Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Fiiálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: [SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV,áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óþolandi slysatíðni Rannsóknamefnd sjóslysa rannsakaði 107 mál vegna slysa á árinu 1995 og eitt eldra mál, að því er fram kem- ur í nýrri skýrslu nefndarinnar. Á árinu 1995 voru til- kynnt til Tryggingastofnunar ríkisins 459 slys á sjó- mönnum. Árið áður voru slysin 486. „Þótt færri slys hafi orðið en árið á undan, er slysatíðni meða sjó- manna of há“, segir í formála skýrslunnar. Það er var- færið orðalag um ástand sem er alls ekki þolandi. Und- anfarin tíu ár hafa um 500 sjómenn slasast árlega eða um 8 prósent stéttarinnar. Innan hvaða starfsgreinar annarrar yrði svo hrikaleg slysatíðni umborin? Vinnuslys eru allt of tíð hér á landi og skipta þúsund- um á hverju ári. Verst virðist ástandið þó vera meðal sjómannastéttarinnar. Kostnaður einstaklinga og sam- félags vegna þessa er mikill svo ekki sé minnst á þján- ingar og röskun á lífi þeirra sem í lenda og aðstand- enda þeirra. Viðmiðanir Alþjóðavinnumálaskrifstof- unnar gera ráð fyrir að kostnaður vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma sé ltil 3 prósent vergrar þjóðar- framleiðslu. Kostnaður hér á landi vegna þessa nemur því miíljörðum króna árlega. Forvarnarstarf, kennsla og leiðir til að bæta öryggi eru því afar arðbærar. Rannsóknamefhd sjóslysa er mikilvæg í greiningu þeirra slysa sem verða um borð í skipum eða við skip- stapa auk þeirra leiða sem nefhdin bendir á til úrbóta. Slysavamafélagið gegnir einnig lykilhlutverki í þess- um efnum enda beinlínis hlutverk félagsins. Þar er unnið ötult starf víða um land og innan vébanda björg- unarsveita og með tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Nýir björgunarbátar hafa sannað gildi sitt. Ónefndur er Slysavarnaskóli sjómanna. Fræðsla þar er nauðsynleg hverjum sjómanni. Slysatölm- á hverju ári sýna samt að þetta er ekki nóg. Það er ekki hægt að búa við það sem náttúrulög- mál að 500 sjómenn slasist árlega. Störf um borð í fiski- skipum hér við land eru að sönnu hættuleg og aðstæð- ur verða allar verri í vondum veðrum. Hvað sem líður aðgerðum stofnana og opinberra aðila verður ekki bót á þessu nema útgerðarmenn og sjómennirnir sjálfir taki ástandið til alvarlegrar skoðunar. Innan Slysavarnafélagsins á að reyna nýjar leiðir til úrbóta. Ingimundur Valgeirsson greinir frá þeim leið- um í nýju fréttablaði félagsins. Lokaverkefni hans við verkfræðideild Háskóla íslands fjallar um slysavamir í fiskiskipum. Ingimundur bendir réttilega á að tíðni vinnuslysa á sjó hér yrði hvergi liðin á neinum vinnu- stað í landi. Því hafa verið lagðar línur að „Öryggis- kerfi fyrir sæfarendur“ þar sem stuðst verður við al- þjóðlega staðla. Greindir verða áhættuþættir sem vald- ið geta slysum um borð og síðan skal vinna markvisst að því að eyða þeim eða minnka eins og hægt er. Þá verði mynduð öryggisnefhd um borð i hverju skipi sem ræði slysahættuna, gangi frá handbók og sjái um þjálf- un nýliða. Öryggiskerfi þetta verður prófað í sumar í fjórum skipum sem stunda mismunandi veiðar. Kerfið byggist á samstarfi