Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
19
Fréttir
Sænska skipið „siglandi" á Lagarfljóti.
Lagarfljótsormurinn á kreik!
Skemmtiferðaskip
á Lagarfljóti
Vélskóli íslands
Hagnýt þekking til sjós og lands
Skrúfudagur - Skrúfudagur!
★ Hinn árlegi kynningardagur Vélskóla íslands
verður haldinn nk. laugardag, 27. febrúar,
kl. 13 til 16, í Sjómannaskólanum
★ Nemendur sjá um að kynna námið og verklega aðstöðu skólans.
★ Ef veður leyfir kemur þyrla Landhelgisgæslunnar
í heimsókn.
★ Ýmis fyrirtæki og samtök tengd sjávarútvegi kynna
vöru sína og þjónustu.
★ Nýr og mjög fullkominn vélarrúmshermir til sýnis.
DV, Egilsstööum:
Nú er líklegt að nálgist sú stund
að Lagarfljótsormurinn fari að sýna
sig á Fljótinu og vonandi verður
hann einungis ofan vatns. Á fundi í
hlutafélagi um kaup á skemmti-
ferðaskipi á Lagarfljót var kynnt
skip það sem væntanlega verður
sjósett þar á sumri komanda.
Þetta er 40 metra langt skip með
farþegarými á tveim hæðum fyrir
um 130 farþega og er þá vel rúmt.
Þar verður einnig veitingaaðstaða.
Skipið er keypt frá Svíþjóð þar sem
það hefur legið og verið notað sem
hótel í tvö ár. Þeir Bjami Björgvins-
son, annar af forustumönnum í
skipakaupunum, og Altreð Steinar
Rafnsson skipstjóri fóru í vetur til
Svíþjóðar og prufusigldu skipinu og
veit það álit Alfreðs að það væri sér-
lega meðfærilegt.
Menn gætu haldið að erfitt yrði
að koma þessu ferlíki upp á Hérað.
En þeir félagar Bjami Björgvinsson
og Benedikt Vilhjálmsson, sem mest
hafa unnið að þessu, eru i sambandi
við fyrirtæki í Þýskalandi sem sér-
hæfir sig í flutningi af þessu tagi í
Evrópu og töldu þetta vera vel fram-
kvæmanlegt.
Gert er ráð fyrir tveim ferðum á
Benedikt Vilhjálmsson rafeindavirki
og Bjarni Björgvinsson lögfræðing-
ur sem er stjórnarformaður hlutafé-
lagsins.
DV-mynd Sigrún
dag milli Egilsstaða og Hallorms-
staðar, um 30 km leið, með leiðsögn
á mörgum tungumálum. Kostnaður
við þetta fyrirtæki er áætlaður um
35 milljónir króna. Það sem helst
hefur tafið fyrir málinu er að fá
leyfi frá Siglingamálastofnun en hér
eru ekki til reglur um siglingar á
vötnum en einungis miðað við sigl-
ingu á sjó. Þó er líklegt að það mál
sé að leysast.
Þess má geta að skipið er mjög
sterkbyggt, með vatnsþéttum hólf-
um og svo er líklegt að ekki verði
siglt í vitlausu veðri. Þá þarf auðvit-
að að huga að hafnargerð. Tveir
Togarinn Páll Pálsson ÍS:
Svartur köttur
í áhöfninni
DV, ísafjarðarbæ:
Svartur högni með hvítar lappir
og hvita bringu gerði sér lítið fyrir
og munstraði sig sjálfur um borð i
togaránn Pál Pálsson Is áður en
hann lagði úr höfn á ísafirði i viku-
byrjun.
Páll Halldórsson skipstjóri taldi
allt eins líklegt að kötturinn hefði
lesið áskorun Péturs Bjamasonar
og félaga til Vestfirðinga um að
sækja sinn rétt og róa eftir fiski.
Páll sagði að þeir hefðu fundið
köttinn undir netum skömmu eftir
að lagt var úr höfn. Hann er nú í
góðu yfirlæti um borð og líkar vel
fiskurinn sem skipverjar voru að fá
í Víkurálnum.
Kötturinn er hinn gæfasti og
greinilega heimilisköttur og vonað-
ist skipstjórinn eftir að eigandi
fyndist þegar þeir kæmu í land á
mánudaginn.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
köttur laumast um borð í Pál Páls-
son. Fyrir skömmu fundu skipverj-
ar annan kött sem var greinilega
ekki af góðu vestfirsku heimili. Var
hann hinn versti er skipverjar
reyndu að nálgast hann og líklegt
talið að hann hafi bara verið í eftir-
litsferð fyrir Fiskistofu.
-HKr.
staðir eru helst taldir koma til
greina. Egilsstaðavíkin inn við Koll
og við Skipalæk. Gert er ráð fyrir
svo stórri höfn að hægt verði að
hafna þar litla báta. Kannski koma
þeir tímar að urmull seglbáta liður
um Lagarfljót á góðum dögum.
Vindátt er hagstæð því vindur
stendur að jafnaði eftir endilöngu
fljóti.
★ Hollvinasamtök Sjómannaskólans kynna starfsemi sína.
★ Kaffisala á staðnum á vegum kvenfélagsins Keðjunnar.
★ Allir velkomnir.
★ Sjón er sögu ríkari
Skrúfudagsnefnd
Ókeypis netsími!
Mediaring Talk 93 5.0
Sennilega
besti
netsíminn
í heiminum!!
TUCOWS:
W PV W w w
Fimm kýr af fimm mögulegum
ZD net:
Fjónan stjönnun af fjónum mögulegum
Ef þú sækip símann til okkan og skráin þig sem notanda
færð þú ókeypis hljóönema viö tölvuna þína!
Peir sem skná sig geta meldað sig í venölaunapott og
þannig átt möguleika á að vinna fenö til
Singapone eða Hong Kong.