Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 25
MIÐVKUDAGUR 24. MARS 1999 41 Myndasögur w W cd u 3 Ö) u 3 w w • l-l o Ti Pi :0 w s(l) I Þetta er eitthvað sem • fraenka mfn bjó til handa manninum slnum... Fréttir v Nýtt dekjasett komið undir bílinn. Skildi bílinn eftir í alfaraleiö í Kjós: Öllum hjólun- um stolið Öllum hjólunum var stolið af Ch- evrolet Monza, árgerð 1989, á fimmtudagskvöld þar sem hann stóð í útskoti sem Vegagerðin hafði gert neðan við bæinn Eyrarkot í Kjós. Eigandi bílsins er Ólafur Vignir Ólafsson sem er 16 ára. Hann hefúr verið að gera bílinn upp og er auk þess að læra á bíl. Faðir Ólafs, Ólafur Vignir Sig- urðsson, var að draga bílinn á verk- stæði þegar í ljós kom að einn hjöruliðurinn hafði farið. Hann skildi því bílinn eftir þar sem hann ætlaði að ná í kerru á verkstæðið til að geta sett framhjól bílsins upp á hana. „Þegar ég kom með kerruna eftir hálftíma var þetta eins og í Bronx: hjólin farin og bíllinn stóð á hjól- skálunum," segir Ólafur Vignir eldri. „Þetta voru allt álfelgm- sem eru dýrar. Strákurinn hafði pússað þetta allt og þetta leit vel út.“ Þjófnaðurinn var kærður og hef- ur fólk í Kjósinni verið spurt hvort það geti gefið einhverjar vísbend- ingar. „Þetta er orðið svo fáfarið eft- ir að göngin komu að maður sér varla ókunnugan bil á þessu svæði. V Sveitamennirnir eru glöggir á hverjir eru á ferðinni og fylgjast svolítið með því þegar þeir geta.“ Hins vegar hefur ekkert komið í ljós. „Við héldum að við værum ör- ugg þarna í sveitinni. Ólafur Vignir segir að ef hjólin verði sett á gamlan bíl geti verð hans hækkað um 30.000 til 50.000 krónur. -SJ Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. Smáauglýslngar 560 6000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.