafa áhuga á að eign- ast nýtt bam við dagrenningu nýs árþúsunds skyldu búa sig undir að reyna að geta bamið þann 9. apríl næstkomandi. Þetta kom fram í dagblaði einu á Nýja-Sjá- landi í morgun. Bananar í steik Alvarleg kreppa er í uppsigl- ingu innan Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) vegna hat- rammra deilna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um verslun með banana. Einkavætt í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld ætla að end- urskoða eignarhald sitt á alls kyns fyrirtækjum og svo gæti far- ið að fjöldi ríkisfyrirtækja verði einkavæddur í framhaldinu. Standa með kóngi Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að banda- rísk stjórnvöld myndu styðja dyggilega við bakið á Jórdan- íu vegna áhyggna þar af heilsufari Husseins kon- ungs. Hussein er kominn aftur í krabbameinsmeðferð til Banda- ríkjanna eftir vikudvöl heima þar sem hann útnefndi nýjan ríkis- arfa. Glistrup kemur aftur Mogens Glistrup, stofriandi Framfaraflokksins í Danmörku, er á leið inn i gamla flokkinn sinn á ný, að því er danskir fjölmiölar fullyrða. 178 myrtir í Burundi 178 óbreyttir borgarar hafa ver- ið myrtir í borgarastríðinu í Burundi undanfamar vikur. Ocalan fundinn Tyrkeskt dagblað greindi frá 3VÍ í gær að yfírvöld í Tyrklandi vissu hvar PKK- leiðtoginn Abdullah Öcal- an væri í felum. Segir blaðið að tyrkneska ör- yggislögreglan hafl rakið spor Öcalans til Mið- austurlanda. Ekki er greint nánar frá dvalarstað Öcalans en hátt- settur embættismaður er sagður á leið til Líbanons til að telja yfir- völd þar ofan af því að vemda kúrdiska leiðtogann. Harma upplausnina 85 prósent Rússa harma upp- lausn Sovétríkjanna samkvæmt skoðanakönnun rússnesku frétta- stofunnar Interfax. Helmingur að- spurðra telur að þjóðin hafi haft það best á tíma Brezhnevs. Þjónn Karls í árekstri Einkaþjónn Karls Bretaprins lenti í árekstri eftir eins og hálfs kílómetra akstur þegar hann var að sækja nýjan Rolls sem prins- inn hafði pantað. Hafði þjónninn fengið sér of mikla hressingu úr barskápnum. Karl og Camilla saman opinberlega í fyrsta sinn: Viðstaddir æptu af fögnuði Loksins kom augnablikið sem ljós- myndarar hafa beðið eftir árum sam- an. Karl Bretaprins og Camilla Park- er Bowles, sem verið hefur ástkona hans i yfir 25 ár, sýndu sig saman opinberlega í gærkvöld. Þau höföu reyndar komið hvort í sinu lagi í frmmtugsafmælisveislu systur Camillu, Annabel Elliott, á Ritzhótelinu í London. En tveimur mínútum fyrir miðnætti komu þau út saman og Ijósmyndararnir 150 smelltu af í gríð og erg. Þeir höfðu fengið vit- neskju um að dagurinn í gær væri stóri dagurinn og höfðu margir þeirra beðið klukkustundum saman. Karl og Camilla biðu fyrir utan hótelið í nokkrar sekúndur á meðan límósína þeirra var sótt. Bæði brostu þau breitt og þegar Karl tók utan um Camillu er hann hjálpaði henni inn í bílinn æptu viðstaddir af fögnuði. Camilla settist inn í bílinn vinstra megin en Karl gekk í kringum bílinn og steig inn hægra megin. Síðan var haldið af stað. Þó svo að Karl og Camilla hafl að- eins sést saman í 15 sekúndur var stundin mjög mikilvæg fyrir Breta- prins. Hann hefur nú sýnt öllum svart á hvítu að hann vilji að Camilla verði viðurkennd sem lífs- förunautur hans. Camilla hélt veislu fyrir Karl á fimmtugsafmæli hans i nóvember síðastliðnum. Þau hafa farið í klúbba, á veitingahús og í veislur saman en aldrei sést saman opinber- lega fyrr en nú. Þau hafa alltaf forð- ast