Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir r»v Vopnuð rán í Reykjavík - VR vill starfsfólk á námskeið Pétur A. Maack. Rániö, sem var framiö í sölutum- inum King Kong í Breiðholti í fyrra- dag, er i rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Þar ruddist inn vopnað- ur, grímuklæddur maður sem hafði á brott með sér um 30 þúsund krónur eftir því sem næst verður komist. Þetta er þriðja rán- ið i söluturni í Reykjavík á skömmum tíma. Fyrst var sölutum í Stórholti rændur og honum næst sölutum við Grundarstíg. Ræningj- amir vom í báðum tilfellum gripn- ir skömmu síðar og þeir játuðu á sig verknaðinn. Ránið í Eddufelli í Breiðholti er enn upplýst en það er í rannsókn hjá lögreglu. Að sögn hennar vora flest rán, sem framin voru í svipaðri ránahrinu á síðasta ári, upplýst. Á síðustu áram hefur verið nokkuð um vopnuð rán í Reykjavík og nágrenni. 1 flestum hafa sölutumar verið rændir og starfsfólki þeirra hótað með egg- vopnum. Á meðfylgjandi korti má sjá hvemig helstu vopnuðu ránin í Reykjavík síðustu ár hafa dreifst um borgina. Ekki virðist vera nein sérstök regla að ránin séu framin á neinu sérstöku svæði i borg- inni. Athygli vekur að í flestum tilfellum þegar rán- in hafa verið framin hefur ungt fólk verið við af- greiðslu í verslununum. Verslunarfólk á nám- skeið Við litum náttúrlega þessi rán mjög alvarlegum augum og höfum mestar áhyggjur af þessu ungviði sem er að vinna í verslununum," segir Pétur A. Maack, varafor- maður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Hann seg- ir að í dag standi starfs- mönnum sölutuma og ann- arra verslana til hoða nám- skeið þar sem starfsfólkið lærir að bregðast rétt við. „Þetta eru námskeið sem Kaupmannasamtökin, lögreglan og Verslunarmannafélag Reykjavíkur standa saman að. Þetta námskeið var kynnt fyrir ári en það voru mjög fáir sjoppueigendur sem sýndu þessu áhuga sem er miður þar sem þar er oft ungt fólk að vinna eitt að kvöldi til,“ segir hann. Það sé mjög alvarlegt hversu mikið er um að ungt fólk sé eitt í verslun- Vopnuð rán í Reykjavík 17/10 '97 Sundlaugavegur) 'Q.2/6 '98 SkipholQ (21/1 '98 Gnoðarvogur^ p5/9 '96 Grundarstígur (3/2 '99 Grundarstígu? C23/3'98 SkipholQ 29/1 '99 StórholQ fe 19/2 '95 Ásgar&ur) 15/2 '95 Leirubakki) C26/7'97 C 7 Mjódd J (6/10 '96 Vesturberg^ Q X 8/3 '98 SuBurfell ) um að kvöldi til. Þótt ekki sé endi- lega um að ræða mikið af peningum í verslununum þá geti það komið fyrir að einhver meiðist. En hvað geta sjoppueigendur gert? „Ég vil bara benda þeim á að hafa samband við Kaupmannasamtökin, okkur eða lögregluna, og senda fólkið sitt á námskeið til að veijast óvelkomn- um gestum. Það er besta forvörnin." Á námskeiðinu segir Pétur að starfsfólki sé kennt hvernig það eigi að bera sig að komi óður maður inn í verslunina og að láta strax það af hendi sem ræningjamir hiðja um. „Og síðan er sérstaklega bent á hvernig á að taka eftir einhverjum einkennum, hæð eða öðra. Það era mikilvæg atriði sem skipta máli eft- ir á,“ sagði Pétur. -hb Brauðhúsið í Grímsbæ: ÍJp" Hollusta í hverjum munnbita - þegar bakað er úr nýmöluðu korni í steinofni að hætti gömlu bakaríanna „Vínarbrauð og annað slíkt verð- ur miklu betri vara, þetta er allt ekta og kemur betur út en áður,“ sagði Guðmundur Guðfinnsson í Brauðhúsinu í Grímsbæ í gær. Þeir Guðmundur og Sigfús bróðir hans leggja alla áherslu á hollustuna í bakstri á brauðum og ýmsu „krað- eríi“ sem bakaríin bjóða upp á. Fólk kemur víða að til að kaupa slík brauð og bakkelsi, auk þess sem Heilsuhúsið og Yggdrasill selja brauðin glæný á hverjum degi. „Hér hefur ekki