Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Afmæli Nikólína Jóhannsdóttir Nikólína Jóhannsdóttir hús- freyja, Sólheimagerði, Blönduhlíð, Skagafirði, er níræð í dag. Starfsferill Nikólína fæddist í Borgargerði í Akrahreppi og ólst þar upp til 1917, og síðan á Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Hún fékk venjulega skyldunáms- fræðslu eins og hún var í sveit á ís- landi á fyrri hluta þessarar aldar. Auk þess stundaði hún eins vetrar nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, veturinn 1927-28. Þar nam hún þau fræði sem í hald komu um langt ' skeið við bústjórn innan stokks á myndarheimili og var m.a. lagin og athafnasöm hannyrðakona. Nikólína og eiginmaður hennar hófu búskap í Sólheimagerði 1935. Þau byggðu upp bæinn, íbúðar- og peningshús, og hófu umfangsmikla ræktun á jörðinni, þannig að bú- skapur varð þar brátt arðvænlegur. Vegna mikilla umsvifa var oft margt fólk í heim- ili hjá þeim hjónum, þar á meðal skólabörn og seinna sumardvalarböm. Eftir að Nikólína missti mann sinn bjó hún áfram í Sólheimagerði með Jóhanni syni sínum. Hún hefur nú átt heima í Akrahreppi i full niutíu ár að undanskildum fá- einum mánuðum sem hún hefúr dvalist á hjúkr- unarheimili fyrir aldraða á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Fjölskylda Nikólína giftist 2.5. 1931 Gísla Gottskálkssyni, f. 27.2. 1900, d. 4.1. 1960, bónda í Sólheimagerði, skóla- stjóra og vegaverkstjóra. Hann er sonur Gottskálks Egilssonar, á Bakka í Vallhólmi og síðar á Völl- um í sömu sveit, og Salóme Sigrúnar Hall- dórsdóttur, á Syðstu- Grand í Blönduhlíð. Böm Nikólínu og Gísla eru Jóhann Ingvi, f. 8.8. 1933, bóndi í Sólheima- gerði; Sigrún, f. 11.7. 1935, læknaritari, búsett í Kópavogi, gift Guð- mundi Hansen skóla- stjóra og eiga þau fjóra syni og tíu bamabörn; Halldór, f. 21.4. 1938, hif- vélavirki og starfsmaður hjá Flugleiðum á Keflavíkurflug- velli, búsettur í Reykjavík, kvæntur Fanney Sigurðardóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn og sex bama- böm; Ingibjörg Salóme, f. 15.3. 1943, bókasafnsfræðingur við Þjóðarbók- hlöðuna, búsett í Kópvogi, gift Óla Gunnarssyni, skrifstofustjóra Rit- símans í Reykjavík, og eiga þau tvær dætur og tvö bamaböm; Kon- ráð, f. 12.5. 1946, kennari á Sauðár- króki, kvæntur Önnu Halldórsdótt- ur húsmóður og eiga þau fjögur böm og eitt barnabarn. Systkini Nikólínu: Sigrún f. 18.3. 1914, d. 20.9.1997, húsfreyja í Lauga- brekku í Varmahlíð, síðar búsett í Reykjavík, gift Sigurði Jónassyni skógarverði í Varmahlíð; Sigurður Norðdal, f. 11.6. 1916, bóndi á Úlfs- stöðum og síðar á Sauðárkróki, kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur hús- freyju; Jónas Gunnlaugur, f. 11.11. 1917, d. 15.6.1976, húsgagnasmiður á Akureyri, kvæntur Rósu Gísladótt- ur húsmóður. Foreldrar Nikólínu voru Jóhann Sigurðsson, f. 15.5.1883, d. 14.3.1970, bóndi á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 25.12. 1885, d. 3.3. 1975, húsfreyja. Nikólína Jóhannsdóttir. Bjarni M. Þorsteinsson Bjarni Marinó Þorsteinsson, skáld og fyrrv. fiskverkandi, Hóla- vegi 19 B, Siglufirði, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Bjami Marinó fæddist á Rangár- völlum á Akureyri en ólst upp í Fljötum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1942. Bjarni Marinó var verkstjóri við síldarsöltun í þrjú ár, síldarsaltandi í Qögur ár, meðeigandi í frystihús- . inu ísafold um skeið og var síðan með saltfiskverkun í sautján ár en hætti rekstrinum 1989. Bjami Marinó hefur starfað mik- ið að félagsmálum á Siglufirði. Hann sat í stjóm verkalýðsfélagsins Þróttar meðan félagið hét því nafni og var um skeið varaformaður þess. Síðar var hann formaður Verk; stjórafélags Siglufjarðar meðan það starfaði. Hann hefur lengi starfað í Lionsklúbbi Siglufjarðar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Bjarni Marinó hefur gefið út eftir sig þrjár ljóðabækur: Sólris, útg. 1990; Aftanskin, útg. 1992, og Hin silfraða jörð, útg. 1995. Auk þess hafa komið út eftir hann ljóð og greinar í ýmsum blöðum og tímarit- um. Fjölskylda Eiginkona Bjama Marinós er Fjóla Guðfríður Þorsteinsdóttir, f. 10.8. 