myndavélarnar. Samband þeirra var lengi verst geymda leyndarmálið í Bretlandi. „Ég minnist þess ekki að hafa ver- ið svona taugaóstyrkur áður fyrir verkefni,“ sagði Arthur Edwards, hirðljósmyndari blaðsins The Sun, þegar hann beið eftir stóru stund- inni. Ljósmyndarar gerðu ráð fyrir að mynd af Karli og Camillu seldist á 1 milljón punda eða um 115 millj- ónir íslenskra króna. Karl Bretaprins og ástkona hans, Camilla Parker Bowles, yfirgefa Ritzhótelið í London í gærkvöld þar sem þau sátu fimmtugsafmælisveislu systur Camillu. Þetta var í fyrsta sinn sem Karl og Camilla sjást saman opinberlega. Símamynd Reuter Cook segir tíma kominn til að ræða um friðinn Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, segir tíma til kominn fyrfr deilendur í Kosovo að láta nú af vopnaskaki og hefja viðræður um framtíð héraðsins. Fastlega er gert ráð fyrir að svo- kallaður tengslahópur sex ríkja muni setja bæði Serbum og al- banska meirihlutanum í Kosovo úrslitakosti á fimdi sinum í Lund- únum í dag. Annað hvort setjist þeir að samningaborðinu innan viku eða taki afleiðingimvun. Væntanlegar viðræður verða í Frakklandi. Stjórnarerindrekar sögðu líklegt að fulltrúar óbreyttra Albana í Kosovo myndu koma en meiri vafi væri á hvort Serbar og aðskilnað- arsinnar létu sjá sig. Atlantshafbandalagið skýrði frá þvi í gær að það væri að auka við- búnað sinn vegna Kosovodeilunnar. Bondevik lærir loksins á tölvu DV Ósló: „Það er núna verið að setja ný- keypta tölvu upp á skrifstofu minni, og áður en langt um líður mun ég fá leiðsögn við að nota hana,“ upplýsti séra Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, í gær og boðaði þar með komu sina inn í hóp tölvu- væddra jarðarbúa. Bondevik hefur ekki notað tölvu til þessa og handskrifar allt sem hann þarf að festa á blað. Hann seg- ist þó hafa nokkra reynslu af að leggja kapal á tölvu en ekkert um- fram það. Tölvuleysi forsætisráðherrans varð umtalsefni á síðasta ári og þá gaf tölvusali nokkur honum tölvu. Bondevik taldi þá óeðlilegt að þiggja svo dýrt verkfæri að gjöf og skilaði tölvunni. Hann hefur nú látið ríkið kaupa tölvu fyrir sig. -GK Áframhaldandi nístingskuldi í Noröur-Svíþjóð Kuldaboli heldur íbúum norð- anverðrar Svíþjóðar enn í heljar- greipum þótt sums staðar sé að- eins farið að hlýna. Þannig mæld- ist frostið í Karesuando lengst í norðri 38 gráður I gærkvöld, tíu gráðum minna en um morguninn. í suðurhluta Svíþjóðar var frostið tiu til tuttugu gráður. „Nú er þetta farið að vera eins og venjulega. Ég vona að það verði ekki aftur jafnkalt í vetur,“ sagði veðurathugunarmaðurinn Per-Olof Nutti í Karesuando. Mandelson sel- ur glæsihúsið sem felldi hann Peter Mandelson, fyrrum við- skiptaráðherra Bretlands,' til- kynnti í gær að hann ætlaði að selja húsið sem varð til þess að hann neyddist til að segja af sér. Mandelson viðurkenndi í síðasta mánuði að hann hefði fengið stórt lán hjá einum samráðherra sinna til að kaupa húsið. Sérfræðingar segja að salan muni auðvelda Mandelson endurkomu inn í bresk stjómmál, auk þess sem hann græðir á 3. tug milljóna á henni. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR LOKAGJALDDAGI INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 GKR. 1994-l.fl.D 5 ár 10.02.99 kr. 13.629,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskirteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. o Reykjavík, 29. janúar 1999 l SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.