Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Fréttir Selim, 35 ára bókbindari frá Pristina, kemur hingaö með ófrískri konu og öldruðum fóður: Hryllingur að yfirgefa föðurland með ofbeldi - sagði hann með tárin í augunum en hrærður að sjá viðtökur allra hér heima „Mér finnst ég enn þá vera að upp- lifa draum - martröð - bæði hvað leið- in var hræðileg frá heimili okkar í Pristina til Makedóníu og allt sem hef- ur gerst á síðustu viku. Ég bara trúi því varla enn þá sem ég sá á leiðinni. Allt þetta fólk á flótta. Þetta var allt svo hræðilegt," sagði Selim Porochica, 35 ára bókbindari frá Pristina, við DV skömmu eftir komu Kosovo-Alban- anna til Reykjavíkurflugvallar í gær- kvöld. Hann kemur hingað ásamt fóð- ur sínum, elsta manninum í hópnum, 76 ára að aldri, og ófrískri konu sinni. Serbarnir komu á skriðdrekum DV bað Selim um að lýsa því hvem- ig hinn raunverulegi flótti hófst: „Við bjuggum í hverfi í Pristina þar sem er almenningsgarður. Hverfið þar á móti heitir Velania. Þar byrjuðu Ser- bamir skyndilega að skjóta. Eftir örfá- ar mínútur var fólkið í Velaniahverf- inu allt farið að safnast saman í okkar hverfi, í almenningsgarðinum, til að koma sér undan og leita skjóls. Bara allt í einu. Sumir komu á bílum, aðrir komu gangandi. Fólkið var búið að taka með sér það helsta sem það átti. Við fórum strax að undirbúa að Ser- bamir gerðu líka árás á okkar hverfi. Við sáum þegar Serbamir komu á skriðdrekum og ráku fólk út úr húsum sínum. Ungir menn sérstaklega Flóttamennirnir koma út úr rútubíl við gistiheimilið við Borgartún í gærkvöldi. DV-mynd Sveinn Flóttamannaráð: Undirbúa komu 80 tii viðbótar „Það er gert ráö fyrir því að 80 flóttamenn til viðbótar komi til landsins," sagði Ámi Gunnarsson, formaður Flóttamannaráðs, á Reykjavíkurflugvelli í gær. „Við erum að undir- búa komu þess- ara 80 og ég gæti trúað því að það liði ekki langur tími þar til þeir kæmu, vonandi koma þeir innan Árni nokkurra Gunnarsson. vik"a“ Ára' sagði að mæðgumar sem urðu eftir í Korfu kæmust vonandi sem fyrst til ís- lands. „Það er verið að vinna í því að útvega þeim áritun til að koma til landsins. Þær vom hluti af fjöl- skyldu, sem þegar er komin, og þessir tveir einstaklingar koma síð- ar.“ Ámi sagði að hópurinn dveldi næstu tvær vikumar á gistiheimili. Aðspurður sagöi hann það undir hverjum og einum komið, hvort hann vildi dveljast hér á landi áfram: „Við gerum ráð fyrir því að fólkið snúi til baka, en við vitum ekki hvort það veröur hægt í bráð. Það er öllum að sjálfsögðu velkomið að dvelja hér áfram sem viija,“ sagði Ámi. -hb Kosovo-Albanir búsettir hér á landi tóku á móti löndum sínum meö lófaklappi. reyndu að flýja undan Serbunum - menn á þeim aldri sem liklegast- ir em til að starfa í frelsissamtök- um,“ sagði Selim, sem var eins og ailir í hópnum afar þreyttur - maður sem greini- lega var að striða við þjóðlegt skipbrot og ekki síst al- gjöra óvissu. Hann var engu að síður mjög hrærður og með tárin í augunum þegar hann sá þær viðtökur, bæði sam- landa sinna og íslendinga, sem biðu Túlkur, t.h. svarar fyrir Nazni Beciri á blaðamannafundi í flugskýli Gæslunnar í gærköldi. hans á flugvellinum. Selim sagði að Serbamir hefðu gráir fyrir jámum sent íbúana og samferðafólk hans frá Pristina út á lestarstöð. „Eftir það vomm við flutt á hlut- laust belti á milli Kosovo og Makedóníu. Þar vorum við í sex daga. Síöan vomm við flutt í herstöð NATO í Makedóníu." - En hvemig er að yfirgefa Kosovo, vini og ættingja, með þeim hætti sem raun ber vitni? „Það er hræðilegt að þurfa að yfir- gefa föðurland sitt með þessum hiyll- ingi. Fyrirfram getur maður ekki ímyndað sér hvað það er erfitt að upplifa allar þær hörmungar sem fylgja svona ofbeldi. Að svipta fólk frelsinu, eigum sínum og tengslum við sitt fólk. Því er ekki hægt að lýsa,“ sagði Selim Porochica. -Ótt Selim Porochica. Framtíð þessarar litlu stúlku er að öllum líkindum hér á landi. Hún var greinilega afar þreytt eftir langa daga frá því að hún þurfti að flýja heimkynni sín í óvissu og angist. DV-mynd Hilmar Þór Kosovo-albanskur flóttamaöur, nýstiginn út úr flugvél Landhelgisgæslunnar: Mikið eru þetta vina- legir lögreglumenn „Ég er búinn að reyna að