Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Fréttir Nýr forstjóri íslenskra sjávarafurða glímir við gífurlegan vanda: ÍS á köldum klaka Meðan alit lék í lyndi. Benedikt Sveinsson, fyrrverandi forstjóri ÍS, ásamt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra í grillveislu í Newport News í Virginfu, að fagna opnun verksmiðjunnar. Verksmiðjan hefur verið mjög þungur kross á ÍS. Viðskiptaheimurmn stendur nánast á öndinni yfir atburðarás hjá sjávarútvegsfyrirtækjum þessa dagana. Skammt er um liðið síðan Róbert Guðfinnsson frá Þormóði ramma kom sem stormsveipur inn í stjórn Sölmniðstöðvar hraðfrysti- húsanna og felldi sitjandi stjómar- formann, Jón Ingvarsson. í fram- haldinu samþykkti meirihluti stjómar svo á fóstudag að víkja Friðriki Pálssyni, forstjóra SH, úr starfi. En atburðir gerast víðar en í ranni SH: íslenskar sjávarafurð- ir, sem stofnaðar vom upp úr sjáv- arafurðadeild SÍS, hafa verið í við- skiptafréttum fjölmiðla undan- farna mánuði og ár, ekki síst þeg- ar hörð samkeppni átti sér stað milli ÍS og SH um franska fisk- vinnslufyrirtækið Gelmer SA og nú síðast fyrir þá afleitu stöðu sem nýbirtur ársreikningur ÍS fyrir síðasta ár sýnir. Aðalfúndur fé- lagsins verður haldinn á fostudag- inn kemur og vænst er tíðinda þaðan. Líklegt er talið að manna- skipti verði í stjóminni og að for- maðurinn, Hermann Hansson, víki. Skeifilegt ástand DV hefur rætt við sérfræðinga hjá tveimur verðbréfafyrirtækjum og rýnt með þeim í ársreikning- ana. Þeir segja að ástandið hjá ÍS sé skelfilegt, svo skelfilegt að tak- ist nýjum forstjóra, Finnboga Jónssyni, að rétta fyrirtækið af þá muni það verða í minnum haft sem meiri háttar þrekvirki. ÍS sé nánast á köldum klaka. Sam- kvæmt ársreikningnum var halli af reglulegri starfsemi fyrir skatta 901 milljón króna. Þessi upphæð talar vissulega sínu máli, ekki síst þegar haft er til hliðsjónar að eig- ið fé fyrirtækisins er 988 milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð: Inni í töluna eigið fé er nefnilega búið að færa óefhislega eign, eða Eiginfjárhlutfall ÍS 20,0% 1996 1997 1998 I langtímakostnað upp á 166 milljón- ir króna. Sérfræðingamir segja að það sé fyllilega réttlætanlegt að bókfæra slíka eign inn í framtíð- ina þegar aðstæður eru eðlilegar en við núverandi aðstæður hjá ÍS sé stór hængur á. Til að slík eign skili arði í framtíðinni verði félag- ið að vera rekstrarhæft til lang- ffarna. Um það hvort ÍS sé það yf- irleitt séu áhöld inn á þessari stundu. Þá er annar bókhaldsliður sem þeir setja spumingarmerki við en það er liðurinn „frestuð skatteign" upp á 177 milljónir króna. Þetta er í rauninni ekki eign félagsins heldur upphæð sem félagið getur sparað sér i framtíðinni nái það að skila hagnaði. Skili það ekki hagn- aði innan tiltekins árabils fellur þessi „eign“ niður. Samanlagt er þessi ótrygga eign tæplega 343 milljónir króna sem er 34,7% af eigin fé ÍS. Með öðrum orðum sagt þá em 34,7% af eigin fé fyrirtækis- ins úti að synda og líf fjárins und- ir því komið hvort takist að reka fyrirtækið með hagnaði í náinni framtíð. Takist það ekki er þetta fé týnt og tröllum gefið. Sala eigna og hlutafjár Það er vissulega spuming hvort það tekst að reka ÍS með hagnaði á næstunni. í ársreikningi kemur fram að eiginfjárhlutfallið er 8,7% miðað við 12,6% árið 1997 og 20% árið 1996. Þegar tölur um veltufé frá rekstri era bomar saman kemur í ljós að árið 1994 var það 209 milljón- ir, 1995 var það 206 milijónir, 1996 313 milljónir en 1998 er það orðið neikvætt um 786 milljónir króna sem er stóralvarlegt mál og sam- bærilegt við það að fara hressilega yfir á tékkareikningi heimilisins. í ársskýrslu ÍS kemur ffarn að Innlent fréttaljós ----—--------- Stefan Asgrimsson bragðist hefúr verið við vandanum með sölu eigna, m.a. hlutabréfa