Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Afmæli Lilja Sigurðardóttir Lilja Sigurðardóttir húsmóðir, Eyrargötu 7, Eyrarbakka, er áttræð í dag. Starfsferill Lilja fæddist að Bólstað í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólanámi í Vestmanna- eyjum. Fjölskylda Lilja giftist, 15.8. 1942, Ragnari Runólfssyni, f. 28.9. 1918, fyrrv. bif- reiðarstjóra og sjómanni. Hann er sonur Runólfs Guðmundssonar verkamanns og Guðlaugar Eiríks- dóttur verkakonu. Runólfur var frá Borgarfirði eystra en Guðlaug frá Ósi í Breiðdal. Kjörsonur Lilju er Emil Ragnars- son, f. 22.7. 1944, bifreiðarstjóri á Eyrarbakka, kvæntur Ingibjörgu Guömundsdóttur frá Uxahrygg á Rangárvöllum, og eiga þau fimm börn. Böm Emils og Ingibjargar eru Inga Björk, f. 20.12.1965, húsmóðir á Eyrarbakka, gift Haraldi Ólasyni og eiga þau þrjú böm; Halla Guðlaug, f. 6.6. 1967, bréfberi á Eyrarbakka, gift Sævari Halldórssyni og eiga þau þrjú börn; Guðlaugur Ragnar, f. 30.1. 1970, sjómaður á Eyrarbakka, í sambúð með Ástrósu Guðmundsdóttur og á hann eina dóttur; Guð- mundur Hreinn, f. 11.1. 1971, sjómaður á Eyrarbakka; SigurðurÞór, f. 11.1. 1971, sjómaður á Eyrarbakka, kvæntur Hafrúnu Gísladóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Lilju: Óskar, f. 1.6. 1910, d. 4.6. 1969, endurskoðandi að Hvassafelli í Vestmannaeyjum, en kona hans var Soffía Friðrika Zof- aníasdóttir sem einnig er látin og áttu þau þrjú börn; Bára, f. 16.12. 1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Páli Ólafi Gíslasyni, fyrrv. bensínaf- greiðslumanni, og eiga þau fimm böm. Hálfsystir Lilju, samfeðra, var Sigurbjörg Þorgerður, f. 5.5. 1895, d. 16.4. 1969, húsmóðir í Vestmanna- eyjum, hún var gift Kristjáni Egilssyni, verkstjóra og fiskmats- manni, og áttu þau fimm börn. Foreldrar Lilju voru Sigurður Ólafsson frá Hrútafellshjáleigu und- ir Austur-Eyjafjöllum, f. 17.10. 1859, d. 2.9. 1940, smiður og útgerðarmað- ur, og Auðbjörg Jóns- dóttir frá Tungu í Fljótshlíð, f. 6.3. 1886, d. 9.10. 1968, húsmóðir. Sigurður var sonur Ólafs, b. í Hrútafellskoti undir Eyjafjöllum, Guðmundssonar, b. á Miðbæli, Vig- fússonar, b. í Álftagróf, Ólafssonar, b. á Ketilsstöðum í Mýrdal, Alex- anderssonar. Auðbjörg var dóttir Jóns, b. í Tungu í Fljótshlíð, Ólafssonar, b. á Torfastöðum, Einarssonar. Móðir Auðbjargar var Guðrún, systir Ólafs ljósmyndara, afa Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Guð- Lilja Sigurðardóttir. Ætt rún var dóttir Odds, hreppstjóra á Sámsstöðum í Fljótslíð, Eyjólfsson- ar, b. í Fljótsdal, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, bróður Brands, langalangafa Jóns á Skarði, langalangsifa Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Ólafur var sonur Bjama, ættföður Víkingslækjarætt- arinnar Halldórssonar. Móðir Guðrúnar var Ragnhildur Benediktsdóttir, b. í Fljótsdal Er- lendssonar, b. í Fljótsdal Guð- mundssonar, b. í Fljótsdal Nikulás- sonar, sýslumanns á Barkarstöðum Magnússonar, b. á Hólum í Eyja- firði Benediktssonar, klausturhald- ara á Möðruvöllum Pálssonar, sýslumanns á Munkaþverá Guð- brandssonar, biskups á Hólum Þor- lákssonar. Lilja verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti