Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Fréttir Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstöður lyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 50% 45 10 5 Kosn. 08/02 '99 '95 ! ------------------->1 Kosn. 08/02 '99 '95 Frjálslyndi flokkurinn júlí 08/02 '99 '98 Samfylking SKOÐANAKÖNNUN DV grœnt framboð Skoöanakönnun DV á fylgi flokka sýnir fylgishrun Sjálfstæðisflokksins: Risastökk Samfylkingar - tveggja þingsæta meirihluti ríkisstjórnar. Grænt framboð með 6,2 prósent Samfylking vinstrimanna tekur risastökk og fengi 35,6 prósenta fylgi og 23 þingmenn kjörna ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkur tekur mikla dýfu í fylgi, nálgast kjörfylgi, og fylgi Framsóknarflokks dalar. Saman eru ríkisstjómarflokkarnir með 34 þing- menn eða nauman þingmeirihluta. Vinstri hreyfingin - grænt framboð eykur aðeins við sig og Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar bæt- ir aftur við sig fylgi. Saman fá þessi framboð og Samfylkingin 29 þing- menn. Línur eru að skýrast. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV á fylgi flokka og fram- boða sem gerð var í gærkvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mund- ir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 0,7% ætla að styðja Alþýðu- flokk, 10,3% Framsóknarflokk, 22,5% Sjálfstæðisflokk, 2,0% Frjálslynda flokkinn, 0,2% FVjáíslynda lýðræðis- flokkinn, 0,3% Alþýðubandalag, 0,2% Þjóðvaka, 22,2% Samfylkinguna og 4,0% Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. Fylgi við Kvennalista og Kristilegt framboð mældist ekki. Óá- kveðnir voru 29,3% og 8,3% neituðu að svara sem er sama hlutfall og í skoðanakönnun DV í janúar. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku sögðust 1,0% styðja Al- þýðuflokk, 16,6% Framsókn, 36,1% Sjálfstæðisflokk, 3,2% Frjálslynda flokkinn, 0,3% Frjálslynda lýðræðis- flokkinn, 0,5% Alþýðubandalag, 0,3% Þjóðvaka, 35,6% Samfylkinguna, og 6,4% Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. Kvennalisti og Kristilegt framboð mælast ekki með fylgi. Sé fylgi Samfylkingar og fylgi flokkanna sem að henni standa lagt saman verður niðurstaðan 37,4% sem er rúmlega 13 prósentustigum meira en í skoðanakönnun DV í jan- úar. Frjálslyndi flokkur Sverris Her- mannssonar bætir við sig eftir fylgis- hrun í könnun DV í janúar, tvöfald- ar reyndar fylgið síðan þá. Skipting þingsæta Skipting þingsæta samkvæmt at- kvæðafjölda í könnun DV er þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23 þingmenn kjöma miðað við 33 í síð- ustu könnun DV. Hann hefur 25 þingmenn í dag. Samfylkingin fengi einnig 23 þingmenn, bætti við sig 10 mönnum frá síðustu könnun. Fram- sókn fengi 11 menn kjöma, tapaði einum frá síðustu könnun og 4 mið- að við síðustu kosningar. 24. maður sjálfstæðismanna er næstur því að ýta 11. manni Framsóknar út. Grænt framboð fengi 4 þingmenn, bætti við sig einum frá síðustu könnun. Frjáls- lyndi flokkur Sverris Hermannssonar gæti fengið 2 menn kjörna, bætti við sig einum frá síðustu könnun, en vafasamt er að fylgi flokksins nægi tU að ná inn þingmanni. í könnun DV í október mældist Frjálslyndi flokkur- inn með 4 menn kjörna. Aðrir flokk- ar eða framboð koma ekki manni inn samkvæmt könnun DV nú. Séu atkvæðatölur Samfylkingar- innar og flokkanna sem að henni standa lagðar saman gæfu þær 24 þingmenn miðað við 15 í könnun DV í október. Samfylkingm tæki þá eU- efta mann Framsóknar. Landsbyggðarkarlar Ef litið er á stuðning við flokka eftir kynjum og búsetu kemur í Ijós að meðal stuðningsmanna Fram- sóknar eru 66% á landsbyggðinni og 62% þeirra eru karlar meðan 61% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokk- inn eru af landsbyggðinni og 64% þeirra eru karlar. Ekki er marktækur munur á þess- um þáttum í stuðningsliði hinna flokkanna og framboðanna nema hvað 58% stuðningsmanna Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru karlar. -hlh Fylgi flokka - miöaö viö þá sem tóku afstööu - B DV 16/7 '98 ■ DV14/10 '98 □ DV11/01 '99 ■ DV 08/02 '99 Samfylking 35,6 SKOÐANAKÖNNUN DV Skipan þingsæta — samkvæmt fylgishlutfalli í könnuninni — % SKOÐANAKÖNNUN DV Vandræöin hjá íbúöalánasjóði sögð að baki: Gerð greiðslumatsforrits tafðist Gunnar S. Björnsson, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, verðandi forstjóri íbúðalánasjóðs, á fundi íbúðalánasjóðs í gær. DV-mynd Pjetur Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í gær að tölvubúnaður sem gerði viðskiptabönkunum mögulegt að tengj- ast íbúðalánasjóði hefði verið í ólestri og bankamir því ekki