í hlutabréfasjóðnum íshafi sem á hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækj- um, eins og t.d. Básafelli, Borgey, Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum o.fl., og með umdeildu hlutafjárút- boði þar sem reglur og kröfúr Verð- bréfaþings íslands um upplýsinga- gjöf vora ekki uppfylltar. Raunar tókst ekki að selja allt það hlutafé sem í boði var en hlutafélagið Mundill, sem er að 85% í eigu Sam- skipa, brá þá við og keypti það sem út af borðinu stóð. Þá keypti Olíufé- lagið hf. hlutabréf ÍS í Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum og greiddi fyrir þau yfirverð, keypti bréfin á genginu 2,30 þegar markaðsverðið var 1,9. Án þess að nokkuð sé um það full- yrt hér þá bera þessi kaup keim af björgunaraðgerðum frernur en hreinum viöskiptasjónarmiðum, en ÍS, Samskip og Oliufélagið era öll í þeim geira islensks viðskiptaum- hverfis sem áður laut forystu Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og sumir vilja nú nefna „smokkfisk- inn“ til mótvægis við SH og Eim- skip sem menn i sömu andránni nefha þá „kolkrabbann". SH og ÍS hafa vissulega átt í harðri samkeppni. Sú samkeppni tók á sig skringilega mynd þegar fyrirtækin kepptu um að kaupa franska fiskvinnslufyrirtækið Gel- mer í Frakklandi. ÍS bar hærri hlut en af ársreikningi ÍS verður ekki ráðið að kaupin hafi staðið undir þeim væntingum sem forráöamenn ÍS höfðu um þau í ársskýrslu ÍS 1997. í henni segir að kaupin á Gel- mer SA og uppbyggingin í Banda- ríkjunum muni leiða af sér hækkun á brúttótekjum og leiða til aukinnar ffamleiðni og að nettóhagnaður á árinu 1998 verði 150 milljónir króna. Þetta gekk alls ekki eftir. Trúnaðarbrestur í nýbirtum ársreikningi fýrir árið 1998 era vandamálin í rekstri ÍS rakin að 95 hundraðshlutum til erfiðleika í rekstri dótturfyrirtæk- isins Iceland Seafood í Bandaríkj- unum. Gert hafi verið ráð fyrir því að reksturinn yrði í jafhvægi á ár- inu eftir flutning starfseminnar frá Pennsylvaniu til Newport News í Virginíu haustið 1997. í ársreikningunum segir síðan: „Skemmst er frá því að segja að þessar væntingar stóðust ekki. Afar margt fór úrskeiðis í stjóm- un og rekstri fyrirtækisins og nið- urstaða rekstrarins er tap að fjár- hæð 631 millj. kr...“ segir í nýju ársskýrslunni. Aðalfúndur ÍS verður haldinn nk. fostudag, 26. mars. Þar verður væntanlega lögð fram tillaga um heimild til stjóm- ar að selja 400 milljónir af viðbót- arhlutafé að nafhvirði. Verðbréfa- salar eru ekki vissir um hversu vel á eftir að ganga með að selja þetta hlutafé í ljósi stöðunnar nú og þess hvemig síðasta útboð gekk fyrir sig og þess að yfirmenn fyrir- tækisins hafa ekki gefið réttar upplýsingar um stöðu þess og horfúr að undanfomu. „Það er spuming með þetta félag hvort það sé yfirleitt hæft til að vera á hlutabréfamarkaðnum," segir annar verðbréfasérfræðinganna sem DV hefur rætt við. Veltufjár- hlutfall þess sé 0,98 og veltufé frá rekstri er neikvætt um 786 milljón- ir. Þetta þýði að fyrirtækið eigi í verulegum erfiðleikum meö að standa undir skuldbindingum sín- um. Á þvi hvíli miklar langtíma- skuldir sem þurfi að greiða niður um 320 milljónir á næsta ári. Vaxta- kostnaður ÍS hafi tekið risastökk upp á við. Hann hafi árið 1997 verið 108,5 milljónir króna en ári síðar, 1998, er hann rokinn upp í 457,5 milljónir króna. Sérfræðingurinn segir að þennan vöxt sé fyrst og fremst aö rekja til kaupanna á Gel- mer. Þau og tapið á Iceland Seafood hafa verið fjármögnuð með almenn- um bankalánum, jafiivel yfirdráttar- lánum. Þetta má lesa út úr ársreikning- um ÍS. Þar kemur í ljós að bókhalds- liðurinn skuldir á bankareikning- um er í árslok 1996 um 58 milljónir króna en fer upp í tæplega 1,3 millj- arða um mitt ár 1998 en lækkar nið- ur í 1,1 milljarð í lok ársins. Lækk- unin verður þegar