Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Neytendur Gólfráð Lökkuö gólf og hvers konar tréverk má nudda með köldu tei. v-; Rispur Þegar þung húsgögn eru færð úr stað er ráð að klæða fætur þeirra i þykka sokka. Upplyfting Hressið upp á gólf sem orðin eru blettótt með því að blanda brúnum skóáburði í gólfbónið og bera á blettina. Við það fær gólf- ið á sig gamaldags blæ. Nuddið rispurnar burt Með mjög finni stálull sem dýft hefur verið í gólfbón. Ruggað áhyggjulaust Ruggustóllinn rispar ekki bón- uðu gólfm ef sterkt taulímband er límt neðan á hann. Eða ef bogamir á honum eru bónaðir um leið og gólfín. Skóför Nuddið blettina með terpent- ínu eða steinolíu. Eða reynið venjulegt strokleður. Tjörublettir Notið hreinsibón, það dugar líka á skó. Naglalakksblettir Áður en reynt er að fjarlægja naglalakk af bónuðu gólfi eða flísum er gott að láta það harðna í gegn. Þegar lakkið er næstum harðnað en samt teygjanlegt er hægt að ná því af. Smábletti má fjarlægja með því að þurrka þá áður en þeir hafa þornað. Lakkuppleysi má nota á harön- aða bletti. Vaxlitir Fjarlægið vaxliti af vinyl- eða linoleum-dúk með silfurfægilegi. Glans með hraði Setjið vaxpappír á þvegilinn og strjúkið yfir gólfið. Óhrein- indin festast líka við vaxpappír- inn. Nælonsokkar fyrir rykið Setjið nælonsokkk yfir rykkústinn. Þegar nælonsokkur- inn er fjarlægður er kústurinn ryklaus. Gagn- stæð að- löðun Ef rauð- vín hellist niður á gólf- teppið er ráð að hreinsa það burt með hvítvíni. Tyggigúmmí Þrýstið ísmolum á tyggjóið þar til það verður stökkt og hægt er að brjóta það af. Notið síöan blettahreinsi á teppið til að hreinsa síðustu leifamar. Lím Lím er oft hægt að fjarlægja með því að gegnbleyta blettinn með tusku vættri í ediki. -GLM DV Ástæður og úrbæt- ur gegn sykurfíkn Margir finna stundum fyrir alveg óbærilegri löngun í sykur og þá e.t.v. sérstaklega í súkkulaði. Jafn- vel þeir sem passa vel upp á matar- æðið, ætla sér að grennast eða mega alls ekki fitna láta undan löngun- inni ef þörfin er mjög sterk. Á eftir fylgir oft heifarlegt samviskubit en löngunin í sykur hefur þá verið mettuð, að minnsta kosti í bili. Liklega finna mun fleiri konur fyrir þessari sterku löngun af og til heldur en karlar. Ástæðumar fyrir sykurfikninni geta verið margvís- legar, s.s. að viðkomandi þjáist af lágum blóðsykri eða hann skorti einhver bætiefni eða vítamín. Tengist tíðahringnum Margar konur era sérstaklega veikar í alls kyns sætindi og þar á meöal súkkulaði vikuna fyrir blæð- ingar. I sumum tilfellum stafar sykur- þörfin frekar af andlegum ástæðum en líkamlegum. Hormónabreytingar valda skapsveiflum og tilfinninga- næmi og þá er ráð margra að leita huggunar í sælgæti eða öðrum sæt- indum. Önnur skýring er hins vegar sú að sumar konur þurfa einfaldlega allt að 500 fleiri hitaeiningar á dag vikuna fyrir tíðir. Eins og allir vita er sykur bara hrein orka og þegar orkuna vantar og þreytan segir til sín er oft freistandi að fá fljóttekna orku úr sætindum. Sókn í sykur getur einnig bent til þess að mataræðið sé ekki nógu gott og viðkomandi vanti einhver nær- ingarefni eða vítamín. Margar konur sem hafa átt við sykurfíkn að stríða, sérstaklega vik- una fyrir blæðingar, finna fyrir minni sætindalöngun ef