Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 14
Frjáíst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS F'ÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON ABstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Dýrmæt spilda í fjötrum Það vantar byggingarland í Reykjavík. Það byggingar- land er til og það á besta stað í borginni, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú. Flugvöllurinn hefur í nær sextíu ár staðið í vegi fyrir eðlilegri uppbyggingu mið- borgar Reykjavíkur. Flugvöllurinn teppir 143 hektara byggingarlands í Vatnsmýrinni, að Skerjafírði, háskóla- svæðinu, Hringbraut og Öskjuhlíð. Hinn umdeildi Reykjavíkurflugvöllur er miðpunktur innanlandsflugsins. Þeir sem vilja viðhalda honum benda á þægindi þess að hafa flugvöllinn innan borgar auk þeirrar atvinnu sem starfsemin skapar. Hann hafi mikla fíárhagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg, fyrir- tæki þau sem tengjast flugvallarrekstrinum og starfs- menn þeirra. Andstæðingar flugvallar á þessum stað benda á slysa- hættuna sem starfseminni fylgir. Aðflug úr norðri er yfír olíubirgðastöð allra olíufélaganna og síðan miðborg- ina, Alþingi, Dómkirkjuna, Ráðhúsið og fleira. Aðrar að- flugs- og flugtaksleiðir liggja yfir þéttbýl íbúðasvæði Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga. Því sé eðlilegra að nýta stærsta og best búna flugvöll landsins, Keflavík- urflugvöH, sem miðpunkt innanlandsflugs ekki síður en miHHandaflugs. Það tekur um hálftíma að aka á miUi Reykjavíkur og Keflavíkur. Með bættum samgöngum, tvöföldun Reykja- nesbrautar, yrði sá tími sem það tæki farþega í innan- landsflugi að fara á miHi staðanna ekki frágangssök. Fram tH þessa hefur verið einblínt á annaðhvort nú- verandi ReykjavíkurflugvöU eða KeflavíkurflugvöU. Það eru hins vegar fleiri kostir í stöðunni. Þótt hugmynd um byggingu flugvaUar á landfýUingu í Skerjafirði sé ekki ný hafa tveir arkitektar, Öm Sigurðsson og Sigurður S. Kolbeinsson, nú mótað fekari hugmyndir um heHdar- skipulag Reykjavíkur og ný byggingarsvæði ef flugvöU- urinn flyst úr Vatnsmýrinni á slíka landfyUingu. Hug- mynd arkitekanna felst í því að verktaki sem tæki að sér byggingu nýs flugvaUar fengi í staðinn landið þar sem ReykjavíkurflugvöUur er tfl að hanna og breyta því svæði í íbúðabyggð. Þessi hugmynd er athyglisverð og kemur einkum tvennt tfl. Byggingarsvæði vantar á höfuðborgarsvæð- inu. Það sést best á því að einkaaðUi er tflbúinn að greiða nær 700 miUjónir króna fyrir spfldu úr Amames- landi í Garðabæ. Það svæði er vel staðsett en jafnast þó ekki á við Vatnsmýrina og umhverfi hennar í kjama Reykjavíkur. Með nýtingu þess lands mætti þétta borg- ina inn á við og „breyta Reykjavík í alvöru borg með því að innlima gömlu höfnina í miðborgina“, svo notuð séu orð annars arkitektsins. Hin ástæða þess að skoða ber málið gaumgæfílega er sú að flugbrautir ReykjavíkurflugvaUar em ónýtar og leggja þarf í gríðarlegan kostnað tU endurbóta á þeim. Þá er flugstöðin úr sér gengin og því þörf á nýrri. „Það er stórslys ef flugvöUurinn festist í sessi,“ segir Örn Sig- urðsson arkitekt. Kostnaður við nýjan flugvöU á uppfyU- ingu í Skerjafirði er um 5 mflljarðar króna. IVrsti áfangi endurbóta á ReykjavíkurflugveUi kostar ríflega hálfan annan miUjarð og augljóslega meira síðar. Spumingin ætti fremur að vera hvort valið skuli að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík tU Keflavíkur eða byggja nýjan vöU út í Skerjafiörð heldur en að lappa upp á ReykjavíkurflugvöU með æmum tilkostnaði og teppa um langa framtíð hið dýrmæta landsvæði r mið- borginni. Jónas Haraldsson FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 „Val kjósenda stendur á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks f kosningunum 8. maí næstkomandi," segir Þórunn m.a. í grein sinni. Samfylking í takt við tímann Kjallarinn Þórunn Svein- bjarnardóttir tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi þar taki höndum sam- an karlar og konur á öllum aldri með marg- víslega reynslu í farteskinu. Skýrt val kjósenda Við sem teljumst til yngstu kynslóðarinnar í íslenskum stjómmál- um höfum um árabil haft það aö markmiði að skapa fjöldahreyf- ingu sem til hefði að bera þann styrk og þá breidd sem nauðsynleg er stjómmálahreyfmgu sem hyggst bjóða kjós- endum upp á skýrt val er að kjörborðinu kem- ur. Nú hefur það mark- mið náðst. „Samfylkingin er boðberi nýrra tíma á íslandi. Á grundvelli þeirra pólitísku hugmynda sem hún stendur fyrir munum við berjast fyrir samfélagi þar sem hver og einn er metínn að verð- leikum og allir hafa jöfn tækifæri tíl athafna og þroska.u Alþingiskosning- amar í vor munu marka tímamót í ís- lenskum stjómmál- um. Langþráður