Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kaupmaðurinn á horninu hverfur „Kaupmaðurinn á horninu“ hefur smátt og smátt verið að láta í minni pokann fyrir stórum verslana- keðjum. Margir kveðja kaupmanninn með söknuði sem um áratugaskeið hefur staðið dyggan vörð við búðarborðið og boðið viðskiptavinum sínum góða þjónustu með bros á vör. Yfir búðarborðið mynduð- ust persónuleg tengsl - oft vinátta. Með yfirtöku stór- markaða og verslanakeðja á stærstum hluta mat- vörumarkaðarins hafa þessi tengsl rofnað. í staðinn hafa neytendur notið aukinnar samkeppni og lægra vöruverðs. Gífurlegar breytingar hafa orðið á íslenskri versl- un og verslunarháttum undanfarin ár og áratugi. Pálmi Jónsson, stofhandi Hagkaups, ruddi brautina og íslendingar fengu að kynnast vörum og vöruverði sem flestir höfðu aðeins þekkt af afspurn. Á fáeinum árum reisti Pálmi Jónsson stórveldi og sýndi með því að stórhuga menn með snjalla hugmynd geta með eig- in dugnaði og útsjónarsemi komið á fót stórfyrirtæki og um leið bætt hag almennings. Og innan nokkurra vikna fagnar Jóhannes Jónsson tíu ára afmæli Bón- uss sem braut blað í verslunarsögunni. Þessi fyrir- tæki eru nú undir einum hatti Baugs, ásamt Ný- kaupi, afsprengi Hagkaups. Forráðamenn Baugs stefna að því að því að skrá félagið á almennan hluta- bréfamarkað og þar með gefa almenningi kost á beinu eignarhaldi. Áður en Pálmi Jónsson féll frá árið 1991 hafði hann í nokkur ár haft þá skoðun að rétt væri að gera Hagkaup að almenningshlutafélagi. Hugsun Pálma var ætíð sú að ef vel tækist til mundi slík eignaraðild styrkja félagið mjög. Draumur frum- kvöðulsins rætist að líkindum í komandi mánuði, gangi áætlanir eftir. Vöruveltan hf., sem á og rekur 10-11 verslanirnar, hafa farið svipaða leið og opnað íj ölskyldufyrirtæki fyrir öðrum flárfestum. Nóatún, annað rótgróið íjöl- skyldufyrirtæki í verslun, hefur stigið fyrsta skreflð í átt að almenningshlutafélagi. Stjórnir Kaupfélags Ár- nesinga, Nóatúns og 11-11 hafa samþykkt að sameina verslanir sínar. Þar með verður til næststærsta versl- anakeðja landsins með níu miUjarða veltu. Þó þessir aðilar hafi verið í samstarfi undanfarin ár, bæði hvað varðar innkaup og rekstur 11-11, hljóta það að vera nokkur tíðindi þegar gróið íjölskyldufyrirtæki tekur höndum saman við kaupfélag. Ekki eru mörg ár síð- an flestir töldu slíkt hjónaband óhugsandi. En það sem mestu skiptir er að með sameiningu Nóatúns, verslana Kaupfélags Árnesinga og 11-11 mun samkeppni á matvörumarkaði aukast og harðna. Þeir sem þess njóta eru neytendur. Um leið aukast þær kröfur sem gerðar verða til stjórnenda fyrirtækjanna að ná viðunandi árangri í rekstri, enda stefna allar verslanakeðjurnar á opinn hluta- bréfamarkað. Sá markaður mun ekki spyrja hvaða verslun býður lægsta verðið heldur hver skilar mest- um hagnaði. Matvöruverslun er að færast á færri hendur en eins og reynslan sýnir þarf sú samþjöppun ekki að leiða til minni samkeppni eða skerða hag neytenda á annan hátt. En þessar hræringar munu þrengja enn frekar að kaupmanninum á horninu þótt vonandi verði alltaf rúm fyrir sjálfstæða dugnaðarforka