Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 17 Iþróttir íþróttir Arnar ekki með? - lagstur í flensu í Andorra Ólíklegt er að Amar Gunnlaugs- son geti leikið með íslenska lands- liðinu 1 knattspyrnu þegar það mæt- ir Andorra annað kvöld í Evrópu- keppni landsliða. Amar kom með landsliðinu til höfuðstaðarins Andorra La Vella í fyrrakvöld, en í gærmorgun var hann kominn með flensu og lá rúm- fastur í gær. Það er því mjög hæpið að hann verði kominn i leikfært ástand annað kvöld. Ekki er ólíklegt að Tryggvi Guð- mundsson taki stöðu Amars á vinstri kantinum. íslenska liðið æfði tvívegis á Comunal, þjóðarleikvangi Andorra, í gær. Að sögn Geirs Þorsteinssonar fararstjóra er völlurinn í þokkalegu ásigkomulagi, en í gær rigndi í And- orra og búist er við áframhaldi á því í dag. Hitastigið í Andorra er í kringum 10 gráður. Leikurinn annað kvöld hefst kl. 18 að íslenskum tíma. -VS Knattspyrna: Eyjamenn töpuðu í Portúgal Æfingamótið í Portúgal hélt áfram í gær. íslandsmeistarar ÍBV töpuðu fyrir Olhanense, 0-1. Þá töpuðu Dalvikingar fyrir Silvers, 0-3, en Breiðablik vann góðan sigur á Louletano, 0-2. FH- ingar steinlágu hins vegar fyrir 2. deidarliðinu Portimonese, 7-1, en allir mótherjar íslensku lið- anna voru portúgölsk lið. Kvennalið ÍBV lék við rúss- neska meistara síðustu íjögurra ára, Energy, og tapaði með fjór- um mörkum gegn engu. -JKS . Blak: Urslitaleikir háöir um helgina Um helgina nær íslandsmótið i blaki karla og kvenna hámarki þegar úrslitaleikirnir verða háðir. Þau lið sem komust áfram úr undanúrslitum leika einn hreinan úrslitaleik og er þetta breyting frá því sem verið hefur. Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður i Austurbergi klukkan 17 á laugardag, en þar eigast við Þróttur R. og ÍS. Úrslitin í kvennaflokki verða á sunnudag og eigast þar við Víkingur og ÍS og verður viðureignin í Víkinni klukkan 14.30. -JKS Útbreiðsluátak skíðasambandsins: 5000 manns tekið þátt 5000 manna múrinn hefur verið brotinn í þátttöku í útbreiösluátaki Skíðasambandsins, „Skíðagöngu- kennsla fyrir almenning". Alls hafa verið heimsóttir yfir 60 staðir um land allt og kennt í um 40 grunn- og framhaldsskólum. Sýnir þetta vel stóraukið umfang átaksins og hafa undirtektir verið geysigóðar um land allt. Alls hefur verkefnisstjóri átaksins lagt að baki á áttunda þús- und kílómetra á ferðum sínum um landið. Sauðkrækingar fjölmenntu í kennsluna og mættu 150 manns í almenningskennsluna á mánudegin- um. Á þriðjudag mættu yfir 100 manns í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra og var stemmningin mjög góð. Framundan er almenn- ingskennsla á Dalvík næstkomandi sunnudag og hefst hún klukkan 12.00 á skíðasvæði þeirra Dalvík- inga. Síðast var metþátttaka og ljóst að mikill áhugi er fyrir skíðagöngu þar í bæ. Ennfremur er stefnt á að halda skíðagönguskóla á skíðasvæði Sauðkrækinga í Tindastóli um páskana, ef næg þátttaka fæst. Að- staða þar er mjög góð, en þar hefur mikil uppbygging farið fram síðustu ár og skíðasvæðið þrælskemmtilegt. Eftir páska verður Akureyri heimsótt þar sem krökkum í grunn- skólum bæjarins verður kennt, auk þess sem fyrirtækjum og starfs- mannahópum býðst að fá kennslu. Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 581-4142 á skrifstofu SKÍ. Gunnari boðiö aftur til Tottenham Forráðamenn enska knatt- spyrnuliðsins Tottenham Hot- spur hafa boðið Eyjamanninum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni að koma á ný til félagsins. Gunnar var við æfingar hjá Tottenham á dögunum ásamt fé- laga sínum í ÍBV, Olgeiri Sigur- geirssyni. Ef Olgeir stendur sig vel á komandi keppnistímabili er möguleiki á að hann fari einnig aftur til Tottenham næsta haust. -SK NBA-DEILDIN Urslit í nótt: Orlando-Cleveland.........96-86 D. Armstrong 25, Grant 16, Hardaway 14, Anderson 13 - Kemp 22, Knight 15. Houston-Toronto.........113-104 Dickerson 28, Mobley 26, Barkley 16, Pippen 16, Olajuwon 12 - Carter 32. Denver-SA Spurs ...........65-86 McDyess 17, Van Exel 16 - Duncan 28, Robinson 12, Daniels 12, Jackson 11. Portland-Phoenix..........97-84 Grant 22, Stoudamire 19, Wallace 15, - Robinson 21, Manning 17, Kidd 13. Aftureld. (10)21 HK (12) 18 0-1, 3-2, 4-A, 6-5, 7-10, 9-11, (10-12), 11-15, 15-16, 17-17, 18-18, 21-18. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 6/4, Einar Gunnar Sigurðs- son 5, Magnús Már Þórðarson 4, Gal- kauskas Gintas 3, Sigurður Sveinsson 2, Jón Andri Finnson 1. Varin skot: Ásmundur Einarsson 4, Bergsveinn Bergsveinsson 6. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9/3, Alexander Amarson 5, Óskar Elvar Óskarsson 2, Helgi Arason 1, Hjálmar Vilhjálmsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11. Brottvísanir: Afturelding 8 mín., HK 8 min. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Amar Kristinsson. Frábærir. Maöur leiksins: Einar Gunnar Sig- urðsson, Aftureldingu. Tveir leikir í kvöld Tveir leikir verða háðir í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í handknattleik i kvöld. í Fram- húsinu taka Framarar á móti KA-mönnum og í Garðabæ leika Sljarnan og FH. Báðir leikimir hefjast klukkan 20.30. Síðari leik- irnir verða á sunnudag. Síðari leikir Hauka og ÍBV og HK og Aftureldingar verða á morgun klukkan 16.15. -JKS Sigurður Sveinsson var ekki tekinn neinum vettlingatökum í leiknum gegn Aftureldingu að Varmá í gærkvöid. Einar Gunnar Sigurðsson sækir hér að honum, en Afturelding fékk svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Liðin mætast öðru sinni í Digranesi á morgun. DV-mynd Hilmar Þór - veitti Aftureldmgu óvænta og harða mótspyrnu en lutu í lægra haldi, 21-18 Flestir bjuggust við því fyrir leik Aftureldingar og HK í Mosfellsbæn- um í gærkvöld að Kópavogsbúar yrðu deildar- og bikcumeisturunum auð- veld bráð. En HK-menn sýndu klæm- ar og vom mjög nálægt því að vinna óvæntan sigur í Mosfellsbænum. En slæmur lokakafli varð liðinu að falli og Mosfellingar hrósuðu þriggja marka sigri. Stríðsmálaðir HK-menn Leikurinn var í jámum til að byrja með. Vamir beggja liða vora sterkar og gáfu fá færi á sér og framan af var jafnt á flestum tölum. Þá tóku stríðs- málaðir HK-menn sig til og gerðu fjög- ur mörk í röð, fyrst Hjálmar utan af velli og síðóm gerði hinn öflugi línu- maður þeirra, Alexander Arnarson, 3 mörk í röð og