Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 5 DV Fréttir Hagkvæmni stóru verslunarkeðjanna Baugs og Kaupáss: Skila sér tæpast til neytenda - að áliti varaformanns Neytendasamtakanna „Ég er hræddur um að þetta skili sér ekki til neytenda," sagði Jón Magnússon, varaformaður Neyt- endasamtakanna, um stofnun stóru verslanakeðjanna hér á landi, fyrst Baugs og síðan Kaupáss. „Menn sáu Nýkaups-Hagkaup- sævintýrið, þar sem um er að ræða sömu keðju, þar sem menn skipta upp í hávöru-lágvörubúðir. Ég get ekki séð annað en að verð hafi frek- ar þrýst upp á við heldur en niður við það.“ Jón sagði að ekkert hefði verið fjallað um sameiningu Nóatúns, KÁ og 11-11 búðanna í Neytendasam- tökunum enn. Hins vegar sýndi reynslan af stórum verslunarkeðj- um í öðrum löndum, að áhrifm hefðu komið fyrr fram gagnvart smáframleiðendum heldur en neyt- endum. Þær gætu pínt minni fram- leiðendur endalaust til að lækka verðið niður úr öllu valdi, á grund- velli þess hvort þeirra vara yrði tek- in inn eða einhver önnur. „Neytendasamtökin í Bretlandi létu til sín taka varðandi mál af þessu tagi þar í landi, því til lengri tima litið skilaði verðlækkunin sem keðjumar náðu inn hjá smáfram- leiðendum sér ekki til neytandans, heldur þvert á móti. Smáframleið- endumir vom píndir svo langt nið- ur, að á endanum urðu þeir gjald- þrota og dýrari framleiðsla kom á markaðinn í framhaldinu, sam- kvæmt niðurstöðu neytendasamtak- anna þar á sínum tíma. Annað er það, að þegar þrir aðii- ar mynda meginhlutann af 80-90 prósentum á matvælamarkaðinum þá er hagræðing verða með tilliti til keppinautarins miklu einfaldari. í raun er það til þess fallið að draga úr samkeppni og kemur til með að bitna á neytandanum. Hins vegar má ekki vanmeta hagkvæmni stærðarinnar." -JSS Sameining Nóatúns, KÁog 11-11 Mosfellsbær Grafarvogur « % Kaupfélag Árnesinga, Nóatúns og 11-11 munu sameinast og mynda keðju 33 verslana á höfuðborgarsvæðinu og Suöurlandi. Hin nýja verslana- keöja veröur hin næststærsta á landinu og áætluð velta á árinu nemur um nlu milljörðum. y Skólablað MR-inga kom út í gær. Af því tilefni hélt ritstjórnin útgáfugleði fyrir bókaorma skólans. Spurningalið skólans gaf sér tíma til að líta upp frá undirbúningi sínum fyrir úrslitaleikinn gegn MH á föstudaginn. DV-mynd Hilmar Þór ÓlafsQöröur: Gengur hægt að ráða bæjarstjóra DV, Akureyri: Hugsanlegt er að á fundi bæjarráðs Ólafsfjarðar, sem haldinn verður nk. fimmtudag, verði til umræðu ráðning nýs bæjarstjóra, en nokkuð er um lið- ið síðan umsóknarfrestur um stöðuna rann út. Hálfdán Kristjánsson, sem gengt hefur starfi bæjarstjóra undan- farin ár, hefur sagt upp fyrir nokkru síðan og hættir í lok maí. Sex umsóknir bárust um bæjar- stjórastólinn og voru umsækjendur: Sigurður Kristjánsson, skrifstofu- stjóri Mosfellsbæ, Garðar B. Runólfs- son, framkvæmdastjóri Reykjavík, Jón Ingi Jónsson, fangavörður Sel- fossi, Jónas Vigfusson, verkfræðing- ur Reykjavík, Þorsteinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Ólafsfirði og Ás- geir Logi Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Ólafsfirði. Eins og sjá má af þessu sækja tveir heimamenn um stöðuna. Báðir eru sjálfstæðismenn, Þorsteinn fyrrver- andi bæjarstjórnarmaður og þá for- seti bæjarstjómar, og Ásgeir Logi nú- verandi bæjarstjómarmaður og for- maður bæjarráðs. Sjálfstæðisflokkur- inn fer með meirihluta i bæjarstjóm Ólafsfjarðar og því alfarið í hans valdi að ráða hver fær starfið, en full- Þorsteinn Ásgeirsson. Vaiið er talið standa milli hans og flokksbróður hans, Ásgeirs Loga Asgeirssonar. víst má telja að heimamennimir komi helst til greina. Það hefur hins vegar vafist fyrir mönnum að faka af skarið, fullyrt er að ekki sé eining innan flokksins en málin skýrast hugsanlega þegar líður á vikuna. -gk Framkvæmdastjóri Hraöfrystistöðvar Þórshaftiar: JÓn Ma.gnÚSSOn ÚtgOrÖarniaÖUr UHl DV-kÖnnun. Erf itt í framkvæmd „Byggðakvóti er fallegt orð en það er ekki auðvelt að framkvæma það að úthluta byggðakvóta," segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafh- ar, um það að úthluta kvóta til byggðarlaga í stað þess að úthluta honum til skipa. „Við sjáum nýlegt dæmi þar sem Byggðastofnun út- hlutaði kvóta til landsbyggðarinn- ar, en þeir selja svo frá sér veiði- heimildirnar eins og var nýverið fiallað um í einhverjum fjöhniöli. Óg það getur vel verið að það megi segja svona falleg orð, en vandinn er að fara ekki úr öskunni í eldinn, heldur að ná samstöðu um aðlögun kerfisins. En ég sé ekki hvort að einhver byggðakvóti í heild sinni verði lausn eða ekki lausn og ég væri mjög hræddur við að fullyrða svoleiðis hluti,“ sagði Jóhann. -hb Jóhann A. Jónsson. Rett að uthluta til byggðarlaga „Það hefði náttúrlega átt að hugsa það fyrr að koma á byggðakvóta,“ segir Jón Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður á Patreksfirði, um könnun DV þar sem fram kemur að mikill meirihluti íslendinga er fylgj- andi byggðakvóta, þ.e. að úthluta kvóta á byggðarlög en ekki skip. „Við hér á Patreksfirði vorum að missa um 40 prósent af kvótanum vegna þess að við veiddum þorsk en svo misstu flest önnur byggðarlög um 30 prósent því að þar voru veiddar aðrar tegundir. Þeir sem voru að veiða þorsk lentu verst í því þegar kvótinn var settur á. Til þess að leysa byggðavandann væri kannski eðlilegt að úthluta kvóta til byggðarlaga en með því skilyrði aö stórum hluta af fiskinum væri þá landað á staðnum. Þetta væri raun- hæf byggðastefna sem skilaði sér. Reykjavíkursvæðið hefur sogað frá okkur svo mikið af afla sem hér kemur á land. Þessi úthlutun kostar ríkið ekki neitt og þetta er hlutur sem er vert að athuga og bara fram- kvæma," sagði Jón. -hb Jón Magnússon skipstjóri. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.