Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Síða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Goðafossmenn: Játa ekki Játningar liggja enn ekki fyrir hjá ellefumenningunum af Goðafossi, samkvæmt upplýsingum DV í gær- kvöldi. Lögreglan mun í dag leggja fram greinargerðir til hæstaréttar til ^að dómurinn geti tekið afstöðu til kæra sjómannanna um gæsluvarð- haldið sem héraðsdómari úrskurðaði (til 5. mars) í vikunni. Ekki liggur fyr- ir hvort hæstiréttur nær að taka af- stöðu til kæranna - staðfesta þær eða hafna - fyrir helgina. Ný áhöfn hefur verið ráðin á Goða- foss sem samkvæmt áætlun á að láta úr höfn til Kanada og Bandaríkjanna í kvöld. M.a. þurfti að fá yfirstýri- mann af öðru skipi Eimskipafélags- ins, sem statt var í Evrópu, til að fljúga heim til að verða skipstjóri á Goðafossi. Tollverðir hafa haldið áfram að leita hátt sem lágt í skipinu í vikunni. Um 100 lítrar af sterku áfengi fundust í gær til viðbótar við þá tæpu 600 lítra af áfengi sem fund- G’Xust um borð í skipinu skömmu eftir komu þess. Samtals hafa einnig hátt í 600 karton af sigarettum fundist. Miðað við þau viðurlög sem dóm- stólar hafa ákvarðað við smygli má gera ráð fyrir að sektir vegna þess magns sem hefur fundist um borð í Goðafossi muni nema rúmum 4 millj- ónum króna. -Ótt * Helgarblað DV: Baráttujaxlinn í Helgarblaði DV er rætt við Róbert Guðfmnsson sem fyrr í vikunni var kjörinn stjómarformaður SH á mikl- um átakafundi. Farið er yfir sögu hans og fyrirtækisins Þormóðs ramma. Rætt er við Kristínu Margrétardótt- ur, unga fyrirsætu, sem er á sviðinu með Whitney Houston í nýjasta mynd- bandi hennar. Fjallað er um ungan ís- lenskættaðan dreng sem varð fyrir hroðalegu voðaskoti í Bandaríkjun- um. íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í gærkvöldi og verða birtar t myndir frá glæsilegu kvöldi.-sm/-þhs M Tollverðir leituðu að „meintu" áfengi úr Goðafossi úti á sjó í gær - 2,1 sjómílu norðaustur af svokallaðri 6 bauju (rúma þrjá kílómetra norðvestur af Seltjarn- arnesi). Þar er sá staður sem tollverðir töldu sig hafa séð Goðafossmenn varpa brúsum í sjóinn þegar skipinu var siglt til Reykjavfkur. Eftir því sem DV kemst næst hefur sú leit ekki borið árangur enda er talið líklegt að það sem leitað er að muni eða hafi rekið annað. Á myndinni eru tollverðir á bátnum Vini að leita smygls. DV-mynd Sveinn Ummæli forsætisráðherra um fiskveiðimálin á landsfundi: Davíð er að boða óbreytt ástand - segja Ágúst Einarsson og Kristján Ragnarsson. Krafa um arð, segir Guðmundur G. Þau orð Davíðs Oddssonar í setn- ingarræðu hans á landsfundi Sjálf- stæöisflokksins í gær, um að Sjálf- stæðisflokkurinn hafni þvi ekki að sjávarútvegurinn verði í framtíð- inni að greiða þjónustugjöld í ríkari mæli en hann hefur gert, ber ekki að skilja á þann veg að forsætisráð- herra sé með þeim að opna á þann möguleika að taka upp veiðileyfa- gjald. Þetta er mat bæði Ágústs Ein- arssonar, alþingismanns og ötuls talsmanns veiðileyfagjalds og and- stæðings gjafakvóta, og Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ. „Davíð er ekki að ljá máls á veiði- leyfagjaldi heldur einungis að reyna eftir megni að aftengja sjávarútvegs- umræðuna fyrir kosningar,“ sagði Ágúst Einarsson alþingismaður í sam- tali við DV í morgun. Ágúst kvaðst ekki geta lesið annað út úr þeim kafla ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, en að meg- inlínan í sjávarútvegsmálum sé ennþá alveg ljós; kerfið skuli vera óbreytt og það skuli áfram úthlutað veiðiheim- ildum án gjalds. Gjafakvótakerfið skuli vera áfram við lýði. „Mér fannst forsætisráðherra gera sjávarútvegsmálunum góð skil. Hann í dag er annar dagur opinberrar heimsóknar forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Póllands. Á myndinni er utanríkisráðherra og frú að heilsa forseta Póllands, forseta íslands, dóttur hans Döllu og forsetafrú Póllands. DV-mynd GTK Ágúst Einars- Kristján Ragn- son. arsson. gerði grein fyrir því að fiskveiði- stjómunarkerfið eins og það er í dag er grundvöllur allra okkar efnahags- legu framfara," sagði Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, við DV í morg- un. Kristján sagði að útgerðin hefði alla tíð gert sér grein fyrir því að það geti komið til að hún greiddi hærri þjónustugjöld en hún gerir nú. Krist- ján sagði að forsætisráðherra hefði haft ríkan fyrirvara um það að var- lega yrði að fara í því efni og staða greinarinnar í dag væri ekki þannig að hún bæri það. „Mér fannst hann undirstrika það að við munum búa við þetta kerfi næstu framtíð, lítt eða ekki breytt," sagði Kristján Ragnars- son. Vekja vonir „Ég var mjög ánægður að heyra það sem forsætis- ráðherra sagði. Tilgangurinn með okkar tillögum var að hafa áhrif á stjórnmálaflokk- ana og að þeir Guömundur G. tœkjU þessi mál al- Þorarinsson. varlega til skoðun- ar. Nú bíðum við bara eftir niður- stöðu landsfundarins,1' sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, einn tals- manna Áhugahóps um nýtingu auð- linda í almannaþágu. Aðspurður hvort þarna væri um hreina stefnubreytingu af hálfu Sjálf- stæðisflokksins að ræða svaraði Guð- mundur: „Mér virðist að forsætisráð- herra segi að ekki sé sátt um þetta kerfi. Hann gerir ákveðnar kröfur um aö það skili arði til þjóðarinnar og um það verði sátt. Ég er honum algjörlega sammála um þau meginatriði. Þessi viðbrögð forsætisráðherra vekja óneitanlega vonir.“ Sjá nánar á bls. 2. -SÁ/-JSS Veðrið á morgun: Hvasst norð- vestan til Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt og slydda eða snjókoma norðvestan til en hægari og skýjað með köflum suðvestanlands. Hæg breytileg átt og skúrir verða austan til. Vægt frost verður norðvestan til en hiti annars 0 til 4 stig. Veöriö í dag er á bls. 29. OROBLLÍ SOKKABUXUR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgeröir, 8 stærðir, 15 leturútlit úrval strlkamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.