kom liði sínu í 6-9. Þessi munur hélst út hálfleikinn og í leikhléi skildu tvö mörk liðin að eftir mark Magnúsar Más á lokasekúndum hálfleiksins, en hann var í raun sá eini í liði Aftureldingar sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik kom Bergsveinn í mark Aftureldingar í stað Ásmundar, en það virtist ekki duga til að byrja með því HK-menn náðu snemma fjög- urra marka forskoti. Þá lokaði Berg- sveinn markinu og Mosfellingar náðu að minnka muninn í eitt mark. Sá munur hélst ffam undir miðjan hálf- leikinn. í stöðunni 17-18 hrundi síðan leik- ur HK-manna eins og spilaborg og þeir skoruðu ekki eitt einasta mark síðústu tólf mínútur leiksins, m.a. fór vítakast Sigurðar Sveinssonar for- görðum þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. HK-menn spiluðu á þessum kafla mjög óskynsamlega í sóknarleiknum og margar ævintýralegar sendingar fóru forgörðum. Einnig létu þeir dóm- arana fara fullmikið i taugamar á sér og vora sérstaklega ósáttir við að i tvö skipti fór Guðjón Hauksson inn úr horninu án þess að fá dæmt brot. En Mosfellingar létu kné fylgja kviði, einkum Einar Gunnar Sigurðs- son sem skoraði þrjú af síðustu sex mörkum Mosfellinga í leiknum, auk þess að eiga frábæra línusendingu á Jón Andra þegar þeir jöfnuðu, 17-17. Afturelding oft leikið betur Lið Aftureldingar hefur oft leikið betur en í þessum leik en þó er það ljós punktur hversu vel Einar Gunnar náði sér á strik. Einnig var Magnús Már sterkur og Bergsveinn varði vel á mikilvægum augnablikum. Bjarki, Gintas og Gintaras, sem verið hafa þeirra hættulegustu menn, náðu sér hins vegar alls ekki á strik og horna- mennimir vora lengst af ekki meö í leiknum. HK-menn hljóta að vera svekktir yfir að hafa ekki náð sigri en sóknar- leikurinn varð liðinu að falli í lokin eins og svo oft áður. Sigurður Sveins- son sýndi oft gamalkunna takta en átti einnig sinn þátt í klúðri þeirra í lokin. Fleiri taki af skarið Alexander var mjög öflugur, bæði í vöm og sókn og Hlynur varði oft mjög vel. Það vantar hins vegar oft að fleiri en Sigurður taki af skarið og skjóti þegar í nauðir rekur í sóknarleiknum og oft virðast HK-menn treysta full- mikið á þjálfara sinn. -HI Leit ekki vel út á tímabili Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, virtist feginn i leikslok: „Þetta var mjög erfiður leikur og þetta leit ekki vel út á tímabili. Sóknarleikurinn hjá okk- ur var hræðilegur en hann hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur. Það var lika erfitt að skipuleggja varnarleikinn. Við náðum hins vegar að þjappa okkur saman í seinni hálfleik og þá kom bara í ljós þessi karakter sem einkennt hefur liðið í vetur. Bergsveinn kom líka sterkur inn.“ Skúli vildi ekki meina að hans menn hefðu vametiö HK. „Það virt- ist bara vera ákveðinn doði í lið- inu. Bjarki og Gintaras virtust líka vera þreyttir eftir landsliðsferðim- ar. En við erum staðráðnir í að klára þessa rimmu í næsta leik.“ Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, var að vonum ósáttur eftir leikinn: „Við spiluðum glimrandi vel í 50 mínútur, vamarleikur og mark- varsla var frábær og sóknarleikur- inn gekk nokkum veginn upp. En síðustu tíu mínútumar datt sókn- arleikurinn niður og varð hálfgert hnoð og þar ber ég ákveðna sök. Einar Gunnar átti síðan stórleik og vann eiginlega leikinn fýrir þá.