getað skipst á greiðslumatsupplýsingum um við- skiptavini íbúðalánasjóðs af fullum krafti fyrr en á allra síðustu dögum. „Sem betur fer er þetta allt saman komið í lag og það viljum við árétta al- veg sérstaklega og líka að fara yfir það hvemig staða mála er, því það hafa verið mjög misvísandi frásagnir af þvi hvemig afgreiðslunni hefúr verið hátt- að hér hjá íbúðalánasjóði," sagði fé- lagsmálaráðherra á fréttamannafundi hjá íbúðalánasjóði i gær. Gunnar S. Bjömsson sagði að gerð forrits vegna greiðslumats lántakenda hefði gengið mun seinna en áætlað var. fengið loforð um að það yrði tilbúið í siðasta lagi um ára- mót. Það gekk ekki eftir. Það var fyrst á fimmtudaginn var sem þetta forrit komst í gagnið," sagði Gunnar. Hann sagði að með- an forritið var í smíðum hefði verið ákveðið að fram- kvæma greiðslumat hjá íbúðalánasjóði sjálfum vegna allra lánsumsókna sem komnar vora frá fasteignasölunum og til viðbótar að ljúka afgreiðslu á óaf- greiddum 400 lánsumsóknum frá Hús- næðisstoönm. Vinnuálag hefði því ver- ið tvöfalt á við það sem verið hefði ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun. Búið væri að afgreiða 390 af fyrr- nefndum 400 umsóknum frá því fyrir áramótin og af 415 umsóknum sem komið hefðu inn eftir áramótin væri búið að afgreiða 290. 125 umsóknir væru óafgreiddar en þar af væra um 80 umsóknir ftmm daga gamlar eða yngri. „Þrátt fyrir vandamál sem við höfúm verið að glíma við og vegna þeirra þurft að gera miklu meira hér innandyra en áður var gert, m.a. að annast greiðslumatið, erum við búnir að ná upp halanum og erum komnir í styttri afgreiðslutíma en var í gamla kerfmu,“ sagði Gunnar S. Bjömsson, stjómarformaður íbúðalánasjóös. Hann sagðist vonast til að afgreiðslu- tími lána hjá sjóðnum yrði framvegis ekki lengri en frá tveimur dögum upp í viku. -SÁ Stuttar fréttir i>v Kennara fyrir saltfisk Guðbrandur Stígur Ágústs- son, skólastjóri á Patreksfirði, er í Reykjavík að ráða kenn- ara fyrir næsta vetur. Hann freistar kenn- aranema með saltfiski og býður þeim upp á saltfiskrétti í dag í mötuneyti Kennaraháskólans. Betri loðnuveiði Þokkaleg loðnuveiði var í nótt við Ingólfshöfða og nokkur skip voru á leið með fúllfermi til lands snemma í morgun. Loðnan er fremur smá og hentar ekki vel til frystingar. Lélegt eftirlit Eftirlit með hollustu og mengun er í lágmarki, umhverfisráðuneyt- ið er í tímahraki með útgáfú nýrr- ar og 16% hærri gjaldskrár fyrir eftirlit og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur getur ekki innheimt fyrir starfsemi sína. Ráðherra lof- ar bót og betran. Vísir is sagði frá. Eyrnabólgubóluefhi Búið er að þróa á íslandi bóluefhi gegn svonefndum pneumo-kokkum sem valda bráðaeymabólgu i böm- um. Líklegt er talið aö innan nokk- urra ára muni bólusetningin verða í boði fyrir öll böm. Aldursvandi Forstöðu- kona unglinga- meðferðarheim- ilisins Stuðla, Sólveig Ás- grímsdóttir, segir hækkaðan sjálffæðisaldur í 18 ár hafa valdið vanda í meðferð. Miklir biðhstar era eftir meðferð og úr- ræði vantar fyrir eldri flkniefna- sjúka unglinga og íjárráð stofnunar- innar era knöpp. Bylgjan sagði firá. Margrét talsmaður Flest bendir til þess að Margrét Frímannsdóttir verði talsmaður Samtylkingar A-flokkanna og Kvennalista. Helsti hvatamaður þessa er Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. Vísir is sagði frá. Loðnufrysting eystra Loðnufrysting er hafin á Aust- fjörðum en að undanfómu hefur verið góð loðnuveiði á miðunum fyrir austan. Loönan er enn þá smá og er erfitt að flokka hana. Hrognafylling er ekki næghega mikil fyrir Japansmarkað. Sjón- varpið greindi frá. Haukur í upplýsinganefhd Haukur Ingibergsson, formaður íslensku 2000-nefndarinnar, hefur verið skipaður fulltrúi smáþjóða í upplýsinganefnd SÞ og Alþjóða- bankans um 2000-vandann. Álverið á dagskrá Áætlanir Norsk Hydro um 120 þúsund tonna álver á Austurlandi era óbreyttar þrátt fyrir lækkandi álverð á heimsmarkaði. Morgun- blaðið sagði frá. Grímsvötn tóm Grímsvötn nánast tæmdust í hlaupinu á dögunum og ísinn á yf- irborði þeirra hefúr sigið mjög. Jarðhiti hefúr aukist undir vötn- unum að sögn Morgunblaðsins. Kristinn Uppstilling- arnefnd Fram- sóknarflokks- ins í Vestfjarða- kjördæmi hefur lagt til að Krist- inn H. Gunn- arsson, hinn nýorðni fram- sóknarmaður, verði í efsta sæti á lista flokksins. UppstiUingameöid er klofín um tihöguna að sögn Bylgjunnar. Mosfellsbær Á árinu er áætlað að úthluta 30 lóðum á nýbyggingarsvæði Mosfehsbæjarins í Höfðahverfí. -SÁ H. efstur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.