sem leggja áherslu á lipra þjónustu og vináttu við við- skiptavinina. Óli Björn Kárason Góð tíðindi bárust nýlega og nokkuð óvænt af rikisstjórnar- fundi um fyrirætlanir um byggingu náttúru- gripasafns. Hér er skírskotað til rúmlega aldargamals baráttu- máls áhugamanna um almenningsfræðslu um náttúru landsins og náttúruvísindi. Öld er liðin síðan Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað til að vinna að slíkri hugsjón, en þá þegar voru slík söfn rótgrónar menningar- stofnanir erlendis. í mínu ungdæmi var skemmtilegt og vin- sælt náttúrugripasafn í safnahúsinu við Hverfisgötu og hefði mátt ætla að þar væri mjór vísir mikils safns og veglegs í líkingu við almenningssöfn menn- ingarþjóða. En þvert á móti hófst ámátleg „Líkt og í listasölum yrði komið upp tímabundnum sýningum um umhverfi mannsins og eðli vísinda." - Listaverki komið fyrir á þjóðminjasafni Tokyoborgar. Vísindasafn fyrir almenning boð bárust frá rík- —“—“““ isstjom. Kjallarinn Nýir tímar - vitið í askana Nú er komist svo að orði að auð- lindir framtíðar muni ekki felast í hráefnum á láði og legi fyrst og fremst - heldur í þekk- ingu. Fátt er því brýnna en að auka þekkingu æsku- lýðs og almenn- ings á náttúmvís- indum. Vísinda por JakODSSOn safn þarf að risa og veðurfræðingur það strax. . „Nú er komist svo að orði að auðlindir framtíðar muni ekki felast í hráefnum á láði og legi fyrst og fremst - heldur í þekk- ingu. Fátt er því brýnna en að auka þekkingu æskulýðs og al- mennings á náttúruvísindum.“ sorgarsaga. Safnið lenti í kössum allmörg ár þar til útbúinn var sal- ur uppi í háhýsi við Hlemm þar sem Náttúrufræðistofnun leynist á tveimur hæðum. Snyrtilega er frá hlutum gengið í þröngu plássi, en fáránlegur er vandfundinn staður- inn. Oft hafa stjómvöld tekið fjörkipp og ætlað að reka af sér slyðruorðið. Tugur nefnda hefur verið skipaður. Harla sérkennilegt þvi að nógar eru fyrirmyndir í út- löndum og varla þörf á nefnd til að fjalla um slíka alvanalega starf- semi. Reynslan er fengin fyrir löngu. Ein hefði nægt. Áhugahópur og hús- dýragarður Miklu munaði um stofnun áhugahóps sem ræddi málin á ótal fundum, stóö að sýningum og hvatti stjórnvöld til dáða. Vel heppnuð og vinsæl húsdýrasýn- ing var haldin í Hljómskálagarði á vegum áhugahópsins og mun sú sýning gjaman talin upphaf húsdýragarðs í Laugardal. Davíð Oddsson borgarstjóri beitti sér. Ekki þarf að fjölyrða um vin- sældir þess staðar. Síðasta nefndin um náttúrufræðihús, eins og umrætt safn var nú kall- að í stað náttúrugripasafns, skilaði af sér með kurt og pí. Ráðherra teygði sig jafnvel eftir skóflunni og áhugamenn tóku að sinna öðru. Hlutverki þeirra var lokið. Hugsjónir rætast. Allir héldu að hér yrði framhald á. En tilraunin mistókst sem hinar fyrri. Eins og að afstöðnu Geysisgosi datt allt í dúnalogn og dauðajwgn hefur ríkt um málið. Þar til um daginn að Fyrrgreindar nefndir eilífðar- málsins um safli til handa æsku, almenningi og ferðamönnum á ís- landi, hafa víkkað út hina gömlu hugmynd um náttúmgripi til sýn- is bak við gler, þar sem blasa við uppstoppaðir fuglar og röð steina með skrítnum nöfnum. Auðvitað