Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Messur Ái-bæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Barnaguösþjónusta kl. 13. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjöms- son. Breiðholtskirkja: Bamaguösþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Tómasarmessa kl. 20. Altar- isganga. Fyrirbænir og fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguösþjón- usta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Steinunnar og Berglindar. Léttar veitingar eftir messu. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Guösþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Bamaguðsþjón- usta á sama tíma. Prestamir. Glerárkirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnunum. Fundur æskulýðsfé- lagsins fellur niður vegna ferða- lags. Grafarvogskirkja: Sunnudaga- skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Amarson. Umsjón Hjört- ur og Rúna. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir. Umsjón Ágúst og Signý. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson héraðsprest- ur prédikar og þjónar fyrir altari. Prestarnir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Hreins S. Hákonarsonar fanga- prests. Kirkjukór Grensáskirkju. Crganisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa og barna- starf kl. 11. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organistí Douglas A. Brotchie. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Tónleikar Schola cantorum kl. 17. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Háteigskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Bryndís Valbjömsdótt- ir og sr. Helga Soffla Konráðsdótt- ir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hall- grímsson. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Almenn guðsþjón- usta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir prédikar. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Prestamir. Kópavogskirkja: Bamastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Eragi Skúlason. Langholtskirkja. Kirkja Guð- brands biskups: Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Stúlknakvartett syngur í messunni. Kaffisopi eftir messu. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjón Lenu Rósar Matthías- dóttur. Laugarneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Kyrrðarstund í Hátúni kl. 13. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Messukaffi í um- sjá þjónustuhóps. < Mosfellskirkja: Guösþjónusta kl. 14. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteins- son. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Guðs- þjónusta kl. 14. Sunnudagaskólinn kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Baldur Rafn Sigurðsson. Seljakirkja: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. fYæðsla og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sóknarprest- ur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helga- son. Bamastarf á sama tíma. Afmæli_______________ Jónas Sigurðsson Jónas Sigurðsson, forseti bæjar- stjómar í Mofellsbæjar, Hlíðartúni 8, Mosfellsbæ, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Jónas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann flutti í Mosfellsbæ 1986. Jónas lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1966, lærði húsasmíði hjá foður sínum, Sigurði Þorgeirssyni húsasmíða- meistara, og starfaði við þá iðngrein til ársins 1975. Jónas var starfsmaður Iðnnema- sambands íslands 1975-80, fulltrúi hjá Iðnfræðsluráði 1980-83, hóf störf hjá Pharmaco hf. 1983 sem lager- stjóri og hefur starfað þar síðan. Jónas sat í stjórn iðnnemasam- takanna og var formaður þeirra 1970-71, sat í stjórn Æskulýðssam- bands íslands og var formaður sam- bandsins 1974-75, stjómarmaður í Æskulýðsráði ríkisins og formaður ráðsins 1973-74, formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1978-79 og hefur átt sæti í miðstjóm og fram- kvæmdanefnd flokksins. Jónas var varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá 1990 og hefur verið bæjarfulltrúi þar frá 1993. Hann hef- ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Mosfellsbæ, var formaður bæj- arráðs Mosfellsbæjar 1994-95 og 1996-97, forseti bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar 1995-96 og frá 1997. Þá hefur hann verið formað- ur fræðslunefndar bæjar- ins frá 1994, setið í stjóm Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 1994 og var formaður samtakanna 1996-97. Fjölskylda Jónas kvæntist 14.3. 