Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Side 11
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999
n *,m
11
I>V
Fréttir
Jósef sveitarstjóri, annar ritstjór-
anna, með fyrsta eintakið.
DV-mynd Garðar
Bæjarslúðr-
ið á Stöðv-
arfirði
DV, Stöövarfirði:
Fyrir skömmu leit dagsins ljós
nýtt frétta- og slúðurblað hér á
staðnum og nefnist Bæjarslúðrið á
Stöðvarfirði. Það eru tveir bjart-
sýnismenn, þeir Jósef A. Friðriks-
son sveitarstjóri og Björgvin Valur
Guðmundsson oddviti, sem rit-
stýra blaðinu og eru ábyrgðar-
menn þess. Segjast þeir reyndar
vera tilbúnir að víkja sæti ef ein-
hveijir aðrir -gefi sig fram til
verksins.
í blaðinu er ýmislegt efni en það
er upp á tólf blaðsíður og segja rit-
stjórarnir að því sé ætlað að verða
málgagn Stöðfirðinga heima og
heiman. Muni það reyna að flytja
óhlutdrægar fréttir og hvað eina
er fréttnæmt kunni að verða. Blað-
ið verður opið öOum Stöðfirðing-
um tO skoðanaskipta og verður
því dreift á öO heimili á Stöðvar-
firði endurgjaldslaust. Þeir sem
vOja fá blaðið í áskrift greiða eitt
hundrað krónur fyrir eintakið og
er það tO þess að mæta póstkostn-
aði. Blaðið mun fyrst um sinn
koma út hálfsmánaðarlega. -GH
Keflavík:
Hagnaður
DV, Suöurnesjum;
Sparisjóðurinn í Keflavík skOaði
111,2 miOjóna króna hagnaði árið 1998
og hreinn hagnaður eftir að tekið hef-
ur verið tillit tO skatta er 80,3 miOjón-
ir króna.
Hér er um mikil umskipti að ræða
frá árinu 1997 en það ár var 55 miOjón
króna tap á rekstrinum.
Arðsemi eigin fjár á síðastliönu ári
nam 16% og eigið fé í árslok var 603,9
miOjónir króna. Þennan afkomubata
má fyrst og fremst rekja til hagræð-
ingar í rekstri, auk minna framlags á
afskriftareikning útlána. -A.G.
Athugasemd:
MH ekki á
teppið
Sigurður G. Valgeirsson, deildar-
stjóri Innlendrar dagskrárdeildar
Sjónvarpsins, vill í kjölfar fréttar í DV
á þriðjudag um keppnina Gettu betur
itreka að KetiO Gunnarsson, formað-
ur Nemendafélags MH, hafi ekki mætt
á „neitt teppi“ í Sjónvarpinu.
„KetiO átti frumkvæði að fundi
okkar hér á skrifstofu minni. Með á
fundinum voru Andrés Indriðason,
sem stjórnað hefur útsendingu þátt-
anna, Fjalar Hauksson, einn kepp-
enda í liði MH, og Stefán Þór Stein-
dórsson, einn fuOtrúa framhaldsskóla-
nema í stýrihópi um framkvæmd
keppninnar.
Málin voru rædd á jafnréttisgrund-
veOi og markmið okkar var eitt: Að
kveða niður frétt um óánægju með
framkvæmd á drætti í undanúrslit
keppninnar Gettu betur," segir í yfir-
lýsingu Sigurðar.
Vandi strandveiöiflotans fór aftur i sjávarútvegsnefnd:
Lítilvæg leiðrétting
- segir Sighvatur Björgvinsson
„Er það virkilega svo að ríkis-
stjómin og stjórnarmeirihlutinn
ætli sér ekkert að gera í málefnum
strandveiðiflotans og þess fjölda
fiskverkafólks sem er að missa at-
vinnu sína um þessar mundir,"
sagði Sighvatur Björgvinsson, al-
þingismaður jafnaðarmanna, á
þingi í gær í umræðu um þingsköp.
Sighvatur óskaði svara við beiðni
um stutta utandagskrárumræðu
Sighvatur
Björgvinsson.
um þetta mál á
þingi.
Starfandi sjáv-
arútvegsráð-
herra, Björn
Bjarnason, brá
við skjótt og
óskaði eftir 15
mínútna hléi á
þingfundi til að
komast að niður-
stöðu um beiðni Sighvats. Að þessu
hléi loknu greindi Björn Bjamason
frá því að mál hefðu skipast þannig
að sjávarútvegsnefnd kæmi saman
tfi að fjalla um málefni strandveiði-
flotans og leggja fram tiOögu tO
þingsins.
Sighvatur Björgvinsson sagðist í
samtali við DV eftir fund sjávarút-
vegsnefndar vera lítt hrifinn af
þeim árangri sem nefndin hefði
skilað í málinu. „Því miður er ár-
angurinn mjög rýr. Nefndin gerir
nokkrar minni háttar leiðréttingar
fyrir smábátamenn í dagakerfinu.
Hún gerir ekkert fyrir vertíðarflot-
ann og ekkert fyrir smábátamenn á
aflamarkskerfinu. Þetta er því mjög
lítOvæg leiðrétting sem engu breyt-
ir um vanda landvinnslunnar eða
strandveiðiflotans, því miður.“
-SÁ
TILNEFNINGAR TIL OSKARSVERÐLAUNA
PA k A MF.DA
BESTA MYNDIN
BESTl LEIKSTJORINN - BESTI LEIKARINN
■
Netleikur
á Vísi.is
Gestum Visis.is gefst kostur a að vinna
sér inn glæsileg verðlaun í netleik
á Vísi.is dagana 12.-19. mars.
LIFE
(L A VITA E BELLA)
Frumsýnd 12. mars.
MIRAMAX
www.visir.