Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 10
tenning MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Draugur pantar messu Sagan á bak við sálumessu Mozarts, sem flutt var í Langholtskirkju um helgina, er í hæsta máta sérstök. í júlí 1791 kom til Mozarts dularfullur maður, sem hvorki kynnti sig né lét uppi á hvers vegum hann var. Erindið var að panta sálumessu sem syngja ætti yfir látinni konu, og átti tónskáldið í staðinn að fá væna fúlgu fyrir verkið. En sá böggull fylgdi skamm- rifi að hvergi mátti koma fram hver samdi messuna, heldur ætlaði umbjóðandi mannsins dularfulla aö eigna sér hana sjálfur. Mozart var í miklum fjárkröggum og þáði því boðið, en hann var fárveikur og grunaði að honum myndi ekki endast aldur til að klára verkið. Hann óttaðist dauðann og varð af einhverjum ástæðum sannfærður um að dulcirfulli maður- inn kæmi að handan og sálumessan væri ekki fyrir neina konu, heldur fyrir hann sjálfan. Svo fór líka að hann lést skömmu síðar og var það nemandi hans, Frans Sússmayr, sem kláraði messuna. Það var ekki lítið verk, til dæmis átti eftir að semja fjóra síðustu kaflana, en Mozart gaf Sússmayr þó margar hugmyndir á bana- beði sínum sem sá síðamefndi studdist við. Sússmayr hefur oft verið gagnrýndur fyrir verk sitt; óneitanlega hljómar sumt í hljóm-. sveitarrödd hans dálítið furðulega og minnir jafnvel á forleik eftir Rossini, og stöku kaflar eru formúlukenndir og óttalegar stílæfmgar. Svo vantar einhvem vegin trúarsannfæring- una í tónlistina, þó messan sé í sjálfu sér heil- steypt verk. Upp og niður á tónunum Til gamans má geta að sagan um sálumessu Mozarts var „dramatiseruð" all rækilega í- kvikmyndinni Amadeus, dularfulli maðurinn var t.d. draugur, gott ef hann var ekki sendi- boði hins látna fóður tónskáldsins, og ef minn- ið svíkur mig ekki var það ekki Sússmayr sem kláraði messuna, heldur erkióvinurinn og eit- urbyrlarinn Salieri. Söngsveitin Fílharmónía. Söngsveitin Fiiharmónía og hljóðfæraleikar- ar úr Sinfóníuhljómsveit íslands stóðu að flutn- ingnum á sálumessu Mozarts í Langholtskirkju núna um helgina. Stjómandi var Bemharður Wilkinson, en einsöngvarar þau Sólrún Braga- Tónlist Jónas Sen dóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Bergþór Pálsson. Bergþór, sem er bariton, hljóp í skarð- ið á elleftu stundu fyrir veðurtepptan Keith Reed, og er það ekki í fyrsta sinn sem Bergþór tekur að sér að syngja bassa, oft með ágætum ár- angri. Hann á mik- ið lof skilið fyrir frammistöðu sína, þó rödd hans henti ekki beint þessu hlutverki. Snorri Wium tenór var hinsvegar á réttum stað, hann byrjað að vísu með hálfgerða helíum- rödd, en komst fljótt á skrið. Elsa Waage skilaði sinu hlut- verki með ágætum og einnig var Sólrún Bragadóttir oftast sjálfri sér til sóma, hún hefur tæra og fallega rödd, en hef- ur þó tilhneigingu til að „renna sér upp og niður“ á tónana, sem passar ekki i Mozart. Söngsveitin Filharmónía stendur alltaf fyrir sínu, kór- inn söng hreint og raddimar innbyrðis vora í góðu jafh- vægi. Hljómsveitin var líka prýðileg, nema aðeins í byijun þar sem strengimir vom heldur sterkir á kostnað blásaranna, sem gerði að verkum að undurfög- ur lýríkin skilaði sér ekki nægilega vel. Bem- harður Wilkinson náði þó fljótt valdi á öllu saman, og var útkoman í heild hin áheyrileg- asta. Söngsveitin Fílharmónta, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt Sólrúnu Braga- dóttur, Elsu Waage, Sriorra Wium og Bergþóri Pálssyni. Requiem eftir Mozart. Flutningur í Langholtskirkju ZO. mars. Með tímann að vopni A sunnudagskvöld vora haldnir djasstónleikar i hinu nýja og glæsi- lega tónlistarhúsi í Kópavoginum. Hljómsveitin Tímasprengjan, Sigurö- ur Flosason altsaxófónleikari, Kjart- an Valdemarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Pétur Grét- arsson trommuleikari, lék tónlist eft- ir Dave Brabeck, undir yfirskriftinni Meó tímann að vopni. Þessar nafngift- ir eiga að visa í það sem er helsta ein- kenniö á tónsmíðum og píanóleik Dave Brubeck, nefnilega notkun hans á takttegundum. Kvartett hans á sér reyndar enga hliðstæðu í djasssög- unni og áferð tónlistarinnar öll önn- ur en „bíboppsins", sem var ríkjandi stefna i djassinum á sjötta áratugn- um, þegar kvartettinn var að stíga stn fyrstu spor. Brubeck „sullar" saman ólíkum takttegundum í mörg- um tónsmíðum sínum og leikur sér reyndar oft að því í sólóum líka, að spila „þijá ofan í fjóra“ og öfugt. Þetta kannast menn við úr þekktustu lögum hans, sem reyndar hljómuðu flest í Kópavoginum um helgina. „Blue Rondo a la Turk“ var upphaf- slagið, sennilega skrifað í 9/8, en all- ir upplifa sífellt flakk á milli taktteg- unda. „It's a Raggy Waltz“ byggir á svipuðu