Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóran JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 4626613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ogöngur Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að sett verði þak á greiðslur fyrir læknisaðstoð sem flokkast undir svoköll- uð ferliverk. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar frétta DV um furðulegar reglur sem gilda um gjaldtöku af sjúk- lingum sem dvelja skemur en 24 tíma á spítala eftir að- gerð. Heilbrigðisráðherra gerði rétt að breyta þeim regl- um sem enginn skildi og er engin ástæða til tortryggni þrátt fyrir að stutt sé í kosningar. En málið ailt sýnir hins vegar í hvers konar ógöngur íslenskt heilbrigðis- kerfi er komið. Sorglegast er að ekki skuli tekist á við vandann í heild sinni, heldur fremur stundaðar smá- skammtalækningar eftir geðþótta eða jafnvel ábending- um fiölmiðla. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi þegar kemur að upp- byggingu heilbrigðiskerfisins, hvort heldur litið er til þeirra miklu fiármuna sem til þess renna eða almennr- ar velferðar landsmanna. Um markmiðið eru allir sam- mála. Við eigum að reka öflugt og gott heilbrigðiskerfi fyrir alla með sem minnstum kostnaði. Vandinn er að finna leiðina að þessu markmiði. Á hðnu ári námu útgjöld hins opinbera til heilbrigð- ismála nær 41 þúsund miUjónum króna eða 149 þúsund krónum á hvem landsmann. Þetta þýðir að útgjöld á hveija fiögurra manna fiölskyldu námu nær 600 þúsund krónum. Langstærsti hluti þessa kostnaðar er vegna al- mennra sjúkrahúsa. Á síðustu áratugum hefur kostnað- urinn við heilbrigðiskerfið vaxið jafiit og þétt, en 1980 námu útgjöldin á hvem mann 93 þúsund krónum á verðlagi síðasta árs. Kerfið kostaði því 56 þúsund krón- um meira á mann á síðasta ári en fyrir tæpum tuttugu árum. Ef ekkert verður að gert má ljóst vera að kostn- aðurinn á eftir að aukast stórkostlega á komandi árum, enda íslendingar að verða eldri og þar með þurftafrek- ari á þessu sviði. Um leið fækkar þeim sem standa und- ir þessum mikla kostnaði. Smáskammtalækningar sem stundaðar hafa verið skipta engu og ef ekkert verður að gert mun heilbrigð- iskerfið sigla í strand og við íslendingar færumst fiær því marki að viðhalda og byggja upp góða heilbrigðis- þjónustu. Enginn stjómmálamaður mun hafa kjark til þess að ræða opinskátt og af hreinskilni um þann vanda sem við blasir - allra síst þegar kosningar em skammt undan. Enginn þorir að sefia spilin á borðið og benda á nauðsyn þess að sjúklingurinn gangist undir uppskurð - flestir lofa plástrum í formi loforða um aukna fiármuni. Það er ekki fiársvelti sem hijáir íslenskt heilbrigðis- kerfi, heldur sú mara samkeppnisleysis sem yfir því hvílir. Sfiómmálamenn sem og aðrir geta skemmt sér við deilur um hvort hagkvæmt sé að fela einkaaðilum þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu. Slíkar deilur skipta litlu og skila engu. Aðalatriðið er að einokun og hömlur á sam- keppni hafa jafn skaðvænleg áhrif í þessari grein og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þær hækka kostnað og draga úr framleiðni. Það er kominn tími til að íslendingar geri sér grein fyrir að það er tvennt ólíkt að ákveða hver og hvemig er greitt fyrir þjónustu og hvemig og hverjir eigi að veita hana. Lögmál samkeppninnar gilda á sviði heilbrigðisþjón- ustu eins og ails staðar. Að halda öðm fram er líkt og reyna að telja fólki trú um að þyngdarlögmálið gildi ekki á íslandi. En auðvitað hafa verið og verða alltaf til sfiómmálamenn sem reyna slíkt. Óli Bjöm Kárason „Ásamt stjórnendum 18 annarra Natóríkja samþykkti ríkisstjórn íslands að hefja loftárásir á Júgóslavíu. ísland hefur þar með slegist í hóp með þýska flughernum, die Luftwaffe, sem endurnýjar reynsluna frá 1941 af því að bombardera Belgrad." Frá heræfingu á Keflavíkurflugvelli. Loftárásunum verður að linna Um páskana voru góð veðurskilyrði í Júgóslavíu, að sögn fréttamanna, svo góð að Nató gat sprengt og sprengt. Veðurskilyrð- in voru kannski ekki jafhgóð fyrir þau himd- ruð þúsunda sem hrekjast um Balkanskaga beint og óbeint undan loftárás- um Nató. Þeir mar- skálkur Bjarnason og generáll Ásgrímsson hefðu kannski átt að bregða sér til Júgóslavíu og njóta góðviðrisins. Marskálkurinn og generállinn hafa komið „ Þjóöernishreinsanirnar í Króa■ tíu 1995 þegar 100 þúsund Serbar voru drepnir afsaka ekki aöra glæpi en þeim hreinsunum var reyndar stjórnað af banda- rískum herforingjum.u Kjallarinn Birna Þórðardóttir herstöðvaandstæðingur íslandi i strið. Ásamt stjómendum 18 annarra Natórikja samþykkti rikisstjóm íslands að hefja loft- árásir á Júgóslavíu. ísland hefúr þar með slegist