Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Örsmáum Rússafiski landað í Hafnarfirði: Þetta er glæpur - segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag DVi Ósló: „Þetta eru skelfllegt tíðindi. Það var búið að tala við Rússana og semja við þá um að hætta þessu smáfiskadrápi eftir að þeir fóru út fyrir öll velsæmismörk við Sval- barða í fyrra. En hver veit hvort Forsíðufrétt um örsmáan Rússaþorsk í Hafnarfirði í DV í gær kallaði á hörð viðbrögð t Noregi. þeir taka mark á samningum,” sagði Oddmund Bye, formaður Nor- ges Fiskarlag, þegar DV bar undir hann fréttirnar af rússneska smá- fiskinum í Hafnarfirði. Eins og DV sagði frá og sýndi á myndum er um örsmáan þorsk að ræða. Talið er að Rússarnir veiði hann í botnvörpur sem búið er að klæða og bent er á að þorskur af þessari stærð sjáist ekki í afla íslenskra togara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkum afla er landað hérlendis og DV greindi frá svipuðum kóðum sem landað var á ísafirði í desember. Þetta þykir Norðmönnum sönnun þess að rányrkja af vesta tagi eigi sér stað hjá rússneskum togurum í Barents- hafi. Þeir hafa ítrekað mótmælt við Rússa en án sjáanlegs árangurs. „Ég er bara svo saklaus að ég neita að trúa þessu. Getur ekki ver- ið að þetta sé fiskur frá því í fyrra og úr sama aflanum og Rússarnir tóku við Svalbarða? Það þarf að ganga úr skugga um það. Annars verða norsk stjórnvöld að fara aftur á stúfana og ræða við Rússana um hvort þeir taka bara hvaða fisk sem Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag. er. Þetta er glæpur,” sagði Odd- mund. -GK Reykingar í Ráðhúsinu: Harkalegar tóbaksvarnir - segir borgarstjóri „Eftir því sem ég best fæ séð eru þetta heldur harkalegar tóbaksvarn- ir,“ segir Ingibjörg Sólrún Gisladótt- ir borgarstjóri um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkan- ir á reykingum á vinnustöðum. Samkvæmt þeim geta atvinnurek- endur bannað starfsfólki að reykja á svölum og jafnvel á lóð fyrirtækis- ins. Sektum verður beitt vegna brota á reglugerðinni eftir 1. maí. í Ráðhúsinu í Reykjavík reykir starfsfólk úti á svölum en þar mun vera skjólgott og útsýni fallegt. Þá er sérstakt reykingaherbergi í Ráð- húsinu og er það vel loftræst og hin besta vistarvera, að sögn borgar- stjóra. „Ég vil sjá þessa reglugerö áður en ég fer að tjá mig frekar um hana,“ segir borgarstjóri og neitar að ræða um eigin tóbaksreykingar á opinberum vettvangi. -EIR Betri tíð í vændum fyrir sjúklinga á göngum. Loforð forstjóra Ríkisspítalanna: Gangasjúklingar inn á stofurnar Sjúklingar sem hafa verið látnir liggja frammi á göngum sjúkrahúsa á meðan stofur hafa staðið auðar, eiga betri tíð í vændum. Magnús Pétursson, nýráðinn forstjóri Ríkis- spítalana, hefur gefið þeim loforð: „Ef sjúklingar liggja frammi á göngum á deildum þar sem stofur standa auðar þá verða þeir fluttir inn á þær. Sjúklingamir þurfa sömu umönnun hvort sem þeir em frammi á gangi eða inni á stofum," segir Magnús en loforð hans kemur i kjölfar fréttar DV þar sem heil- brigðisráðherra undraðist fyrr- greint verklag; sagðist ekki skilja hagkvæmnina í þvi. Vandinn sem forstjóri Ríkisspít- alanna stendur frammi fyrir í þessu efni er tvíþættur. Annars vegar ákvarðanir yfirvcdda um að loka deildum að hluta eða alveg í sparn- aðarskyni og svo skortur á hjúkrun- arfræðingum. „Hjúkrunarfræðingarnir sem okkur vantar eru annaðhvort í framhaldsnámi erlendis eða þá ein- faldlega ekki til,“ segir Magnús Pét- ursson. -EIR Frambjóðendur Samfylkingar á Reykjanesi sem ekki fengu af sér mynd með fréttaljósi DV sl. miðvikudag. Bírna Sigurjónsdóttir varabæjarfulltrú.i Kópavogi. Ragna B. Björnsdóttir verkakona, Hafnar- firði. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir blaðakona, Kópavogi. Valdimar Leó Friðriks- son framkvæmda- stjóri, Mosfellsbæ. Álfheiður Jónsdóttir kennari, Reykjanes- bæ. Gestur Páll Reynis- son, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjanesbæ. Trausti Baldursson sameindalíffræðingur Hafnarfirði. Samfylkingin í Reykjaneskjördæmi: Myndirnar eru loksins komnar Með fréttaljósi DV sl. miðvikudag um framboö Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi vantaði myndir af um þriðjungi þeirra sem gefa kost á sér prófkjöri hennar. Ástæð- an var sú að þrátt fyrir mikla eftir- gangsmuni tókst fulltrúum tveggja af þremur