Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 33 Blcmd i noka Grant Hackett, 18 ára gamall Ástr- ali, bætti elsta heimsmetiö í sundi á ástralska meistaramótinu sem nú stendur yfír í Brisbane. Hackett sló metið i 200 metra skriðsundi, sem var orðið 10 ára gamalt, þegar hann kom í mark á 1:46,67 mínútum. Gamla metið átti ítalinn Giorgio Lamberti, 1:46,69, sett á Evrópumeistaramótinu i Bonn árið 1989. Real Madrid hefur mikinn áhuga á að fá Lilian Thuram, landsliðsmann Frakka, til liðs við sig fyrir næstu leiktíð, en hann leikur með Parma á Ítalíu. Forráðamenn Madridarliðsins ætla að styrkja lið sitt verulega fyrir næsta tímabil enda eru menn þar á bæ ekki sáttir við árangurinn á yfir- standandi tímabili. Thuram er vam- arleikmaður og talinn með þeim betri í veröldinni. Mario Bugeanu, knattspyrnumaður með rúmenska A-deildarliðinu Gloria Bistrita, og kærasta hans létust af völdum koltvísýrings eftir að hafa elskast í bifreið sem var í gangi á verkstæði í Búkarest. Robbie Fowler hjá Liverpool og Gra- eme Le Saux hjá Chelsea, samherjar í enska landsliðinu í knattspymu, hafa náð sáttum. Eins og írægt er orðið lenti þeim saman í leik Liverpool og Chelsea nú iyrir skömmu, sem endaði með því að Le Saux gaf Fowler olnbogaskot i háls- inn. Fowler og Le Saux fóm saman á fund Kevins Keegans landsliðsþjálf- ara og greindu honum frá því að þeir væm orðnir vinir. Colin Calderwood gekk i gær i raðir Aston Viila frá Tottenham. Cald- erwood er 34 ára gamall vamarmað- ur og er honum ætlað að stoppa í göt- in í vamarleik Aston Villa sem að- eins hefúr náð í eitt stig i síðustu 8 leikjum. Ólafur B. Lárusson verður áfram við stjómvölinn hjá handknatt- leiksliði Gróttu/KR sem féll í 2. deild- ina ásamt Selfoss nú á dögunum. Ólafur gerir ráð fyrir því að halda svipuðum mannskap, en líklega mun þó Armandas Melderis yfirgefa her- búðir félagsins. Deildabikarinn: ÍBV-Grindavík................3-2 Steingrímur Jóhannesson, Sindri Grétarsson, Hlynur Stefánsson - Grétar Hjartarson. HK-Sindri ...................0-1 - Sindri Ragnarsson. Reykjavíkurmótið: A-riðill: ÍR-Þóttur....................2-1 Bjami Gaukur Sigurðsson, Njörður Steinarsson - Hreinn Hringsson. B-riðili: Víkingur-Valur...............2-1 Jón Grétar Ólafsson, Sumarliði Áma- son - Einar Páll Tómasson. Fylkir-Léttir ...............2-0 Baldvin Hallgimsson, Kristinn Tóm- asson. -GH/JKS Iþróttir íþróttir Valdimar Grímsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður með Wupptertal: Fiöldskylduvænt Valdimar Grímsson var fyrirliði ís lenska landsliðsins í handknattleik á nýafstöðnu heimsbikarmóti í Sví- þjóð. Valdimar hefur verið einn af burðEirásum liðsins undanfarin ár og verður það eflaust áfram. Valdimar gerði á sl. sumri tveggja ára samning við þýska liðið Wuppertal og hefur hann verið að standa sig vel með fé- laginu í vetur. Valdimar var iðinn við kolann hér í deild- inni heima og í þýsku deild- inni heldur hann upptekn- um hætti og er í hópi markahæstu leikmanna. - Hvernig skyldi Valdimari lítast á stöðuna eftir heimsbik- armótið í Svíþjóð? ,Eftir tapið gegn Frökkum komu ein- hverjar efasemda- raddir upp