Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV um afstöðu kjósenda til hvalveiða: Mikill meirihluti vill hefja hvalveiðar að nýju - andstæðingum hvalveiða hefur Qölgað frá könnunum DV 1993 og 1997 12,8% 12,4% 7,7% Miðað viö þá sem tóku afstöðu mars 1999 93 97 99 93 97 99 93 97 99 ingarinnar, 28,3%. Meðcil sjálfstæð- ismanna eru 18% andvíg, 15,7% meðal framsóknarmanna og loks 13% meðal stuðningsmanna Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. Andstæðingum fjölgar Þó fylgjendur hvalveiða séu mun fleiri en and- stæðingar þeirra sam- kvæmt könnun DV nú hefur andstæðingum farið fjölgandi frá því DV kann- aði viðhorfin til Andstæðingar hvalveiða - eftir flokkum 28,3% 15,7% 18,0% 13,0% Sanhiiklig ft 4* ,áf, "5B ih*i hvalveiða í apr- andstæðinga hvalveiða verður síðan íl 1993. Þá í skoðanakönnun DV í mars 1997. mældust 83,8% Þá voru fylgjendur 72,7% að- fylgjandi hval- spurðra, en 14,5% voru andvíg og veiðum, aðeins 12,8% voru óákveðin eða svöruðu 8,5% andvíg en ekki. I dag er hlutfall andstæðinga 7,7% voru óá- komið í 19,8% eins og sést á með- kveðin eða neit- fylgjandi grafi. uðu að svara. Skekkjumörk í þessum könnun- Veruleg fjölgun um eru 3-4 prósentustig. -hlh Mikill meirihluti kjósenda, 77,4%, er fylgjandi því að hvalveiðar verði teknar upp að nýju. Fylgjendur hvalveiða eru fleiri á landsbyggð- inni en höfuðborgarsvæðinu. And- staðan er mest meðal stuðnings- manna Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Þessar niður- stöður fengust úr skoðanakönnun DV sem framkvæmd var á fimmtu- dagskvöld í síðustu viku. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- ar og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur því að hvalveiðar verði tekn- ar upp að nýju? Miðað við svör allra í könnuninni voru 67,8% fylgjandi hvalveiðum, 19,8% voru andvíg, 9,7% óákveðin og 2,7% neituðu að svara spuming- unni. Þegar einungis er horft til þeirra sem afstöðu tóku voru 77,4% fylgjandi því að hvalveiðar yrðu hafnar að nýju en 22,6% andvíg. Hlutfall fylgjenda er það sama meðal karla og meðal kvenna, eða rúm 77%. Hins vegar er hlutfall fylgjenda hærra á landsbyggðinni en höfúðborgarsvæðinu, eða 82,8% á móti 71,8 (miðað við þá sem af- stöðu tóku). Hlutfall andstæðinga hvalveiða er hæst meðal stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins, 30%, og Samfylk- 83,8% H2SÍ Á að hefja hvalveiðar? ___I Óákveönir/svara ekki Déskotans lýðræðið Eins og allir muna gerðist það merkilegast á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins að formaðurinn gaf leyfi sitt til að almenningur mætti hafa skoðanir á fiskveiði- málum. Hann hvatti jafnvel til þess að öllum hugmyndum væri tekið með opnum hug og opnum örmum. Þetta þóttu feikna tíðinda á hinum fjölmenna landsfundi flokksins, enda höfðu menn alls ekki gert ráð fyrir að þeir mættu hafa skoðanir og voru alls ekki undir það búnir. Var því fátt mn markverðar skoðanir á fúndinum sjálfúm en landsfundurinn taldi ástæðu til að ítreka það sem Sjálfstæöis- flokkurinn hefur sagt áður, að í grundvallaratriðum skuli hyggt á núverandi fiskveiðistjómunar- kerfi. Þetta var haft með í álykt- uninni til að fyrirbyggja þann misskilning að leyfi formannsins hefði verið nýtt til að breyta um skoðanir. Nýjar skoðanir mega koma fram og þeim skal tekið opnum örmum, en að öðm leyti er stefnan óbreytt, enda era nýjar skoðanir ekki endilega góðar skoðanir. Nú hefur DV framkvæmt skoðanakönnun um afstöðu almennings til fiskveiðistjómunarinnar og þar kemur í ljós að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins hefur nýtt sér leyfi for- mannsins til að hafa skoðun og meira að segja aðra skoðun heldur en flokkurinn sjálfur. Það kemur nefnilega í ljós að meirihluti þjóðarinnar og meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill veiðileyfagjald og byggðakvóta, sem hingað til hefur verið eitur í beinum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefst upp úr déskotans lýðræðinu og þeirri vitleysu í Davíð að leyfa fólki að hafa skoð- un og lofa því að taka henni opnum örmum. Allt í einu eru flokksmenn og kjósendur