Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 32
I*™ a§fmnna. " -s3!k 7 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Söfnuðurinn í Ósló: Afgerandi stuðningur við Sigrúnu "»_______________________ DV, Ósló: „Það sem skiptir máli er að skapa frið um störf séra Sigrúnar Óskardótt- ur,” sagði Þórhallur Pálsson, fráfar- andi formaður íslendingafélagsins í Noregi og einn helsti leiðtogi meiri- hlutamanna í íslenska söfnuðinum í Ósló, við DV á aðalsafnaðarfundi í gærkvöld. Á fundinum var kosin ný stjórn, en frá því í fyrrasumar hefur setið sátta- stjórn í söfnuðinum, skipuð að tillhlutan embættis biskups. Stuðings- fólk séra Sigrúnar var í afgerandi meirihluta á fundinum í Amerísku kirkjunni í Ósló og er í meirihluta í nýrri stjórn. Miklar deilur hafa staðið í söfnuð- inum allt frá því séra Sigrún var ráð- in fyrir hálfu öðru ári og var stjórn safnaðarins vikið frá eftir vantraust í mars á síðasta ári. Eftir það hefur ekki verið lát á kærumálum og klögum. Ekki er þó búist við að söfnuðurinn klofni. -GK Lyfja er í iandvinningum. Lyfja kaupir apótek Lyfja hefur fest kaup á apótekinu á Egilsstöðum og þriðjungi Húsavíkur- apóteks. Var gengið frá þessum kaup- um um síðustu helgi. Lyfja, sem hefur verið að færa út kvíarnar á lands- byggðinni, keypti nýlega Grindavík- urapótek. Að sögn Inga Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lyíju, mun fyrir- tækið taka við rekstri Grindavikur- , ^ apóteks 1. maí næstkomandi og Egils- staðaapóteks 1. júlí. -JSS Suðurland: Eggert formaður DV, Suðurlandi: Eggert Haukdal var kjörinn for- maður kjördæmis- félags Frjálslynda flokksins á Suður- landi á stofnfundi fyrir stuttu. „Við vorum kjörin til að koma þessu á lagg- irnar og það er ekk- ert meira að frétta af þessu í bili,“ sagði Eggert við DV í gærkvöld. NH. Jón Sverrir Wendel ásamt Frosta syni sínum og bangsanum Ella á barnadeild Landspítalans í gærkvöld. Þar þarf Frosti að vera f nokkrar vikur en foreldrar hans skiptast á að halda honum félagsskap. Hann var að horfa á sjónvarpið þegar DV heimsótti hann f gærkvöld og vonast Ifklega til þess að hann þurfi ekki að heimsækja sjúkrahúsið aftur f bráð. Hann unir sér þó vel og er hraustur strákur eins og pabbi hans orðaði það. Jón Sverrir vonast til þess að ökumaður bifreiðarinnar gefi sig fram við iögreglu svo botn fáist f málið. DV-mynd s Fjögurra ára drengur lærbrotinn á sjúkrahúsi eftir að ekið var á hann: Okumaður hvarf - drengurinn var illa kvalinn, segir Jón Sverrir Wendel, faðir hans „Drengurinn var kvalinn og bar sig illa,“ segir Jón Sverrir Wendel, faðir fjögurra ára drengs sem varð fyrir því að ekið var á hann þegar hann var að leik í götunni heima hjá sér í fyrradag. Sonurinn, Frosti, liggur nú á Landspít- alanum, lærbrotinn og með lítilvæga áverka á höfði. Sverrir var að vonum skelfdur þegar hann sá hvað hefði gerst á sunnudaginn. „Það var gott veður úti og strákur- inn var úti að leika sér með bróður sín- um og vinum. Við búum í fjölbýli í Goðheimunum og gatan liggur nokkum veginn beint fyrir framan húsið. Maður hefur auðvitað alltaf haft áhyggjur af þessu. En strákurinn hefur lítið verið úti upp á síðkastið,“ segir Sverrir. „Það var svo um hádegisbilið að Frosti fór út á götu og bíll ók á hann, að því er virðist þannig að nokkuð högg hlaust af. Ég kom út á tröppumar og kona sem ók bílnum kom með Frosta upp að dyrunum. Ég hugsaði auðvitað ekkert út í það að tala við hana heldur hugsaði ég bara um strák- inn. Ég lagði hann inn í sófa og sá að hann var kvalinn og verkjaði í fótinn,“ segir hann. Sverrir segir konuna hafa ætlað að skreppa í hús í götunni og koma svo aftur, en ekkert hafl til henn- ar spurst. Lögreglan leitar „Við kölluðum lögreglu og sjúkra- bíl á staðinn og lögreglan ætlaði að taka skýrslu og spurði þá um öku- manninn sem fannst þá hvergi. Lög- reglan gekk í hús en konan fannst hvergi. Maður vonar auðvitað að hún hafi ekki gert sér grein fyrir stöðu mála,“ segir hann. Frosti var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og er nú á barnadeild Landspítalans og ekki í fyrsta skipti því þangað kom hann í maí á síðasta ári þegar hann lær- brotnaði á sama fætinum! Þá var hann þar í sex vikur en undi sér vel við að horfa á sjónvarpið þegar DV heimsótti hann í gærkvöld. „Lærlegg- urinn fór alveg í tvennt við höggið og hann er með smáskrámur á höfði en heilsast að öðru leyti vel,“ segir Sverr- ir. „Maður vonar auðvitað að öku- maðurinn gefi sig fram við lögregl- una. Það verður að ljúka svona mál- „Röksemdir andstæðinga hval- veiða hafa komist til skila. Mér hafa reyndar alltaf fundist þær kannanir varhugaverðar sem byggjast á ein- faldri leit eftir skoöun manna. Ég hygg að margir myndu svara spurn- ingu um hvalveiðar neitandi ef með fylgdu upplýsingar um þær afleið- ingar sem hvalveiðamar gætu haft ef þær hæfust,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingmaður um niður- um á farsælan hátt,“ segir hann. For- eldrar Frosta skiptast á að halda hon- um félagsskap á spítalanum. „Þetta hefst allt með góðra vina hjálp og við vonum að þeir sem geta gefið ein- hveijar upplýsingar og láti okkur eða lögregluna vita,“ sagði Sverrir. -hb stöðu könnunar DV um hvalveiðar. Guðjón Guðmundsson, sem lagði fram tillögu sem Alþingi samþykkti, um að hvalveiðar hefjist á ný, sagð- ist ánægður með niðurstöðuna. „Fylgjandi hvalveiðum hafa verið í kringum 80 prósent. Munurinn nú er sáralitOl. Ef þetta hefur lækkað eitthvað má minna á að ferðamála- geirinn hefur verið með hræðsluá- róður.“ Nánar á bls. 4. -Ótt Guðjón Guðmundsson um hvalveiðar: Hræðsluáróður Veðrið á morgun: Frostlítið Á morgun verður áframhald- andi norðaustlæg átt, kaldi eða stinningskaldi á vestanverðu landinu en annars hægari vindur. Á Norðausturlandi verður hæg breytileg átt. Á annesjum norðan og austan til má gera ráð fyrir élj- um, en annars verður skýjað með köflum eða léttskýjað. Frostlaust verður með suðurströndinni en annars vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 45. OROBLU SOKKABUXUR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.