hvort við værum eitt- hvað að dragast aftur úr. Eftir leik- inn gegn Ungverjum var alveg slegið á þær raddir, enda væri eitthvað óeðli- legt ef við værum að dragast aftur úr, þar sem bróðurpartur liðs- ins er að leika í einni bestu deild í heimi. Menn geta sinnt hand- boltanum mun betur heldur en heima og það hlýtur að koma landslið- inu til góða. Mér finnst hraðinn vera að aukast í handboltanum á nýjan leik og það er af hinu góða að minu mati,“ sagði Valdimar. Nú tala menn um að allan massa vanti á íslenska hand- boltamenn. Hvað finnst þér til í því? „Þú getur brugðist við stöð- unni og stillt upp vörn í sam- ræmi við það. Það er hægt að leika framliggjandi vöm eins og gert var gegn Ungverjum með góðum ár- angri. Ef við tökum mið af mótinu í Svíþjóð þá voram við líkamlega of léttir til að leika 6-0 vöm. Menn vildu reyna og láta þetta koma í ljós og ennfrem- ur var verið að prufa nýja leikmenn, sem fengu svo sannarlega sína eldskfrn. Ef menn ætla að leika þessar afturliggjandi vamir þá liggur bein- ast við að menn þyngi sig um 3-5 kg.“ - Þú metur þannig stöðuna að við séum ennþá taldir með betri handboltaþjóðum heims!? „Ég lít þannig á að íslenska landsliðið sé eitt af tíu bestu liðunum í heiminum í dag. Við ætlum okkur að vera þar en meginþorri leikmanna sem náði frábærum árangri á HM 21-árs landsliða í Egyptalandi 1993, era að verða máttarstólpar í liðinu í dag.“ - Nú bíða liðsins erfiðir leikir gegn Sviss í forkeppni að Evrópumótinu í maí. Þessir leikir skipta sköpum fyrir okkur upp á framtíðina. „Mér líst bara vel á þá leiki sem framundan era gegn þeim. Liðið náði að slípast ágætlega saman á heimsbikamum í Svíþjóð. Öll mót af þessu tagi era mjög gott veganesti fyrir leiki eins og blasa við gegn Sviss. Mótið í Svíþjóð var góð- ur skóli fyrir yngri leikmennina og við hvert ferli sem þeir fara í gegnum er verið að bæta í sarpinn. Ég er klár á því að þetta kemur til með að hjálpa okkur í vor og við mætum með fullum huga í verkefnið gegn Sviss. Þetta verða miklir baráttuleikir eins og dæmin sanna í viðureign- um við þá á undanfomum árum. Það verður kostur að eiga síðari leikinn heima en Svisslend- ingar hafa smalað öllum sínum bestu leikmönn- um fyrir leikina við okkur. Ég reikna samt með að við förum með sigur af hólmi.“ - Nú hefur þú verið að leika sem atvinnu- maður í vetur. Finnst þér þú hafa bætt þig sem handboltamaður eftir að þú fórst út? „Bætt mig og ekki bætt. Ég get umfram allt sinnt íþróttinni mun betur en áður. Á meðan maður var heima var ég í fullri vinnu samhliða handboltanum. Það verður að hafa í huga að ég er kominn af yngsta æviskeiðinu þegar ég held utan. Ég kannski bæti mig ekki mikið en ég held mér i þeim styrk sem ég var búinn að koma mér í. Ég er í líkam- lega góðri þjálfún og laus við meiðsli og annað. Ég hef mjög gaman af þessu og ég sé ekkert að því að prófa þetta aðeins lengur. Mað- ur finnur auðvitað fyrir miklum mun að æfa og leika í Þýskalandi en heima. Þú getur alfar- ið einbeitt þér að handboltanum hér en því er ekki leyna að . .5 . _____________________ þetta er öðravisi heimur en ég átti von á. Mesti munurinn er þetta mikla