Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Qupperneq 29
J3V FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 29 Eitt verka G.R. Lúðvíkssonar á sýningu hans í Kringlunni. Lanland Og þjóð Síðastliðinn þriðjudag var opn- uð sýning á verkum listamanns- ins Guðmundar Rúnars Lúðvíks- sonar í sýningarrými Kringlunn- ar og Gallerí Foldar á annarri hæð, gegnt Hagkaupi. Listamað- urinn, sem kallar sig G.R. Lúð- víksson, nefnir sýninguna Lan- land og þjóð (sbr. Kring-LAN og LAN-d). Þetta er þriðja einkasýn- ing listamannsins á þessu ár en hann stefnir að því að halda eina einkasýningu í hverjum mánuði ársins. G.R. Lúðvíksson lauk námi úr Myndlista- og handíða- Sýningar skóla íslands árið 1991. Þá stund- aði hann nám við Academie van Beldende Kunsten í Hollandi á ár- unum 1992-1995 og Fine Art Aka- demie í Frankfurt. Guðmundur hefur komið víða við á ferli sín- um, haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga af ýmsu tagi. Sýningin er opin á sama tíma og verslanir í Kringl- unni til 29. mars. Norræn samsýning í Hafnarborg í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stend- ur yfir samsýning sjö norrænna listamanna sem kalla sig Non Art Group. Hópur þessi á upptök sín í Helsinki 1974 og hefur á ferli sín- um staðið fyrir menningarvið- burðum víðs vegar um Norður- lönd. Sýningin stendur til 22. mars og er opin alla daga nema þriðjudaga, frá kl. 12-18. Þekkingar- búskapur og byggðaþróun Rannsóknarráð íslands heldur fund í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmið fundarins er að ræða um nýja byggðastefnu og fjalla um hvemig hinir ýmsu hagsmunaaðil- ar vinna saman við að byggja upp öflugan þekkingarbúskap á lands- byggðinni. Á fundinum er gert ráð fyrir stuttum fyrirlestrum, 10-15 mín., þannig að nægur tími gefist til umræðna og skoðanaskipta á milli fyrirlestra. Samkomur Ráðstefna um kristni- og klaustursögu Á laugardag og sunnudag verður haldin ráðstefna á Kirkjubæjar- klaustri sem ber yfirskriftina Kristni- og klaustursaga Skaftafells- prófastsdæmis. Fjölmargir áhuga- verðir fyrirlesarar flytja erindi sem bæði eru fróðleg og skemmtileg og snerta menningar- og söguarfleifð kirkju og kristni. Kirkjubæjarstofa markar með þessari ráðstefnu upp- haf hátíðarhalda í Skaftafellspró- fastsdæmi i tilefni 1000 ára kristni- tökuafmælis. Masterklass í píanóleik íslandsdeild EPTA stendur fyrir námskeiði í pianóleik fyrir byrjend- ur, sem og lengra komna, í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun og sunnudag. Leiðbeinend- ur verða Sigríður Einarsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté. Sjallinn á Akureyri: Stórtónleikar Dead Sea Apple Hljómsveitin Dead Sea Apple heldur stórtónleika í Sjallanum á Akureyri í kvöld. DSA hefur síð- astliðin tvö ár verið að markaðssetja tónlist sína í Ameríku og gerði samning við umboðsskrifstofuna Fox Albert management síðastliðið sumar. Éftir það snerust hjólin mjög hratt og er staðan í dag þannig að mörg af stærstu útgáfufyrirtækjum í Ameríku hafa sýnt hljómsveitinni mikinn áhuga og eru nú nokkur af þeim á leið hingað til lands til að berja bandið augum. Meðal hinna erlendu gesta eru sendimenn fyrir- tækja eins og Zomba Music Publis- hing, Electra Records, Maverick Records (útgáfufyrirtæki í eigu Madonnu), EMI Music Publishing, BMG Distribution (hið stærsta sinn- ar tegundar í heiminum), Arista Records, Warner Bros o.fl. Skemmtanir Hljómsveitirnar Carpet og Toy Machine munu hita upp og hefjast tónleikarnir kl. 22. Til gamans má geta að Fox Albert Management hefur marga fræga leikara á sínum vegum, meðal annars Miru Sorvino. Tvö dónaleg haust í Hinu húsinu Hljómsveitin Tvö dónaleg haust spilar á Síðdegistónleikum Hins hússins og Rásar 2, í dag klukkan fimm. Tvö dónaleg haust er sjö manna hljómsveit sem fengist hefur við hina ýmsu þætti listarinnar, svo sem myndlist og ljóðlist, en á fostu- daginn er komið að tónlistinni. Meðlimir hljómsveitarinnar eru á aldrinum 25-30 ára og flytja þeir frumsamin lög. Dead Sea Apple leikur fyrir Akureyringa og erlenda gesti í Sjallanum í kvöld. Veðrið í dag Rigning á Austurlandi Um 250 km suður af Homafirði er 980 mb. lægð sem mun teygja sig norður með Austfjörðunum en víð- áttumikil 1050 mb. hæð er yfir Baffinslandi og N-Grænlandi. í dag verður norðaustanátt, hvöss norðvestan til á landinu en annars hægari. Slydda eða snjókoma um norðanvert landið en rigning aust- anlands. Skýjað með köflum og stöku él suðvestan til. Hiti 0 til 4 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi eða stinningskaldi. Skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla. Hiti 0 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.18 Sólarupprás á morgun: 7.