vinum og ættingjum á heimili sonardóttur sinnar að Túngötu 3, Eyrarbakka, laugardaginn 27.3. milli kl. 15.00 og 18.00. Páll Halldór Jóhannesson Páll Halldór Jóhannes- son frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, til heimilis að Stór- holti 9, ísafirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Páll fæddist á Dynjanda i Jökulfjörðum og ólst þar upp til átján ára aldurs en flutti þá að Bæjum á Snæfjallaströnd með for- eldmm sínum. Fáll var i farskóla í Grunnavíkurhreppi. Hann var á vertíð 1946-57 frá Djúpi og á Suðurnesjum. Páll hóf búskap í Bæjum 1957 og var þar bóndi til 1995 er hann brá búi sem síð- asti bóndinn á Snæfjallaströnd. Fjölskylda Páll hvæntist 31.5. 1958 Önnu Jónu Magnús- dóttur, f. 5.6. 1934, frá Þverá í Ólafsfirði. Anna Jóna er dóttir Magnúsar Sigurðsson- ar, f. 25.8. 1891, d. 26.8. 1974, og Ásu Sæmunds- dóttur, f. 7.11. 1891, d. 4.12. 1984, en þau vora bændur á Þverá. Böm Páls og Önnu era Kristinn Arnar, f. 5.11.1956, en sambýliskona hans er Hrönn Þórarinsdóttir, f. 16.1. 1958 og eiga þau saman einn son en áður átti Kristinn tvö böm og hún einn son; Rebekka Jóhanna, f. 10.3.1959 en sambýlismaður henn- ar er Pétur Ingi Ásvaldsson, f. 5.3. 1957 og eiga þau tvær dætur en áð- ur átti hann eina dóttur; Magnús Ási, f. 1.12. 1963; Haraldur Bjarmi, f.10.6. 1976. Systkini Páls: Jóhanna, f. 4.4. 1926, d. 1932; Óskar, f. 1.11. 1927, d. 1.2. 1993; Rósa, f. 5.7. 1930; Ingi, f. 19.1. 1932; María, f. 29.10. 1934; Felix f. 9.7. 1936; Jóhanna, f. 8.12. 1938. Foreldrar Páls eru Jóhannes Ein- arsson, f. 14.5. 1899, d. 6.6. 1981, og Rebekka Pálsdóttir, f. 22.11. 1901, d. 28.11. 1984, bændur á Dynjanda og síðan i Bæjum. Ætt Jóhannes var sonur Einars Bær- ingssonar og Engilráðar Benedikts- dóttur frá Dynjanda. Rebekka var dóttir Páls Halldórs- sonar og Steinunnar Jóhannesdótt- ur frá Bæjum, síðan á Höfða í Grannavikurhreppi. Páll og Anna taka á móti gestum í sal Oddfellow á ísafirði, frá kl. 19.00 á aímælisdaginn, 26.3. Páll Halldór Jóhannesson. Oddur Helgi Halldórsson Oddur Helgi Halldórsson, blikk- smiður og bæjarfulltrúi, Höfðahlíð 10, Akureyri, varð fertugur á mið- vikudaginn. Starfsferill Oddur Helgi fæddist á Akureyri og ólst þar upp í Þorpinu. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1975, lærði blikksmíði hjá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri, lauk sveinsprófi 1982, öðlaðist meistararéttindi 1985, stundaði nám við Háskólann á Akureyri, jafn- framt vinnu sinni og fyrirtækja- rekstri, frá 1990 og lauk þaðan prófi sem iðnrekstrarfræðingur 1992. Oddur Helgi stofnaði Blikksmiðj- una Blikkrás 1986 og hefur starf- rækt hana síðan en þar era nú tólf starfsmenn. Oddur Helgi var varabæjarfull- trúi á Akureyri fyrir Framsóknar- flokkinn frá 1994 og er aðalbæjar- fulltrúi frá 1997. Hann fór í framboð vorið 1998 undir eigin merkjum, stofnaði ásamt öðram L-listann - lista fólksins - og situr nú í bæjar- stjóm og bæjarráði á Akureyri. Oddur Helgi stundaði íþróttir á unglingsáranum, keppti í handbolta með Þór, dæmdi í mörg ár fyrir fé- lagið og hafði landsdómararéttindi auk þess sem hann dæmdi töluvert í knattspymu. Hann sat í stjóm handknattleiksdeildar Þórs í mörg ár og var formaður deildarinnar í tvö ár. Hann var sæmdur silfur- merki Þórs og silfurmerki HSí fyrir störf að handboltamálum á áttatíu ára afmæli Þórs 1995. Oddur Helgi er einn af stofnend- um ferðaklúbbs á Akur- eyri 1985 sem heitir Flata ferðafélagið og formaður þess frá upphafi. Fjölskylda Oddur Helgi kvæntist 14.9. 