frí sem maður hefur á milli æfinga og keppni. Þessa kosti hefur maður alltaf öfundað atvinnumanninn fyrir en á hinn bóginn getur líka skapast svolítið eirðaleysi." - Gefst þá ekki miklu meiri tími fyrir fjöl- skylduna en áður? „Að sjálfsögðu er timinn meiri. Ég er kannski fjóra tíma að heiman á dag en 20 heima fyrir. Þegar maður er farinn að lifa með þessu verður þetta öðravísi en maður er vanur. Þetta er glæsi- legt umhverfi fyrir fjölskyldumann sem getur alið bömin sin betur upp og sinnt fjölskyldunni á allan hátt betur. Ég er búinn að hægja verulega á lífshraðanum.“ - Verða menn ríkir á því að leika handholta í Þýskalandi? „Ég get ekki sagt að menn verði neitt ríkir á því. Þú er samt ekki að fara í neitt fátækra- mannastarf. Að vera ríkur er mjög teygjanlegt hugtak. Ég get þó sagt að við höfum það gott. Aukin tími sem gefst með fjölskyldunni er hvað dýrmætastur." - Hvað átt þú eftir að leika handbolta lengi? „Eftir síðasta tímabil heima á íslandi var ég eiginleiga búinn að ákveða að leggja skóna á hill- una. Ég ætlaði þó jafiivel að taka alfarið að mér þjálfun eða hætta alveg og einbeita mér þess í stað að vinnunni. Síðcm kom þetta tækifæri að leika í Þýskalandi og ég tók þá ákvörðun að kýla á það. Ég samdi til tveggja ára og ég hef ekki myndað mér neina skoðun um það hvað ég geri eftir það. Mér líður vel og af hverju ekki að vera að djöfiast á meðan.“ - Sérðu framtíðina þannig að eftir veruna í Þýskalandi komi þú heim og gerist þjálfari? „Svona alveg eins. Það er erfitt að svara þess- ari spumingu með ákveðnum hætti en ég veit að ég get skilað ákveðnu frá mér. Ég brenndi mig á því að leika samhliða þjálfuninni á sínum tíma. Þá fannst mér þjálfunin ekki fá allt það sem hún hefði þurft. Ég var þó sáttur við það starf sem ég lagði þá ffarn. Það er bara betra að geta einbeitt fullkomnlega að þjálfuninni heldur en að fara í tvöfalt starf. Atvinnu minnar vegna getur komið upp sú staða að mér standi ekki þjálfunin til boða, en tíminn verður að leiða það í ljós. Það fer alveg eftir þvi hvað ég fer að gera þegar ég kem alkominn heim. Ég ætla mér aftur í hringiðju at- vinnulífsins og það verður að spinnast út frá því hvort handboltinn geti fylgt með eða ekki. Það skiptir bcira mestu að nota tímann á meðan mað- ur er heill," sagði Valdimar Grímsson í viðtalinu við DV. -JKS Sigurlaug lét ekki slysið stöðva sig Sigurlaug Ámadóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur varð íslandsmeistari í listhlaupi á skautum annað árið í röð, en íslandsmótið fór ffarn í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Sigurlaug slasaðist á laugardaginn þegar hún féll og skautað var yfir aðra höndina á henni. Sauma þurfti á annan tug spora en Sigurlaug lét það ekki á sig fá og lauk keppni á sunnudeginum með glæsibrag. Linda Viðarsdóttir, SR, varð önnur og Snædís Lilja Ingadóttir, SR, þriðja. Á myndinni era frá vinstri: Linda, Sigurlaug og Snædís með verölaun sín. I B-flokki kvenna sigraði Telma Sveinbjamardóttir, Biminum, og Dagrún Þómý Kristjánsdóttir, SR, varð önnur. Einnig var keppt I níu yngri flokkum og verður fjallað nánar um það á unglingasíðu innan skamms. -VS Jón Kr. Gíslason, landsliösþjálfari í körfuknattleik: Verðum að fara áfram - ísland í riðli með Slóvakíu, Rúmeniu, H-Rússlandi, Kýpur og Wales Búið er að draga í riðla í undankeppni fyrir undanúrslitariðlana í Evrópukeppninni í körfu- knattleik. ísland leikur í riðli með Slóvéikíu, Rúmeníu, Hvíta-Rússlandi, Kýpur og Wales og verður riðUlinn leikinn í Slóvakíu 19.