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.27 Árdegisflóð á morgun: 3.17 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 3 Bergsstaöir hálfskýjaö 1 Bolungarvík slydda 1 Egilsstaöir 0 Kirkjubœjarkl. skýjaö 1 Keflavíkurflv. léttskýjaó 2 Raufarhöfn slydda 1 Reykjavík léttskýjaö 3 Stórhöföi úrkoma í grennd 2 Bergen alskýjaö 2 Helsinki skýjað -7 Kaupmhöfn alskýjaö -4 Ósló hálfskýjaö -8 Stokkhólmur -6 Þórshöfn rigning 5 Þrándheimur skýjað -.2 Algarve léttskýjaö 14 Amsterdam þokumóóa 3 Barcelona þokumóöa 14 Berlín skýjaö 0 Chicago léttskýjaö -3 Dublin súld 8 Halifax skúr 3 Frankfurt hálfskýjaö 1 Glasgow rigning 8 Hamborg léttskýjaö -1 Jan Mayen snjókoma -0 London skýjaö 8 Lúxemborg þokumóöa 1 Mallorca þokumóöa 10 Montreal þoka -7 Narssarssuaq léttskýjaö -13 New York skýjaö -2 Orlando heióskírt 11 París þokumóóa 7 Róm þokumóöa 5 Vín léttskýjaó -1 Washington hálfskýjaö 0 Winnipeg léttskýjaó -14 Karítas Myndarlega daman á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Karítas Árney, fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Árney Landspítalans 15. janúar síðastliðinn. Viö fæðingu var hún 14 merkur og 52 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Sara Ög- mundsdóttir og Þórir Waagfjörð og er Karítas Ámey fyrsta bam þeirra. Góð færð á Vesturlandi Góð færð er á Vesturlandi en þæfmgsfærð í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða slæmt veður og var beðið átekta í morgun með mokstur um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán. Ófært er frá Þing- Færð á vegum eyri til Flateyrar. Þungfært er um ísafjarðardjúp og ófært er um Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðar- heiði. Mokstur hófst í morgun á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og einnig mn Vopnafjarðarheiði. Ástand vega 4^ Skafrenningur m Steinkast E3 Hálka Q} Ófært ® Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir ED Þungfært © Fært fjallabílum Tom Hanks viö tölvuna. Tölvupóstur í You’ve Got Mail, sem sýnd er í Sam-bíóunum, leikur Meg Ryan Kathleen Kelly sem er eigandi lít- illar en þekktrar bókabúðar sem sérhæflr sig í barnabókum. Hún er í sambandi með blaðamannin- um Frank Navasky og „heldur fram hjá honum“ óbeint með manni sem hún hefur kynnst á Netinu en aldrei séð. Dag einn snarsnýst veröld hennar þegar opnuð er í næsta nágrenni afslátt- arbókabúð. Hún fer á fund Joe Fox (Tom Hanks), sem er sonur eig- andans, og kvartar yfir ///////// óvönduðum við- Kvikmyndir skiptaháttum en hef- ur ekki erindi sem erf- iði og satt best að segja fara þau ákaflega i taugarnar hvort á öðru. Þrátt fyrir góð ráð frá netvini sín- um þolir hún ekki samkeppnina og verður að loka versluninni. Eins og gefur að skilja verður heldur betur handagangur í öskj- unni þegar Joe Fox kemst að því að Kathleen er netvinkona hans. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Babe: Pig in the City Saga-Bíó: Pöddulíf Bíóborgin: The lce Storm Háskólabió: Shakespeare in Love Háskólabíó: Psycho Kringlubíó: Baseketball Laugarásbíó: Very Bad Things Regnboginn: The Thin Red Line Krossgátan li 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 heimska, 7 vanþóknun, 8 elska, 10 farfa, 11 öngul, 13 reifur, 16 féll, 14 íþróttagrein, 18 bleyta, 19 málmur, 20 hrósi, 22 kindina. Lóðrétt: 1 manneskjur, 2 auli, 3 ánægður, 4 ástundun, 5 lík, 6 bar- dagi, 9 áfjáð, 12 skáld, 14 snemma, 15 sterki, 14 hólf, 21 ólm. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þörf, 5 örk, 8 árans, 9 au, 10 gæs, 12 ylur, 13 takast, 15 ólmur, 17 te, 18 Su, 19 erji, 20 ann, 21 láns. Lóðrétt: 1 þága, 2 ör, 3 ras, 4 fnyk- ur, 5 ösla, 6 raustin, 7 kurteis, 11 ætlun, 14 amen, 15 ósa, 16 rjá. Gengið Almennt gengi LÍ12. 03. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,510 71,870 69,930 Pund 116,990 117,590 115,370 Kan. dollar 46,880 47,170 46,010 Dönsk kr. 10,5190 10,5770 10,7660 Norsk kr 9,1510 9,2020 9,3690 Sænsk kr. 8,8190 8,8670 9,0120 Fi. mark 13,1410 13,2200 13,4680 Fra. franki 11,9110 11,9830 12,2080 Belg. franki 1,9369 1,9485 1,9850 Sviss. franki 48,8600 49,1300 49,6400 Holl. gyllini 35,4600 35,6700 36,3400 Þýskt mark 39,9500 40,1900 40,9500 ít. líra 0,040350 0,04060 0,041360 Aust. sch. 5,6780 5,7120 5,8190 Port. escudo 0,3897 0,3921 0,3994 Spá. peseti 0,4696 0,4724 0,4813 Jap. yen 0,595200 0,59880 0,605200 írskt pund 99,210 99,810 101,670 SDR 97,570000 98,16000 97,480000 ECU 78,1300 78,6000 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.