ríkt brauða- menning svo heitið geti en það er, held ég, að snúast til betri vegar. Fólk er orðið býsna meðvitað um hollustuna sem er fólgin í betra komi,“ sagði Guðmundur í gær. Brauð eru mikil hollustuvara - ef þau eru bökuð úr hollefnum. Bakar- ar í Reykjavík virðast famir að llta til þess að það er ekki sama hvem- ig bakað er eða úr hverju. Bakaríið Brauðhúsið í Grímsbæ bakar holl- ustubrauð og það gerir Jói Fel. í Sæviðarsundinu líka. En yfirleitt era bakarar og brauðverksmiðjur að bjóða hveitibrauð sem stundum nefnast „gróf‘ brauð án þess kannski að vera það. Bræðurnir Guðmundur og Sigfús Guðfinnssynir byrjuðu fyrir nokkrum árum að baka súrdeigs- brauð sem hafa notið mikilla vin- sælda. Þessum brauðum kynntist Sigfús í Svíþjóð þar sem hann starf- aði og lærði. „Við flytjum inn kom frá Svíþjóð sem allt er lífrænt ræktað. Síðan mölum við komið sjálfir, rúg og heilhveiti mest en líka svolítið af byggi frá Vallanesi. Úr þessu nýmal- aða komi bökum við sjálfir,“ sagði Guðmundur Guðfinnsson í gær. Hann segir að súrdeigsbrauðun- um hafi strax verið vel tekið. Þegar ákveðið var auka sérhæfinguna í bakstrinum var farið út í lífræna komið. Búðin hefur gjörbreytt um svip en það var ekki bara að bakarí- ið sneri aftur til gamla tímans með lífrænt ræktuðum afurðum. Þar var byggður steinofn að gömlum sið sem Guðmundur segir að gefi góða raun í þessari tegund bciksturs. -JBP Brauðaúrvalið í Brauðhúsinu f Grímsbæ. Góð og holl vara úr líf- rænt ræktuðu korni sem malað er á staðnum. Jafnvel vínarbrauðin eru úr Irfrænu korni. DV-mynd Teitur Uppsveifla í pólitík Stjórnmálaflokkamir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Kjósendur streyma á stofnfundi nýrra floka og kjósendur streyma i prófkosningar hjá gömlu flokkunum og líka hjá nýjum flokkum sem era búnir til úr göml- um flokkum. Hvert metið er slegið í hverju prófkjörinu á fætur öðru. Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjanesi reið á vaðið og fékk metaðsókn. Samfylkingin í Reykjavík fylgdi á eftir með metþátt- töku. Og nú hefur Samfylk- ingin á Reykjanesi slegið metið á nýjan leik ef mið- að er við höfðatölu. Þar varð Rannveig Guðmimds- dóttir efst og hún segir að þetta sé rosalegur straum- ur. Eitthvað er að gerast, segir Rannveig án þess að vita það kannski beint sjálf hvað sé að gerast, en hún er fúfl tilhlökkun- ar og ofsalega glöð yfir því hvað margir kusu hana og Samfylkinguna og það má búast við sprengingu í vor, ef marka má Rannveigu og aðra frambjóðendur. Sigríður Jóhannesdóttir, sem kemur úr Al- þýðubandalaginu og lenti í fjórða sæti á eftir krötunum, er ofsalega ánægð með að hafa lent í fjórða sæti, vegna þess að hún lendir i þriðja sæti og ofsalega þakklát kjósendum fyrir að hafa kos- ið sig í fjórða sæti og hefur greinlega ekki átt von á því að kjósendur greiddu henni atkvæði. Þess vegna er hún svona þakklát. í raun og vera eru allir afar þakklátir og ekki síst þeir sem töpuðu og má ekki á mifli sjá hvort sé skemmtilegra að sigra eða tapa í svona próf- kosningum. Á Suðurlandi efndu sjálfstæðismenn til próf- kjörs tfl að fylla skarð Þorsteins Pálssonar og þar gekk maður undir manns hönd til að finna mann í staðinn fyrir Árna í staðinn fyrir Þorstein. En Ámi sló þeim öllum við og þeir settu met á Suð- urlandi í þátttöku og Árni segir að það sé vegna þess hvað ríkisstjómin standi sig vel. Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík þarf ekki einu sinni að halda prófkjör af því að ríkisstjómin stendur sig svo vel og flokkurinn þarf ekkert að halda próf- kjör vegna þess að hann hefur tæplega fimmtiu prósenta fylgi með þjóðinni út á Davíð einan. Svoleiðis flokkur þarf ekki að spyrja kjósendur hverjir eigi að fara í framboð. Kjósendur kjósa Sjálfstæðisflokkinn þótt hann stilli upp síma- staurum i framboðslista. Slíkur er byrinn á þeim bænum. Græna framboðið hans Steingríms fékk fljúg- andi start á stofnfundi og sömuleiðis fara sögur af fljúgandi byr hjá Sverri hinum frjálslynda og ekki þarf að minnast á Framsókn þar sem Finn- ur Ingólfsson fékk glæsflega kosningu þegar helmingur framsóknarfólks kaus hann í efsta sæti. Þannig að pólitískur áhugi er óskaplegur og flokkamir allir setja hvert metið á fætur öðra og bíða spenntir eftir glæsflegum kosningasigrum í vor. Dagfari Hassmáli að Ijúka Lögreglan í Vestmannaeyjum er að ljúka rannsókn á smygli á 5 kíló- um af hassi sem uppvíst varð um í janúarbyijun þegar togarinn Breki kom til landsins. Maður sem var úrskurð- aður í þriggja vikna gæsluvarð- hald vegna máls- ins er laus úr haldi. Hann játaði að hafa flutt efn- in til landsins. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum fer með ákæru- valdið í málinu og verður það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Rík- isútvarpið greindi frá. Hún leiði Samfylkinguna Meirihlutinn telur eðlilegt að Jó- hanna Sigurðardóttir verði forystu- maður Samfylkingarinnar. 53% þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslu á Vísi svöruðu eftirfarandi spurningu játandi: „Finnst þér eðli- legt í Ijósi sigurs Jóhönnu Sigurðar- dóttur í prótkjöri i Reykjavík að hún verði leiðtogi Samfylkingarinn- ar?“ Vísir greindi frá. Vill 2. sætið Jón Sæmundur Sigurjónsson, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi vestra, vill koma því á framfæri að hann sækist eftir stuðningi í 2. sæti listans en ekki í 1. sætið eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um. Þá sækist Pétur Vilhjálmsson á Hvammstanga eftir stuðningi í 3. sæti listans og Steindór Haraldsson á Skagaströnd eftir stuðningi í 2.-3. sætið. Aörir frambjóðendur sækjast eftir 1. sætinu. Efstur fyrir vestan Flest bendir til þess að Magnús Reynir Guðmundsson verði efsti maður á lista Framsóknar á Vest- fjörðum. Bylgjan greindi frá. Reynslusveitarfélag Hornfirðingar vilja verða eins konar reynslusveitarfélag ef sam- staða næst um aðgerðir til að halda búfé frá þjóðvegum landsins. Áfangaskýrsla um aðgerðir liggur nú fyrir. Sjónvarpið greindi frá. Frjálslyndir á Reykjanesi Stofnfundur kjördæmisfélags Fijálslynda flokksins á Reykjanesi var haldinn í síðustu viku. í aðal- stjóm voru kosnir: Hlöðver Kjart- ansson, Garðabæ, sem er formaður stjórnarinnar, Bjami Ólafsson, Vog- um, Rannveig Jónsdóttir, Kópavogi, Albert Tómasson, Hafnarfírði, og Halldór Bjamason, Mosfellsbæ. Frystihús selt Vinnslustöðin hf. hefur selt eitt frystihúsa félagsins í Vestmanna- eyjum, við Garðaveg 12 og Hlíðar- veg 3, fyrir 40 milljónir króna. Hlutafélagið Hlíðardalur ehf. er kaupandi og hyggst reka saltfisk- verkun í húsinu. Ríkisútvarpið greindi frá. Fleiri löggæslumenn Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt aö beina þeirri áskorun til dómsmálaráð- herra að fjölga löggæslumönn- um í Kópavogs- bæ. í dag eru 855 íbúar á hvern starfandi lög- gæslumann i bæjarfélaginu en landsmeöaltal er 493 íbúar á hvern löggæslumann. Ný grenndarkynning Skipulags- og umferðamefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að óska eftir heimild til að láta fara fram nýja aðal- og grenndarkynn- ingu vegna nýs barnaspítala á Landspitalalóðinni. Rikisútvarpið greindi frá. -SJ/gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.