Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999
Útlönd
NATO hefur fyrirskipað loftárásir á Serba:
Tilgangurinn að koma
böndum á Milosevic
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
ræddi við helstu bandamenn sína í
gær eftir að úrslitatilraun til að
finna friðsamlega lausn á deilunni
um Kosovo fór út um þúfur. í kjöl-
farið fyrirskipaði Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) að loftárásir skyldu
gerðar á serbnesk skotmörk.
Sérfræðingar í Pentagon, banda-
ríska landvamaráðuneytinu, sögðu
i gærkvöld að ekki væri að vænta
loftárása fyrr en í fyrsta lagi í kvöld
þegar veðurspár gera ráð fyrir að
létti til yfir Kosovo. Bandaríkja-
menn munu bera hitann og þung-
ann af loftárásunum, sem þeir
höfðu þó gert sér vonir um að kom-
ist yrði hjá.
Bandamenn segja já
Clinton ræddi í síma við Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
Jacques Chirac Frakklandsforseta
og Gerhard Schröder Þýska-
landskanslara og gáfu þeir allir
samþykki sitt fyrir loftárásunum.
Jevgení Prímakov, forsætisráðherra
Primakov sneri
heim á leið
sinni til
Bandaríkjanna
Forsætisráðherra Rússlands,
Jevgeni Primakov, hætti við fór
sína til Bandaríkjanna í gær og
sneri heim til Moskvu. Sagði
Primakov að yflrvofandi loftárás-
ir NATO myndu orsaka óstöðug-
leika í Kosovo og skaða samskipt-
in við Rússland.
Flugvél rússneska forsætisráð-
herrans var í aðeins tveggja
klukkustunda flarlægð frá Banda-
rikjunum þegar hann fyrirskipaði
að henni yrði snúið heim til
Moskvu.
Primakov neitaði að svara
spurningum um hvernig rússnesk
yfirvöld myndu bregðast við loft-
árásum NATO. En Tass-fréttastof-
an greindi frá því að herinn ihug-
aði möguleikana á þvi að koma
fyrir kjarnorkuvopnum í Hvíta-
Rússlandi en landamæri þess
liggja að Póllandi sem er nú aðild-
arríki NATO.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Vesturveldin hafa að engu mót-
mæli rússneskra yfirvalda en
embættismenn i Kreml segja að
Primakov hefði ekki viljað verða
fyrir þeirri niðurlægingu að vera
i Washington þegar NATO hæfi
loftárásir.
Primakov haföi ætlaö að ræða
við bandariska ráðamenn um ný
lán handa Rússum frá Alþjóöa-
gjaldeyrissjóðnum. Hann sagði að
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
hefði samþykkt að hann hætti viö
Bandaríkjaforina.
Bildt varar við
fjöldaflótta í
og frá Kosovo
Carl Bildt, leiðtogi Hægri-
flokksins í Svíþjóð og fyrrverandi
sáttasemjari Evrópusambandsins
i Bosníudeilunni, sagöi í gær að
hætta væri á að milljón manna
yrði á flótta i og frá Kosovo eftir
einn mánuð gerði NATO loftárás-
ir á Serba.
Bildt telur að loftárásir beri
ekki árangur verði landher ekki
einnig sendur til Kosovo. Hann
telur að menn vanmeti styrk
beggja deiluaðila. Þess vegna sé
hætta á að loftárásir geri
einungis illt verra.
Bíll Clinton Bandaríkjaforseti sagði
að takmarka yröi getu Slobodans
Milosevic Júgóslavíuforseta til að
heyja stríð gegn óbreyttum borgur-
um í Kosovo.
Rússlands, undirstrikaði hins vegar
ágreining stjómvalda í Moskvu og
Vesturveldanna þegar hann sneri
flugvél sinni, sem var á leið til
Bandaríkjanna, aftur heim.