komnir út um víðan völl og era að mynda sér alrangar skoð- anir á fiskveiðimálum, þar sem hingað til hefur ríkt algjör eining um stefnu flokksins. Þetta er auðvitað víti til vamaðar og formaður- inn mun læra af þessum mistökum sínum og á næsta landsfundi verður hann að halda nýja ræðu og taka fram í upphafi fundarins að hann hafi dregið til baka það leyfi sitt að flokksmenn hafi skoðanir. Hann muni heldur ekki taka því opnum örm- um, né heldur opnum huga, ef einhver dirfist að hafa aðra skoðun heldur en þá sem flokkurinn leyfir. Það er engin önnur leið út úr þessum ógöngum sem flokkurinn og formaðurinn hafa komið sér í með því að opna fyrir skoðanir sem ganga í berhögg við stefnu flokksins. Kjósendum Sjálfstæðisflokksins verður hins vegar fyrirgefið í þetta skipti. Þeir eru óvanir því að fá að hafa skoðun sjálfir og hlupu þess vegna á sig af því að þeir héldu að þeir mættu það. Dagfari Stuttar fréttir dv Ný gervihnattarás Fjórtánda gervihnattarásin hefur nú bæst við á Fjölvarpi íslenska út- varpsfélagsins. Hún er sjónvarpsrás- in Animal Planet og sendir út flöl- breyttar dýralifsmyndir og myndir um dýr og menn ífá þvi sex á morgnana til miðnættis daglega. Sams konar starfsskilyrði Halldór J. Krist- jánsson, banka- stjóri Landsbank- ans, sagði á aðal- fúndi bankans að tryggja yrði ís- lenskum bönkum starfsskilyrði sam- bærileg þeim sem evrópskir bankar njóta. Til að ná því yrði að lækka stimpilgjald, afnema lausafjárreglur Seðlabankans og aðlaga reglur um bindiskyldu fjármagns að reglum Seðlabanka Evrópu. Dýrara í strætó Borgaryfirvöld reikna með að hækka þurfi fargjöld með Strætis- vögnum Reykjavíkur til að halda ffamlagi borgarsjóðs til fyrirtækis- ins óbreyttu. Það hefúr hækkað verulega undanfarin ár. Reiknað er með að framlagið hækki lítillega á næsta ári, en haldist óbreytt næstu tvö ár á eftir. RÚV sagði frá. Landssíminn stórgræddi Hagnaður Landssímans hf. var 2.181 milljón króna á síðasta ári, fyrsta starfsárinu eftir aðskilnað Pósts og síma. Velta Landssímans og dótturfyrirtækisins Skímu hf. varð tæpir 12 milijarðar króna, eða 11% meiri en veltan í fjarskiptastarfsemi Pósts og síma árið 1997. Sævar geröur Kröfu Sævars Ciesielskis fyrir Hæstarétti, um að Guðmundar- og Geirfinnsmálin skuli endurupptek- in með hlutlausum dómurum, var hafnað í gær. Vísir.is sagði ffá. Söltunarmet í Reykjavík Aldrei hefur jafh miklu saltmagni verið dreift á götur höfúðborgar- svæðisins og í janúarmánuði síðast- liðnum. Vísir.is sagði frá. Útlent fryst hráefni Byijað er á þvi að flytja inn bæði frysta loðnu og rækju frá Noregi til frekari vinnslu hér á landi. Þetta er gert vegna ónógs innlends hráefnis. Bylgjan-sagði frá. Atvinnulausum fækkar Atvinnulausum hefúr fækkað um 9,6% ffá janúarmánuði og um 38% miðað við febrúar í fyrra. Skráðir at- vmnuleysisdagar í febrúar sam- svara því að 3.028 manns hafi verið atvinnulausir. Það samsvarar um 2,3% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði samkvæmt frétt frá Vinnu- málastofnun. Finnsk músik Reykjavík - Menningarborg Evr- ópu árið 2000, í samvinnu við Helsinki, sem einnig verður menn- ingarborg Evrópu árið 2000, og Rikis- útvarpið, hefur forgöngu um að bjóða íslendingum að njóta finnsku tónlist- arhátíðarinnar Art Goes Kapakka í Reykjavík slðustu helgina í mars. Um er að ræða eins konar forleik að fjöl- breyttri dagskrá menningarborgar- innar sem teygja mun anga sína um allt land árið 2000. Fréttavefur Morg- unblaðsins greindi frá. Ekki aö tilefnislausu Lausaflárbind- ingarreglur Seðla- bankans eru ákveðnar öryggis- reglur sem draga úr útlánaþenslunni sem er óhóflega mikil og dæmalaus ffá því á verðbólguárunum, segir Ei- rikur Guðnason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans í viðtali við Dag. Loftgæði í ÖHúsinu HoEustuvemd ríkisins hefur í sam- vinnu við Alviðrustofnun og Heil- brigðiseftirht Suðurlands hafið rekst- ur mælistöðvar við Alviðru í Ölfusi og er markmiðið að afla gmnnupplýs- inga um loftgæði í shjálbýh. Frétta- vefur Morgunblaðsins sagði ffá. -SÁ afturreka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.