Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Veika flóttakonan, sem var skilin eftir með dóttur sinni á Korfu, í morgun: Ég bíð eftir að ' koma til íslands „Ég bið að heilsa fólkinu mínu sem er komið til íslands. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem komu til Makedóníu til að ná í okkur. Nú bíð ég bara eftir að komast til fjölskyld- unnar minnar sem fór til íslands í gær,“ sagði hin rúmlega fimmtuga kosovo-albanska Zejnje Haziri sem var skilin eftir á Korfu í gær ásamt 22ja ára dóttur sinni vegna lasleika, eftir meira en vikulangar Qótta- mannahrakningar og vosbúð. Þegar DV náði sambandi við hana og túlkinn hennar, Albert Mejdi, sem hefur verið búsettur hér á íslandi í 7 ár, voru þau stödd á sjúkrahúsi á Korfu. Eiginmaður Zej- ne og þrjú börn komu til Reykjavík- ur með flugvél Landhelgisgæslunn- ar í gærkvöldi. Hún kvaðst hlakka mjög til að sjá þau þegar hún fengi leyfí til að fara með flugvél til ís- lands. „Við erum bara að biða eftir upp- lýsingum frá lækni,“ sagði Albert. „Zejne er orðin hressari núna. Hún var of veikburða til að fara til ís- lands með hinu fólkinu í gær. Hún var búin að hafast við úti undir beru lofti í 5 daga, meðal annars í rigningu. Síðan var hún tvo daga í tjaldi í flóttamannabúðum. Hún var því ekki tilbúin til að fara í tíu klukkutíma flug. Menn vildu láta skoða hana fyrst. Ég held að Zejne verði ekki tilbúin tU að fara tU fs- lands í dag en vonandi verður það um helgina. Við skulum sjá hvað gerist," sagði Albert. Albert sagði að þegar ljóst yrði hvenær „ferðaleyfið“ yrði geflð mundu hann, Zejnje og dóttir henn- ar fljúga á einhvem ákvörðunarstað í Evrópu þar sem hægt yrði að ná flugvél tU íslands. „Ég bið að heUsa öUum heima,“ sagði Albert. -Ótt Flóttamannahópurinn frá Kosovo: í skjóli frá styrjöldinni Dragdrottning verður prestur Helgarblað DV: Læknir og dragdrottning Lýður Ámason, héraðslæknir a Flat- eyri, hefur vakið mikla athygli fyrir frísklega framgöngu. Hann hefúr ekki aðeins læknað fólk heldur hefúr hann einnig kryddað tUveruna með „drag“- sýningum, tónleikum og kvikmynda- töku - og nú síðast poppmessu í kirkj- unni um páskana. f skemmtUegu viðtali fer blaðamaðurinn að lokum sjálfur und- ir hníf hans. Á morgun heldur keppnin í Formúlu 1 kappakstrinum áfram. í Helgarblaðinu er brautin skoðuð. Bónus er 10 ára í dag og af þ ví tUethi er rætt við Jóhannes Jónsson um viðskiptin og hug- ^sjónina. í fréttaljósum er fjallaö um flóttamenn á íslandi. Flóttafólkið frá Kosovo, sem kom tU landsins í gærkvöld, átti rólega nótt á gistiheimUi Guðmundar Jón- assonar við Borgartún í Reykjavík. Fólkið var að koma á fætur og í morgunmat um hálfníuleytið í morgun þegar DV bar að garði. Því var auðsjáanlega létt við að vera komið í öruggt skjól frá stríðsátök- um, en óttaðist um örlög ástvina sinna sem eftir eru á Balkanskaga. DV ræddi í morgun við túlk hóps- ins. Hún sagði að það hefði verið léttir fyrir fólkið að komast í hreint og gott húsaskjól í gærkvöld, en áhyggjur yfir afdrifum ættingja og ástvina hefðu legið þungt á sinni þeirra flestra, ekki síst hjá ungri konu í hópnum sem ætti eiginmann sinn enn þá á stríðsátakasvæðinu og ekkert vitað um hvar væri niður- kominn. -SÁ Björn og Hillary kynntu ráöstefnu HUlary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, og Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra fluttu ávörp við kynningu sýn- ingarinnar Víking- ar - saga Norður-Atlantshafs, sem verður opnuð í Smithsonian-safh- inu í Washington eftir ár. Það er Smithsoni- an-safnið sem skipu- leggur þessa syn- ingu í samvinnu við nefhd Hvíta hússins, en norræna ráð- herranefndin styrk- ir sýningarhaldið. Meginþema sýningarinnar verður víkingar, siglingar þeirra yfir Norð- ur-Atlantshaf og fundur Ameríku. Mecklenburger undan SH Þýska útgerðarfyrirtækið Deutsche Fischfang Union, sem er í eigu Sam- herja, og Mecklenburger Hochseef- ischerei, sgm var í meirihlutaeigu Út- gerðarfélags Akureyringa, hafa stofn- að sameiginlegt markaðs- og sölufyrir- tæki, sem mun annast öU sölumál fyr- irtækjanna í samvinnu við Samheija. Þetta eru aUnokkur tíðindi, enda var tU skamms tíma mikið ósætti miUi þess- ara tveggja þýsku fyrirtækja, meðan Mecklenburger var í meirihlutaeigu ÚA. Tíðindin eru þó ekki sist þau að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, sem hefur annast viðskipti með afurðir Mecklenburger, verður nú af þeim við- skiptum. „Ég er ánægður með samning- inn, hann er framhald af því samstaríi sem verið hefur milli fyrirtækjanna síð- ustu mánuði," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Sam- heija. Hann segir samninginn staðfesta að íriður ríki mUli DFFU og MHF um úthlutun veiðiheimUda, sem lengi var tekist á um, og samningurinn opni ýmsa frekari möguleUta tU sóknar í rekstri beggja fyrirtækjanna, auk þess að styrkja sölustarfsemi Samheija. -gk FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Þátttakendur í keppninnl Ungfrú Reykjavík stunda strangar æfingar þessa dagana, en keppnin verður haldin 15. apríl á Broadway. 18 stúlkur taka þátt í keppninni. Þótt allar séu glæsilegar stendur ein uppi sem fegurst fljóða höfuðborgarinnar. DV-mynd Teitur Veðrið á morgun: Norðanátt víðast hvar Á morgun verður norðlæg átt, víðast kaldi norðan tU, en norð- læg eða breytUeg átt, gola eöa kaldi, um landið sunnanvert. Éljagangur og frost 0 til 4 stig norðan tU, en stöku skúrir eða slydduél og hiti 0 tU 4 stig um landiö sunnanvert. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.