-23. maí. Þrjár efstu þjóðimar komast í undanúrslitin fyr- ir úrslitakeppnina árið 2001, en íslenska landslið- ið komst í iýrsta skipti i undanúrslitin í fyrra og lauk núýverið keppni. Erfitt að meta hvar við stöndum En hvemig líst Jóni Kr. Gíslasyni landsliðs- þjálfara á þennan riðil? „Við eigum að vera nokkuð öraggir með sigur gegn Wales, Kýpurbúar hafa verið að styrkjast mjög á undanfömum áram þannig að þeir verða ekki léttir. Rúmenar lentu í neðsta sæti í sínum riðli eins og við, en Hvíta-Rússland og Slóvakía vora í 5. sæti í sínum riðlum. Þessar þjóðir verða okkur erfiður mótherji en auðvitað er markmið- ið að komast upp úr riðlinum. Við höfúm aldrei spilað gegn Slóvakíu og Hvíta-Rússlandi og einu sinni gegn Rúmeníu. Það er því frekar erfitt að meta hvar við stöndum gangvart þessum þjóðum en eg mun reyna að útvega mér spólur frá leikj- um þessara þjóða," sagði Jón Kr. Baldur verður líklega með Jón segist ætla að tefla fram þeim leikmanna- hópi sem lék í undanúrslitakeppninni og hann vonast eftir því að Baldur ólafsson bætist í þann hóp. Baldur, sem er 2,06 metrar á hæð, er í Bandaríkjunum og hefúr bætt sig mikið. „Við verðum hreinlega að komast í þessa keppni aftur. Þetta gætu orðið tímamót fyrir landsliðið. Ef okkur tekst ekki að komast áfram < þá er mjög lítið framundan næstu tvö árin og þá j þyrfti að endurskoða allt starfið og jafnvel fara i að byggja upp nýtt landslið. En auðvitað ætlum við gera okkar besta til þess að komast áfram. Þó svo við höfum tapað öllum leikjunum í nýafstað- inni riðlakeppni fengu menn mikið út úr því að spila við þessar toppþjóðir og sú reynsla kemur vonandi til góða í þessum leikjum," sagði Jón. ? Menn vilja breytingar ef við förum ekki : áfram j Samningur Jóns við KKÍ rennur út eftir riðla- | keppnina í Slóvakíu. j „Ég geri mér alveg grein fyrir því að ef okkur \ 'r_ tekst ekki að komast í undanúrslitin vilja menn \ gera breytingar." Undirbúningur landsliðsins fyrir riðlakeppn- i ina í Slóvakíu hefst í byrjun maí. Liðið fer á mót í Lúxemborg 7.-9. maí og þá hafa Norðmenn boð- ; ið Islendingum að spila tvo leiki ytra, rétt áður en mótið hefst í Slóvakíu. Þess má geta að Leifur Sigfinnur Garðarsson, * körfúknattleiksdómarinn snjalli, mun dæma fyr- t ir íslands hönd á mótinu í Slóvakíu, en dómara- nefnd evrópska körfúknattleikssambandins valdi . Leif til starfans. -GH ; Sjöberg ætlað að auka stökkkraft h NBA-leikmanna j Svíinn Patrik Sjöberg, fyrram heimsmethafi í j hástökki og einn dáðasti íþróttamaður Svía, hefur lagt íþróttina á hilluna vegna þrálátra bak- meiðsla, 34 ára gamall. Sjöberg vann til silfur- verðlauna á ólympíuleik- unum árið 1984 og setti heimsmet árið 1987 þeg- ar hann stökk 2,42 metra, • en þá gátu fáir há- stökkvarar stokkið yfir 