Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Page 10
io imenning FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 DV Hálfrar stundar dvöl á himnum Fáir leikritahöfundar hafa vakið jafn- mikla eftirtekt á undanfómum áram og írskættaði Bretinn Martin McDonagh sem var aðeins hálfþrítugur þegar hann sló í gegn með Fegurðardrottningunni frá Línakri árið 1996. Uppsetning Leikfélags Reykjavíkur, sem var frumsýnd í gær, sannar svo ekki verður um villst að leikritið er afar vel skrifað og með ólíkindum að um fyrsta verk höfundar sé að ræða. McDonagh er ekki að gera út á frumleikann því í byggingu og stíl lýtur verkið klassískum lögmál- um. En góð stígandi, bæði í kunnáttusamlega flétt- aðri atburðarásinni og persónusköpuninni, gerir það að verkum að áhorf- andanum er haldið í spennu allt til loka og ekki spillir að síðustu senum- ar bjóða upp á fleiri en einn túlkunarmöguleika. Aðalpersónur verksins eru mæðgumar Mag og Maureen Folan. Mag, sem er um sjötugt, getur ekki hugs- að sér neitt verra en gamalmennahæli og er því tilbúin tii að gera allt sem í henn- ar valdi stendur til að halda i þessa einu ógiftu dóttur sem þjónar henni. Þetta veit Maureen, auk þess sem hún gerir sér fyllilega grein fyrir því að möguleikar fer- tugrar konu í írsku smáþorpi em ekki upp á marga fiska. Þeim mun meiri verð- ur gleði hennar þegar Pato Dooley fer á fjörumar við hana og hún bókstaflega kastar sér í fang hans. Eftir eina nótt sam- an þarf Pato að snúa til baka til Englands og byggingarvinnunnar en segist ætla að skrifa henni. Við það stendur hann og það er yngri bróðir hans, Ray, sem fær það hlutverk að koma bréfmu í réttar hendur. Sendibréf sem örlagavaldur er gamal- kunnugt fyrirbæri í leikritun. í þessu til- viki snertir bréfið allar persónurnar með einhverjum hætti og mikilvægi þess því ótvírætt fyrir framvinduna. Væntanleg- um áhorfendum er látið eftir aö komast að því hvaða áhrif það hefur. Uppfærsla Maríu Sigurðardóttur á Fegurðardrottn- Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir ingunni frá Línakri er einstaklega vel heppnuð og raunar magnaðasta sýning sem þar hefur sést lengi. Ræður þar mestu frábær leikur enda leikaramir hver öðmm betri. Áþreifanlegt hatur Fyrsta ber að telja Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur sem sýndi stórkostleg tilþrif i hlutverki Maureen sem sveiflast tiifinn- inglegra öfganna á milli. Ofsagleði, hyl- dýpisörvænting og óstjómlegt hatur em aðeins nokkur af lýsingarorðunum sem koma upp í hugann en í raun segja þau lítið um þá margþættu persónu sem Sig- rúnu Eddu tekst að skapa. Eftirminnileg- ar senur eru margar en lokasenan sló þó allt út því þar eldist Maureen um 10 ár á einu augnabliki beint fyrir framan augun á manni. Margrét Helga Jóhannsdótt- ir hefur áður sýnt að henni veitist létt að túlka persónur sem búa yfir grimmd og hér fatast henni hvergi. Samleik- ur þeirra Sigrúnar Eddu var með miklum ágætum og á stundum var hatrið milli þeirra slíkt að það varð nán- ast áþreifanlegt. Þeir Eliert A. Ingimundarson í hlut- verki Pato og Jóhann G. Jó- hannsson, sem leikur Ray, em ekki síðri i sínum hlut- verkmn en hafa ekki úr jafh- miklu að moða. Pato, sem er vænsti maður en uppburðar- lítill og kvekktur eftir ára- langa niðurlægingu Englendinga, var sannfærandi í meðfórum Ellerts. Ray hef- ur hins vegar alla burði í að verða nokk- uð forhertur nagli en er bara nítján og því hálfgerður unglingur eins og sást hvað best þegar þolinmæðina þraut í sendiferð- inni með bréfið. Jóhann fór á kostum í þessu hlutverki. Fyrirmælum höfundar hvað varðar leikmynd er greinilega fylgt nokkuð vel en einhvem veginn virkuðu vistarverur of rúmgóðar. Að öðm leyti er umgjörð vel við hæfi og hljóðmynd og ljós vel unnin eins og annað í þessari áhrifa- miklu sýningu. Fegurdardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh. Þýðing: Karl Guðmundsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Kári Gíslason. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: María Sigurðardóttir. Aldrei er góður harmur of oft... Ef orð eins og þingsalur, sveitar- stjórn og nefnd væru fjarlægð úr texta bókarinnar Gegnum glerþakið og í þeirra stað sett orð eins og heimili, vinnustaður, stofnun og jámvöruverzl- un dytti lesanda seint í hug að efni bók- arinnar hefði verið safnað 1997 og 1998. Menn (konur em líka menn) mislæsu sig glatt á smáa letrinu og héldu að þar stæði 1979. Efnið er sett saman úr viðtölum við um 150 konur á Norðurlöndum sem hafa tekið eða taka þátt í stjórnmálum. Bókin er kaflaskipt í efnisfleti sem ger- ir mögulegt að fjölnýta hverja tilvitnun, að ekki sé sagt blóðmjólka hana. 155 síður sem hefðu komist á 70. í einum kaflanum segir að konur tali skemur og skilvitlegar en karlmenn. Þetta er rétt. En komist þær í ritvinnslu fer þeim að þykja undurvænt um endurtekninguna. Bókin fjallar aðallega um tvennt: Að það eru of fáar konur í valda- og stjóm- unarstöðum og hversu erfitt það er fyr- ir konur að gegna þeim. Af handbók að vera er hlutfall leiðbeininga lágt, við erum komin á síðu 95 áður en fyrsta ráðið fellur: Svara karlmönnum í sömu mynt. Þá er næst að finna Stelpulögin, 12 stálstappandi setn- ingar sem konur geta haft yfir sér til styrk- ingar: Þú ert einhvers virði. Og síðast Töfra- þulur: Gleymdu ekki hvers virði þú ert. Góðráðin hefðu rúmast á einni örk, svo hvað fyllir þá síðurnar? Lífsreynslusögur kvenna sem komið hafa nálægt stjómmálum. Fyrsu 55 síð- urnar eru harmrænar. Þar má finna 22ja ára telpu sem komst í sveitarstjóm en gafst upp gegn ofríki karl- anna og fór heim og grét. Upp úr því taka við konur sem tolldu lengur en tvær vikur á vígvellinum en harmurinn er ekki mikið minni. Það er að þeim veizt af öllum hlið- um, sjónvarpið myndar brjóstin á þeim, karlam- ir segja „þú ert sæt“, blöðin skrifa um fötin þeirra, þær era valtaðar með öllum viðteknu, lág- kúralega aðferðunum. Karlaveldið er úrelt, allt er auðvelt fyrir karlmenn, erfitt fyrir kon- ur. Hvorki áfangi né bylting Höfum viö heyrt þetta áður? Já. Mar- vaðinn er troðinn í tuggum undanfar- inna tuttugu ára og það er fátt nýtt í handbókinni. Hún er skandinavisk og viðhorf kvenna ________________annars staðar á N orðurlöndunum er merktara ofsóknum en viðhorf ís- lenzkra kvenna. Bókin minnist á, og má Auður Haralds Bókmenntir skynja vott öfundar, að íslenzkar konur eru sterkar. Skandinaviskar konur era meðvitaðar um rétt sinn, samanbitið á hnefanum. ís- lenzkar konur era ómeðvit- aðri, af því að þeim finnst réttur sinn andskoti sjálf- sagður. Þær eru þá kannski verr undir fyrsta áfallið búnar en rísa upp reiðari og sterkari en frænkurnar handan. Bókin brimar af sel- vfolgeligheder: Ef fleiri konur fara í stjómmál þá eru fleiri fyrir- myndir og þá er auð- veldara að fá fleiri konur til starfa. Nú, nema hvað...? Valdahandbókin er hvorki áfangi né bylting. Hún er stöldr- un, eitthvað hefur áunnist en betur má ef duga skal. Það er spurning hvort konum er hjálp að henni. Sumar sækja siðferðilegan styrk í að öðram konum hefur líka reynst hindranarhlaupið erfitt. Lærdómsgildi gæti hún haft fyrir þær yngstu, bjartsýnustu og saklaus- ustu. í hana vantar þá yfirsýn að þjóð- félagsskipulagi sem hefur staðið í þús- undir ára verður ekki bylt á tveimur áratugum. Gegnum glerþakið, valdahandbók fyrir konur, Maria Herngren, Eva Sweden- mark, Annica Wennström,160 bls. útg. Kvenréttindafélag íslands, 1999 Kenningin um allt sem er Um skeið hefur nýjasti þriller Johns Grishams selst mest allra bóka hjá Internet-bókabúðinni amazon.com. í síðustu viku fór hún hins vegar hallloka fyrir vísinda- riti sem virðist ætla að slá öll sölumet fyr- ir slíkt verk síðan Saga tímans eftir Stephen Hawkins trónaði á toppi sölu- lista. Hér er átt við bókina The Elegant Universe eftir ungan vísindamann, Brian Greene. Að því er málsmetandi vísindamenn segja fer bók Greenes langt með að skýra tilvist og hegðan alls sem er, alit frá smæstu efniseindum til hreyfinga á stærstu stjörnukerfum. Sjálfur