“ Sigurður segir þó að hans menn Hamar knúði fram oddaleik Hamár úr Hvergerði sigraði ÍR með 88 stigum gegn 84 í úrslitakeppni 1. deildar karka í körfuknattleik í Hvera- gerði í gærkvöld. Þetta var annar leik- ur liðanna um það hvort þeirra leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. í hátfleik var staðan 46-41 fyrir Hamar. Liðin standa jöfn að vígi, hvort lið hefur unniö einn leik, og verður þvi hreinn úrslitaleikur liðanna í Selja- skóla á mánudagskvöldið. Hamar hafði ffumkvæðið lengstum i leiknum en ÍR-ingar komust þó yfir um miðjan síðari hálfleik. Hamarsmenn, hvattir áfram af fullu húsi áhorfenda, voru sterkari á lokasprettinum og náðu að svara fyrir sig eftir ósigurinn i fyrsta leiknum í Seljaskóla. Hjalti Jón Pálsson var stigahæstur Hamars-manna með 26 stig og Oleg Krijanovski var með 25. Ólafur Sig- urðsson skoraði 20 stig fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon 15. -JKS Kaflaskipt - þegar Eyjamenn sigraðu Hauka, 30-25 DV, Eyjum: Eyjamenn lögðu ofvirka Hauka að velli í „lundaholunni" í Eyjum, 30-25, í ótrúlega kaflaskiptum leik en gestimir höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik. Eyjamenn unnu því seinni hálfleikinn með 9 mörk- um! Segja má að Haukar hafi fallið á eigin (orð)bragði í leiknum því þeir léku grófústu vöm sem sést hefur í íslenskum handknattleik - og komust upp með það ffaman af. Eftir að hafa barið Eyjamenn sundur og saman í fyrri hálfleik tók „besta" dómarapar landsins á sig rögg i seinni hálfleik og þá var ekki að sökum að spyrja. Hauka voru reknir út af í kippum. Eingöngu í seinni hálfleik fengu Haukar 7 brottvísanir og 3 rauð spjöld! Fór mótlætið svo í taugar Hauka að þjálfari liðsins fékk að fjúka útaf. Þá lét leikreyndur maður eins og Halldór Ingólfsson fyrir- liði skapið hlaupa með sig í gönur því hann var tvisvar rekinn af velli fyrir kjaftbrúk í seinni hálfleik og það á mjög viðkvæmum tíma fyrir Hauka. Eyjamenn voru gjörsamlega slegnir út af laginu í byrjun og máttu þakka fyrir að missa Hauka ekki lengra ffam úr. En í seinni hálfleik breytti Sig- mar Þröstur markvörður úr gír, hætti að láta allt leka inn og stopp- aði upp í götin og fór að verja vel. Þá var Daði drjúgur í hominu og Svavar á línunni. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir Hauka því Þorkell fékk rauða spjcddið. Næst fauk Bamruk og þá hrandi varnarleikur Hauka og á næst síðustu mínútu leiksins, þegar aðeins munaði tveimur mörkum á liðinu, gerði Guðmundur þjálfari sig sekan um alvarleg mistök í starfi þegar hann missti stjóm á sér og fékk rauða spjaldið. Fyrir vikið þurfti að taka einn leikmann Hauka útaf og auðvitað var þá leikurinn búinn fyrir Hauka. Bæði lið léku undir getur og vora langt frá sínu besta. Haukar þurfa að taka varnarleik sinn og agamál innan vallar sem utan fastari tökum og Eyjamenn þurfa að lagfæra varn- arleik sinn. Góðu fréttirnar hjá Eyjamönnum eru að þeir geta unnið leiki þótt Guðfinnur Kristmannsson