2,30 metra. : ^ Sjöberg ætlar þó ekki að hætta afskiptum af ' íþróttum. Hann ætlar j miðla kunáttu sinni í f hástökkinu til körfu- | knattleiksmcinna í NBA- -t deildinni í Bandaríkjun- \ um og kenna þeim að stökkva hærra en þeir gera í dag og einnig vill að leiðbeina knatt- . spymumönnum að bæta j stökkkraft sinn. í fyrstu mun Sjöberg j vinna með körfuknatt- leiksmönnum Chicago I Bulls og New Jersey og j þá hefur hann verið í f sambandi við spænsku * knattspyrnurisana í j Barcelona og Real Mad- : rid. -GH íslandsmeistarar Fyrstu íslandsmeistarar Gróttu í fimleikum vora krýndir um síðustu helgi, en þá sigraði Grótta í liðakeppni kvenna á íslandsmótinu í fimleikum. Gróttustúlkur stöðvuðu þar með sigurgöngu Bjarkanna sem hafa verið nær ósigrandi í liðakeppninni undanfarin ár. Hér á myndinni era íslandsmeistaramir og kunnugir telja að þama séu á ferðinni fyrstu íslandsmeistarar félagsins frá upphafi. Frá vinstri: Kristín Helga Einarsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Ema Sigmundsdóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir og Jóhanna Sigurmundsdóttir. -GH Jón Kr. Gíslason segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi öðlast dýrmæta reynslu undanúrslitakeppnina sem lauk á dögunum og hún muni vonandi nýtast f leikjunum í Slóvakfu. 21-árs landsliðið til Ukraínu: Sjö leikmenn erlendra liöa Atli Eð- valdsson, þjálfari 21- árs lands- liðsins í knatt- spymu, hef- ur valið 16 leikmenn til að spila gegn Úkra- inu í Evr- ópukeppn- inni næsta miðviku- dag. Leikið verður í Kiev sama dag og A- landsliðið spilar þar. Þrjá leikmenn vantar af þeim sem spil- uðu með liðinu í keppninni síðasta haust. ívar Ingimarsson er í banni, Andri Sigþórsson meiddur og Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí að þessu sinni, að sögn Atla. í hópnum era tveir nýliðar, Amar Jón Sigurgeirsson og Freyr Karlsson, og svo Fjalar Þorgeirsson, sem var reyndar í hópnum í fyrra sem varamarkvörður en spfiaði ekki. Sjö leikmenn koma erlendis frá og liðið er þannig skipað: Markverðir: Ólafur Þór Gunnarsson, ÍA Fjalar Þorgeirsson, Þrótti R. Aðrir leikmenn: Amar Þór Viðarsson, Lokeren Þorbjöm Atli Sveinsson, Bröndby Valur Fannar Gislason, Strömsgodset Bjami Guðjónsson, Genk Jóhann B. Guðmundsson, Watford Heiðar Helguson, Lilleström Haukur Ingi Guðnason, Liverpool Davið Ólafsson, FH Reynir Leósson, ÍA Bjöm Jakobsson, KR Edilon Hreinsson, KR Sigurður Elí Haraldsson, FH Amar Jón Sigurgeirsson, KR Freyr Karlsson, Fram íslenska liðið hefur leikið þrjá leiki í keppninni og tapað þeim öllum. Gegn Frökkum á Ákranesi, 0-2, gegn Armen- um í Jerevan, 1-3, og gegn Rússum í Kópavogi, 1-2. „Við höfum verið i vandræðum í öll- um leikjunum vegna þess hve við höfum byrjað illa. Síðan höfum við verið sterk- ari eftir því sem liðið hefúr á leikina. Þetta er vandamál sem við þurfum að laga en þetta er sterkur hópur sem ég treysti fullkomlega til að klára þessa keppni með sóma,“ segir Atli Eðvalds- son. -VS NBA-DEILDIN Urslitin í nótt: Cleveland-Boston..........113-86 Person 19, Kemp 17, DeClerq 16 - Walker 22, Mercer 12, Pierce 11. Orlando-Charlotte .........86-78 Armstrong 28, Harping 16, Hardaway 13, Grant 10 (5 varin) - Jones 20, Campbell 19, Coleman 11. Utah-Miami.................84-81 Malone 23 (15 fráköst), Russell 17, Stockton 12 - Hardaway 30, Mourning 11, Porter 11. Chicago-Toronto...........90-113 Larue 15, David 12, Brown 11, Jones 11 - Brown 25, Carter 23, Wallace 15. San Antonio-Denver.......112-82 Duncan 19, Robinson 17, Jackson 13 - Van Exel 18, Williams 14, Taylor 14. Portland-Golden State .... 