þær taka B- vítamín og kalk reglulega. Ráð og úrbætur Eins og sumir era haldnir áfeng- isfikn era aðrir haldnir sykurfikn. Fíknin stafar fyrst og fremst af þeirri góðu andlegu og líkamlegu tilfinn- ingu sem sætindin leysa úr læðingi hjá sykurfiklunum. Ef þú verður að byrja daginn á því að fá þér eitthvað sætt eða til þess að hafa stjóm á skapi þínu gætir þú ver- ið sykurfíkill. Þá gæti veriö ráð að sneiða hjá sykri í nokkra daga og sjá hvemig líkaminn bregst við. Ef þú heldur það ekki út þarftu e.t.v. á hjálp læknis morgunkom og múslí innihalda allt að fjórar tegundir sykurs þótt þær séu auglýstar sem sykurlitlar heilsuvörur. Séu allar sykurteg- undimar lagðar saman getur sykurmagnið orðið mjög hátt. Til viðmiðunar segja nær- ingarfræðingar að ekki sé æskilegt að 100 grömm af morgunkomi eða múslí innihaldi meira en 10 grömm af sykri. Þá er bara að ráðast eða næringarráðgjafa að halda. Þegar vinna skal bug á sykurfíkn eða koma í veg fyrir hana er mikil- vægt að borða reglulega og verða aldrei mjög svangur. Ef þú sleppir úr máltíð er líklegt að orkan minnki og þú freistist til aö fá þér fljóttekna orku, þ.e.a.s. sætindi. Að minnsta kosti þrjár hollar máltíðir á dag og e.t.v. hollt snakk eins og ávextir eða popp á milli mála eru lykill- inn að minni sykurfíkn. Rannsókinir hafa auk þess sýnt að aðrir orkugjafar eins og soðin hrísgrjón, soðnar kartöflur og hveitibrauö um- breytast hraðar í orku en syk- ur. Kosturinn við að gripa til þessara orkugjafa er sá að þeir innihalda, ólíkt sykrinum, trefj- ar, vítamín og steinefni. Einnig kemur regluleg hreyfing oft í veg fyrir óbærilega sykurlöng un þar sem hún eykur insúlíns- vöran líkamans og tryggir þar með rétt blóðsykurmagn í líkamanum. Auk þess er líkams- rækt góð fyrir sjálfstraustið og sjálfsálitið og þegar það vex verð- þörf- in fyrir að leita sér huggunar í sætind- um e.t.v. ekki jafn sterk. Dulbúinn sykur Einnig er gott aö lesa vel inni- haldslýsingar á þeim matvöram sem keyptar era því sykur er ekki endilega skráður sem „sykur“ held- ur getur hann verið í dulargervi! Hann getur verið dulbúinn sem glúkósi, hunang, síróp, umbreyttur sykur, tví- sykra, maltósi eða sykurreyr. Sumar fæðutegundir líkt og gegn sykurfíkninni og leggja hana að velli. -GLM Kjúklingur með mangómauki Þessi réttur er bæði matarmikill og bragðsterkur. Hann er borðaður heitur og mangómauk haft á borö- inu þegar hann er borinn fram. Uppskrift: 6 kjúklingabringur 2 msk. ólífuolía 1 tsk. salt 1 msk karrí 1 msk. rautt taílenskt karrí 1 laukur 1 hvítlauksrif 2 dl vatn 1 dl sýrður rjómi 36% 1 saxaður jalapenipipar 2 msk. mangómauk (chutney) 1 dl grænar ólífur knippi af steinselju Aðferð: Skeriö kjúklinginn í grófa bita. Steikið þá allt um kring í olíu I potti eða á stórri pönnu í um 10-15 mín- útur. Kryddið á meðan með salti og karríi. Skerið lauk og hvítlauk í ræmur og bætið við. Hellið út í vatni og sýrðum rjóma. Látið sjóöa í nokkrar mínútur og bætið síðan við belgpipar, mangómauki og ólíf- um. Saxið steinseljuna og dreifið ofan á. Berið réttinn fram með hrís- grjónum og gjaman einnig með sal- ati úr hvítkáli og ananas. -GLM Þessi girnilegi kjúklingaréttur er bragðsterkur og matarmikill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.