hefur Greene sagt að hér sé komin hin „endanlega kenn- ing“ um eðli alheimsins. Kenningin gengur undir nafninu strengjakenningin og er í eðli sínu afar flókin. Hins vegar má leggja hana út á einfaldari veg. Til þessa hefur mönnum gengið erfiðlega að koma heim og saman afstæðiskenningunni sem gefur sér að rúmið likist helst sléttri og teygjanlegri gúmmimottu og skammtakenningunni þar sem rúminu er líkt við pott af sjóðandi vatni. Sem sagt, af- stæðiskenningin segir fyrir um ákveðna hluti, til dæmis hreyf- ingu pláneta, en skammtakenningin segir að allt sé tilviljunum undirorpið. Samkvæmt kenningu Greenes er eins konar strengjakerfi að finna innan í smæstu einingum atómsins, og „víbra“ þeir í sam- ræmi við öreindimar í námunda við þær. Með því að „hlusta" á þessar „víbrasjónir" kemst maðurinn nær því að skilja sam- setningu rúmsins. Strengjakenningin hefur þegar leitt af sér nokkrar óvæntar og nánast ævintýralegar niðurstöður. Til dæmis segir hún okkur að við lifum ekki í þrívíðum heimi, eins og skilningarvitin gefa til kynna, heldur benda útreikningar á „víbrasjónum" smæstu strengja í öreindunum til þess að alheimurinn „virki“ í hvorki meira né minna en ellefu víddum... Hið íslenska bókmenntafélag, sem gaf út Sögu tímans, ætti að vinda bráðan bug að því aö láta þýða þetta visindarit á íslensku. Frekari upplýsingar um strengjakenninguna er að finna á slóð- inni www.damtp.cam.as.uk/user/gr/public/cs-home.html. Engin barnabók nógu góð í ár Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra bama- bóka 1999 hefur nú lokið störfum og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita sem bárust í samkeppnina standist þær kröfur sem dómnefndin gerir til verðlaunahandrita. Því verða íslensku barnabókarverðlaunin ekki veitt í ár. Þessi verðlaun, sem stofnað var til með sérstöku framlagi Ármanns Kr. Einarsson- ar, hafa nú verið veitt árlega frá 1986 og meðal þeirra höfunda sem hlotið hafa verðlaunin era Guðmundur Ólafsson (tvisvar), Kristín Steinsdóttir, Friðrik Erlingsson, Elías Snæland Jónsson, Iðunn Steinsdóttir og Þorgrímur Þráinsson. Hver gerði myndina af dr. Jóni? í Morgunblaðinu í gær er frétt um afhjúp- un á brjóstmynd úr bronsi af dr. Jóni Gísla- syni, fyrrverandi skóla- stjóra Verslunarskóla íslands, rækilega er sagt frá sjóðnum sem efndi til brjóstmyndar- innar, starfsemi hans og formanni, tónlistinni sem flutt var við afhjúpunina, auk þess sem birt er ljósmynd af afhjúpuninni ásamt nafni ljósmyndar- ans sem tók myndina af afhjúpuninni. Hins vegar kemur hvergi fram hver hefði gert brjóstmyndina af dr. Jóni sem birtist á ljós- myndinni, en án þeirrar persónu hefði væntanlega ekki átt sé stað nein afhjúpun. Það virðist vera undantekning fremur en hitt að fjölmiðlar geti um höfunda verka sem verið er að af- henda, afhjúpa eða hantéra með öðrum hætti, en ekki er alfarið við þá að sakast því iðulega forsóma aðstandendur að minnast á ffamlag þeirra. Mál er að linni... Stíll yfir Þórbergi í dag, sem er fæðingardagur Þórbergs Þórðarsonar, verða Stíl- verðlaun hans afhent í fjórða sinn, en að þeim standa Styrktar- sjóðúr Þórbergs Þórðarsonar og Margrét- ar Jónsdóttur, menntamálaráðuneytið og Mál og menning. Áður en verðlaunin verða afhent mun Þorsteinn Gylfason spjalla um Þórberg af alkunnu andríki en menntamálaráðherra afhendir síðan verðlaunin. Afhendingin fer fram kl. 17 í Rúgbrauðsgerðinni. Og þá verður um- sjónarmaður endilega að koma á fram- færi þeirri skoðun sinni að tímabært sé að skipta út þeim fjölda veggteppa frá Austur-Evrópu sem í áraraðir hafa hang- ið vítt og breitt um Rúgbrauðsgerðina, þangað sem koma fjöl- margir gestir, íslenskir og erlendir, á ári hverju. Salarkynni sem notuð eru að staðaldri af menntamálaráðuneyti lands- manna, ætti fortakslaust að skreyta með íslenskri myndlist eða listhönnun. Þau Þórbergur og Margrét kona hans hefðu öragg- lega tekið undir þessa skoðun, en bæði höfðu þau „stil“. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.