1985 Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur, f. 24.4. 1958, húsmóður. Þau kynntust 1975 og hafa ver- ið saman síðan. Hún er dóttir Þorsteins Jónssonar og k.h., Þóra Jónsdóttur, bænda á Moldhaugum i Glæsibæjarhreppi. Böm Odds Helga og Margrétar Hörpu era Helga Mjöll, f. 12.8. 1980, nemi við VMA; Halldór, f. 14.9.1983, nemi í Glerárskóla; Júlía Þóra, f. 12.9. 1995. Systkini Odds Helga era Anna Gréta, f. 26.8.1950, húsmóðir, Akureyri; Þórey Ólöf, f. 3.7. 1954, skólaliði á Akureyri; Kristþór, f. 16.6. 1956, hlaðmaður hjá FÍ á Ak- ureyri; Freydís Ágústa, f. 12.10. 1961, blikksmíða- meistari og sér um dag- legan rekstur skrifstofu Blikkrásar; Elma Dóra, f. 25.5. 1967, húsmóðir og leirlistakona Foreldrar Odds Bjarna eru Halldór Ámason, f. 19.8. 1932, skósmiður á Akureyri, og Sigríður Kristin Kristjánsdóttir, f. 3.7. 1932, húsmóðir. Oddur Helgi Halldórsson. Þyki þér vænt um einhvern ... -sjáðu þá til þess að hann aki ekki undir áhrifum áfengis! Afmælisgreinar í páskablað Upplýsingar vegna afmælisgreina sem birtast eiga í páskablaði DV þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en föstudaginn 26. mars. DV Hl hamingju með afmælið 26. mars 80 ára Einar Ólafsson, Eskihlíð 16, Reykjavík. Skarphéðinn Ágnarsson, Hringbraut 67, Keflavík. 75 ára Ása Gunnlaugsdóttir, Hjarðarholti 10, Akranesi. Elsa Guðlaugsdóttir, Árskógum 6, Reykjavík. Fjóla Bjamadóttir, Heiðarhvammi 3 C, Keflavík. Hallgrímur Magnússon, Krókatúni 8, Akranesi. Lára Beck, Kötlufelli 5, Reykjavík. 70 ára Hrönn Aðalsteinsdóttir, Huldubraut 9, Kópavogi. Kristín Jóhannesdóttir, Dynskálum 3, Hellu. Ragnheiður Tryggvadóttir, Álfhólsvegi 22, Kópavogi. 60 ára Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir, Hólsvegi 9 B, Eskifirði. Sólveig Guðmundsdóttir, Skipagerði 1, Hvolsvelli. 50 ára Gylfi Pálsson, Bakkahlíð 4, Akureyri. Hann tekur á móti gestum í sal starfsmannafélags KEA í Sunnuhlíð, í kvöld kl. 20.30. Alma Vestmann, Heiðarbraut 7 I, Keflavík. Anton Antonsson, Laugavöllum 19, Egilsstöðum. Höskuldur H. Dungal, Nýbýlavegi 26, Kópavogi. Kolbrún Sigríður Hilmarsdóttir, Digranesvegi 18, Kópavogi. Smári Kristjánsson, Stekkholti 17, Selfossi. Sólveig Pálsdóttir, Prestsbakkakoti, Kirkjubæjarklaustri. 40 ára Anna Heiða Reynisdóttir, Þverholti 3, Keflavík. Anna Steinunn Ágústsdóttir, Sjafnargötu 10, Reykjavík. Elisa Guðrún Ragnarsdóttir, Dalhúsum 67, Reykjavík. Hallgrímur Stefánsson, Kringlumýri 2, Akureyri. Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Frostafold 40, Reykjavík. Jónas Pétnr Bjamason, Ásgerði 4, Reyðarfirði. Sigurgeir Þór Bjarnason, HjaUalundi 22, Akureyri. Unnur Heba Steingrímsdóttir, Engjaseli 65, Reykjavík. Þorfinnur Þ. Guðbjartsson, Háholti 9, Hafnarfirði. * IJrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.