allra sem að koma, sjómanna, útgerðar- manna og stofnana sem annast öryggismál. Ingimund- ur Valgeirsson segir að komi þetta kerfi í veg fyrir þó ekki nema eitt alvarlegt vinnuslys hafi það borgað sig upp strax. Hann vonast til þess, í grein sinni, að Slysa- vamafélagið hafi fundið leið til að fækka slysum um borð í skipum. Það er undir málsaðilum komið hvort það tekst. Jónas Haraldsson „Viðræðurnar við Norsk Hydro eru stærsta atvinnuþróunarverkefni á Austurlandi." - Frá Reyðarfirði. Þar hefur verið boðinn fram staður fyrir stóriðju á Austurlandi. Pólitíkin og Norsk Hydro þingræðu undir rós um að hagræða sannleikan- um fyrir yfirmann sinn. Stefna flokkanna. Stefna Framsóknar- flokksins í þessu máli hefur ávallt veriö skýr. Forusta flokksins beitti sér fyrir því að ríkis- stjórnin ákvað að bjóða fram Reyðaríjörð sem stóriðjukost og hafa ekki aðra staði undir í þeim viðræðum. Við- ræður voru teknar upp í kjölfarið við Norsk Hydro og unnið hefur verið að málinu síðan. Þeirri vinnu er ekki — „Stefna Framsóknarflokksins í þessu máli hefur ávallt verið skýr. Forusta flokksins beitti sér fyrir því að ríkisstjórnin ákvað að bjóða fram Reyðarfjörð sem stóriðjukost og hafa ekki aðra staði undir i þeim viðræðum.“ Kjallarinn Jón Kristjánsson alþingismaður „Það er enn unn- ið að undirbúningi þessa máls á sama hátt og gert hefur verið nú um hríð. Það hefur ekkert breyst, engin ákvörðun enn ver- ið tekin og bara unnið að málinu eins og áður.“ - Þessi ummæli hef- ur DV síðastliðinn mánudag orðrétt eftir Jostein Flo, upplýsingafulltrúa Norsk Hydro. Jafn- framt segir upplýs- ingafulltrúinn að hann sé farinn að fá á tilfinninguna aö þetta mál snúist aðallega um þing- kosningar á ís- landi, og það gerir DV að aðalfyrir- sögn fréttarinnar. Það er ekkert undarlegt þótt Norðmennimir hafi þessa tilfinn- ingu. Upplýsinga- fulltrúar stórfyrir- tækja á borð við Norsk Hydro hafa greinargóðar upplýsingar um um- ræðuna um þessi mál hér á ís- landi. Sú umræða er aðgengileg á veraldarvefnum og hvar sem vera skal. Það hefur verið lagt ofurkapp á það í umræðum af pólitískum ástæðum að forusta Framsóknar- flokksins sé óheil í þessu máli, og þegar sé ákveöið að blása þetta mál af, en beðið sé fram yfir kosn- ingar af tillitssemi við hana. Hjör- leifur Guttormsson hefur haldið þessu fram í blaðaskrifum, og gengið svo langt að saka ráðuneyt- isstjóra iðnaðarráðuneytisins í lokið, en eins og forustumenn Framsóknarflokksins hafa ávallt tekið fram í umræðum um þetta mál, þá er ekki hægt aö slá neinu fostu um niðurstöðuna fyrr en við undirskrift viljayfirlýsingar, eða samninga af einhverju tagi sem eru skuldbindandi. Stefna annarra flokka í málinu er að skýrast. Grænt framboð vill blása þetta mál af strax. Hin nýja samfylking hefur lagst cdgjörlega á sveif með þeim sem berjast af al- efli gegn þessu máli. Eggin í körfunni. Því hefúr verið haldið fram að þær athuganir sem hafa verið uppi um stóriðju á Austurlandi séu öðrum atvinnugreinum skað- legar og komi í veg fyrir framþró- un á öðrum sviðum. Morgunblaðið orðar það svo í Reykjavíkurbréfl að ekki sé skynsamlegt að leggja öfl eggin i sömu körfuna og skyn- samlegra væri að huga að því hvemig hægt er að efla sjávarút- veginn og