Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Spurningin Finnst þér að Jóhanna Sig- urðardóttir eigi að leiða Samfylkinguna á landsvísu? (Spurt á Akranesi) Ragnar Magnússon verkamaður: Tvímælalaust. Magnús Óskarsson framkvæmda- stjóri: Ef Samfylkingin velur hana. Þuríður Óskarsdóttir meðferðar- fulltrúi: Ekki spuming. Jón S. Hallvarðsson, starfsmaður Akranesveitu: Ef Samfylkingin nær samkomulagi um það. Jónína Sigurðardóttir afgreiðslu- stúlka: Nei. Bjöm Sigurbjörnsson öryrki: Það verður að leysast á lýðræðislegan hátt. Lesendur Dæmigerð hugglöp „Eldra fólk hefur haft meiri framlegð en það yngra, það hefur greitt meira í tryggingar og til kostnaðar samfélagsins. - Af hverju ætti það að fá minni mlskabætur? Þorsteinn Hákonarson skrifar: Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um skaðabætur og er þar tekin fram skerðing miskabóta eftir aldri. Rökin era þau að eldra fólk eigi styttra líf fyrir höndum til að bera miskann. Sakir þess að í þessu er hugrænt samhengi þá gleypa ein- feldningar við þessu. En önnur rök eru til. Lífsþróttur, aðlögunarhæfni og endumýjunargeta minnkar eftir aldri. Því er erfiðara fyrir eldra fólk að bera miska. Skv. því ættu miska- bætur að hækka eftir aldri. Við getum og miðað við annað. Eldra fólk er ólíklegra til að valda slysum en yngra fólk, það er ólík- legra til að valda miska. Ef við mið- um við tölfræðilegar orsakir eftir aldri og metum miskabætur þannig þá yrði það einhver ójöfn framsetn- ing. Eldra fólk hefur haft meiri framlegð en það yngra, það hefur greitt meira í tryggingar og til kostnaðar samfélagsins. - Af hverju ætti það að fá minni miskabætur? Allt eru þetta tilbúin rök án and- legs innsæis og siðunar. Þetta mál er allt öðravísi. Dómur sker úr ágreiningi og dómur metur bætur. Þetta þýðir að dómur tekur tillit til raunveruleika málsaðstæðna en ekki til raunveruleika þeirra sem ekki koma fyrir dóminn. Einstaklingur fær dæmdar miskabætur sem einstaklingur, miðað við hvaða miska hann varð fyrir. Réttur til þess að setja tak- markandi margfóldunarþátt á þær miskabætur eftir kennitölu á ekki að vera til staðar. Það er vegna þess að miski, sem menn verða fyrir, er einstaklingsbundinn. Lífsþróttur þeirra, aðlögunarhæfni og endur- nýjunargeta er einstaklingsbundin. Lífaldur og emi er einstaklings- bundin. Að ekki sé talað um jafn- ræði fyrir lögum. Lagafrumvarpið gengur því gegn stjómarskrá um þrískiptingu valdsins. Löggjafinn hefur ekki rétt til fordóms. Og hér verður hart að koma á móti. - Það unga fólk sem alið er upp við frjálsar fóstureyðingar, því mun finnast eðlilegt að slátra eldra fólki síðar, verði það óþægilegt. Al- veg eins og það er óþægilegt að bera ábyrgð á getnaði. Við erum því að tala um rétt löggjafans til fordóms og um brot gegn okkur öllum. Rétt er að strika þá þingmenn út í vor sem styðja þetta ragl. - Dæmigerð hugglöp hafa komið ffam. Opið flutningsleyfi ráðherra G.G. skrifar: Nú, þegar þing er komið saman aftur, liggur fyrir því að afsala sér völdum til framkvæmdavaldsins. - Forsætisráðherra hefur boðað að flutt verði frumvarp sem geri ráð- herrum kleift að flytja stofnanir sem undir ráðuneyti þeirra heyra hvert á land sem er. Þetta er gert í kjölfar þess upp- náms sem varð þegar Hæstiréttur úrskurðaði að flutningur Land- mælinga upp á Akranes væri ólög- legur. Nú er búið að auglýsa stöðu for- stjóra Lánasjóðs landbúnaðarins á Selfossi þrátt fyrir að ekki sé heim- ilt að flytja stofnunina þangað nema með leyfi Alþingis. Þessir menn bera ekki mikla virðingu fyrir lögum eða þá Hæstarétti. Og hvað með þá flutninga sem hafa verið framkvæmdir ólöglega? Verða þeir ekki að ganga til baka eða breyta lögum strax? - Veiði- stjóraembættið var flutt með látum til Akm-eyrar og hlýtur það að vera jafnólöglegt og flutningur Landmælinga. Eða hvað? Ein- kennilegt að það eru aðallega um- hverfisráðherrar sem standa í þessum ólöglegu flutningum. - Bæði fyrrverandi og núverandi. Allt er betra en íhaldið Bréfritara hugnast sterklega framboð Vinstri hreyfingar - græns framboðs, sem hann nefnir „rauðgrænu vinstri hreyfinguna", og ætlar að kjósa hana. - Frá stofnfundi hreyfingarinnar. Símon Hjaltason skrifar: Það var Jónas Jónsson ffá Hriflu sem sagði þessi fleygu orð í árdaga íslenskra stéttastjómmála og Fram- sókn gerði þetta að slagorði á sínum fyrstu árum. Þessi fullyrðing er að mínu mati engu síður sönn nú í dag en árið 1916. Núverandi ríkisstjórn er búin að grafa öryrkjum