í hóp með þýska flughemum, die Luftwaffe, sem endumýjm: reynsluna frá 1941 af því að bombardera Belgrad. Einn glæpur afsakar ekki annan Loftárásimar leysa engan vanda heldur auka einungis hörmungar íbúanna sem vora æmar. Fyrir loftárásimar voru um 250 þúsund íbúar Kosovo á flótta, innan, og utan héraðsins, flóttamenn þaðan era nú taldir um 450 þúsund. Fyrir árásimar var talið að 650-700 þúsund manns væm á flótta eða vergangi í Serbíu, stærstur hlutinn flóttamenn frá Króatíu og Bosníu. Loftárásirnar hafa ekki komið í veg fyrir árásir hers og lögreglu Serba á Kosovo-Albani. Ef eitthvað er tryggja þær stöðu Milos- evics á sama hátt og árásimar á írak hafa tryggt stöðu Saddams Husseins um leið og þær murkuðu lífið úr íbúunum. Einn glæpur afsakar aldrei annan. Glæp- ir lögreglu og her- sveita Belgrad- stjómar afsaka ekki glæpi svo- kallaðs Frelsis- hers Kosovo. Þjóð- emishreinsanirn- ar í Króatíu 1995 þegar 100 þúsund Serbar vom drepnir afsaka ekki aðra glæpi en þeim hreinsunum var reyndar stjómað af bandarískum herfor- ingjum. Samkvæmt bréfi sem mér barst frá Belgrad þann 5. apríl fer þjóð- remba og útlendingahatur vax- andi, sálfræði stríðsástands mall- ar. Hjá okkur mallar hún í ffétta- afbökunum, hlutimir era málaðir svart/hvítir, litlar fréttir berast af víðtæku, alþjóðlegu andófi gegn stríðinu heldur sendir Ríkisút- varpið fréttir beint frá aðalstöðv- um Nató í Brússel. Hagsmunir Nató Nei, árásunum á Júgóslavíu er ekki ætlað að bjarga einhveijum mannslífum, enda væri það alveg ný aðferð að lækna sjúklinginn með því að drepa hann. Árásun- um er ætlað að tryggja stöðu Nató og einkum Bandaríkjanna á svæð- inu. Lægi mannúð að baki hefði ver- ið sest niður fyrir að minnsta kosti sex ámm og reynt að finna pólitíska framtíðarlausn á þeim vandamálum sem íbúar Balkanskaga standa frammi fyrir. í staðinn hefur verið kynt undir ófriðinn með gömlu góðu aðferð- inni: divide et impera - deildu og drottnaðu. Pólitísk lausn felst ekki í svokölluðu samkomulagi sem lagt var fram í Rambouillet. Þar var Belgradstjóm einfald- lega stillt upp við vegg af fulltrúa Bandaríkjanna: annað hvort sam- þykkið þið að Natóher setjist að í landinu eða Nató gerir loftárásir og kemur með hersveitir inn í landið. Lausn getur aðeins falist i því að hætta loftárásunum og setj- ast að samningaþorði undir stjóm fulltrúa Sameinuðu þjóðanna eða Samtaka óháðra ríkja. Og ófriðurinn breiðist út Nú em um 12 þúsund Natóher- menn í Makedóníu; um 30 þúsund í Bosníu/Hersegóvíníu og er her- liðið þar búiö sprengjum, hlöðnum endurannu úraníumi (depleted uranium); Natóhermenn era komnir til Albaniu og fleiri banda- rískir væntanlegir með 26 Apache- þyrlur sem ku einkar góðar til loft- árása. Það er líklegt að einhverjir telji sig eiga harma að hefna gagn- vart stjómvöldum og íbúum þeirra landa sem hýsa árásarliðið. Þann 6. apríl skrifaði DV að flogið hefði verið með 150 flótta- menn frá Makedóníu til Tyrklands en þarlend stjómvöld ætli að taka við 20 þúsund flóttamönnum. Ef til vill verður þeim komið fyrir með- al Kúrda sem hafa verið ofsóttir áratugum saman af tyrkneska Natóhemum og í skjóli flugbanns Bandaríkjanna og Breta yfir Norð- ur-írak bombardera tyrkneskar Natóvélar Kúrda. Mannúðin hefur mörg andlit. Bima Þórðardóttir Skoðanir aimarra Endurskoðun almannatrygginga „Full ástæða er til að umræða fari fram um þess- ar tillögur formanns Tryggingaráðs. Um alllangt skeið hefur verið augljóst, að almannatryggingakerf- ið gegnir ekki því hlutverki, sem kröfur era gerðar um nú til dags. Nægir þar að nefha kvartanir aldr- aðra, öryrkja, sjúkrastofiiana og fleiri aðila innan heilbrigðiskerfisins. Markmiðið hlýtur að vera það, að almannatryggingakerfið verði skilvirkt og þjóni tilgangi sínum.“ Úr forystugreinum Mbl. 8. april Stjórnmálafundur í sjónvarpssal „Þar vora mættir formenn allra þeirra flokka og fylkinga sem bjóða ffarn á landsvisu í vor - nema hvað Davíð Oddsson lét ekki sjá sig frekar en á hlið- stæðum fundi fyrir páska. Hann telur sig ljóslega langt yfir það hafinn að ræða þjóömálin við formenn annarra flokka í sjónvarpsmiðlunum." Úr forystugrein Dags 8. april Hlutabréf besti kosturinn „Greinilegt er að vakning hefur orðið hjá fólki með fjárfestingar í hlutabréfum, almenningur er orðinn meðvitaðri um að það sé raunhæfur kostur fyrir venjulegt fólk að setja sparifé sitt í hlutabréf, i hlutabréfasjóði eða í eitt eða fleiri hlutafélög, í stað þess að leggja féð inn á venjulega bankabók með stöðugum en gjaman lægri vöxtum. Hlutabréfin gefa hagnaðarvon kryddaða spennu vegna áhættunar sem alltaf fylgir.“ Þ.B. í Viðskiptablaði Mbl. 8. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.