þótt einfaldara sé, og „Three to Get Ready“ skiptir um takttegund á tveggja takta fresti, svo nefnd séu einhver þeirra laga sem Tímasprengjan flutti. Þótt lög af þessu tagi séu flest meðal vin- sælustu laga hans, þá eru það önnur lög sem hlotið hafa mesta spilun annarra djassleik- Dave Brubeck - hylltur af Tímasprengjunni. Jass Ársæll Másson ara. „In Your Own Sweet Way“ hefur til að bera allt það sem gott djasslag þarf að búa yfir. Hljómagangurinn heillar sérhvem bí- boppara og laglínan hrífur hina, t.d. muna kannski einhverjir eftir því hvemig Jacky Terrasson lék það á RúRek-hátíðinni 97. Takmörkuð eft- iröpun Tímasprengjan fór svolít- ið hikandi af stað, en smám saman jókst lífið i tónlist- inni. Það er töluvert annað að leika í tónleikasal eins og þessum en á „búllunum í Reykjavík", þar sem okkar menn era heima- vanastir. Brubeck sjálfum leist ekki á blik- una þegar honum var sýnt Broadway í Breiðholtinu þar sem hann síðan spilaði, enda kom hann oftast fram í tónleikasölum. Píanóstill Kjartans er allur annar en Bra- becks og setur það vitaskuld annan blæ á tónlistina. Að tímaspekúlasjónunum sleppt- um er Brabeck reyndar enginn fyrirmyndar píanisti og því lítil ástæða til að stæla hann. Þótt þeir fylgdu í megindráttum framgerð laganna, þá var þetta takmörkuð eftiröpun á spilamennsku Dave Brabeck kvartettsins. Þegar út í spunann er komið, þá spila menn sína músík og ekkert annað. En þeim Tíma- sprengjumönnum tókst að heilla áheyrendur með leik sínum og uppskáru tvöfalt upp- klapp. Það er því ástæða til aö benda fólki á að þeir verða á Múlanum næsta sunnudags- kvöld, á efri hæð Sólons íslandusar. Danskur leikhópur notar vegvísi Nikulás- ar munks í Árósum í Danmörku fyriifinnst leik- og dansflokkurinn Pulcinella, sem stjómað er af konu sem heitir Elisa- beth Jacobsen. Þessi flokkur fer ekki troðn- ar slóöir í listflutningi sínum; til dæmis lagð- ist hann í sýningar- ferðalag á gömlum saltvögnum þvert yfir Skandinavíu fyrir tveimur árum. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi hér uppi á ísa köldu landi, nema fyrir það að nú áforma Elisabeth og hennar fólk að ferðast með hestvögnum (og væntanlega skipum) gömlu pílagrímaleiðina frá íslandi til Jerúsal- emborgar árið 2001. Lagt verður af stað frá Seyðisfirði, en síðan verður farið um Þýska- land og ítaliu og hafður til hliðsjónar frægur vegvísir eftir íslenskan munk, Nikulás að nafni, sem varðveist hefur í íslensku handriti frá 1387. Sjálfur mun Nikulás þessi hafa farið í pílagrímsferð sína um 1150. Áætlar flokkur- inn að vera tæpa fimm mánuði á leiðinni og hyggst setja upp sérstaka sýningu sem kallast Feröasálmar á öllum helstu áfangastöðum. Markmiðið er að „tengja saman fólk í austri og vestri með hjálp listarinnar," að því er seg- ir í Jyllands-Posten fyrir skömmu. Með í ferð- inni verða kúskar, jámsmiðir og aðrir lag- hentir menn til að sjá um hesta og viðhald hestvagnanna; allt í allt munu 35 manns vera á faraldsfæti með flokknum. Elisaheth Jacob- sen áætlar að þetta ævintýri muni kosta um 35 milljónir íslenskra króna og vinnur nú að fjáröflun. Hattur og Fattur elska öll börn í tilefhi af umsögn um leikritið Hattur og Fattur í Loftkastalanum, sem birtist hér í DV fyrir helgina, vilja að- standendur þess taka skýrt fram að leikritið sé samið fyrir alla aldurs- hópa og í því sé hvergi, hvorki með látbragði né leikbúningum, gerð til- raun til að særa blygð- unarkennd áhorfenda. Þykir þeim Hatti og Fatti miður ef einhver hefur lagt annan skilning í látbragð eða atburði á sviðinu en efni stóöu til. „Flytjum saman fullum rómi..." Þessa dagana standa yfir árlegir vortón- leikar hins ástsæla karlakórs, Fóstbræðra. í ærkvöldi framflutti kórinn nýja efnisskrá í Salnum í Kópavogi; um hana veröur sérstak- lega fjallaö hér í DV á morgun, en í kvöld og fimmtudagskvöld mun kórinn flytja þessa sömu efnisskrá í Langholtskirkju og reka svo endahnútinn á tónleikaröðina með tónleikum á sama stað á laug- ardag, kl. 15. Kór- inn rær að vanda á ný mið, til dæmis flytur hann í fyrsta sinn útsetningar Árna Harðarsonar söngstjóra á þrem- ur íslenskum þjóð- lögum. Góðu heilli heyrist tónlist breska tónskáldsins Benjamins Brittens æ oftar á tónleikum hér á landi og í þetta sinn ætla Fóstbræður að frumflytja verk sem Britten samdi fyrir píanó og karlakór og nefn- ist The Ballad of Little Musgrave and Lady Barnard. Textinn er miðaldakveðskapur, þar sem segir frá ástum skósveins og hefðarfrúar sem auðvitað fá hörmulegan endi. Ekki má heldur gleyma þætti Bjarna Thors Kristinssonar bassasöngvara en hann mun syngja bæði negrasálma og óperatónlist með kómum. Umsjón Aðalsteinn Ingolfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.