1925, húsmóðir. Hún er dóttir Þorsteins Helgasonar, bónda að Vatni á Höfðaströnd, og Ingibjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Bjarna Marinós og Fjólu Guðfríðar eru Sigurbjörg, f. 2.1. 1948, kennari en maður hennar er Trausti Sveinsson, bóndi í Bjarnagili i Fljót- um og eru böm þeirra Bjarni Heimir, f. 17.9. 1969, sjávarútvegsfræð- ingur; Sveinn Rúnar, f. 17.9. 1969, landslagsarki- tekt; Fjóla Guðbjörg, f. 13.12. 1985, nemi; Ingþór, f. 15.6.1950, sálfræðingur og jökla og heimskautafari, búsettur á Akur- eyri en kona hans er Ragna Finns- dóttir og em böm Ingþórs frá fyrri sambúðum Rögnvaldur Daði, f. 20.4. 1968, nemi í Svíþjóð; Ingunn Fjóla, f. 10.4. 1976, myndlistarnemi, búsett í Hafnarflrði; Guðný Helga, f. 6.6. 1953, versl- unarmaður á Dalvík en maður hennar er Óskar Pálmason húsasmiður og em böm þeirra Jón Pálmi, f. 12.5. 1971, læknanemi í Þýskalandi, Dagur, f. 1.9. 1976, stúd- ent, Magni Þór, f. 11.6. 1988, nemi; Þorsteinn Baldur, f. 31.12. 1969, sál- fræðingur en unnusta hans er Afke Rolfe sjúkraþjálfari, ættuð frá Hollandi. Foreldrar Bjarna Marinós vom Þorsteinn Helgason, f. 6.7. 1886, d. 1971, bóndi í Stórholti í Fljótum, og k.h., Sigurbjörg Bjamadóttir, f. 1.9. 1888, d. 30.12. 1933, húsfreyja. Bjarni verður líklega að heiman. Bjarni Marinó Þorsteinsson. Óskar Björnsson Óskar Bjömsson hús- vörður, Nesgötu 13, Nes- kaupstað, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Óskar er fæddur í Nes- kaupstað og ólst þar upp. Hann byrjaði til sjós fjórtán ára . Hann var á opnum trillubátum og síðan á stærri bátum og var ýmist á vertíð á Hornafirði eða öðrum stöðum. Óskar var á síld á sumrin og þá var hann þrjá vetur í Færeyjum. Síðasta stríðsárið var Óskar háseti með Hauki Ólafssyni skipstjóra á vb. Stellu frá Neskaup- stað. Hann var tvö ár háseti á Agli rauða og síðan annar matsveinn. Óskar vann tvö ár í prentsmiðju og stundaði síðan almenna verka- mannavinnu til 1962 en þá varð hann húsvörður við Bamaskólann í Nes- kaupstað og gegndi þvi starfi til 1994 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Óskar kvæntist 18.2. 1952 Brigitte Björnsson (fædd Czubaiko), f. 5.11. 1928 í Austur-Prússlandi. Móðir hennar er Maria Kirsek, búsett í Cuxhaven í Þýskalandi. Synir Óskars og Brigitte: Harald- ur (skírður Harald), f. 20.9. 1950, skólastjóri á Finnbogastöðum í Ár- neshreppi, var kvæntur Hlíf Kjart- ansdóttur en þau skildu og á hann eina kjördóttur; Pétur Guðbjörn, f. 18.2. 1952, húsasmíðameistari í Nes- kaupstað, kvæntur Kristínu Brynjarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Birgir Már, f. 30.1. 1955, bygg- ingatæknifræðingur, búsettur í Sví- þjóð, var kvæntur Elínu Hjördísi Erlingsdóttur en þau skildu og eiga þau fjögur böm; Helgi, f. 14.7. 1957, húsasmiður í Hafnarfirði, var kvæntur Thelmu Ásdísardóttur en þau skildu og eiga þau einn son; Óskar Þór, f. 10.5. 1968, sjómaður í Neskaupstað, kvæntur Liiju Krist- jánsdóttur og eiga þau einn son auk þess sem hann á son frá því áður með Maríu Karlsdóttur. Systkini Óskars: Bima, f. 30.1. 1913, húsmóðir og ekkja á Seltjam- amesi; Hjalti, f. 22.7.1914, nú látinn, vélvirki á Akranesi; Guðrún Ingi- gerður, f. 5.1. 1916, nú látin, hús- freyja í Færeyjum; Lára, f. 24.2. 1918, húsmóðir og ekkja í Reykja- vík; Hákon, f. 16.10. 1919, rafvirki á Akranesi; Hilmar, f. 16.7. 1921, olíu- afgreiðslumaður, búsettur í Nes- kaupstaö; Margrét, f. 9.3. 