Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 25 Kvikmyndir Háskólabíó - Pleasantville: Anægjulegt? Pleasantville er ein af þessum myndum sem ætla sér afskaplega mikið en falla dálítið á eigin bragði. Líkt og The Truman Show á Pleasantville sjálfsagt á eftir að verða mikið umhugsunarefni menningarfræðinga og kvikmynda- fræðinga því hún tekur á mörgu og nýtir sér formið markvisst. Systkin- in David (Tobey Maguire) og Jenni- fer (Reese Witherspoon) eru eins ólík og hægt er, hann er lúði og hún er pía. Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er Pleasantville, svart/hvítir þættir frá 6. áratugnum sem lýsa gamaldags ídeal lífi i bandarisku smáþorpi. En Jennifer vill sjá MTV og þegar þau takast á um fjarstýr- inguna er þeim „geislað" beint inn í þáttinn. Þar komast þau fljótt að því að ánægjan er öll á yfirborðinu og undir niðri er ekki allt eins svart og hvítt og bæjarfeðumir vilja vera láta. Systkinin koma óafvitandi og meðvitað með nýjar hugmyndir inn í þennan svart/hvíta heim og breyta honum þannig að smátt og smátt tekur veröldin á sig lit, svona líkt og augu Adams og Evu opnuðust við eplaátið forðum daga, en þama er einmitt ein eplaátssena sérstaklega tekin sem dæmi um róttæka afhjúp- un. Þama má sjá margt í gerjun, allt frá unglingauppreisn til kvennabar- áttu, og þeir sem em póhtiskt hugs- andi geta sjálfsagt lesið heilmikið út úr því að svart/hvíti heimurinn lýs- ir því bandaríska ídeali sem haldið var að þjóðinni á þessum fyrstu árum kalda stríðsins. Með tilliti til þeirrar bylgju fortíðamynda sem enn ríður yfir kvikmyndalandslagið er Pleasantville mjög áhugaverð að því leyti sem hún virðist vara við slíkum myndum og benda á að sá heimur sem við sjáum þar er oft að- eins ein hlið málanna, yfirborðið, iðulega litað af samtímahugmynd- um okkar. Svo mætti jafnvel sjá þama tog- streitu milli miðla, sjónvarps og kvikmyndar, þar sem sjónvarpið er séð sem íhaldssamt tæki meðan Joan Allen í lit, Jeff Daniels í svarthvítu. kvikmyndin er litrík og full af upp- reisnaranda. Þvi miður sannar myndin sjálf ekki þá uppsetningu, því hún nær einhvem veginn aldrei að verða eins uppreisnargjöm og hún vill. Fymi hlutinn lofaði of góðu, sem seinni hlutinn uppfyllti ekki. Það var einhvem veginn eins og þetta þyrfti allt að vera svo ánægjulegt og mætti ekki fara eitthvert ósýnilegt strik. dir Leikstjórn og handrit: Gary Rqss Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Reese Witherspoon, Jeff Danij.1 Joan Allen, William H. Macy, Walsh. Úlfhildur Dagsdó Is, T. tir Topp 10 í Bandaríkjunum - absókn dagana 5. - 7. febrúar. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Settur var mikill kraftur f sýningar á Saving Private Ryan í síöustu viku og henni endurdreift um öll Bandaríkin og er ástæöan sú aö í dag veröa tilkynntar tilnefningar til óskarsverölauna og þar ætia Spielberg og féiagar sér mikinn hlut. Aðdráttarafl Mel Gibsons er mikið Þaö veit aldrei á gott þegar upp á yfirborðið koma vandmál viö gerð stórmyndar og Payback, sem skipar efsta sæti listans þessa vikuna, haföi öll einkenni vandamála, en mikiö hefurgengiö á viö gerö þessarar spennumyndar sem fyrst átti aö frumsýna fyrir tæpu ári. Mel Gibson, sem er aöalleikari myndarinnar og einn framleiöenda, var ekki ánægöur meö útkomuna en leikstjóri myndarinnar er Brian Helgeland sem meðal annars skrifaöi handritiö aö L.A. Confidental og var Gibson aöallega óánægöur meö þá persónu sem hann lék og vildi breyta henni. Ekki kom þeim saman um breytingarnar, Gibson og Helgeland, og því tók Gibson þá ákvöröun aö taka aftur upp allt aö helming