Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 35 —í'* Fréttir Hvítá I Borgarfirði: Kljáfoss virkjaður? - kostnaöur 2,16 milljarðar króna DV, Akranesi: Veitustjóra Akranesveitu var nýlega falið að vinna áfram að hugmyndum um orkuöflun í tengslum við virkjun Kljáfoss í Hvítá í Borgarflrði. Akranes- veita á virkjunarréttinn í Kljá- fossi, en sveitarfélagið Borgar- fjarðarsveit fer með skipulags- mál, enda fossinn innan marka þess. Þetta mál hefur ekki komið á borð sveitarstjómar Borgarijarð- arsveitar. Á síðasta fundi Akra- nesveitu, sem haldinn var þann 11. mars síðastliðinn, lagði Magnús Oddsson, veitustjóri Akranesveitu, frcim endurskoð- aða kostnaðaráætlun vegna virkjunar Kljáfoss. Samkvæmt áætluninni er heildarkostnaður við virkjunina 2,16 milljarðar og framleiðslu- kostnaður á kWh kr. 2,30. Stjóm- arformanni Akranesveitu, Sveini Kristinssyni, og Magnúsi veitu- stjóra var falið að vinna áfram að málinu. -DVÓ Síðufjall Hjarðarholt Síöumúli Varmaland Kljáfoss Reykholt Reykholtsdalur Nemendur sýndu dans f lok þemavikunnar. DV-mynd Guðfinnur Þemavika í Hólmavíkurskóla: Sýningar af ýmsum toga DV, Hólmavík: „Hugmyndir að verkefnum sem nemendur unnu að þessa viku komu allar frá þeim sjálfum. Kennarar mörkuðu umgjörðina og vom leið- söguaðilar hinna mörgu hópa, nokk- uð eftir hæfni hvers og eins til að hafa þar stjóm á hendi. Ég er á því að vel hafi til tekist og allir verið nokk- uð ánægðir," segir Anna Bima Gunn- laugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hólmavikurskóla, en þemaviku lauk í skólanum fyrir skömmu. Eins og jaihan á þemadögum er fengist við margt ólíkt því sem unnið er aö við venjulegt nám og verkefna- tökin oft ólík. Ekki síst er mikilvægt á þemadögum að skipting eftir aldri þeirra sem veljast saman í verkefni eða smiðjur hverfur að mestu en áhugi hvers og eins látinn ráða vali á verkefni. Útivistarhópur átti þess kost að kynnast skíðaiðkun sem mik- ill áhugi er á. Þá nutu þess nokkrir að fá sem snöggvast að setjast í stóla helstu frammámanna í sveitarfélag- inu, svo sem sveitarstjórans og fram- kvæmdastjóra Hólmadrangs hf., og þótti nokkur fremd af sem vonlegt er. Á lokadaginn sýndu hóparnir af- rakstur vikuiðju sinnar, bæði mynd- bönd af margs konar uppátækjum sínum svo og sýningar af ýmsum toga. Fjöldi gesta kom af þessu tilefni. Með vorinu stendur fyrir dyrum skemmtiferð áttunda til tíunda bekkj- ar nemenda eitthvað út fyrir byggðar- lagið er það jafnan nokkurt tilhlökk- unarefni. -GF Tryggvi Þórhallsson, við ræðupúltið, Ómar Antonsson, Jóna Ingólfsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Rannveig Einars- dóttir. DV-mynd Júlía Markaösráð Suöausturlands nýstofnaö: Kynningarverk- efni efst á baugi DV, Höfn: Undanfamar vikur hefur hópur fólks á Hornafirði undirbúiö stofnun „Markaðsráö Suðausturlands". Til- gcmgur með stofnun ráösins er að standa fyrir almennri kynningu á Suðausturlandi og þeim möguleik- um sem svæðið býður upp á í t.d. at- vinnu, markaði og búsetu. Formleg- ur stofnfundur var haldinn á Hótel Höfn 16. mars og skráöir um 40 stofhfélagar. „Við ætlum að kynna svæðið út á viö og efla samstöðu inn á við,“ seg- ir Dóra Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri hins nýstofnaða markaðsráðs, en hún hefur starfað á vegum at- vinnu- og ferðamálaráðs Homafjarð- ar að undirbúningi og stofnun mark- aðsráðsins. „Við ætlum að byggja upp ímynd af Homafirði sem þvi lifandi og skemmtilega sveitarfélagi sem það er og kynna það á allan hátt sem best við getum. Allir sem vilja, hvort sem það eru einstaklingar, félög, stofnanir eða fyrirtæki, geta orðið aðilar að markaðsráðinu. Ráðið ætlar að hefja starfsemi sína með margvislegum kynningar- verkefnum í samstarfi við ýmsa að- ila innan héraðs og utan, og einkum þó atvinnu- og ferðamálanefnd Hornafiarðar, Nýherjabúðir ehf., Þróuncirstofu Austurlands, Fræðslu- net Austurlands, Ferðamálafélag A- Skaftafellssýslu, Ferðamálasamtök Austurlands, auk sambærilegra stofnana á öðram landsvæðum. Það er mjög nauðsynlegt að koma á upp- lýsingamiðstöð þar sem hægt er að leita upplýsinga um svæðið í heild. Má þar nefna atvinnumöguleika, hvert fólk sem hefur áhuga á að flytja á svæðið geti snúið sér,“ segir Dóra. Hún segir að mikill áhugi sé bæði á Djúpavogi og Kirkjubæjarklaustri að vera með í markaðsráðinu. Ákveðið er að árgjald fyrir einstak- linga verði 1500 kr. og fyrirtæki greiði kr. 5000. Á stofnfundinum var kosin sjö manna stjóm og skipa hana Jóna Ingólfsdóttir fyrir ferða- þjónustu, Rannveig Einarsdóttir fyr- ir verslun, Ómar Antonsson fyrir klúbþa og félög, Geir Þorsteinsson fyrir byggingariðnaðinn. Halldóra B. Jónsdóttir fyrir útgerð og Fisk- vinnslu, Þóra Jónsdóttir fyrir land- búnað og Guðmundur Friðjónsson fyrir þjónustu. Tryggvi Þórhallsson, settur bæjar- sfióri Hornafiarðar, tilkynnti á fund- inum að bæjarfélagið hefði ákveðið að veita þessu nýstofnaða markaðs- ráði eina milljón króna sem rekstr- arstyrk og flutti þvt kveðjur og góð- ar óskir frá bæjarsfiórn. Nýskipuð stjóm mun halda sinn fyrsta fund einhvern næstu daga. -JI KOHIN AFTUR ©Husqvarna ^ Husqvama heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! R Æ Ð U R N Lágmólo 8 • Simi 533 2800 pieipurriE korriust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.