1923, hús- móðir i Reykjavík; Trausti, f. 6.7. 1925, vélstjóri og lengst af viðgerðar- maður viö Sjúkrahúsið í Neskaup- stað; Kjartan, f. 26.10. 1926, nú lát- inn, rafvirki á Keflavíkurflugvelli; Hrefna, f.1.3. 1928, nú látin, húsmóð- ir í Keflavík. Foreldrar Óskars: Bjöm Emil Bjamason, f. 7.1. 1885, á Eskifirði, bakari í Neskaupstað, og k.h., Guð- björg Bjarnadóttir, f. 21.3. 1888 á Dúki í Sæmundarhlíð, d. 28.6. 1951, húsfreyja. Óskar Björnsson. Þorsteinn Kröyer Þorsteinn Kröyer húsasmíða- meistari, Dalhúsum 54, Reykjavík, verður fertugur á mánudaginn kem- ur. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Egilsstöðum en ólst upp á Árbakka í Hróars- tungu. Hann flutti til Reykjavikur 1979, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, lærði húsa- smíði hjá Metúsalem Björnssyni, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1981 og öðlaðist meistararéttindi 1986. Þorsteinn stundaði húsasmíðar til 1992 en hefur síðan starfrækt verktakafyrirtækið Alefli, ásamt Amari Guðnasyni. Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Ólafia S. Halldórsdóttir, f. 1.4. 1960, verslun- armaður. Hún er dóttir Halldórs Bjömssonar og Margrétar Þorgeirs- dóttur sem lést 10.1. 1999, bænda í Engihlíð í Vopnafirði. Þorsteinn og Ólafía hófu sambúð 1978 en giftu sig 21.2. 1987. Böm Þorsteins og Ólaf- íu eru Kristín Þorsteins- dóttir Kröyer, f. 14.1.1981; Halldóra Þorsteinsdóttir Kröyer, f. 10.2. 1987. Systkini Þorsteins eru Jóhann Þór Kröyer, f. 10.12. 1947, búsettur í Reykjavík; Anton Bene- dikt Kröyer, f. 30.7. 1953, búsettur í Hafnarfirði; Iðnunn Kröyer, f. 31.7. 1961, búsett á Egilsstöðum. Foreldrar Þorsteins: Hafsteinn Kröyer, f. 1.9. Þorsteinn Kröyer. 1918, d. 16.12. 1993, bóndi að Ár- bakka i Hróarstungu, og Kristín Þórðardóttir, f. 28.5. 1921, húsfreyja að Árbakka, nú búsett í Reykjavík. Þorsteinn og Ólafía taka á móti gestum í sal sjálf- stæðisfélagsins í Grafar- vogi, Hverafold 1-3, í dag, föstudaginn 12.3. frá kl. 19.00. Til hamingju með afmælið 12. mars 95 ára__________________ Þorvaldur Guðjónsson, Austurbyggð 17, Akureyri. 90 ára Guðmundur Guðbjartsson, Hrafnistu, Reykjavík. 85 ára Karitas Karlsdóttir, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. 80 ára Sverrir Jónsson, Ránargötu 42, Reykjavik. 75 ára Guðrún Jónsdóttir, Kirkjubraut 17 A, Akranesi. Halldór Eyþórsson, Syðri-Löngumýri, Svínavatnshreppi. Þórey Sigurðardóttir, Möðruvallastræti 1, Akureyri. 70 ára Helga Sigríðiu- Gísladóttir, Hæðargarði 2, Reykjavík. Jónína Ingólfsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi. 60 ára Arnar Hinriksson, Silfurtorgi 1, ísafirði. Elísabet Hauksdóttir, Seljugerði 10, Reykjavík. Karl Guðmundsson, Þórufelli 8, Reykjavík. 50 ára Steinunn Lárusdóttir skólastjóri, Njálsgötu 49, Reykjavík. Guömunda K. Sigurðardóttir, Holtsbúö 19, Garðabæ. Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Nesbala 104, Seltjarnamesi. Margrét Lilja Valdimarsdóttir, Faxabraut 64, Keflavík. 40 ára Ingibjörg Salóme Egilsdóttir, sjúkraliði og húsmóðir, Kringlumýri 9, Akureyri. Eiginmaður hennar er Jósep Zophoníasson bifvéiavirki. Ingibjörg tekur á móti gestum í húsi Karlakórs Akureyrar- Geysis í Lóni við Hrísalund í dag milli kl. 20.00 og 24.00. Hermann Smárason, Lyngmóum 16, Garðabæ. Edda Jóhannsdóttir, Grenilundi 15, Akureyri. Eyjólfur M. Eyjólfsson, Skagabraut 37, Akranesi. Guðrún Erla Hafsteinsdóttir, Laxakvísl 19, Reykjavík. Jón Björgvin Guðnason, Heiðarholti 10 E, Keflavík. Matthildur Gunnarsdóttir, Heiðargarði 11, Keflavík. Ólafur Ingi Jóhannesson, Grenimel 5, Reykjavík. Sigurður Guðnnmdur Arnórsson, Miðtúni 47, ísafirði. Sigþrúður Hilmarsdóttir, Hamrabakka 8, Seyðisfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.