halda aft- ur af tárunum í heila viku. Reyna að vera sterkur. En núna megna ég ekki meira. Ég er ofsalega þakklátur," sagði miðaldra Kosovo-Álbani, ný- kominn út úr flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SÝN, eftir um 10 klukku- stunda flug frá Korfu í gær. Maðurinn var búinn að vera á flótta í óvissu i samtals um átta sólarhringa. „Mikiö eru þetta vinalegir lög- reglumenn," sagði maðurinn - þeir bjóða mann bara velkominn. Þessir menn eru ekki vopnaðir. Fólkið héma er gott,“ sagði maðurinn, sem gat slegið á létta strengi þrátt fyrir að hann virtist gjörsamlega úrvinda af þreytu. Kosovofólkið var í rauninni margt svo þreytt í gærkvöldi að það megn- aði vart að sýna viðbrögð við þeirri gleði og eftirvæntingu sem beið þeirra og skein úr andlitum sam- landa þeirra sem hér búa og biðu þeirra á flugvellinum. Andlit Kosovo- fólksins em sérstaklega sólbrún og bera merki útiveru - í bið við mis- jafnar aðstæður í öllum veðram og angist. Augun dökk og hugsandi. Al- varleiki. Þetta er fólk sem hefur upp- lifað lífsótta, skelfingu og hrylling í tiltölulega langan tima. Það þarf tíma til að jafha sig. Þetta er flóttafólkið sem íslending- ar buðu velkomið hingað til lands í gærkvöld. -Ótt Stuttar fréttir dv Nýtt nótaskip SR-mjöl fær afhent nýtt nótaskip í Haugasundi í Noregi i dag. Skipið ber nafn Sveins heitins Benedikts- sonar. Það heldur beint á kolmunna- veiðar norðvestur af írlandi og á að afla sér veiðireynslu. Fullvíst er talið að kolmunnaveiðar verði kvótasettar fyrr en síðar. Dagur sagði frá. Gerðir Konráð Þ. Al- freðsson, for- maðim Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, segir það alveg ótrúlegt að sjó- menn hjá UA skuli vera gerð- ir ábyrgir fyrir því að öllu frysti- húsfólkinu verði sagt upp, skrifi þeir ekki undir lægra fiskverð. Dag- ur sagði frá. Atvinnuþróunarfélag Stofhað var á fimmtudag At- vinnuþróunarfélag Skagafjarðar. Það verður til húsa í stjómsýslu- húsinu á Sauðárkróki. Félagið er í eigu sveitarfélagsins, ásamt um 70 aðila á svæðinu. Dagur sagði frá. Vildu ræöa NATO Rússar hafa krafist þess að að- gerðir 'Atlantshafsbandalagsins á Balkanskaga verði ræddar sérstak- lega á norrænum þingmannafundi í Alta á norðurströnd Noregs og þeim mótmælt. Fundurinn er um málefhi Barentshafsins og haldinn að til- hlutan Norðurlandaráðs og norska þingsins. Dagur sagði frá. Kort á mann Fjöldi debetkorta í lok síðasta árs var kominn upp í 237.950 og fjölgaði um nær 15% á árinu. Með sama áframhaldi fara debetkortin að sögn Dags upp í 275 þúsund í lok þessa árs og verða þá sem svarar einu debetkorti á hvem einasta lands- mann i gangi. Geta í fyrstu viku aprílmánuðar hafði flutnings- geta GSM kerf- is Tals tvöfald- ast frá því fyr- irtækið tók til starfa fyrir tæpi ári. Á sama tíma hefur GSM-þjónustu- svæði Tals stækkað og nær nú til 75% landsmanna, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Fiskeldiö þungt Byggðastofnun hefur tapað í heild á annan milljarð króna vegna stuðnings viö fiskeldi. Silfurstjam- an í Öxafirði er eina stóra fiskeldis- fyrirtækið sem ekki hefur farið í nauðungarsamninga og gjaldþrot. Hundruðum milljóna er nú varið í að reyna að bjarga fyrirtækinu að sögn Dags. Meiri gjaldeyrir Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 3,4 milljarða króna í mars og nam í lok máhaðarins 32,6 millj- örðum króna (jafnvirði 450 milljóna dollara á gengi í mánaðarlok). Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabankan- um. Máttu synja túlkun Héraðsdómur Reykjavíkur álítur með dómi sínum að RÚV hafi með lögmætum hætti synjað erindi Fé- iags heymarlausra, þess efnis að túlka á táknmáli framboðsræður í sjónvarpi vegna alþingiskosning- anna 8. maí 1999, um leið og þær fara fram, eða gera þær aðgengileg- ar á annan hátt fýrir heymarlausa. Vísir.is sagði frá. Nýr sendiherra Komelíus Sig- mundsson, fýTr- verandi forseta- ritari og nú sendiherra, af- henti í gær Martti Ahtisaari, forseta Finn- lands, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra tslands í Finnlandi. Komelíus Sigmundsson er fyrsti sendiherra íslands í Finn- landi með fast aðsetur þar í landi. -SÁ meira abyrgir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.