1970 Guðrúnu Skúladóttur, f. 2.11. 1950, bókara hjá Skráningarstof- unni. Hún er dóttir Skúla Friðriks- sonar, f. 1920, d. 1981, húsasmíða- meistara frá Bakka í Bakkafirði, og Svanfríðar Hjartardóttur, f. 1916, húsmóður, frá Rauðsdal á Barða- strönd. Böm Jónasar og Guðrúnar eru Svanfríður Linda Jónasdóttir, f. 21.8. 1968, húsmóðir í Mosfellsbæ en maður hennar er Jón Vigfús Bjamason verslunarmaður og eiga þau tvö böm; Gunnhildur Björk Jónasdóttir, f. 18.8.1971, húsmóðir á Höfn en maður hennar er Einar Ólafur Birgisson rafeindavirki og eiga þau þijú börn; Sigurður Þor- geir Jónasson, f. 9.4.1973, iðnnemi, búsettur 1 Mosfellsbæ en kona hans er Margrét Steinunn Hafsteinsdóttir húsmóðir og eiga þau tvö börn. Systkini Jónasar em Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, f. 27.4. 1936, hús- móðir í Reykjavík; Hildigunnur Sigurðar- dóttir, f. 17.5. 1940, starfs- maður á leikskóla, búsett í Kópavogi; Þráinn Sig- urðsson, f. 31.8. 1952, byggingatæknifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Jónasar eru Sigurður Þorgeirsson, f. 31.5.1912, húsasmíðameistari í Mos- fellsbæ, og Hulda Þ. Ottesen, f. 24.12. 1914, bankastarfsmaður. Ætt Sigurður er fæddur og uppalinn á Helgafelli í Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hans voru Þor- geir Jónasson, b. á Helgafelli, og Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja. Hulda er uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorlákur G. Ottesen, verkstjóri og hestamaður, frá Miðfelli í Þingvallasveit, og Þur- íður Friðriksdóttir, verkakona úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Jónas og Guðrún taka á móti gest- um í Hlégarði í Mosfellsbæ á morg- un, laugardaginn 30.1., milli kl. 17.00 og 19.00. Jónas Sigurðsson. Hafdís Gísladóttir Hafdís Gísladóttir mat- ráður, Holtagerði 14, Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Hafdís fæddist i Grund- arfirði og ólst þar upp. Hún var Barnaskóla Eyr- arsveitar og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hafdís var búsett á Akranesi 1980-82, í Grund- arflrði 1982-86, flutti þá til Akureyrar og átti þar heima í tvö ár en hefur verið búsett í Kópavogi frá 1998. Hafdís hefur stundað ýmis störf, verið í fiskvinnslu og unnið við sauma. Hún er nú matráður við Þing- holtsskóla í Kópavogi. Fjölskylda Hafdís giftist 24.10. 1981 Einari Sveini Ólafssyni, f. 10.10. 1957, stöðvarstjóra. Hann er sonur Ólafs Valdimars Oddssonar verktaka, og Ágústu Ein- arsdóttur forstöðukonu. Börn Hafdísar og Einars Sveins era Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir, f. 30.11. 1988; Guðmundur Grétar Einarsson, f. 20.3. 1990. Systkini Hafdisar eru Kristín Gisladóttir, f. 25.9. 1952, bankamaður á Höfn í Homafirði; Sturlaugur Lax- dal Gíslason, f. 25.7. 1954, stýrimaður á Akranesi; Guðrún Gísladóttir, f. 10.11. 1957, verkstjóri á Hellissandi; Katrín Gísladóttir, f. 11.11. 1963, bankamaður á Rifl. Foreldrar Hafdísar era Gísli Krist- jánsson, f. 21.1.1928, fyrrv. skipstjóri í Grundarfirði, og k.h„ Lilja Finn- bogadóttir, f. 5.5. 1930, húsmóðir og matráðskona í Grandarfirði. Ætt Gísli er sonur Kristjáns Jónssonar, útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, og k.h., Kristínar Gísladóttiu- húsfreyju. Lilja er dóttir Finnboga Laxdal Sigurðssonar, sjómanns og skipstjóra á Seyðisfirði, og k.h., Kapitólu Sveinsdóttur húsmóður frá Borgar- flrði eystri. Hafdís og Einar Sveinn eru í Taílandi um þessar mundir. Andlát Kári Tryggvason Kári Tryggvason rithöfundur, Kópavogsbraut 1 A, Kópayogi, lést á Landspítalanum 16.1. sl. Útfór Kára fór fram á þriðjudaginn var. Starfsferill Kári fæddist í Víðikeri í Bárðar- dal 23.7. 