og öldruðum gröf sem þeir eiga erfitt að komast upp úr og hefur rétt „Kolkrabbanum" al- menningseign á silfurfati og komið þjóðfélaginu hálfa leið að byltingar- barmi. Og allt þetta í góðæri! Ef þetta er góðæri, hvaða hörmungar dynja þá yfir þegar halla fer undan fæti á markaðnum? Ég minnist stjórnartíðar íhalds- flokksins á Bretlandi þegar thatcherisminn tröllreið bresku samfélagi. Ríkisstjómin einkavæddi allt mögulegt sem ómögulegt, skerpti stéttaskiptinguna og mis- munaði þegnunum. Og svo dirfast boðberar þessarar stefnu að kalla þetta frjálshyggju. Hver er eiginlega ffjáls í svona þjóð- skipulagi? - Svarið er einfalt: arð- ræningjar, braskarar, stóriðjuhöld- ar og svo auðvitað pólitíkusamir. Meðlimir í Félagi ungra sjálf- stæðismanna tala auðvitað um vinstriflokkana á Alþingi sem rót alls ills. - „Þeir segjast vera fylgj- andi frjálsri verslun, en þeir geta ekki falið sósíalismann bak við grímuna", minnir mig að einn þeirra hafi sagt orðrétt í DV. Ástæðan fyrir því að ég ætla að kjósa rauðgrænu vinstri hreyfing- una er einfold: Ég vil búa í landi þar sem jafnrétti ríkir, þar sem ör- yrkjar neyðast ekki til að lifa eins og annars flokks þjóðfélagsþegnar og þar sem einræðistilburðir stjóm- arliða era ekki liðnir. Þannig kerfi eiga hægrimenn aldrei eftir að koma á hér, þrátt fyrir raus þeirra um frelsi. - Vinstrimönnum á eftir að takast, með markvissri stefnu í átt að jöfnuði, að gera stórkostlegri hluti. Ekki kannski á einu kjör- tímabili en á styttri tíma en menn halda. DV Sundabraut ístað tónlistarhúss Ásmundur hringdl: Það er rétt sem ffam hefur kom- ið, að hér í Reykjavík er að veröa öngþveiti í gatnakerfinu. Það er t.d. orðið mjög erfitt að komast út úr borginni á álagstímum og til vinnu og ffá viö sömu aðstæður. Vestan úr bæ, og frá Seltjarnar- nesi eru allar samgönguæðar þröngar og ógreiðfærar. Ekki bæta þétt umferðarljós og öldur og þrengingar hvers konar úr skák. Og þá er það Sundabrautin fyrir- hugaða og tilfærsla Hringbrautar niður í Vatnsmýrina. Þetta eru hvort tveggja aðkallandi verkefni og fjárfrek. Er nú ekki skynsam- legt að hætta við fyrirhugað tón- listarhús og menningarhúsin og láta fjármagn til samgangna ganga fyrir? Það væri óðs manns æði að breyta ekki forgangsröðun í þess- um efnum. Hvað vilja Rússar upp á dekk? Gísli skrifar: I sjónvarpsfféttum sl. fimmtu- dag var viðtal við einhvem rúss- neskan forkólf sem hamaðist í garð vesturveldanna og NATO út af fyrirhuguðum ráðstöfunum í Kosovo í fyrrum Júgóslavíu, með því m.a. að senda þangað herlið til eftirlits og koma í veg fyrir frekari hörmungar af völdum stríðandi afla. Ég spyr Hvað vilja Rússar upp á dekk yfirleitt til að setja vesturveldunum stólinn fyrir dymar? Rússar sem hafa þegið ölmusur æ ofan í æ frá þessum þjóðum og Alþjóðahankanum. Ég sé ekki að Rússar geti eða eigi að hafa neitt um að segja hvort friður sé tryggður í Kosovo með öllum tiltækum ráðum. Eru þeir kannski að hóta köldu striði eða jafhvel heitu? Sofnað á verðinum Þorsteinn hringdi: Að undanförnu hefur mikið ver- iö ritað og rætt um afleiðingar hrossasóttarinnar sem gekk yfir landiö á síðasta ári. Hún mun malla í afskekktum héraðum enn, en ekki er lengur hægt að tala um faraldur. Afleiðingarnar era m.a. sagðar síminnkandi útflutningur hrossa, sem hingað til hefúr verið drjúg tekjulind. Viö þessa fullyrðingu vil ég setja spumingarmerki. Er mál- ið ekki bara það að útflytjendur hafa sofnað á verðinum. Þeir hafa ef til vill haldið að söluhringekjan héldi áfram úr því að einu sinni hafði tekist að koma henni af stað. En svo einfalt er þaö ekki. Kynn- ing og markaðssetning íslenska hestsins þarf stöðugt að vera í gangi, ella gleymist hann og út- lendingar taka markaðinn yfir. Nafnspjald í vasa iðnrekanda Laufey Jónsdóttir skrifar: í framhaldi af frétt í DV sl. mánudag undir fyrirsögninni „Bí- ræfnir Herbalife-sölumenn Lauma nafnspjöldum í kápuvasa", vil ég leggja inn nokkur orð sem viðbrögð við ummælum „iðnrek- andans" sem ekki vill láta nafhs síns getið í fréttinni. Og kannski ekki nema von því hann laumar sér léttilega undan 8. boðorðinu: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“ - Gott og vel, það er ekki beint mitt mál. Ég vil hins vegar segja aö lokum: Kæri iðn- rekandi i Skeifunni: Ég lét nafn- spjald detta í vasa þinn og bauð þér Ópal, önnur vora samskipti okkar ekki. - Boðorðið áttunda er þó sífellt í fullu gildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.