Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV um aukin fjárframlög til byggðamála: Meirihluti fylgjandi auknum framlögum Meira fé til byggðamála? Tóku afstöðu 23,9% Allt úrtakið "“JP 21,7% Mikill meirihluti kjósenda er fylgjandi auknum fjárframlögum til byggðamála, samkvæmt skoð- anakönnun DV sem gerð var á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Tillaga um að veita að jafnaði 830 milljónir króna á ári til byggða- mála næstu fjögur árin fær þannig byr undir báða vængi af hálfu meirihluta kjósenda. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgar og landsbyggðar, sem og kynja. Hringt var í fólk og spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) auknum fjárframlögum til byggða- mála. Þegar svör allra í könnuninni eru skoðuð kemur í Ijós að 68,8% eru fylgjandi auknum fjárframlög- um til byggðamála, 21,7% andvíg en 9,5% óákveðin eða neituðu að svara. Yfir 90% aðspuröra tóku því afstöðu til þessarar spurning- ar. Ef einungis eru skoðaðir þeir sem afstöðu tóku voru 76,1% fylgj- andi en 23,9% andvíg. Fyrir skömmu komu fram tillög- ur nefndar, undir forsæti Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns, þar sem lagt er til að 2 milljarðar króna fari í vegagerð á lands- byggðinni á fjögurra ára tímabili. Síðan er á þremur árum gert ráð fyrir 900 milljóna króna framlagi í húshitunarkostnað á landsbyggð- inni og lækkun námskostnaðar og 100 milljónum króna vegna lækk- unar á endurgreiðslu námslána. Fleiri fylgjandi úti á landi Töluverður munur er á afstöðu kjósenda á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Á landsbyggðinni eru 92,1% kjósenda fylgjandi auknum fjárframlögum til byggðamála, þ.e. þegar einungis eru taldir þeir sem afstööu tóku, en einungis 59,1% kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Karlar og konur á eru hins vegar á svipuðum nótum á landsvísu þar sem 75% karla og 77,1% kvenna eru fylgjandi í þessari könnun. Andstað- an við aukin fjárframlög til byggöa- mála er mest meðal karla á höfuð- borgarsvæðinu en minnst meðal landsbyggðarkvenna. Mest andstaða sjálfstæðis- manna Þegar niðurstöðurnar eru greind- ar eftir stuðningi við flokka kemur í ljós að andstaðan við aukin fjár- framlög til byggðamála er mest í röðum sjálfstæðismanna eða 32%. 28,3% stuðningsmanna Samfylking- arinnar eru andvíg. Andstaðan er engin meðal stuðningsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og einungis 7,1% meðal framsóknarmanna. Athygli vekur að allir andstæð- ingar aukinna fjárframlaga til byggðamála meðal framsóknar- manna eru af höfuðborgarsvæðinu. Rúm 83% andvígra úr röðum sjálf- stæðismanna eru af höfuðbogar- svæðinu og 88% andvígra samfylk- ingarmanna. Stuðningur við aukin fjárframlög til byggðamála er mestur hjá stuðn- ingsmönnum Vinstrihreyfmgarinn- ar - græns framboðs, 91,3%, og framsóknarmönnum 88,6%. -hlh Meirihluti kjósenda er fylgjandi auknum fjárframlögum til byggðamála sem ætlað er að styrkja byggð í dreifbýli og koma í veg fyrir fólksf lutninga þaðan. Landsbyggðin fær tvo milljarða: Þingmenn skipta vegafénu DV, Akureyri: Þingmenn landsbyggðarkjör- dæmanna munu nú á næstu dög- um setjast yfir það að ráðstafa því viðbótarfé til vegamála sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið að veita á næstu fjórum árum. Um er að ræða 500 miUjónir króna á ári næstu fjögur árin. Ekkert viðbót- arfé var veitt af þessari upphæð til samgöngumannvirkja í Reykjavík og á Reykjanesi. Hæsta upphæðin fer til Austur- lands, 446 milljónir á næstu fjór- um árum eða tæplega 112 milljón- ir árlega. Egill Jónsson, þingmað- ur Austurlands, sagðist í samtali við DV sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka við brýnustu málin í kjör- dæminu ef jarðgangagerð er und- anskilin og nefndi Egill í því sam- bandi veg um Berufjörð, veginn milli Djúpavogs og Hornafjarðar, framkvæmdir í Hofsdal í Vopna- firði og stórframkvæmdir á Jökul- dal. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra og þingmaður Norðurlands eystra, sem fær 414 milljónir eða rúmlega 103 milljónir á ári, segir að í kjördæm- inu hafi menn horft mjög til vegarins um Tjörnes og til annarra fram- kvæmda í N- Þingeyjarsýslu. Vegurinn um Tjörnes hefur verið hreint af- leitur undanfar- in ár og oft beinlínis hættu- legur vegfarendum og þar fyrir austan er víða pottur brotinn í vegamálum. Þingmenn Vestfjarða ætluðu að hittast í gær og skoða tillögur um hvernig 418 milljónum veröur var- ið þar á næstu fjórum árum, en þar er m.a. horft til svæða sem búa við vetrareinangrun, s.s. í Barða- strandarsýslu og í Árneshreppi. Þau tvö kjördæmi til viðbótar sem fá viðbótarvegafé eru Suöur- land með 256 milljónir og Vestur- land með 326 milljónir króna. Nokkrar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi það að Suðurland og Norðurland vestra fái samtals um 400 milljónir eða um 20% af fjárveitingunni. Einn þingmanna Vestfjarða orðaði það þannig að þar sem í megindráttum ætti aö vinna gegn vetrareinangrun þætti Sjö reykvískir skólastjórar héldu á sunnudag vestur um haf til Bandaríkjanna í árlega námsferð sína. Að sögn Steinunnar Stefáns- dóttur hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur, fóru skólastjórarnir til Minnesota og er fyrirhugaö að þeir skoði þar skóla og ræði við yfirvöld fræðslumála. Skólastjóramir eru úr Austurbæjarskóla, Breiðagerðis- skóla, Selásskóla, Engjaskóla, Mela- skóla, Hamraskóla og Vesturhliðar- skóla. í ferðinni er einnig Gerður sér hæpið að vera með fjárveit- ingu til Suðurlands og Norður- lands vestra, en sjálfsagt hafi ekki verið friður um annað. -gk Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykja- vík, auk forstöðumanns rekstrar- sviðs Fræðslumiðstöðvarinnar, en sérstakur fararstjóri er Elín G. Ósk- arsdóttir. Enn er fólki í fersku minni þegar skólastjóramir fóra til Singapúr og snem heim með sláandi samanburð á námsárangri nemenda þar og hér heima. Þessi ferö er grein af sama meiði endurmenntunar skólastjór- anna. -EIR Eglll Jónsson: „Náum landl með brýnustu málln.“ Sjö skólastjórar í Ameríkuferð - þrír ráðgjafar fylgja Stuttar fréttir i>v Benedikt endurkjörinn Á aðalfundi Kaupmannasam- taka íslands var í gær samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta að þau gerðust stofnfélagi í nýj- um samtökum verslunar og þjónustu. Benedikt Kristjánsson var endurkjörinn for- maður með lófaklappi. Birgir Rafn Jónsson hafði boðið sig fram gegn sitjandi formanni til að koma í veg fyrir inngönguna í nýju samtökin. RÚV sagði frá. Slys í Bláfjöllum Ungur drengur slasaðist á baki og í andliti í skíðabrekku í Bláfjöll- um í gær. Hann var ásamt félögum sínum að renna sér niður brekku á uppblásinni vörubílslöngu sem ekki er leyft á skíðasvæðinu. Starfsmenn þess höfðu vísað þeim i burt án ár- angurs þegar slysið varð. Vísir.is sagði frá. Húmanistar vilja hætta Húmanistaflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem loftárásir NATO á Júgóslavíu em fordæmdar. Húmanistar krefjast þess að aðgerðimar verði stöðvaðar án tafar. Óháðir fordæma Þingflokkur óháðra fordæmir harðlega árásir herafla NATO á Júgóslavíu. í frétt frá þingflokknum segir aö hernaðaraðgerðir leysi ekki þau alvarlegu vandamál sem við sé að etja í Kosovo-héraði. Hækkun fagnaö Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfírlýsingu þar sem fagnað er þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að hækka grunnlífeyri almannatrygginga- kerfisins. Hún sé þó of lítil og komi fullseint. Greiðsluvandi áfram Greiðsluvandamál landsmanna virðast ekki hafa minnkað þrátt fyrir góðæri og minna atvinnu- leysi, heldur breyst. Þetta kemur fram í Degi í samtali við forstöðu- mann Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Forsetinn í Eyjafjörö Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti islands, fer í opinbera heimsókn til Eyjafjarðar dag- ana 18. til 20. maí nk. Heim- sóknin nær til byggða Eyjafjarðar og hefur sýslumaðurinn á Akureyri óskað eftir því við sveitarstjórnir á svæðinu að þær tilnefni fulltrúa sína til að undirbúa móttökur. Ný kjördæmaskipan Alþingi samþykkti í gær breyt- ingu á stjórnarskrá um nýja kjör- dæmaskipan. Að atkvæðagreiðsl- unni lokinni var þing rofið þar tO fjórum vikum eftir kosningarnar í vor þegar nýkjörið þing á að koma saman. Keypti jörð Þýskur auðkýfmgur og áhuga- maður um íslenska hestinn hefur keypt jörðina Kvisti í Holta- og Landsveit. Kaupverð var 20 milij- ónir, að sögn Sunnlenska frétta- blaðsins. Flogið til Grænlands íslandsflug byrjar í næstu viku að fljúga vikulega til Grænlands. Grænlandsflug hefur flogið tvisvar í viku milli Nuuk og annarri ferðinni hefur verið milli- lent á Constable Pynt. Það er sú ferð sem íslandsflug hefur nú tekið að sér að fljúga fyrir Grænlands- flug. Framkvæmdastjóri íslands- flugs er Ómar Benediktsson. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.