stjórnmálaflokkum sem að Samfylkingunni standa ekki að koma myndum af frambjóðendun- um til blaðsins í tæka tíð. Samfylkingin í Reykjaneskjör- dæmi hefur gert með sér samkomu- lag um að einstakir frambjóðendur auglýsi ekki sjálfa sig og veröleika sína í fjölmiðlum, heldur verði á vegum fylkingarinnar gefið út sér- stakt kynningarrit sem nú er verið að vinna að en útgáfu þess hefur seinkað miðað við það sem upphaf- lega var áætlað. Teknar hafa verið einstaklings- og hópmyndir af fram- bjóðendum til nota í sameiginlegu kynningarefni Samfylkingarinnar sem og fyrir fjölmiðla sem ijalla um málefni hennar. DV leitaði til tveggja frambjóð- enda Samfylkingarinnar á þriðju- dag og falaðist eftir þessum mynd- um til að birta með fréttaljósinu. í gegn um annan þeirra náði blaðið sambandi við staifsmann hins sam- eiginlega framboðs sem lofaði að út- vega myndirnar og kom blaða- manni auk þess í samband við prentsmið sem hannar hið sameig- inlega kynningarblað framboðsins. Báðir lofuðu að myndirnar bærust á þriðjudagskvöldið, ef ekki á geisla- diski, þá símleiðis. Þær yrðu í öllu falli komnar til ljósmyndadeildar DV í siðasta lagi kl. sjö á miðviku- dagsmorguninn. Þetta stóðst hins vegar ekki. Engar myndir bárust og af þeim sökum vantaði myndir af um þriðjungi þeirra sem gefa kost á sér í prófkjörinu á Reykjanesi. Það var svo skömmu eftir hádegi i gær að myndimar bárust loks rit- stjóm blaðsins, þegar Svala Jóns- dóttir, starfskona Kvennalistans og stuðningskona Þómnnar Svein- bjarnardóttur, eins frambjóðanda Kvennalistans, kom með þær. -SÁ Fá ekki þorskkvóta Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki komi til greina að út- hluta rækju- skipum þorsk- kvóta þar sem rækjuafli hafi stórminnkað. Fyrir fimm árum hefðu menn gengið út frá þvi að rækjuaflinn kynni að minnka um helming vegna upp- byggingar þorskstofnsins. Sjón- varpið greindi frá. Samkeyrsla upplýsinga Tölvunefnd hefur samþykkt áform Samtaka viðskiptabanka og sparisjóða um samkeyrslu upplýs- inga þannig að hægt verði að búa til allsherjaryfirlit yfir allar skuldir, vanskil og sjálfskuldará- byrgðir einstaklinga i bankakerf- inu, við greiðslukortafyrirtæki og í opinbera húsnæðislánakerfinu. Ríkisútvarpiö greindi frá. í tvö kjördæmi Borgarráð hefur óskað eftir við- ræðum við fulltrúa Alþingis um þær athugasemdir sem fram hafa komið um að Reykjavík veröi skipt í tvö kjördæmi. Morgun- blaðið greindi frá. Leiörétting Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið sendi frá sér fréttatil- kynningu þar sem segir að frétta- stofa Sjónvarpsins hafi síðustu daga flutt fréttir um lyfjakostnað þar sem því hefur ranglega verið haldið fram, beint og óbeint, að hið opin- bera hafi ekkert sparað síðan breyt- ingar voru gerðar á lyfjalögum og að kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna lyfja hafi aukist um 120 milljónir króna á mánuði frá 1993. Væru fullyrðingarnar réttar næmi kostnaðarauki Trygginga- stofnunar ríkisins einn og sér um 8,6 milljörðum króna frá 1. janúar 1993. Eftirlitsmyndavélar Hjá Fræðsluráði Reykjavíkur er verið að kanna hvort koma eigi upp eftirlits- myndavélum viö grunnskóla borgarinnar til að fyrirbyggja rúðubrot og önnur skemmd- arverk. Eftirlits- myndavélar hafa verið settar upp við tvo skóla i tilraunaskyni. Sigrún Magnús- dóttir, formaður Fræðsluráðs, segir að myndavélarnar, sem voru settar upp við Rimaskóla, hafi gefið góða raun. Morgunblað- ið greindi frá. Leysist ekki Nú er orðið ljóst að sú lausn sem foreldrar bama í 6. bekk M.H. í Austurbæjarskóla höfðu vonast til að fyndist á vanda bekkjarins er ekki innan seiling- ar. Morgunblaðið greindi frá. Danskir hjúkrunarfræöingar Þrír danskir hjúkrunarfræðing- ar hófu störf á Landspítalanum um áramótin. Von er á fimm til viðbótar frá Norðurlöndum. Rík- isútvarpið greindi frá. Norræn samkeppni Tveimur hópum íslenskra arki- tekta hefur verið boðið að taka þátt í norrænni samkeppni á veg- um Grönlandsbankens Erhevs- fond um skipulag og hönnun íbúða á Grænlandi. íslensku hóp- amir eru Batteríið ehf. - arkitekt- ar og er ffamkvæmdastjóri Sig- urður Einarsson arkitekt. Hinn hópurinn er Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofan ehf. i sam- vinnu við Architecten en Ingenie- ursburau Kristinsson B.V. Morg- unblaðið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.