myndarinnar án þátttöku Helgelands sem samt sem áöur er skráöur leikstjóri myndarinnar. Nú, þegar myndin hefur loks veriö frumsýnd, kemur I Ijós aö þrátt fyrir allar hrakspár er um einhveija mestu aösókn yfir eina helgi í febrúar aö ræöa og þaö er þakkaö aödráttarafli Mel Gibsons sem er ótvíræöur sigurvegari helgarinnar. -HK Tekjur Heildartekjur Tekjur Heildartekjur l-(-) Payback 21.221 21.221 2. (1) She’s All That 11.652 30.696 3. (2) Patch Adams 4.407 122.377 4. (3) Varsity Blues 3.841 44.261 5- (-) Saving Private Ryan 3.841 3.841 6. (5) Shakespeare in Love 3.463 36.158 7. (4) A Civil Action 3.075 51.632 8. (6) Stepmom 2.513 87.193 9. (-) Simply Irresistible 2.323 2.323 10. (8) You’ve Got Mail 2.189 111.118 Sam-bíóin - You've Got Mail: Tvenns konar ást I Tónabúðinni Revkiavík Vikuna 8.-13. feb. Tölvan er tákn nútimamannsins og að tala um að saga sé gamaldags þar sem tölvusamskipti skipta miklu máli virðist vera út í hött. Það er nú samt svo með You’ve Got Mail þar sem tvær manneskjur fá ást hvor á annarri í gegnum tölvupóstinn, að ekkert annað er hægt að segja um söguna en að hún sé gamaldags ástarróman með gaman- sömu ívafi, viðbótin við klassíkina er tölvupósturinn sem í þessu tilfelli fell- ur í raun undir bréfasamskipti. Þar sem myndin er byggð upp á þessu sér- staka sambandi og afleiðingum þess þá er heimur tölvunnar aldrei íjarri en eftir nokkuð trausta og skemmtilega byrjun fer að halla undan fæti og myndin fer niður á plan meðal- mennskunnar og verður miðlungs rómantísk gamanmynd, það er að segja þegar sagan er höfð til viðmiðun- ar. Á móti kemur þáttur Toms Hanks og Meg Ryan, sem eins og við mátti bú- ast koma myndinni upp á hærra plan með því að vera eitthvert mest sjar- merandi leikarapar í Hollywood og þegar maður sér þau leika saman eða í sitt hvoru lagi, átakalaust og nánast daðrandi við myndavélina er auðvelt að fá svar við því af hverju sumir leik- arar verða kvikmyndastjömur en aðr- ir ekkl Það er stað- reyndin í okk- ar tölvusamfé- lagi að margir ánetjast Inter- netinu og ferð- ast víða um heim á spjall- rásum og það er ekkert nýtt að sterkt sam- band hefur myndast milh tveggja ein- staklinga á spjailrásinni sem síðan hef- ur endað með heimsókn á milli landa. Hættan er alltaf þau vonbrigði sem það getur haft fór með sér þegar þessir tveir einstak- lingar hittast. í You’ve Got Mail er það einmitt þessi fyrirfram hræðsla og af- leiðingamar sem er rauði þráðurinn í myndinni, þau langar að hittast en þora það ekki og þegar loks kemur að stundinni þá er það annað þeirra sem flýr af hólmi af þeirri ástæðu einni að þau þekkjast í raunveruleikanmn og em ekkert hriftn hvort af öðra. Út frá þessu spinna systumar Nora og Delia Ephron í handrit sitt og tekst á köflum allvel upp en eiga í nokkrum vand- ræðum með að enda myndina. Nora, sem einnig er leik- stjórinn, fer all- ar hefðbundnar og öraggar leið- ir i þessum efn- um, veit kannski sem er að hún getur treyst aðalleik- uram sínum fyrir því að klára dæmið, hún lét þau um það í Sleepless In Seattle og þau bregðast henni ekki hér. You’ve Got Mail er fyrst og fremst kvikmynd Toms Hanks og Meg Ryan og enginn verður fyrir vonbrigðum með þau og myndina þá um leið. Leikstjóri: Nora Ephron. Handrit: Nora Ephron og Delia Epron. Kvik- myndataka: John Lindley. Tónlist: George Fenton. Aðalleikarar: Tom Hanks, Meg Ryan, Greg Kinnear, Parker Posey, Jean Stapleton og Dave Chapelle. Hilmar Karlsson Meg Ryan les fyrir börnin í bókabúðinni sinni. lUmBUÐIN Rauöarárstíg 16, sími 552 4515 Otrúleg, freistandi tilboðl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.