Það var Javier Solana, fram-
kvæmdastjóri NATO, sem fyrirskip-
aði árásirnar eftir misheppnaða
sáttaför Richards Holbrookes, sendi-
manns Bandaríkjastjórnar, til
Belgrad. Þar ræddi hann við Slobod-
an Milosevic Júgóslavíuforseta og
reyndi að fá hann til að samþykkja
rammsamkomulagið sem gert var í
Rambouillethöll í Frakklandi í síð-
asta mánuði. Þar er kveðið á um
sjálfstjóm albanska meirihlutans í
Kosovo og að tæplega þrjátíu þús-
und manna erlent gæslulið fram-
fylgi samningunum.
„Ef Milosevic er ekki reiðubúinn
til að semja um frið eram við þess
albúnir að takmarka getu hans til
að herja á Kosovobúa," sagði Clint-
on í ræðu sem hann flutti í gær.
Ken Bacon, talsmaður landvama-
ráðuneytisins í Washington, sagði
að áætlanir NATO gerðu ráð fyrir
skjótum og hörðum loftárásum. Að-
spurður hvort hægt yrði að aftur-
kalla skipunina um loftárásir, sagði
hann: „Ég myndi nú segja að lestin
væri farin frá stöðinni."
Stýriflaugar fyrst
Embættismenn í Pentagon sögðu
að fyrstu vopnin sem Serbar fengju
að finna fyrir væm stýriflaugar.
„Við munum fyrst beina spjótum
okkar að loftvörnum þeirra. Ég tel
að það verði stýriflaugar sem verð-
ur skotið frá herskipum og senni-
lega frá B-52 sprengjuflugvélunum
okkar að ratsjárstöðvum, fiarskipta-
stöðvum og öðmm skotmörkum,"
sagði embættismaður í samtali við
fréttamann Reuters.
Þótt flugvélar fari ekki í árásar-
ferðir fyrr en léttir til yfir Kosovo er
hægt að senda Tomahawk
stýriflaugar frá skipum. Veður hef-
ur ekki áhrif á slíkar stýriflaugar
sem draga allt að sextán hundmð
kílómetra.
Þessi litla stúlka beið með ömmu sinni fyrir utan skráningarstofu fyrir flóttamenn í Skopje í Makedóníu í gær. Þær
neyddust til að flýja heimili sitt I Kosovo vegna átakanna þar að undanförnu. Stjórnvöld í Makedónfu hafa nú lokað
landamærum sínum aö Kosovo og í gær var hundruðum flóttamanna snúið tii baka.
íbúum Pristina varð ekki svefnsamt í nótt:
Léttir yfir aö loftárás-
irnar voru ekki hafnar
íbúum Pristina, héraðshöfuöborg-
ar Kosovo, varð mörgum hverjum
ekki svefnsamt í nótt vegna yfirvof-
andi loftárása Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO). Það var þeim nokk-
ur léttir þegar þeir fréttu að ekki
hefði orðið af árásum siðastliðna
nótt.
„Ég var svo áhyggjufull að mér
kom ekki dúr á auga hálfa nóttina.
Ég var alltaf að velta fyrir mér
hvort ég myndi heyra í sprengjun-
um og hvernig það væri,“ sagði
Laia, sextán ára stúlka, þegar
fréttamaður ræddi við hana í morg-
un. Hún var þá að koma úr bakarí-
inu með tvo brauðhleifa.
„Foreldrar mínir hafa þungar
Fáir voru á ferll f Pristlna síðdegis í
gær vegna yfirvofandi loftárása.
áhyggjur af ástandinu. Það gæti orð-
ið hættulegt að dvelja hér í borg-
inni. En hvað getum við gert?“
Miklu færri vom á götum Prist-
ina í morgun en venjulega. Engu að
síður beið fólk í röðum eftir strætis-
vagninum eða var á leið í vinnu fót-
gangandi. Um tvö hundmð þúsund
manns búa í Pristina.
Sumir verslunareigendur ætla að
hafa opið hjá sér í dag. Úr því sem
komið er búast fæstir við að loft-
árásirnar heflist fyrr en í kvöld.