nái sér ekki á strik! Góðu fréttirnar hjá Haukum era að leiðin getur bara legið upp á við eftir þessa hörmung í Eyjum. -ÞoGu Tobbi þrumaði yfir okkur í hálfleik „Tobbi þramaði yfir okkur í hálf- leik og spurði okkur hvort við ætl- uðum virkilega að ljúka góðum vetri með einhverjum skítcdeik. Vömin í fyrri hálfleik var alveg skelfileg. Við breyttum engu í seinni hálfleik nema hugarfarinu okkar. Ekki kom tO greina hjá mér að fara að tapa fyrir mínum gömlu félögum í Haukum," sagði homa- maðurinn Daði Pálsson hjá ÍBV, sem átti skínandi leik. „Frammistaða fyrri hálfleiks var eins og vekjaraklukka. Ég sagði við strákana í hálfleik að það væri öm- urlegt að fara inn á vöUinn og gera ekki það sem þeir væra bestir í, heldur eitthvað allt annað sem leiddu tU glötunar. Það var nóg að opna hurðina á búningsklefanum til að sjá að þessari hörmung myndu þeir ekki halda áfram í seinni hálf- leik,“ sagði Þorbergur Aöalsteins- son, þjálfari ÍBV. „Þessi leikur var eitt hneyksli. Það var ekki spUaður handbolti í kvöld. Við vorumreknir útaf í 14 mínútur í seinni hálfleik og því lentum við í vandræðum í sóknar- leiknum. Ég er mjög ósáttur við dómgæsluna í leiknum. Ég hef aUtaf haft skilning á því ef dómarar dæma 10 tU 20 prósent meira með heimaliðinu. En það er hneyksli að þeir skuli dæma 40 tU 50 prósent meira með heimaliðinu eins og í kvöld,“ sagði Petr Bamruk, vamar- jaxl Hauka. „Mér er efst í huga þessa stund- ina leikurinn á laugardaginn, hann ætlum við að vinna. En i kvöld náð- um við ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Ef til vUl reyndum við of mikið að verja forskotið þrátt fyr- ir að ekki hafi verið lagt upp með það,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka. Hvað vilt þú segja um dómgæsluna í leiknum? „Hún var vægast sagt mjög léleg. Mín skoðun er sú að dómaramir hafi farið á taugurn." -ÞoGu Úrslitakeppni kvenna í körfubolta: Hefðin brotin - er Keflavík vann annan leikinn í röð og sló út ÍS Keflavík varð í gær fyrsta félagið í sögu úrslitakeppni kvenna tU að vinna upp tap í fyrsta leik. ÍS vann fyrsta leikinn í Kennaraháskólan- um á laugardaginn, Keflavík jafnaði einvígið á mánudaginn og vann svo 58-51 í gær. Keflavíkurstelpur mættu mun ákveðnari tU leiks og leiddu aUan timann. Liðið hafði 30-24 forastu í hálfleik og komust mest í 13 stiga forustu 36-49 þegar 5 mínútur voru eftir. Anna María og Sampson áttu frábæran leik Þær stöllur Anna María Sveins- dóttir og Tonya Sampson áttu frá- bæran dag í gær, skoraðu saman 33 stig og tóku aUs 24 fráköst. Tonya stal auk þess 7 boltum og átti 6 stoðsendingar. Marín Rós Karlsdótt- ir og Birna Valgarðsdóttir vora einnig góðar en annars varð það liðsheldin, baráttan og frábær stuðningur á pöUunum sem átti stærstan hlut í þessum sigri Kefla- víkur. Hjá ÍS lék LUiya Sushko mjög vel og Hafdís Helgadóttir og María B. Leifsdóttir stóðu fyrir sínu. Alda Leif Jónsdóttir átti góðan fyrri hálf- leik en var annars í strangri gæslu Marínar aUan leikinn. Það lið sem hafði unnið fyrsta leikinn hafði unnið í 19 fyrstu skipt- in í úrslitakeppni kvenna en í gær kom aö því að þessi hefð var brotin. Nú er að sjá hvort