Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Fréttir Prófkjör Samfylkingar á Norðurlandi eystra: Frambjóðendaraunir Alþýðubandalags - Svanfríður Jónasdóttir talin nær örugg um sigur DV, Akureyri: Raunir alþýðubandalagsmanna við að finna „kanditata" fyrir próf- kjör Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra áður en framboðsfrest- ur rann út hafa skiljanlega vakið umtalsverða athygli. Örlygur Hnef- ill Jónsson, alþýðubandalagsmaður og lögmaður á Húsavík, var fyrstur til að tilkynna þátttöku í prófkjör- inu, og ekki var reiknað með öðru en að við myndu bætast a.m.k. 2-3 samflokksmenn hans. Svo fór þó ekki, þrátt fyrir mikla leit innan flokksins og utan að frambjóðend- ” um og Örlygur er því eini allaball- inn sem tekur þátt í prófkjörinu. Reyndar hefur heyrst að einhverjir alþýðubandalagsmenn hafi verið til- búnir að fara fram fengju þeir stuðning samflokksmanna sinna. Þar er aðallega nefnt nafn Kristínar Sigursveinsdóttur sem hefur starfað að sveitarstjómarmálum á Akur- eyri og þykir standa sig vel á þeim vettvangi, en samflokksmenn henn- ar sýndu henni víst litinn áhuga. Fjórir kratar keppa við Örlyg Hnefil um 1. sætið. Tapi Örlygur Hnefill þeirri baráttu er hann hins vegar öruggur með 2. sætið þar sem sami flokkur getur ekki fengið tvö efstu sætin, og engin er kvennalista- konan til keppa um sætin. Það er því komin upp sú furðulega staða að Örlygur Hnefill getur tekið þvi ró- j lega, 2. sætið er hans, en hann ætl- ar að keppa að 1. sætinu eins og hann lýsti reyndar strax yfir. Því til staðfestingar má nefna að hann opn- ar kosningaskrifstofu á Akureyri, sennilega um helgina. Enginn óháður sýndi sig Raunir alþýðubandalagsmanna við að finna frambjóðendur úr sín- um röðum má án efa að verulegum hluta rekja til brotthvarfs Stein- gríms J. Sigfússonar úr flokknum og þess að fjölmargir flokksmanna sögðu sig úr flokknum i kjölfarið. Þegar framboðsfresturinn var runninn út og staðan ljós knúðu al- þýðubandalagsmenn krata til að samþykkja að óháðir gætu einnig ! boðið sig fram og var framboðsfrest- , ur lengdur í kjölfarið. Það túlkuðu menn þannig að allaballar væru með einhverja frambjóðendur í bak- höndinni sem vildu þó ekki fara fram undir merkjum flokksins, heldur sem óháðir. En þrátt fyrir það kom enginn óháður próf- kjörskandídat fram og menn ypptu öxlum. Konurnar gengu út Kvennalistakonur voru löngu gengnar út, sættu sig ekki við að fá ekki tryggt eitt af þremur efstu sæt- unum. Þótti mörgum það skrýtin krafa, ekki síst með tilliti til þess að þær hafa varla haft mælanlegt fylgi í kjördæminu. Hefur reyndar verið altalað að þær hafi ekki haft fram- bjóðanda sem væri tilbúinn til að taka slaginn af fullum krafti og stefna á efstu sætin tvö. Fór reynd- ar svo að til kvennalistakvenna sást þegar Steingrímur J. stofnaði kjör- dæmisfélag Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs á Akureyri. Niðurstaðan er þvi sú að fjórir kratar, Finnur Birgisson arkitekt, Pétur Bjamason, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, Sigbjöm Gunnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, og Svanfriður Jónas- dóttir alþingismaður keppa um 1. sætið við Örlyg Hnefil og um 3. og 4. sætið innbyrðis, en niðurstaða próf- kjörsins verður bindandi hvað varð- ar fjögur efstu sætin. Svanfríður sterkust Og það verður að segjast að Svan- fríður er talin standa þar langbest að vígi. Það sem styður það er fyrst og fremst að hún er sitjandi alþing- ismaður og þeir hafa ákveðið for- skot séu þeir ekki þeim mun um- deildari eða hafi „gert eitthvað af sér“. Þá munu margir alþýðubanda- lagsmenn líta á Svanfríði sem „sína eign“, hún hafi komið úr Alþýðu- bandalaginu inn í Þjóðvaka Jó- hönnu Sigurðardóttur en fyrir þau samtök var hún í framboði á Norð- urlandi eystra 1995 og náði kosn- ingu. Örlygur Hnefill er ekki talinn hafa mikið persónufylgi. Hann hef- ur starfað talsvert að bæjarmálum á Húsavík og var einn