tengdar atvinnugreinar á Austurlandi. Þessi röksemdafærsla gengur í hring. Viðræður um orkufrekan iðnað koma ekki í veg fyrir fram- þróun sjávarútvegsins. Gífurlegar fjárfestingar hafa verið í sjávarútvegi í mörgum byggðarlögum á Austurlandi og voru þær stflaðar á vinnslu upp- sjávarfiska. Þessar fjárfestingar hafa styrkt stöðu landshlutans i baráttunni um hráefni til vinnslu og munu gera það tfl lengri tíma •litið og eru afar mikilvægar. Gall- inn er hins vegar sá að öll eggin eru í sömu körfunni. Það kemur i ljós nú, í lækkandi verðlagi og slakari vertíö. Sá uggur sem er í fólki er ekki sfst af því. Geipihörð barátta Vegna þessa verður að huga að fleiri stoðum í atvinnuliftnu, og það er þess vegna sem framsókn- armenn berjast gegn því aö orku- öflunarmöguleikar í stórum stíl á Austurlandi verði strikaðir út þeg- ar rætt er um nýtingu auðlinda. Sú barátta er geipihörð og þarf ekki að hafa mörg orð þar um. Viðræðumar við Norsk Hydro em stærsta atvinnuþróunarverk- efni á Austurlandi. Hins vegar era fjölmörg önnur verkefni í gangi. Mest um vert er að halda sjó í því áróðursmoldviðri sem um þetta mál er og leiða málið til enda, og fá niðurstöðu af eða á. Jón Kristjánsson Skoðanir annarra Jarlinn af Selvogsbanka „Á miðöldum var í Evrópu svokallað lénskerfi. Lénsherrar sem þágu lén sitt og völd frá konungi stjómuðu hémðum. Þeir fengu úthlutað landi, skóg- um, veiðflendum, ökrum og öðram gæðum landsins. Aðrir íbúar vora oftast eignalausir leiguliðar þeirra. íslendingar lifa af fiskveiðum...Við höfum komið okkur upp nokkus konar lénskerfi hér. Við höfum úthlutað veiðiréttindum við ísland til nokkurra að- ila sem höfðu veiðireynslu fáein ár eftir 1980...Jarl- inn af Selvogsbanka þiggur réttindi sín frá Alþingi og ríkisstjóm. Heflu byggðarlögin eru í hlutverki eignalausa leiguliðans...Við sem höfum hælt okkur af meiri jöfnuði en gerist í flestum nágrannalöndum erum búin að búa til ójöfnuð af mannavöldum." Guðmundur G. Þórarinsson í Mbl. 25. febr. Koyoto-bókunin „Það er skynsamlegt að auka stóriðju sem nýtir rafmagn frá vatnsafli á kostnað stóriðju sem notar orku frá kolum, olíu eða gasi. Slík orkuframleiðsla mengar andrúmsloft marfalt meira en verksmiðjan. Ef markmiðið með Kyoto-bókuninni er að ná árangri í baráttu fyrir hreinna andrúmslofti er rétt að berj- ast fyrir ákvæði sem gerir litlum hagkerfum kleift aö nýta umhverfisvænar auðlindir. Ég tel aö íslend- ingar eigi að láta á það reyna hvort slíkt ákvæði næst inn áður en þeir staðfesta bókunina." Þorsteinn Hilmarsson í Degi 25. febr. Norsk Hydro úr myndinni „Ljóst er að atvinnuástand á Austurlandi er bág- borið og fólksflótti frá svæðinu hefur verið mikill af þeim sökum...Þrátt fyrir að íslensk stjómvöld og talsmenn Norsk Hydro haldi enn fast við fyrri yfir- lýsingar sínar um að engra stefnubreytinga sé að vænta í tengslum við byggingu álvers á Austurlandi og að ákvörðun um það hvort raunhæfúr grundvöfl- ur til áframhaldandi vinnslu málsins liggi fyrir um mitt þetta ár, þá virðast allar staðreyndir benda tfl þess að norska félagið muni ekki ráðast í byggingu álvers á íslandi." EG í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 25. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.