Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 7 DV Fréttir Þeir Paul Metsa og Sonny Earl fóru á kostum á íslandi þar sem þeir fluttu Blues af besta tagi. Myndir er frá Hótel Loftleiðum. DV-mynd S Alli tekur vel á móti Norðmönnum DV; Eskifirði: Norskur loðnubátur kom nýlega til Eskifjarðar með rifna nót sem gert var við fljótt og vel. „Við ger- um allt fyrir frændur vora Norð- menn þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Stefán Ingvarsson, verkstjóri hjá nótastöð Hraðfrysti- húss Eskifjarðar. Hann segir það hafa aukist að aðrir bátar en Hraðfrystihússins komi í land til að fá gert við og sé tekið vel á móti öllum skipum. Það var mál manna á bryggjunni að kannski hefði átt að færa Norð- mönnunum rjómatertu - svona til að sýna þeim hvernig eigi að taka á móti skipum frá öðrum löndum. Stefán segir að þegar nótastöðin hafi verið tekin í notkun fyrir rúm- um tveimur árum hafl skapast 10 ný störf í bænum, því gamla neta- verkstæðið er enn starfandi og skortir ekki verkefni. -ÞH Unniö við nótina. DV-mynd ÞH Paul Mesca, trúbador frá Minneapolis, skemmti á íslandi: Þakkarbréf frá Hvíta húsinu - eftir aö hafa gefið út lag um Clinton og Moniku „Ég sendi geisladiskinn í Hvíta húsið með baráttukveðjum til forset- ans. Það var mjög ánægjulegt að fá til baka þakkarbréf frá John Podesta starfsmannastj óra, “ segir Paul Mesca, trúbador frá Minneapolis, sem skemmti íslendingum í síðustu viku ásamt Sonny Earl félaga símun. Mesca gaf út geisladiskinn Lincolns Bedroom þar sem samnefnt titillag flallar um ástarsamband Clintons forseta og Moniku Lewinski. í laginu er meint aðfor að forsetanum fordæmd. Mesca segir að verði forsetinn dæmdur vegna þess- ara mála sé illa komið fyrir amer- ísku þjóðinni. „Ég er stuðningsmaður frjáls þjóð- félags og bendi á að allt málið er í grundvallaratriðum byggt á ólögleg- um upptökum Lindu Tripp. Fari svo að forsetinn verði sakfelldur á þeim grunni er illa komið í amerísku rétt- arkerfi og ég spyr bara hverju má þá almenningur búast við í framtíðinni. Ég tel að ef mál þetta snerist um ein- hvem annan en forsetann hefði því umsvifalaust verið fleygt út úr rétt- inum,“ segir hann. Metsa og Earl komu til íslands í boði ferðamálaráðs Minnesota. Þeir fluttu tónlist sína á ferðamálaráð- stefnu á Hótel Loftleiðum þar sem þess var vinsamlega farið á leit að þeir spiluðu ekki lagið um forsetann og lærlinginn vegna hins „við- kvæma pólitíska andrúmslofts". „Ég spilaði það nú samt og það féll í góðan jarðveg," sagði Metsa við DV. Þá komu þeir félagar fram á Gauki á Stöng, Fógetanum og KafFi Reykjavík við frábærar undirtektir áheyranda. Paul Metsa sagðist alsæll með viðtökurnar og íslendingar hefðu komið sér mjög á óvart. „Það er allt mikið nýtískulegra á íslandi en ég átti von á. Þá var ég undrandi á því hversu skemmtilegar útvarpsstöðvar eru hér. Ég hlustaði mikið á ýmsar stöðvar og þar er mjög skemmtileg blanda af tónlist," sagði Metsa sem hélt af landi brott í gær. „Ég kem örugglega aftur ef þess er nokkur kostur," sagði hann. -rt SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVIK SIIVII 581-4515 • FflX 581 4510 ■ 1 irgrár, ek. 13 srð 1.970 þus. Hyundai Elantra Wagon 1600 '97, 5 g., 5 d., vínrauður, ek. 25 þús. km. Verð 1.280 þús. VW Passat Comfort 1800 '97, ssk., 4 d., silfurgrár, ek. 76 þús. km. Verð 1.790 þús. M. Benz 420 SEC '91, ssk., 2 d., svartur, ek. 112 þús. km. Verð 2.700 þús. MMC Colt 1500 '91, ssk., 2 d„ hvítur, ek. 75 þús. km. Verð 590 þús. Nissan Micra LX 1300 '94, 5 g„ 5 d„ grænn, ek. 61 þús. km. Verð 670 þús. Hyundai Pony GLSi 1500 '94,5 g„ 5 d„ rauður, ek. 95 þús. km. Verð 520 þús. VW Vento GL 1800 '93, ssk„ 4 d„ vínrauður, ek. 96 þús. km. Verð 960 þús. Daihatsu Charade SR 1500 '97, 5 g„ 4 d„ Ijósblár, ek. 28 þús. km. Verð 930 þús. Renault 19 RN 1400 '96, 5 g„ 4 d„ vínrauður, ek. 44 þús. km. Verð 860 þús. Daihatsu Feroza EFi 1600 '92, 5 g„ 3 d„ vínrauður, ek. 84 þús. km. Verð 690 þús. Hyundai Sonata GLSi 2000 '97, 5 g„ 4 d„ ek. 46 þús. km, grár. Verð 1.280 þús. Suzuki Baleno Wagon '98, BMW 318i 1800 '96, 5 g„ 4 d„ Hyundai Elantra GLSi 1600 '97, 5 g„ 5 d„ blár/grár, ek. 11 þús. vínrauður, ek. 61 þús. km. ssk„ 4 d„ grænn, ek. 44 þús. km, álfelgur, dráttarkr. o.fl. Verð 1.830 þús. km. Verð 1.190 þús. Verð 1.690 þús. Hyundai Sonata GLSi 2000 '94, 5 - g„ 4 d„ grænn, ek. 65 þús. km. ^ Verð 890 þús. Nissan Primera GX 1600 '98, 5 g„ 4 d„ Ijósblár, ek. 15 þús. km. Verð 1.390 þús. Hyundai Elantra GT1800 '94, ssk„ 4 d„ blágrænn, ek. 76 þús. km. Verð 830 þús. Tilboðsbflar í hverri viku á netfangi okkar: www.bl.is Bílalán til allt að 60 mánaða Toyota Celica GT-4 2000 turbo Toyota Corolla GL1600 ‘93,5 g„ Hyundai Accent GLSi 1500 '98, '95, 5 g„ 2 d„ rauður, ek. 111 5 d„ dökkgrænn, ek. 84 þús. km. 5 g„ 5 d„ blár, ek. 16 þús. km. þús. km, leðuro.fl. Verð890þús. Verð 1.080 þús. Verð 2.350 þús. VW Golf Generation 1800 '98, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 2 þús. km, highline innr„ toppl. o.fl. Verð 2.200 þús. Visa/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. VISA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.