Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Fréttir r>v Væringar tveggja klúbba akstursíþróttamanna á Akureyri: Veist að formanni ,, kappakstu rskl ú bbsins“ - bara misskilningur, segir formaöur Bílaklúbbs Akureyrar Frá keppni Kappakstursklúbbs Akureyrar á dögunum. „Kappakstursmenn irnir" segja Bílaklúbb Akureyrar hafa kært þá keppni tvívegis til lögreglu. DV-mynd gk DV, Akureyri: Talsverðar væringar virðast með akstursíþróttamönnum á Akureyri en þar eru starfandi tvö félög, Bíla- klúbbur Akureyrar, sem er rótgróið félag, og Kappakstursklúbbur Akur- eyrar, en það félag var fyrst og fremst stofnað af áhugamönnum um vélsleða- og mótorhjólaíþróttir. For- svarsmenn Kappakstursklúbbsins segja að ástæða væringanna sé öf- und og rembingur Bílaklúbbs- manna en þeir síðarnefndu bera sakir af sér og segja um misskilning að ræða. Finnur Aðalsteinsson, formaður Kappakstursklúbbsins, segir remb- ing í Bílaklúbbsmönnum. „Þeir reyndu t.d. í tvígang að stöðva vélsleðakeppni okkar og Vélsleða- klúbbs Ólafsfjarðar á Akureyrar- velli um páskana og kærðu okkur til lögreglu á þeim forsendum að við hefðum ekki tilskilin leyfi né trygg- ingar í lagi en hvort tveggja er fjar- stæða. Ég held að þessir menn ættu að líta sér nær og skoða sín öryggis- mál. Þegar við stofnuðum Kappakst- ursklúbbinn hlógu Bílaklúbbsmenn að okkur en þeir hafa viljað sitja einir að öllum akstursíþróttum í bænum. Þeir hafa hins vegar ekki haft burði til að gera neina hluti al- mennilega. Svo mættu menn frá þeim á vélsleðakeppnina okkar og neituðu að borga sig inn. Það mál kann að enda með kæru fyrir aga- nefnd Landssambands íslenskra akstursíþrótta," segir Finnur. Hann segist hafa orðið fyrir að- kasti tveggja Bílaklúbbsmanna í Sjallanum að kvöldi keppnisdagsins um páskana. „Þeir voru þama á eft- ir mér, veittust að mér og ég snerist auðvitað tii vamcir sem lauk með þvi að það þurfti að fara með annan þeirra á spítala. Þessir menn em bara þannig að þegar við erum að reyna að gera eitthvað í okkar sporti þá era þeir að springa úr öf- und,“ segir Finnur. Kristján Þ. Kristinsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sagði hins vegar engar væringar milii félag- anna. „Nei, það er ekki rétt að við höfum kært keppnina þeirra á Ak- ureyrarvelli til lögreglu, það er ein- hver misskilningur, og við höfum ekkert við þá að sakast. Málið er hins vegar það að við höfum gert ákveðnar athugasemdir til Lands- sambandsins en ég vil ekki tjá mig frekar um það mál að svo stöddu," sagði Kristján. -gk Heppinn gestur Vísis.is fær þenn- an bfl í verð- laun. Vísir.is eins árs: Metþátttaka í afmælisveislu Afmælisveisla Vísis.is, sem er skemmtilegur netleikur sem finna má á forsíðu netmiðilsins, hefur farið vel af stað. í afmælisveisluna hafa þegar komið vel á sjötta þús- und manns sem sjálfsagt vonast allir eftir því að fá aðalvinning netleiksins, sportbíl af gerðinni Daewoo Hurricane. Hægt er að skoða vinningsbílinn við DV-hús- ið, Þverholti 11, dagana sem leik- urinn fer fram, en honum lýkur 21. apríl með útdrætti bílsins. í dag verður hins vegar dreginn út fyrsti vinningurinn, helgarferð til Lundúna með Samvinnuferöum- Landsýn fyrir tvo. Kl. 15.00 verður nafn sigurvegarans birt á Vísi-is. Aukreitis verða gefiiir 50 miðar á spennumyndina Permanent Midnight sem sýnd er í Sambíóun- um. Leynt fariö með niðurstöður úr togararallinu: Ekki minni þorskur í áratug - segir skipstjórinn á togaranum Páli Pálssyni Mýrdalur - vin- sælt svæði til kvikmyndatöku DV.Vík: Starfsmenn Saga film vora að taka upp auglýsingamynd fyrir Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á Dyrhólaey í dymbilvikunni. Eins og venjan er var mikill viðbúnaður við tökuna og fjöldi fólks sem kom að henni, þar á meðal voru 26 íbúar úr Mýrdal sem tóku þátt í einu atrið- inu. Það er mikið sótt í að koma í Mýrdalinn og taka þar upp kvik- myndir og auglýsingar í þeirri fjöl- breyttu náttúru sem þar er. Ekki spillir að kvikmyndagerðarmenn geta fengið heimamenn til að spila undir með sinni heimasveit á fjöl- breyttum nótum náttúrunnar. -NH Starfsmenn Saga film undirbúa tökur á Dyrhólaey. DV-mynd Njörður „Við höfum ekki neinn samanburð til að meta niðurstöður úr þessu „ralli“ og fiskifræðingurinn sem var um borð hjá okkur vildi ekkert segja okkur um niðurstöðumar," segir Heimir Tryggvason, skipstjóri á togar- anum Páh Pálssyni ÍS fiá Hnífsdal, en Páll Pálsson var einn fjögurra togara sem tóku þátt í „togararalli" Hafrann- sóknastofnunar á dögunum. Hinir tog- aramir voru Vestmannaey, Brettingur og Bjartur. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofh- unar sem DV ræddi við í gær sögðu að vinnsla stæði yfir á þeim gögnum sem aflað var í „rallinu" og því ekki unnt að greina neitt frá niðurstöðum. Heim- ildir segja þó að ein athyglisverðasta niðurstaðan sé sú að mun minna sé af þorski úti fyrir Norðurlandi en verið hefur. DV ræddi við Jón Hlifar Aðal- steinsson, skipstjóra á togaranum Bjarti, sem tók þátt í rallinu, en Bjart- ur fór yfir svæðið frá Stokksnesi og norður fyrir land til Þistilfjarðar. Jón Hlífar sagði að minni afli hefði fengist en í rallinu í fyrra, en það segði ekki alla söguna. Hann sagði að eins, Togarinn Páll Pálsson ÍS er nýkominn úr togararalli þar sem fram kom að þorskur er með minnsta móti. tveggja og fjögurra ára gömul þorskseiði hefðu komið vel út og þá hefði árgangur eins árs gamalla ýsu- seiða virst vera mjög öflugur. Heimir Tryggvason á Páli Pálssyni er hins vegar ekki ánægður með ástandið á hefðbundinni togslóð á Vestfjarðamiðum og segir mjög lítið um þorsk þar. „Það er miklu minna um þorskinn en verið hefúr á þessum áratug og sá fiskur sem fæst er mjög horaður. Það hefur greinilega vantað æti fyrir þorskinn og það hefúr t.d. engin loðna gengið á þessi mið. Við höfum sagt und- anfarin ár að það þyrfti að veiða meira af þorskinum en leyfilegt var og svo mikið er víst að ekki hefúr verið um ofveiði að ræða. Það bendir allt til þess að þorskinn hafi vantað æti og það er eins með hann og mannfólkið: Hafi maður ekki nóg að éta þá er bara farið eitthvað annað þar sem maður fær að éta,“ segir Heimir. Hann segir að linubátar hafi aflað vel að undanfómu á grunnslóð, enda sé ljóst að þorskurinn sé hungraður. Þetta leiðir hugann að því hvort það hafi verið mistök að veiða ekki meiri þorsk undanfarin ár, þegar mjög mik- ið var af honum á Vestfjarðamiðum, og því hvort svo mikið hafi verið af þorskinum að hann hafi hreinlega skort æti. -gk Prestar í framboði Það er ávallt í tísku að prest- ar héðan og þaðan af landinu taki sér leyfi ffá störfum fyrir yfirboðara sína og reyni hvað þeir geta til að komast til æðstu met- orða í samfélag- inu, oftast með því að komast á þing. í fram- boði fyrir þess- ar þingkosn- ingar eru Gunnlaugur Stefánsson fyrir Samfylking- una á Austurlandi, Karl V. Matthíasson fyrir Samfylking- una á Vestfjörðum og síðast en ekki síst er núverandi þingmað- urinn Hjálmar Jónsson frá Bólu í Sjálfstæðisflokki prestslærður. Sagt er að prestar í landinu séu langt frá því að vera ánægðir með þessa þróun en nokkuð var þrýst á séra Pálma Matthíasson, prest í Bú- staðasókn og Bláfijöllum, aö taka sæti á lista Samfylkingarinnar en hann hætti við á síðustu stundu ... Fylkingin Tekið er eftir því að margir ffambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins og Fram- sóknarflokksins kalla Samfylking- una ekki annað en Fylkinguna. Þetta er talið vera vegna þess að Fylkingin hefur ekki á sér hina mjúku áferð Samfylking- arinnar. Fylkingin er tilvísun til forsögu framboðsins og við það tengjast þá m.a. persónur eins og Ragnar „skjálfti“ Stefáns- son og Birna Þórðardóttir sem hvorugt er í fylkingarbrjósti Samfylkingar en styðja þvert á móti Vinstri-græna... Þórunn sameinar Sú skörulega Þórunn Gests- dóttir, sveitarstjóri Borgarfjarð- arsveitar, á fáar frístundir. Hún er í góðu sambandi við Davið Pétursson, oddvita á Grund í Skorradal. Sagnir úr Borgarfirði herma að stutt sé í að Þórunni tak- ist að sannfæra Davíð um að heppilegast sé fyrir hann og aðra íbúa sveit- arinnar að sameinast bræðrum og systrum í Borgar- firði. Milli þess að Þórunn vinn- ur að framgangi mála Borgfirð- inga stjómar hún landssöfnun Lionsfélaganna og æflar að selja landsmönnum rauðar íjaðrir í næstu viku. Það sannast hið því forakveðna aö þaö er þörf fyrir Þórunn ... Lúðvík tæpur Stuðningsmenn hins rauðhærða þingmanns Sunn- lendinga, Lúð- víks Bergvins- sonar, eru sagð- ir logandi hræddir vegna komandi þing- kosninga. Þing- maðurinn komst inn á þingi í síðustu kosningum á ótrúlegan hátt en einkum var það framboð Eggerts Haukdals og tap Alþýðuflokksins í kosn- ingum sem kom honum inn á þing. Það mun einkum vera fylgi sérlegs talsmanns Samfylk- ingar, Margrétar Frímanns- dóttur, sem æflað er til að láta Lúðvík lafa inni... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.