Keflavík lætur KR-inga nokkuð brjóta aðra hefð í úrslitaeinvíginu því Keflavík hefur unnið KR í úrslitum i fjögui' af síð- ustu 6 áram og það sem meira er KR hefur aldrei tekist að vinna Keflavík í úrslitaleik. Keflavík hefur vaxið í aUan vetur undir góðri stjórn Önnu Maríu Sveinsdóttur og nái Kristín Blöndal að koma sér aftur í form eftir veik- indi er aldrei að vita nema upp- sveiflan haldi áfram í úrslitinum gegn KR. Stig lS: Liliya Sushko 15, María B. Leifs- dóttir 10, Alda Leif Jónsdóttir 8, Hafdis Helgadóttir 8, Signý Hermannsdóttir 4, Lovísa Guðmundsdóttir 4, Kristjana Magnúsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Tonya Sampson 22, Anna Marái Sveinsdóttir 11, Bima Val- garðsdóttir 10, Marin Rós Karlsdóttir 7, Kristín Þórarinsdóttir 4, Lóa Björg Gests- dóttir 2, Bjamey Annelsdóttir 2. -ÓÓJ IBV (11) 30 Haukar (15) 25 0-1, 1-2, 44, 5-6, 6-9, 8-11, 9-13, 11-14, (11-15) 14-15, 16-17, 17-17, 19-18, 19-19, 22-19, 23-21, 24-21, 25-22, 25-24, 27-24, 29-25, 30-25. Mörk ÍBV: Daði Pálsson 7, Svavar Vign- isson 7, Valgarð Thoroddsen 6/2, Guð- fmnur Kristmannsson 3, Sigurður Bragason 3, Haraldur Hannesson 2, Giedreus Cerauskas 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 18. Mörk Hauka: Einar Gunnarsson 4, Ein- ar Jónsson 4, Jón Freyr Egilsson 4, Hall- dór Ingólfsson 3, Óskar Ármannsson 3, Þorkell Magnússon 3, Jón Karl Bjöms- son 2/1, Kjetil Ellertsen 1/1, Petr Baumruk 1. Varin skot Jónas Stefánsson 9, Magnús Sigmundsson 4. Brottvísanir ÍBV 8 min., Haukar 18 mín. Rauð spjöld: Haukamir Þorkell M. fyrir að „teika“, Guðmundur K þjálfári fyrir mótmæli og Bamruk fyrir 3 brottvisanir. Áhorfendur: 390. Dómarar: Guðjón L Sigurðsson og Ólaf- ur Haraldsson. Óx ásmegin eftir slaka byrjun. Maður leiksins: Daði Páisson. Varamarkvörður ÍBV í leiknum i gærkvöldi var enginn annar en Jón Bragi Arnarsson, fyrrum fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV. Hann lék einnig i marki ÍBV áárum áður i handbolt- anum og tók einnig fram skóna 1995 þegar ÍBV var í 2. deild í handboltan- um. Hollendingurinn Erik Meijer gengur í raðir Liverpool í sumar eða þegar hann hættir að leika með þýska liðinu Bayer Leverkusen. Sinisa Mihajlovic, landsliðsmaður Júgóslava og leikmaður Lazio á Italiu, slapp frá landinu í fyrradag rétt áður árásir á landið hófúst. Hann sagði f við- tali við ítalska útvarpsstöð að hann lýsti yfir fúllum stuðningi við forseta sinn Slobodan Milosovic og hann væri stolt- ur af störfúm hans. Derby County festi í gær kaup á danska landsliösmanninum Mikkel Beck frá Middlesbrough og greiddi fyr- ir hann um 60 milljónir króna. Samn- ingur hans við Boro var að renna út í vor. Valur sigraði Fjölni, 13-0, á Reykja- víkurmótinu í kvennaflokki á Leikiiis- velli í gærkvöld. F'ylkir sigraði Ögra, 36-16, í 2. deild karla í handknattleik í Laugardaishöll- inni í gærkvöld. Á laugardag verður hreinn úrslitaleikur í deildinni en þá leika Þór og Vikingur á Akureyri. Leik Skota og Bosníumanna í Evrópukeppninni sem fram átti að fara í Glsgow á laugardag hefur verið frestað vegna ástandsins á Balkanskaga. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.