seldar era eignir, sem voru sem fyrr sagði hlutabréf í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um til Olíufélagsins og farið út í umdeild hlutafjárútboð upp á 200 milljónir sem gaf 344 milljónir í aðra hönd. Samtals kom um millj- arður króna út úr þessum aögerð- um. Tekst Finnboga hið illmögu- lega? Viðbrögð stjórnenda ÍS hafa ver- ið þau, að því er kemur fram í árs- skýrslunni, að greina vandamál í stjómun og rekstri ÍS-samstæð- unnar og þó ekki sist hjá Iceland Seafood í Bandarikjunum og gerð- ar margvíslegar úrbætur. Þá er greint frá fyrmefndri eignasölu og hlutafjársölu upp á 200 miUjónir. Þá urðu þær breytingar á yfir- stjóminni að Benedikt Sveinsson forstjóri fór til Bandaríkjanna til að taka við yfirstjórn Iceland Seafood og loks var Finnbogi Jóns- son, fyrrverandi forstjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, ráð- inn forstjóri í stað Benedikts. Sér- fræðingar verðbréfafýrirtækjanna segja í samtali við DV að Finnbogi sé manna líklegastur til að koma ÍS á réttan kjöl. Þeir minna á far- sælan feril hans við stjómvölinn hjá Síldarvinnslunni sem var ekk- ert of burðug þegar hann kom þar til starfa. Finnbogi hefur jafnan haft þann stíl að segja fremur minna en meira um verk sín. Dökkt útlit hjá IS - tölur í milljónum króna _ Veltufé frá rekstri ***- Hagnaður/tap fyrir skatta 1996 1997 1998 DV Benedikt Sveinsson, fyrrverandi forstjóri, og Hermann Hansson stjórnarfor- maður. Framtíð hins síðarnefnda er óviss í stjórnarformannsstólnum. r A undan lægðinni Svo sem kunnugt er telja nokkrir ráðandi Vestfirðingar að fjölmiðlar séu til ills eins og stjómi heilu atburðarásunum. Nú er þessi skoð- un komin á æöra plan og orðin hluti af trúarbrögðum hinnar lút- ersku kirkju. í stólræðu í ísa- fjarðarkirkju lagði séra Skúli Ólafs- son Skúla- sonar út af fjölmiðlum. Þar sagði hann á boðunardegi Maríu að fjölmiðlar hefðu svert áöur tandurhreina ímynd Vest- fjai'ða. Sem dæmi um illgimina benti hann að Sjónvarpið hefði sent fréttamann vestur á undan lægð sem ól af sér stórviðri. Sá sendi síðan suður um heiðar reglubundin tíðindi af snjósköfl- um og meintum háska. Amen... Mikill kall, Arafat Enginn skyldi efast um mikil- fengleik Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, en heldur þótti fréttamaður Bylgjunnar taka stórt upp í sig um hann í hádegisfréttum sl. þriðjudag þegar hann kenndi sögu- frægt ljall við manninn. í fréttinni var lýst helgisið- um múslíma sem nú standa sem hæst um hinn múslímska heim, m.a. með stór- felldri sauðflárslátrun í Sádi-Ar- abíu og göngu á fjallið Ararat sem nefnt var í fféttinni Arafat- fjaUL Katrín skilur þá að Sandkom greindi frá því ný- lega að innan Samfylkingarinn- ar í Reykjaneskjördæmi væri verið að leita logandi ljósi að einhverjum til að setja í sætið á milli þeirra cillaballanna Lúðvíks Geirssonar og Magnúsar Jóns Árna- sonar vegna þess að stór- háski væri talinn á ferð- um ef þeir lentu hlið við hlið á Ustanum. Nú er sú leit á enda því að ákveðið hefúr verið að Katrín Júlíusdóttir fyrrver- andi framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs, skipi þetta sæti. Hún verður sú girðing sem skilja á að þá flokksfélagana. Karl í áróðurinn Nú hefúr Karl Th. Birgisson, fyrrverandi ritstjóri með meira, verið kaUaður til höfuðborgar- innar eftir langa dvöl austur á Stöðvarfirði þar sem hann hefúr verið að tölvast og sýsla í fata- kaupmennsku. Nefndur Karl hefur mikla þjálfun í áróð- ursskrifum, er annar höf- unda forseta- bókarinnar og Samfylkingin nýta krafta hans á því sviði. Karl fer því beinustu leið I höfuðstöðvar Samfylking- ar við komuna suður, hvar sem hana er nú að finna. Ekki er að vita nema samfylkingarmenn geti einnig notið góöra ráða Karls í fatavali... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.