79-72 Rider 15, Sabonis 14, Grant 13, Stoudamire 12 - Caffey 18, Cole 17, Starks 12. Bryon Russell tryggði Utah sigur með 3ja stiga körfu 4,7 sekúndum fyrir leikslok. Ffstu liö: (Vestur) Portland 21-5, Utah 20-6, Lakers 19-9, Houston 17-9 (Austur) Miami 18-7, Indiana 18-7, Orlando 19-8, Millwaukee 15-10. Bland i poka Leikur Rússlands og Andorra í Evr- ópukeppni landsliða i knattspymu, sem fram fer næsta miðvikudag, hef- ur verið fluttur frá Vladikavkaz í sjálfsstjórnarríkinu Ossetiu til Moskvu. Ástæðan er sú að á fóstudag var gert sprengjutilræði í miðborg Vladikavkaz og öryggi þar er í kjöl- farið ekki taliö nægilega mikið. Andorramenn, sem mæta íslending- um á laugardag á heimavelli, eiga því fyrir höndum styttra ferðalag en ella og sleppa við innanlandsflug í Rúss- landi. Þá hefur UEFA orðiö við beiðni Andorramanna um að heimaleikur þeirra gegn Frökkum 9. júní verði fluttur frá Andorra til Barcelona. Önnur lið i 4. riöli hafa engar athuga- semdir gert við þá færslu og því var þetta samþykkt. Völlurinn í Andorra tekur aðeins um 1.000 áhorfendur en búist er við tugum þúsunda á leikinn. Zinedine Zidane hef- ur dregið sig út úr franska landsliðs- hópnum í knatt- spymu sem mætir Ukraínumönnum á laugardaginn. Zidane er meiddur á hné en segist vonast til að geta leikið gegn Armenum í næstu viku og með Juventus gegn Manch- ester United í undanúrslitum meist- aradeildarinnar þann 7. apríl. Ro- berto Pires hjá Marseille mun taka stöðu Zidane í liðinu. Sven Göran Eriksson hefur fram- lengt samning sinn við ítalska knatt- spyrnuliðið Lazio til ársins 2002. Sví- inn snjalli fékk fullt af peningum til að spreða í leikmenn hjá forráða- mönnum félagsins fyrir tímabilið, enda átti kosta miklu til að koma þvi í fremstu röð. Liðiö byijaði leiktíðina illa en hefur heldur betur smollið saman og flest bendir til þess að liðið vinni italska meistaratitilinn í fyrsta skipti í 25 ár. Þá er Lazio einnig kom- ið í undanúrslit í UEFA-keppninni. Hasan Sas, leikmaöur Galatasaray í Tyrklandi, var í gær úrkurðaður I hálfs árs keppnisbann en kappinn féll á lyfjaprófi sem framkvæmt var á honum eftir deildarleik meö Gala- tasaray þann 17. febrúar. Svíinn Henrik Larsson gerir ráð fyr- ir því að skrifa undir nýjan samning við skoska A-deildarliðið Celtic. Fé- lagið hefur boðið honum nýjan samn- ing sem tryggir honum 3,2 milljónir króna í laun á viku. Larsson hefur verið mjög skæður með liði Celtic á leiktiðinni og hefur skoraö á þriðja tugmarka. -VS/GH I kvöld 8-liða úrslit kvenna í handbolta: Fram-lBV (1-1)............20.00 Reykjav.mót karla f knattspymu: Leiknir R.-Fjölnir..Leikn. 18.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.