1905. Hann stundaði nám við Unglingaskólann á Breiðumýri 1923-24, við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1924-25, við Héraðsskólann á Laugum 1925-26 og sótti fjölda kenn- aranámskeiða, m.a. við HÍ. Kári var bóndi í Víðikeri 1928-54 og samtímis kennari í Bárðdæla- skólahéraði, og var kennari og um- sjónarmaður við barna- og miðskóla í Hveragerði 1954-70, kennari í Reykjavík 1970-73 og stundaði heimakennslu til 1988. Kári sat í hreppsnefnd Bárðdæla- hrepps um skeið, var m.a. formaður sjúkrasamlags Bárðdæla og lestrar- félags þar. Barnabækur sem út hafa komið eftir Kára eru Fuglinn fljúgandi, 1943; Skólarím, 1948; Álfar og rósir, 1950; Dísa á Grænalæk, 1951; Ridd- aramir sjö, 1951; Suðræn sól, 1952 og 1965 (undir heitinu Jökull og Mjöll); Dísa og sagan af Svartskegg, 1960; Dísa og Skoppa, 1961; Sísí, Túkú og apakettirnir, 1961; Skemmtilegir skóla- dagar, 1962; Palli og Pési, 1963; Ævintýraleiðir, 1963; Dísa og ævintýrin, 1965; Börn og ferð og flugi, 1970; Úlla horfir á heiminn, 1973, og Bömin og heimurinn þeirra, 1977. Þá komu út eftir hann ijóðabækurnar Sunnan jökla, 1968, og Til uppsprettunnar, 1972, auk þess sem greinar eftir hann birtust í Náttúrufræðingnum og fleiri tímaritum. Kári hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bók- ina Úlla horfir á heiminn, 1974. Þá hlaut hann alloft listamannalaun. Fjölskylda Kári kvæntist 30.8. 1930 eftirlif- andi konu sinni, Margréti Björns- dóttur frá Refstað í Vopnafirði, f. 14.1. 1907. Foreldrar hennar voru Björn Pálsson, f. 1854, d. 1944, gull- smiður, og Rannveig Nikulásdóttir, f. 1875, d. 1954, húsmóðir. Dætur Kára og Margrétar eru Hildur, f. 22.8. 1933, gift Gísla Eyj- ólfssyni og eignuðust þau fjögur börn; Sigrún, f. 20.8. 1936, gift Finni Sveinssyni og eiga þau tvær dætur; Rannveig, f. 14.11. 1938, var gift Elíasi Þ. Magnús- syni og eiga þau einn son; Áslaug, f. 23.3. 1941, d. 1998, var gift Erlendi Lárussyni og eignaðist hún eina dóttur auk þess sem Erlendur á þrjá syni frá fyrra hjónabandi. Systkini Kára urðu níu en sjö þeirra komust til fullorðinsára. Systkini Kára sem komust til fullorðinsára: Helga, f. 1900, d. 1996, húsmóðir í Reykjavík; Höskuldur, f. 1902, d. 1986, bóndi á Bólstað í Suður-Þingeyjarsýslu; Hörður, f. 1909, d. 1993, bóndi í Svartárkoti 1 Bárðardal; EgUl, f. 1911, d. 1963, bóndi og hreppstjóri í Víðikeri; Kjartan, f. 1918, bóndi í Víðikeri; Sverrir, f. 1920, bóndi í Víðihlíð 1 Mývatnssveit. Foreldrar Kára voru Tryggvi Guðnason, f. 9.11.1876, d. 29.10.1937, bóndi í Víðikeri, og k.h„ Sigrún Ágústa Þorvaldsdóttir frá Syðri- Villingadal í Eyjafirði, f. 2.10. 1878, d. 1959, húsfreyja. Kári Tryggvason. DV Tll hamingju með afmælið 29. janúar 95 ára Vilhjálmur Jóhannesson, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Margrét Sigurðardóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. 80 ára Magnús F. Einarsson, Rauðalæk 71, Reykjavík. 75 ára María Helga Hauksdóttir, Oddeyrargötu 3, Akureyri. Reynir Lúðvíksson, Efstasundi 3, Reykjavík. 70 ára Anna Lísa Jóhannesdóttir, Efstasundi 28, Reykjavík. Garðar B. Einarsson, Flyðragranda 18, Reykjavík. Guðrún Guðnadóttir, Sæviðarsundi 70, Reykjavík. Kári Pálsson Þormar, Ölduslóð 46, Hafnarfirði. 60 ára Helga Þórólfsdóttir, Suðurbyggð 8, Akureyri. Valdimar Ólafsson, Norðurbrún 14, Reykjavík. 50 ára Anney Alfa Jóhannsdóttir, Vallarási 5, Reykjavík. Ásdis Sigurgestsdóttir, Bleikjukvísl 6, Reykjavik. Halldór I. Stefánsson, Miðvangi 167, Hafnarfirði. Kristján Gestsson, Forsæti 4, Villingaholtshr. Ólöf Jóhannsdóttir, Þórufelli 18, Reykjavík. 40 ára Bergur Bjarni Karlsson, Hlíðarvegi 14, Bolungarvik. Bjöm Jónsson, Víðilundi 2, Garðabæ. Emilia Kristín Gunnþórsdótdr, Bjarkarstíg 4, Akureyri. Friðrik Bjömsson, Löngubrekku 32, Kópavogi. Guðrún Jóhannsdóttir, Austurbrún 37, Reykjavík. Páll Rafnsson, Sflakvísl 23, Reykjavík. Sigurður Óli Björgólfsson, Eyrarholti 22, Hafnarfirði. Svanur Ólafsson, Ugluhólum 10, Reykjavík. Viðar Eysteinsson, Hátúni 10 A, Reykjavík. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáaugiýsingar 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.