Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 14
MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRUAR 1999 Handverksfólk hittist í Punktinum Akureyrarbær boðaði íjanúar 1994 atvinnu- laustfólk tilfundar og var tilefnið að kanna áhuga á stofnun alhliða handíðaverkstæðis til tómstundaiðju með kennslu/leiðbeiningum fyrir atvinnulaust fólk. Strax var mikill áhugi á mál- inu og um 50 manns sem komu á fundinn fengu afhent húsnæði á Gleráreyrum. Fjölmargir sýndu málinu áhuga og stuðning, félög, fyrir- tæki, einstaklingar og opinberir aðilar, og Punkt- urinn varð að veruleika. í dag hefur starfsemin þróast út í það að þjóna öllu fólki sem hefur áhuga á hvers konar handverki og tómstunda- vinnu. Fjölmargir koma í Punktinn daglega alla daga ársins og þar er iðkað hvers konar hand- verk. Tilveran leit þar inn í síðustu viku. Margt hægt að gera Það er ótrúlega margt sem fólk getur tekið sér fyrir hendur í Punktinum. Þar eru haldin allskyns námskeið og þar fyrir utan getur fólk fengist við ýmis- konar vinnu. Hér fer á eftir smá dæmi um hvað gert er í Punkt- inum, og þessi listi er ails ekki tæmandi: Postulínsmálun, glermálun, leirvinnsla, fatasaumur, búta- saumur, tréskurður, viðgerðir á húsgögnum, jámsmíðar, mynd- list, tinlögn á gler, glerbræðsla, bókband, vefnaður, ullar- vinnsla, jurtalitun á bandi, end- nrvinnsla á pappír, myndvefn- aður, spjaldvefnaður, prjóna- skapur, hekl, útsaumur, korta- gerð, kertagerð, bastvinnsla, trölladeigsvinnsla... Nákvæmlega það sem mig vantaði ||B g var á stofnfundi Punktsins íyrir fimm árum og kem hing- að flesta daga. Ég var atvinnu- laus þegar þetta byrjaði og þetta var nákvæmlega það sem mig vantaði,“ - segir Hlíf Einarsdóttir segir Hlíf Einarsdóttir sem var að pússa og gera upp gamla kommóðu þegar Tilveran hitti hana í Punktin- um. „Ég hef gert ýmislegt héma, farið Kristbjörg Magnadóttir: „Styrkur Punktsins er að hingað kemur alls kyns fólk.“ DV-mynd gk Fólk ekki dregið í dilka - segir Kristbjörg Magnadóttir forstöðu- maður Íupphafi var boðað til þessa stað- ar fyrst og fremst til að halda at- vinnuiausu fólki virku en at- vinnuleysi var mikið á Akur- eyri í ársbyijun 1994 þegar Ptmktur- inn hóf starfsemi sína. Frá fyrsta degi kom þó hingað fólk sem ekki var atvinnulaust og það hefúr verið styrkur Punktsins að hingað hefur komið alis kyns fólk, atvinnulaust fólk, fatlað fólk, fólk með áhuga á handverki, ellilífeyrisþegar og fólk sem hefúr fengið menntun t.d. í myndiist Það er því mikil blöndun hér og gaman að sjá hvemig allir geta umgengist aila,“ segir Krist- björg Magnadóttir sem hefúr veitt Punktinum forstöðu frá upphafi. Kristbjörg segir aö kostnaður Ak- ureyrarbæjar við rekstur Punktsins á síðasta ári hafi numið 10 miiljón- um króna og hún segist geta fullyrt að þeim peningum sé vel varið. Kannanir hafi sýnt að aðsókn að Punktinum hafi sífellt aukist og síð- asta könnun hafi sýnt aö 65 manns komi á hveijum degi að meðaltali. „Kostnaður fólksins við að koma hingað er ekki þess eðlis að neinn þurfi frá að hverfa hans vegna. Námskeiðsgjöld hér era mjög ódýr og efniskostnaöi er haldið þannig niðri að allir eiga að geta sótt hing- að,“ segir Kristbjörg. -gk á námskeið og skorið út í tré meðal annars en aðallega hef ég samt feng- ist við að gera upp gömul húsgögn. Þetta em húsgögn sem ég hef átt en ég hef líka fengið húsgögn sem aör- ir hafa átt og ætlað að henda og gert þau upp og þau þjóna vel sínu hlut- verki á eftir. Hér starfar lærður smiður sem veitir aðstoð við véla- vinnu og kennir einnig heilmikið. Mig vantar lýsingarorð til að lýsa því hvað þetta er frábær staður. Um það era allir sammála sem hingað hafa komið. Fyrir mig, sem er kom- in á eftirlaunaaldur og bý ein, er þetta stórkostlegt. Við þurfum ekki að borga neitt fyrir viðvemna hér en greiðum sanngjamt verð fyrir efni og notkun á vélum. -gk Hlíf Einarsdóttir að pússa gamla „kommóðu" í Punktinum. DV-mynd gk Svanfríður t.v. þiggur góð ráð frá Kristínu Jónu leiðbeinanda. DV-mynd gk Góð námskeið og skemmtilegt fólk - segir Svanfríður Sigurðardóttir Frá því Punkturinn byijaði hef ég komið hingað á eitt og eitt námskeið. Mér finnst gott að fara á eins og eitt námskeið á ári. Námskeiðin era góð og skemmti- legt fólk hér,“ segir Svanfríður Sig- uröardóttir en hún var á námskeiði í tinlögn á gleri í Punktinum þegar Til- veran hitti hana og leiðbeinand- ann, Kristínu Jónu Jónsdótt- ur. Þau voru að vinna með trölladeig. Frá vinstri: Didda leiðbeinandi, Elín- borg Tryggvadóttir, Sigga leiðbeinandi og Heiðar Hjalti Bergsson. DV-mynd gk Kristín Jóna sagði að tinlögn á gleri væri nokkuð flókið ferli en hvert námskeið færi fram í fjóram hlutum. í stórum dráttum fer vinnan þannig fram að lit- að gler er skorið út, það síðan slipað og kopar- þynnur lagðar á kantana. Hlutimir sem tina á saman era því næst lagðir saman og loks era þeir tinaðir fastir. Svanfríður hefði áður verið búin aö fara á nám- skeið i glerbræðslu og fyrir sig hefði verið eðlilegt framhald að fara í tin- bræðsluna. „Ég hef aðstöðu til þess að geta notað mér reynsluna af gler- bræðslunámskeiðinu og mér finnst mjög gaman að fást við þessa hluti,“ sagði Svanfríður. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.