af „arkitekt- um“ Húsavíkurlistans sem vann Útsalan heldur áfram Mokkasíur með glansáferð 4.800^ Barnaleðurskór frá Noel frá 1.950^ Nýtt frá Ítalíu: Tískuskór úr leðri. Verð 8.800^ Valmíki c=55<5'' Knnglunni - sími 553 2888 Svanfríður Jónasdóttir. Talin örugg í efsta sætið. stórsigur í bæjarstjórnarkosningun- um á síðasta ári. I framhaldinu vildi Örlygur Hnefill i bæjarstjórastólinn en var hafnað af eigin flokksmönn- um. Niðurstaðan er því sú að hann hrófli ekki við Svanfríði hvað varð- ar efsta sætið. Sigbjöm Gunnarsson hefði hins vegar að margra mati haft mögu- leika á að hirða 2. sætið ef „girðing- in“ tryggði ekki Örlygi það sæti. Örlygur Hnefill Jónsson. „Girðing- in“ tryggir honum 2. sætið. Sigbjörn er þó ekki talinn munu ráða við Svanfríði og þriðja sætið verður að öllum líkindum hans. Þeir Finnur Birgisson og Pétur Bjamason berjast síðan væntanlega um 4. sætið og gæti sú barátta farið á hvorn veginn sem er. Þetta eru skiljanlega vangaveltur, en gefa ágæta mynd af því sem rætt er manna á meðal í kjördæminu. Hver niðurstaðan verður kemur Sigbjörn Gunnarsson. Talinn hafa getað unnið Öriyg Hnefil en ekki Svanfríði. hins vegcir í ljós 13. febrúar þegar samfylkingarmenn Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks ganga að kjör- borðinu. Einhverjar raddir hafa heyrst um að Alþýðubandalagið muni hugsanlega fara fram á við- bótarframboðsffest vegna prófkjörs- ins, en Hreinn Pálsson sem er í kjörstjóm fyrir krata segb það ekki koma til greina. -gk Dalvíkingar hafa eignast nótaskipið Höfrung AK sem um árabil hefur fært Akurnesingum björg í bú. BGB kaupir skip: Loðnukvóta leitað DV, Dalvík: Útgerðarfyrirtækið BGB hf. hefur fengið afhent skip sem fyrirtækið keypti af Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Um er að ræða nótaskipið Höfrung AK og er skipið keypt án kvóta. Kaupverð er ekki geflð upp. Áformað er að selja í staðinn Arnþór EA 16 og mun nýja skipið fá það nafn. Að sögn Þóris Matthíassonar, fram- kvæmdastjóra BGB hf„ er markmiðið með kaupunum að fá öflugt nótaskip sem jafnframt getur veitt með flottroÚi. Þá er verið að hugsa um síldveiðar í troll en einnig að opna fyrir aðra möguleika svo sem kolmunnaveiðar. Nýja skipið kemur í stað Arnþórs EA 16 sem gerður hefur verið út á loðnu- og síldveiðar auk rækjuveiða. Arnþór er mun minna skip og hefur aðeins helmings vélarafl á við það nýja. Arnþór er nú til viðgerða í Dan- mörku þar sem verið er að taka aðal- vélina í gegn og skipta um blokk og við það eykst vélaraflið úr 900 ha í 1000 ha. BGB hf. hefur ekki yfir loðnukvóta að ráða og sá loðnukvóti sem Arnþór veiddi var fenginn í skiptum fyrir aðr- ar aflaheimildir. Þórir segir að nú verði reynt að fá loðnukvóta fyrir nýja skipið, annaðhvort með því að kaupa aflaheimildir eða fá inn í fyrir- tækið aðila sem hafa yflr slíkum kvóta að ráða. Fyrirtækið á tvo síldar- kvóta og um 2800 tonna hlutdeild í norsk-íslenska síldarstofninum en sú hlutdeild mun væntanlega aukast með tilkomu stærra skips. Þá segir Þórir að farið verði að huga að kolmunnaveiðum og skipið henti einnig vel til rækjuveiða ef rækjan fer að gefa sig aftur. -hiá Yfirstjórn bæjarins í félagsheimilið DV, Vesturlandi: Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam- þykkti á síðasta fundi sínum með fimm atkvæðum að flytja þann hluta af skrifstofum bæjarins sem eru í Ólafsvík til Hellissands og sameina þar með alla yfirstjórn bæjarins í Félagsheimilinu Röst. Hafnarstjóri er þó undanskilinn en hann flyst í húsnæði hafnarinn- ar. Aðalskrifstofur Snæfellsbæjar hafa frá sameiningu verið í Félags- heimilinu Röst en á skrifstofunni að Ólafsbraut 34 í Ólafsvik eru fjórir starfsmenn; byggingafull- trúi, þjónustufulltrúi, hafharstjóri og skrifstofumaður í hálfu starfi. Lögreglustöðin er á neðri hæð hússins. Eftir flutning bæjarskrif- stofunnar verður lögreglan með allt húsið til umráða. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.