Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 13 Fréttir Davlð Oddsson forsætisráðherra um hvalveiðar: Mun skaða okkur verulega „Við tökum þessi mál alltaf upp þar sem við erum á ferð erlendis. Við fáum oft mjög neikvæð svör. Við vitum að þetta er mál sem mundi skaða okkur verulega á ýmsum svið- um,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í samtali við DV. Davíð segist ekki geta sagt um það hvenær hvalveið- ar íslendinga hefjist. Alþingi, sem stöðvaði hvalveiðar á sin- um tíma, hefur ákveðið að sú stöðvun standi ekki lengur. Jafnframt hefur ríkisstjórn- inni verið falið að undirbúa að hvalveiðar heíjist við fyrsta hentuga tækifæri. Eins og fram kemur í skoðanakönnun DV í dag fjölgar þeim sem eru á móti hvalveiðum en yfir- gnæfandi meirihluti eða 77,4 prósent er eigi að síður fylgj- andi veiðum. „Fyrir okkur Islendinga er hins vegar til langs tíma ómögulegt annað en að hafa möguleika opna á að nýta hvalastofnana og líka að koma í veg fyrir að þeir fari úr öllu jafnvægi," sagði ráðherrann. Davíð var spurður hvort hefðu ekki verið mistök að ísland gekk úr Alþjóða-hvalveiðiráðinu, Davíð Oddsson forsætisráðherra fær víða neikvæð viðbrögð við þvi að íslending- ar hefji hvalveiðar. það auk þess að mótmæla ekki bann- inu. „Þetta voru mistök hvort tveggja og ég tók þátt í því fyrmefnda, það viðurkenni ég. Þá var talið af hálfu sérfræðinga að Norðmenn myndu Á mánudaginn opnaði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta frumkvöðlasetrið hérlendis. Það er til húsa hjá Iðntæknistofnun og starfrækt af Impru, sem er þjónustumiðstöð fyrirtækja og frumkvöðla. Frumkvöðla- setrið getur fóstrað alt að níu fyrirtæki í einu og rekstur þeirra í allt að fimm ár. Á myndinni opnar ráðherra frum- kvöðlasetur Impru. Honum til aðstoðar við verkið er Björgvin Njáll Ingólfsson, forstöðumaður Impru. ímyndarherferð Vestfirðinga: Páll Ásgeir ekki á launum „Ég hef setið fund með Ásgeiri Þór Jóns- syni og nokkrum sveit- arstjórnarmönnum vest- ur á ísafirði þar sem ímyndarmál voru til umræðu. Fjórðungssam- handið bar engan kostn- að af þessu og ég þigg ekki laun frá þeim,“ seg- ir Páll Ásgeir Ásgeirs- son, hlaðamaður á Frjálsri verslun, sem sagt var í fréttaljósi DV á laugardag að hefði verið ráðinn sem tengiliður syðra vegna imynd- arherferðar Vestfirðinga. í Svæðisútvarpi Vestfjarða þann 19. febrúar sl. var haft eftir Ásgeiri Þór Jónssyni framkvæmdastjóra að Páll Ásgeir hefði verið ráðinn sem tengiliður syðra. Páll Ásgeir segir þetta úr lausu lofti gripið. Ásgeir Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambans Vestfjarða, segir að þama hafi átt sér stað misskilningur hjá fréttamanni Útvarpsins þar sem Páll Ásgeir hafi ekki verið ráðinn sem starfsmaður. Hann hafi ekki þegið laun eða fengið aðrar greiðslur frá Fjórð- ungssambandinu og ekki standi til að borga honum frekar en öðrum fjölmiðla- mönnum. Ásgeir Þór segist hafa fylgt Páli Ásgeiri um byggðarlög vestra og bent honum á möguleg umfjöllunarefni. Hann segir að þeim 1,5 milljónum króna sem ætlaðar voru til að hressa upp á ímynd Vest- fjarða, auk annarra verkefna, hafi enn ekki verið ráðstafað og verið sé að leita heppilegra verkefna. -rt Páll Ásgeir Ásgeirsson. Útsláttar- keppni í tölti í Skauta- höllinni Hestavöruverslunin