draumur um nýtt stjórnmálaafl sem sameinar það besta úr litrófi stjómmál- anna hefur ræst með sameiningu jafnaðarmanna, fé- lagshyggjufólks og kvenfrelsissinna í einni stjómmála- hreyfingu. Samfylk- ingin er boðberi nýrra tíma á Is- landi. Á grundvelli þeirra pólitísku hugmynda sem hún stendur fyrir mun- um við berjast fyrir samfélagi þar sem hver og einn er met- inn að verðleikum og allir hafa jöfn tækifæri til athafna og þroska. Baráttan fyrir fullum mannrétt- indum allra þjóðafé- lagshópa gengur eins og rauður þráður í gegnum málefnaskrá Sam- fylkingarinnar. í henni er lagður grunnur að pólitík sem hlýðir kalli samtímans; póli- tík sem hefur réttlæti, samábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Það er brýnt að Sam- fylkingin komist til valda og að forystusveit hennar endurspegli fiölbreytni íslensks samfélags, að Val kjósenda stendur á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í kosningunum 8. maí næstkom- andi. Valið stendur á milli sfióm- málastefnu sem hefúr mannrétt- indi, samábyrgð og framsýni að leiðarljósi og stjómmálastefnu sem einkennist af fortíðarhyggju og sérhagsmunagæslu. Það verður stefna Samfylkingarinnar sem dugar okkur í glímunni við verk- efni stjórnmálanna á næstu öld . Samtíminn knýr á um réttlæti og mannréttindi öflum til handa. Á stundum virðist sem ýmsir telji að engin þörf sé fyrir mannrétt- indabaráttu hér á landi, því að á íslandi sé á engan hallað. Gott ef satt væri. Um margt er íslenskt samfélag til fyrirmyndar en ekki að öllu leyti. Öryrkjar krefiast samstöðu í baráttunni gegn að- skilnaðarstefnu stjórnvalda. Sam- fylkingin stendur með þeim. Almenningur hefur árum sam- an mótmælt misréttinu sem fólst í upphaflegri úthlutun kvóta til fiskveiða. Samfylkingin markar skýra stefnu um aðgang að sam- eiginlegum og takmörkuðum auð- lindum þjóðarinnar. Almenningi blöskrar frændgæska og óráðsía í opinberri stjórnsýslu. Samfylking- in vill opið og heiðarlegt stjórn- kerfi. í nokkrum orðum sagt þá gengur Samfylkingin í takt við tímann Dagana 5.-6. febrúar næstkom- andi býðst kjósendum í Reykjanes- kjördæmi að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og velja sigur- stranglegan framboðslista til al- þingiskosninganna í vor. Ég er þess fullviss að sameinað í einu sfiórnmálaafli geti félagshyggju- fólk, jafnaðarmenn og kvenfrelsis- sinnar loks beitt sér sem skyldi fýrir samfélagi sem byggist á jafii- ræði, mannúð og framsýni. Þess vegna býð ég fram krafta mína á vettvangi Samfylkingarinnar. Þórunn Sveinbjamardóttir Skoðanir annarra Övissa á fjármálamarkaði „Það gefur auga leið að hagsmunaárekstrar líkt og átt hafa sér stað á milli fyrirtækja á íslenskum fiar- skiptamarkaði undanfarið eru óhjákvæmilegir meðan markaðurinn er í mótun. Bæði Landssími íslands og nýju fiarskiptafyrirtækin eru a fóta sig í nýju umhverfi sem er þeim framandi og þar af leiðandi leita þau rétt- ar síns til viðeigandi samkeppnisyfirvalda í landinu, Póst- og fiarskiptastofnunar og Samkeppnisstofnunar... Það er algjörlega óviðundandi fyrir rekstrarleyfishaf- ana hversu óljós lögsaga eftirlitsstofnana er.“ EG. í Viðskipti-atvinnulíf Mbl. 28. jan. Landbúnaðarstyrkur „Útgjöld ríkis og sveitarfélaga til einstakra mála eru oft réttilega gagnrýnd. Þannig þykir mörgum sem stuðningur ríkisins við íslenskan landbúnað hafi keyrt úr hófi fram. Þetta er hárrétt, enda er þessi stuðningur talinn vera um 16 milljarðar króna þegar vemd gegn innflutningi er metin til fiár. Þetta eru um 60 þúsund krónur á hvem landsmann á hverju ári. Þessar 60 þúsund krónur em settar í óarðbæran at- vinnurekstur en ef til vill er hann einmitt óarðbær vegna ríkisstyrkjanna. Það vill nefnilega oft gleymast að þegar hið opinbera tekur til sín fé og ver því til ákveðinna verkefna er það ekki aðeins að innheimta skatt. Það er einnig að ryðjast inn á ákveðin svið í krafti skattfiár og koma í veg fyrir að framtak og út- sjónarsemi einstaklinganna fái að njóta sín.“ Úr 24. tbl. Vef-Þjóðviljans Ferðamenn og náttúran „Allir farþegar sem koma til landsins bæði flugleið- is og sjóleiðis greiða fasta krónutölu við komu til landsins. Árið 1997 komu rúmlega fiögurhundruðþús- und manns til landsins, þar af var rúmur helmingur íslendingar. Ef upphæðin yrði 250 krónur á hvem ein- stakling yrði brúttóinnkoman rúmar 100 milljónir króna ... Kosturinn við þessa aðferð er að hér væri ekki einungis um það aö ræða að við létum erlenda gesti okkar greiða til vemdar og viðhalds íslenskrar náttúra, heldur myndum við íslendingar einnig leggja okkar af mörkum og greiða rúman helming þeirrar upphæðar sem hér fengist." Elías Bj. Gíslason í Mbl. 28. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.