Júgóslavnesk stjómvöld lokuðu í
nótt helstu óháðu útvarpsstöð lands-
ins. Vopnaðir lögregluþjónar komu
til að framfylgja fyrirmælum ráð-
herra fiarskiptamála.
Stuttar fréttir dv
Fellibylur í Ástralíu
Hundmð húsa eyðilögðust í
fellibyl sem gekk yfir vesturhluta
Ástralíu í fyrrinótt.
Flýja svínaveiru
Yfirvöld í Malasíu hafa skipað
hundmðum íbúa að flýja svæðið
þar sem banvæn svínaveira herj-
ar.
Biður Boesak griða
Desmond Tutu friðarverðlauna-
hafi bað í gær dómstól í S-Afríku
að dæma ekki
séra Allan Boes-
ak í fangelsi þó
hann hefði ver-
ið fundinn sek-
m- um flársvik.
Boesak var í
síðustu viku
fundinn sekui’
um að hafa
dregið sér um 30 milljónir ís-
lenskra króna af fé sem gefið var
til baráttu gegn aðskilnaðarstefn-
unni.
Spenna á Borneo
Spenna ríkti enn á Bomeo í
Indónesíu í morgun í kjölíar
átaka sem leiddu til dauða að
minnsta kosti 165 manna. Skólar
og verslanir vom opnuð í fyrsta
sinn í dag í heila viku.
Ráðherrastólar ræddir
Jafnaðarmenn og íhaldsmenn í
Finnlandi hófu í gær að ræða um
ráðherrastóla. Paavo Lipponen
forsætisráðherra kveðst reiðubú-
inn til viðræðna við alla flokka.
Refsiaðgeröum aflétt
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna lofaði því í gær að aflétta
refsiaðgerðum gegn Líbýu þegar
yfirvöld þar framselja tvo menn
sem grunaðir era um að hafa
grandað Pan Am-þotu yfir
Lockerbie í desember 1988.
Biður um umburðarlyndi
Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, hvatti í gær til
umburðarlynd-
is í trúmálum í
heimi þar sem
skjótar breyt-
ingar eiga sér
stað. Hillary lét
þessi orð falla í
ræðu sem hún
hélt í Banda-
ríska háskólan-
um í Kaíró í Egyptalandi. Forseta-
frúin flaug síðan til Luxor þar
sem hún skoðaði sig um ásamt
Chelsea dóttur sinni.
IRA-menn fá frelsi
Þrír þekktir liðsmenn IRA
sluppu í gær úr fangelsi þegar
dómstóll á N-írlandi hafnaði
beiðni breskra yfirvalda um að
þeir yrðu ekki strax látnir lausir.
Leiðtogafundur ESB
Leiðtogafúndur leiðtoga Evr-
ópusambandsins, sem hefiast á í
dag, virðist ætla að falla í skugg-
ann af væntanlegum loftárásum
NATO á Kosovo.
Öcalan við góða heilsu
Einn lögmanna kúrdíska PKK-
leiðtogans Abdullahs Öcalans seg-
ir hann viö góða heilsu. Lögmað-
urinn heimsótti Öcalan á fanga-
eyjuna þar sem hann dvelur.
Vopn í bíl Le Pens
Belgíska lögreglan greindi frá
því í gær að hún hefði fundið
skotvopn í bíl
Jean-Maries Le
Pens, leiðtoga
Þjóðfylkingar-
innar í Frakk-
landi. Le Pen
sagöi það eðli-
legt að sá sem
væri í hættu
verði sig með
skotvopnum. Brotist hafði verið
inn í bíl Le Pens fyrir utan veit-
ingastað í Bmssel. Lögreglumenn
sem rannsökuðu innbrotið fundu
vopnin af tilviljun. Lifverðir Le
Pens hafa leyfi fyrir vopnunum.
Eitt leyfanna var þó útrunnið.