Reiðsport í Faxafeni hyggst halda útsláttar- mót í tölti í Skautahöllinni næst- komandi laugardag. Flestir bestu knapar landsins munu mæta með gæðinga sína og hefst keppnin kl. 20.30. Keppt er með útsláttarfyrir- komulagi, svipað og í öðrum íþróttagreinum, og í lokin heyja einvígi þeir fjórir knapar sem eft- fr standa. Skautahöllin býður upp á frá- bæra aðstöðu fyrir keppni sem þessa og rúmar hún 1000 manns í sæti. Hljóðkerfi hússins verður notað til að magna upp stemningu meðal áhorfenda sem fá tækifæri til að velja besta töltara mótsins. Klappmælir verður notaður til að meta viðtökurnar og úrskurða hver er bestur. Allar upplýsingar um mótið er að finna hjá Reiðsporti í síma 568 2345. fylgja í kjölfarið árið eftir en svo varð ekki. En nú hefúr Alþingi upp- hafið bannið. Vandamálið við hval- veiðar er þetta. Menn eru að tala um mismunandi hvalveiðar, annars vegar veiði örfárra hrefna sem étn- ar yrðu héma heima og enga efna- hagslega þýðingu hefðu, og hins vegar hvalveiðar eins og í gamla daga, þegar við seldum hvalaafurðir fýrir stórfé. Ég hef oft sagt að þeir sem berjast fyrir hvalveiðum verða að segja hvað þeir meina. Vilja þeir fara að veiða hrefnu til neyslu hér innan- lands og taka þá áhættu að tapa við- skiptum upp á milljarða út á það? Ef þeir meina það þá verða þeir að segja það. En ef þeir vilja fara aftur í hvalveiðar í stómm stíl þá verður að tryggja markaði í Japan sem við höfum við ekki. Við erum í klípu með þessar veiðar,“ sagði Davíð Oddsson. -JBP Engar pillur K gs Vítamín sem virka Nýr valkostur Munnúði, 90% frásog og beint í blóðrásina. Engin aukaefni. 100% lífrænt. Furubörkur- sterkasta andoxunarefni náttúrunnar. Megrunarúði - slær á hungurtilfinngu, eykur fitubrennslu. PMS-gleðiúði - við fyrirtíðaspennu, þreytu, kvíða o.fl. Arthif lex - öflugt við vefja- og liðagigt. Blágrænir þörungar - gott við soriasis, unglingabólum og ýmsum húðvandamálum. Iþróttavítamín - eykur fitubrennslu, þol og dregur úr vöðvaverkjum. Bráðvantar söluaðila. Upplýsingar í síma 587-6310 og 891-6888. Viiíurkennt af islcnskum Ueilbrigðisyfirvolclum. Minkabogarnir komnir SportVÖrugerðín. Mávahlíð 41, 562 8383 Reykjavíkurmótið í knattspyrnu íkvöld kl. 18.30 leika Fjölnir—Leiknir á Leiknisvelli. Knattspynnuráð Reykjavíkur Frá ðrnefnanefnd. Skv. 2. gr. laga nr. 35/1953 með síðari breytingum, um bæjanöfn o.fl., og 7. gr. reglugerðar um störf örnefnanefndar, 22. febrúar 1999, ber örnefnanefnd að úrskurða um hvaða örnefni verða sett á landakort sem gefin eru út á vegum Landmælinga íslands eða með leyfi þeirra, sé ágreiningur eða álitamál um það efni. Til nefndarinnar hefur verið skotið þeim ágreinings- eða álitaefnum hvort setja eigi á slík landakort: 1) örnefnið Ásgeirsbrekkufjall eða Viðvíkurfjall í Sveitarfélaginu Skagafirði; 2) örnefnið Hverfell eða Hverfjall í Skútustaðahreppi; 3) örnefnið Brúardalir sem heiti á landsvæði milli Jökulsár á Brú og Kreppu ofan við bæinn Brú á Jökuldal, inn að jöklum. Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju eða áþendingum, er að haldi komi, gefst færi á að kynna örnefnanefnd álit sitt. Ábendingum skal skila til örnefnanefndar, Lyngási 7,210 Garðabæ, eigi síðar en 30. apríl 1999. Örnefnanefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.