Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 Sviðsljós J r m * J Mikki Jackson meiddi sig Erkipopparinn Michael Jackson kom viö á sjúkrahúsi í Miami i vikunni á heimleið frá Suður-Afríku. Kappinn hafi úln- liðsbrotið sig. Hann var ekki nema klukkustund á sjúkrahús- inu og hypjaði sig svo á brott í snarhasti. „Honum líður vel,“ sagði talsmaður Mikka. Liza vill ætdeiða barn Liza Minelli, sem er orðin 52 ára, vill ættleiða litið barn. Ekki er langt síðan söngkonan var langt leidd vegna lyfjamisnotk- unar en nú hefur hún hafið nýtt líf. Til að fullkomna það vill hún taka að sér lítið barn. Kær- asti Lizu, Billy Stritch, er sam- þykkur. Magnús Ingólfsson á stjoriintál.is Allar stærðir sendibfla Athena ofsótti Pitt í þrjú ár Stúlkan sem fyrr i þessum mán- uði, braust inn á heimili hjartaknúsarans Brads Pitts í Hollywood hefur áreitt kvikmynda- stjömuna i langan tíma. Ofsóknim- ar hófust fyrir þremur ámm og nú hefur dómstóll úrskurðað að stúlk- an, Athena Maria Rolando, sem er 19 ára, verði að halda sig í minnst 30 metra fjarlægð frá leikaranum og heimili hans. Fyrir um það bil þremur vikum klifraði Athena inn um opinn glugga á húsi Pitts í Hollywood. Hún klæddi sig í æfíngagalla af leik- aranum og lagðist til svefns í rúmi hans. Þar lá hún þegar öryggisverð- ir fundu hana næsta morgun. Hún var þá með bók um galdra, nokkur bréf til folans í Legends of the Fall og öryggisnælu vafða borðum. Athena hafði tekið leigubíl að heimili Pitts, íklædd satínnáttkjól Ungri stúlku er skipað að halda sig I 30 metra fjarlægð frá Brad Pitt. einum fata og inniskóm. Hún klifraði yfir girðingu og á upp á ruslatunnu til að komast inn um glugga. Rannsóknir hafa leitt í Ijós aö Athena hefur að minnsta kosti tvisvar áður komið að heimili Pitts og skilið eftir gjafir við dyr kvik- myndaleikarans. Pitt heldur því fram að Athena hafi skilið eftir hót- unarbréf við dyr hans, þau fyrstu þegar í september 1996. Fyrir um það bil einu ári sást Athena fyrir ut- an hús Pitts í baðslopp og inniskóm. Hún tjáði þá nágranna leikarans að hún hefði mikinn áhuga á að vita hver byggi handan hliðsins. í sjónvarpsþætti í vikunni vísaöi Athena því á bug að Pitt stafaði hætta af henni. Hún benti einnig á að hún hefði lagt mikið á sig til að búa til „dúkkuna" með borðunum handa honum. Claudia vann meiðyrðamál Franskur dómstóll hefur úr- skurðað að samband ofurfyrirsæt- unnar Claudiu Schiffer og töfra- meistarans Dav- ids Copperfields sé byggt á róm- antík en ekki viðskiptalegs eðlis. Claudia hafði höfðað mál 'í VI gegn tímaritinu Paris Match 1 vegna fullyrð- inga um aö hún hefði gert „ástar- samning“. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðing tímaritsins væri ekki rétt. Verður Paris Match að birta leiðréttingu. Auk þess verður tímaritið að greiða Claudiu bætur. Sjálfur krefst David Copperfield um 300 milljóna króna í skaðabætur af tímaritinu. Skemmtilegra í karlafötum Gwyneth Paltrow segir að í hvert skipti sem hún hafi verið komin í karlmannsföt við tökur á myndinni Shakespeare in Love hafi allir karlarnir á staðnum komið öðruvísi fram við hana. Þeir hafi sagt henni dónalegri brand- ara og ýmis leyndarmál. Þegar hún hafi komið í kjól hafi karl- arnir staðið upp og opnað dymar en hætt að vera skemmtilegir og segja brandara. Karólína prinsessa af Mónakó og heittelskaður splunkunýr ektamaki henn- ar, hinn þýski Ernst Ágúst fursti af Hanover, létu smella af sér þessari mynd þegar þau heimsóttu klaustur í norður-þýska bænum Wenningen á miðviku- dag. Klaustrið er nærri heimabæ furstans. Barmur Pamelu alveg að springa Aðdáendur silíkongellunnar Pamelu Anderson, sumir hverjir að minnsta kosti, hafa nokkrar áhyggjur af endalausri leit leikkonunnar frægu að hinum fullkomna líkama. Þykir mörg- um sem Strandvarðapían fyrr- verandi sé að því komin að springa, eða réttar sagt ákveðnir hlutar líkama hennar. Þeir ku reyna svo á þanþol fatanna sem hún ber utan á sér að það hálfa væri nóg. Ekki virðast þó allir aödáend- umir deila þessum áhyggjum. Að minnsta kosti ekki strand- ljónin í Punta Del Este, frægum strandlífsbæ, í Úrúgvæ. Þar gerðu um eitt hundrað karlar að- súg að stjörnunni sökum æsings, svo sem frægt er orðið. Farrah reynir að koma sér áfram Leikkonan Farrah Fawcett læt- m- ekki marblettina og skrámurn- ar eftir barsmíðar fyrrum ást- manns síns stöðva sig í að koma aftur undir sig fótunum á hvíta tjaldinu eða annars staðar fyrir framan myndavélarnar. Farrah segir í viðtali við fræg- an dálkahöfund í Hollywood að hún sé alveg ólm í að fara vinna aftur. Hún þykir hafa miklu já- kvæðari afstöðu til lífsins og til- vemnnar en áður og þakka kunnugir það nokkurra mánaða dvöl í faðmi fjölskyldunnar í Texas. Þar fitnaði hún um rúm þrjú kíló, enda gaf pabbi gamli henni að borða þrisvar á dag. Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugiö. Næsti langi laugardagur er 6. febrúar 1999 Augiýsingar þurfn uð berast ffyrir kl. 12 h . ... 4 , . iil þriðjudaginn Þeim sem vilja tryggja ser plass fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 5« febrúar 1999 er bent á áb hafa samband vib Sigurö Hannesson sem fyrst, í síma 550 5728. É 2. ffebrúar 1999 ' i v " ■ - * *• ■ Mm. mmsa «»»«*>!)» íi»»u ' ' * ^203*-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.