skyldi slíkt fylgja með til fróðleiks og augnayndis á nútímasafni, en á tveimur sviðum kalla nýjar hug- myndir til ríkis er skipulögð em söfn nú á dögum. Ný sýningartækni Annars vegar skyldi í nýju framtíðarsafni kynna margvíslegar greinar náttúmvísinda og hins vegar skyldi nýta nýtísku sýningar- tækni og fræðslumiðla. Þar yrði á boðstólum listilega fram borinn fróðleikur um allt milli himins og jarðar í orðs- ins fyllstu merkingu. Líkt og í listasölum yrði komið upp tima- bundnum sýningum um umhverfi mannsins og eðli vísinda. Náttúra íslands yrði á dagskrá, veðurfar, gróður, jarð- fræði landsins, hafið umhverfis, einnig samspil manns og náttúm á íslandi í ald- anna rás. Saga þjóðar- innar er samtvinnuð síbreytilegu náttúru- fari umhverfisins. Af nógu er að taka. Megi stjómvöld hafa þrótt í sér til að hrinda í fram- kvæmd draumsýn íslenskra nátt- úrufræðinga og áhugamanna allt frá tímum sjálfstæðisbaráttimnar og reisa glæsilegt visindasafn til gagns og gamans fyrir þjóðina, unga sem aldna, og gesti hennar að utan. Munið orð náttúrufræðings- ins Jónasar Hallgrímssonar: Vís- indin efla alla dáð. Þór Jakobsson Skoðanir annarra Sjómenn auka tekjur sínar „Sjómannaafsláttur var innleiddur 1954 sem hluti af margháttuðum millifærslum sem ætlað var að koma í stað eðlilegrar gengisskráningar.... Upplýs- ingar um meðallaun fiskimanna á ársverk má finna í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar frá árinu 1980 og um árstekjur iðnaðarmanna og verkamanna í fréttabréfum Kjararannsóknarnefndar. Af þessum gögnum má ráða að sjómen hafi enn haldið áfram að auka við forskot í tekjum miðað við aðrar séttir.... Þessi gögn sýna ótvírætt að hlutur sjómanna hefur hækkað mjög mikið miðað við aðrar stéttir á þeim nær 45 árum sem liðin eru frá þvi að stjórnvöld lögðu sjómönnum til þennan sérstaka skattaafslátt til að bæta stöðu stéttarinnnar miðað við aðrar.“ Þórarinn V. Þórarinsson, í Mbl. 23. mars. Alþjóðaþróunin „Það er ljóst að engan veginn sér fyrir endann á þeirri öru alþjóöaþróun sem nú er að eiga sér stað. Tæknibyltingin hefur gerbreytt öllum viðskiptahátt- um og vegalengdir skipta sifellt minna máli. Ég tel víst að með metnaðarfullri þátttöku í alþjóðavæðing- unni skapist veruleg tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki óháð búsetu og að viö höfum alla burði til að skipa þjóðinni í fremstu röð á nýju árþúsundi.... Samskipti okkar við önnur ríki munu ráða úrslitum í sókninni inn í næstu öld.“ Halldór Ásgrímsson, í Degi 23. mars. Hættu að vera aumingi „Hvenær munu íslenskir neytendur vakna til meðvitundar og sjá að það er verið að misnota þá og troða á rétti þeirra? Við borgum himinháa tolla af öllum innfluttmn vörum og svo skatt af tollinum. Það er kominn tími til að íslenskir neytendur hætti að hlaupa eins og rollur á eftir ódýrari raftækjum og svokölluðum kostaboðum og hætti að láta ríkisstofn- anir og gróðahyggjufyrirtæki nauðga sér. Hættu að vera aumingi, stattu á rétti þínum og gakktu á eftir þeirri þjónustu sem þú borgar fyrir.“ Rúnar Óli Bjarnason, í Mbl. 23. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.