Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 13
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 13 Fréttir Aukin umsvif hjá höfnum ísafjarðarbæjar: Aflaaukning 11.700 tonn í skýrslu hafnarstjóra ísafjarðar- bæjar árið 1998 kemur fram að veruleg aukning varð á lönduðum afla í höfnum sveitarfélagsins: ísa- fjaröarhöfn, Suðureyrarhöfn, Flat- eyrarhöfn og Þingeyrarhöfn. Nemur aukningin 11.737 tonnum og munar þar mest um kúskelina. Landaður afli í höfnum ísafjarðarbæjar var 46.114 tonn á síðasta ári, á móti 34.377 tonnum árið 1997. Árið 1998 var gott aflaár, bæði hjá litlum og stórum bátum, þó úthafs- rækjuveiðin hafi verið frekar rýr seinni hluta ársins. Skipakomum fjölgaði og komu 1.148 skip til ísa- fjarðar, samtals 1.400.448 brúttólest- ir að stærð. Það er aukning um 233.238 brúttólestir. Inni í þessum tölum eru einungis þau skip sem skráð eru yfir 50 tonn. Komur skemmtiferðaskipa voru 5 - samtals með 3.724 farþega og áhafnarmeð- limi. Þegar skoðaðar eru nánar tölur um flutninga um hafnir bæjarfé- lagsins, kemur í ljós að aukning er í lönduðum afla í öllum fjórum höfn- um ísafjarðarbæjar. Lang mest er aukningin hjá Flateyrarhöfn, eða tvöfoldun, úr 6.553 tonnum í 12.813 tonn, sem er að verulegum hluta kúfískur. Aukningin á Þingeyri er þó óveruleg, eða 22 tonn. Vöruflutningar hafa verulega aukist á síðasta ári frá árinu áður. Virðist þar sem verkfallið mikla vorið 1997 hafi haft umtalsverð áhrif, bæði á vöruflutninga og land- aðan afla. Þannig voru vöruflutn- ingar skipafélaganna Eimskips og Samskipa 47.855 tonn árið 1996, en duttu niður í 39.467 tonn verk- fallsárið 1997. Á síðasta ári voru vöruflutningar komnir vel upp úr lægðinni og orðnir 55.605 tonn. Svip- að mynstur er í lönduðum afla í höfnum ísafjarðarbæjar á þessu tímabili. Árið 1997 var þar veruleg- ur samdráttur frá árinu 1996. Þetta er vegið upp á síðasta ári og gott betur og er aukninginn á lönduðum afla á milli áranna 1996 og 1998 sam- tals 7.112 tonn. -HKr. Grétar Mar Jónsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis: Væri nær að taka til hjá sjálfum sér DV, Akureyri: „Það er nú þannig með þessa menn sem stýra sjávarútvegsfyrir- tækjum sem eru á hlutabréfamark- aðnum að þeir þurfa að réttlæta það þegar reksturinn hjá þeim gengur ekki sem skyldi og þá fmnst þeim liggja beint við að ráðast á laun sjó- mannanna," segir Grétar Mar Jóns- son, formaður Vísis, skipstjóra- og stýrimannafélagsins á Suðumesj- um, um þau ummæli Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, að taka þurfi hlutaskiptakerfi sjó- manna til endurskoðunar. „Útgerðarfélag Akureyringa er illa rekið fyrirtæki. Fiskverð hjá ÚA er helmingi lægra en gengur og gerist á fiskmörkuðum og þá er ég að tala um ísfisktogarana, sem segir auðvitað það að aflaverðmætið er helmingi lægra en það gæti verið ef selt væri gegnum markaðina. Þegar Grétar Mar Jónsson. aflaverðmætið er helmingi lægra þá er afkoman auðvitað miklu lakari. Þá væri Guðbrandi nær að reyna að fá hærra verð út úr frystihúsinu sínu því afurðaverð ÚA er 20% lægra en hjá öðrum fiskvinnslum. Hann talaði hins vegar ekkert um vaxtakjör sem eru 2-3% lægri en hjá samkeppnislöndunum en það er auðvitað erfitt fyrir Guðbrand að fara að gera athugasemdir við stjórn bankakerfisins, t.d. við Krist- ján Ragnarsson sem er stjórnarfor- maður íslandsbanka. Þegar skuldir sjávarútvegsins voru um 100 millj- arðar fyrir 2-3 árum þá lágu um 2-3 milljarðar í óhagstæðari vaxtakjör- um en þekkjast i samkeppnislönd- unum. Ég fæ ekki séð að þegar menn eru að reyna að verja slæma stöðu sé rétta leiðin að höggva til sjómanna. Mönnum væri nær að taka til hjá sjálfum sér, skoða afurðaverðið og fiskverðið til sjómanna áður en þeir fara að höggva á báða bóga,“ segir Grétar Mar. -gk Breytmg á hlutaskiptakerfi sjómanna: Þaö veröur aö ræöa málin - segir framkvæmdastjóri ÚA DV, Akureyri: Þau ummæli Guðbrands Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Útgerðar- Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. félags Akureyringa, á aðalfundi fé- lagsins, að taka þurfi hlutaskipta- kerfi sjómanna tU endurskoðunar, hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð sjómannaforustunnar. Guðbrandur segir að með ummæl- um sínum hafi hann viljað fá fram umræður um þessi mál. „Það er ekki hægt að afgreiða þessi ummæli þannig að þetta sé einhver gömul lumma sem ekki megi ræða. Menn verða að setjast niður og ræða það hvemig þeir vilji sjá þessi mál þróast og í hvaða far- vegi þau eigi að vera t.d. eftir 10 ár. Vilja menn að samskipti aðila verði bara stál í stál og harkan sex áfram eða komast að einhverri niður- stöðu? Sjómönnum er að fækka og krafa þeirra um Kvótaþing hefur beinlín- is ýtt undir þá þróun. Breytingin á veiðiskyldunni hefur hins vegar haft miklu meiri áhrif. Nú þurfa menn að veiða helminginn af sínum veiðiheimildum og það minnkar framboðið sem verið hefur á kvóta bara um 75%. Það er það sem hefur gerst,“ segir Guðbrandur. -gk Guömundur Gunnarsson, skóla- stjóri Brunamálaskóla ríkisins. DV-mynd Ragnar Höfn: Slökkviliðsmenn í endurmenntun DV, Höfn: Slökkviliðsmenn á Hornafirði sóttu á dögunum endurmenntunar- námskeið hjá Brunamálaskóla rík- isins. Góð þátttaka var á námskeið- inu og voru slökkviliðsmenn staðar- ins mjög ánægðir með að fá skólann á staðinn. Kennarar á endurmenntunar- námskeiðinu voru Guðmundur Gunnarsson skólastjóri, Pétur Valdimarsson, Þórður Bogason og Friðrik Þorsteinsson. -JI Frá ísafjarðarhöfn. DV-mynd Hörður Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dalshrauni 6, Hafnarflröi, síml 555 0397, fax 565 1740 Al.þjÓÐTÆO kATTASyNÍNG 27 og 28 febrúar í RjEIÐhÖLL Gusts í Dómarar fra Tekklandi, Englandi og Hollandi A kgangseyrir: Fullor&nir OO kr. Srn 100 kr. Oþib kl. 10-18 Purina H PROPIAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.