Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
25
I>V
Fréttir
Skagafjörður:
Rækjukvótinn
DV, Sauðárkróki:
Sjávarútvegsráðuneytið veitti ný-
lega 200 tonna viðbótarkvóta til
veiða á innfjarðarrækju á Skaga-
firði. Heildarkvóti á vertíðinni er þá
kominn í 1000 tonn eða svipað magn
og leyft hefur verið að veiða þar
undanfarin ár. Ágúst Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri rækju-
vinnslunnar Dögunar á Sauðár-
króki, segir að 750 tonn af innfjarð-
arrækjunni komi til vinnslu í Dög-
un af fremur bátum frá Sauðárkróki
- Jökli, Sandvík og Þóri. Fjórði bát-
urinn, sem stundar veiðar frá Hofs-
ósi, landar á öðrum stað.
„Veiðamar hafa gengið vel og
við erum ánægðir með að fá að
veiða þetta mikið. Hins vegar
kunna að vera blikur á lofti þvi vart
aukinn
hefur orðið við mikla fiskgengd í
firðinum að undanfórnu. Það er því
spuming hvemig mæling á rækju
næsta haust kemur út,“ sagði
Ágúst. Hvað hráefnisöflun snertir í
sumar fær Dögun einnig rækju frá
Kanada og muni því rækjuvinnslan
sleppa í sumar eins og var í fyrra-
sumar. Á launaskrá hjá fyrirtækinu
nú eru 15 manns. -ÞÁ
Katrfn Björg
Hannesdóttir
flautuleikari.
DV-mynd Pétur
Bátur smíðaður á Akranesi:
Sá fyrsti síðan 1990
•i
Ví
i
Norðurljós ÍS 3 við bryggjuna á Akranesi DV-mynd DVÓ
DV, Akranesi:
Nýr bátur hjá Skipasmíðastöð-
inni Knörr ehf. á Akranesi var sjó-
settur í síðustu viku og ber nafnið
Norðurljós. Hann er smíðaður fyrir
Gunnlaug Finnbogason og fleiri á
ísafirði. Jóhann Ársælsson skipa-
smiður hannaði bátinn og segist
hafa verið í samráði við góða menn
um smíðina.
Að sögn Jóhanns er þessi bátur
sá stærsti undir 6 tonna markinu
sem er í boði á markaðinum í dag. í
ljósi nýrra reglna um úreldingu má
búast við aukinni eftirspum eftir
nýjum bátum og segir Jóhann að
Knörr ætli að vera með í þeim slag.
Nú þegar er Knörr með annan bát í
smíðum. Sá er nokkru minni en að
sögn Jóhanns eru reglur um stærð-
armælingar báta ekki fyrir hvem
sem er að botna í. Hann segir fyrir-
tæki sitt ætli að bjóða þessar tvær
gerðir nýrra báta.
Um árabíl hefur enginn nýsmíði
verið á Akranesi eða síðan 1990.
Næg verkefni hafa þó verið og mest
unnið við stækkanir og breytingar.
„Nýsmíðar breyta miklu og ekki
annað hægt að segja en að útlitið sé
mjög gott,“ sagði Jóhann
-DVÓ
Staðardagskrá 21:
Hvergerðingar fyrstir
DV, Hverageröi:
Nýlega var fulltrúa Hveragerðis-
bæjar afhent viðurkenningarskjal
frá „Staðardagskrá 21“ sem fyrsta
sveitarfélagið til þess að ljúka
áfanga við vinnu að áætluninni.
Hér er um að ræða framkvæmdaá-
ætlun um sjálfbæra þróun samfé-
laga á 21. öldinni, sem samþykkt
var á heimsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um umhverfi og þróun i
Ríó árið 1992. Alls tekur þátt í þessu
verkefni 31 sveitarfélag en sam-
kvæmt ályktun ráðstefnunnar áttu
sveitarstjórnir að hafa lokið við
gerð áætlana í samráði við íbúa eigi
síðar en á árinu 1996.
Fulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Stefán Gíslason, af-
henti skjalið sem ber fyrirsögnina
„Til hamingju, Hveragerði“ og þar
er bænum óskað til hamingju með
framtak í umhverflsmálum. Kol-
brún Þóra Oddsdóttir garðyrkju-
stjóri tók við skjalinu. Afhendingin
Kolbrún og Stefán við Ruslahverinn -
sjálft.
fór fram á hverasvæðinu i bænum,
við svokallaðan Ruslahver, sem
þótti vel við hæfl. Ruslahverinn
heitir í raun Önnuhver. Áður var
hann aðeins dæld
sem í var lítill
gufuhver. Var
þessi dæld notuð
til þess að losa í
rusl og úrgang
frá bæjarbúum.
Samfara Heklu-
gosi 1947 urðu
miklar jarðhrær-
ingar í bænum og
þá um leið
sprenging í þess-
um hver. Þá
þeyttist allt rusl,
sem safnast hafði
saman í dæld-
inni, um nær all-
an bæinn og þótti
bæjarbúum nóg
inn. Þannig varð
nafnið „Rusla-
hver“ til en hann er nú öflugri en
áður og auðvitað ekki notaður sem
ruslahaugur frekar en aðrir hverir í
bænum. -eh
og e.t.v. skjalið
DV-mynd Eva
Tjaldar við Holtsós. DV-mynd Njörður
Farfuglarnir farnir að sýna sig
Farfuglarnir eru famir að tinast til landsins, ein tegund af annarri. Þessir tjaldar vom að spóka sig við Holtsós
undir Eyjafjöllum um helgina og virtust hafa nóg fyrir stafni við fæðuleit, eflaust svangir eftir langt ferðalag. -NH
Ólafsvíkurkirkja:
Passíusálmalestur á föstunni
DVÓlafevik
Lesið var úr Passíusáimum Hall-
gríms Péturssonar í Ólafsvíkurkirkju
á fóstunni og hefur það verið árlegur
viðburður á föstunni undanfarin ár.
Félagar úr sjö félögum í Ólafsvík hafa
lesið upp: Leikfélagi Ólafsvíkur, Lions-
klúbbnum Rán, Rótaryklúbbi Ólafsvík-
ur, Kvenfélagi Ólafsvíkur, Lionsklúbbi
Ólafsvíkur, Kiwanisklúbbnum Korra
og UMF Víkingi.
Lestrinum hefur verið skipt á sjö
flmmtudaga og lesnir þrír sáimar í einu.
Þar sem breytingar stóðu yfir á kirkj-
unni að innan i vetur var sú nýbreytni
tekin upp að lesnir voru sjö sálmar
sama kvöldið. Á undan lestrinum léku
þau Katrín Björg Hannesdóttir á flautu,
en hún er 12 ára og mjög efnileg, og
Kjartan Eggertsson, organisti Ólafsvík-
urkirku, á píanó, verk eftir J. Baston.
Því næst flutti sr. Friðrik J. Hjartar
hugleiðingu um skáldið Hallgrím Pét-
ursson. Að endingu léku hljóðfæraleik-
aramir verk eftir Ludwig van Beet-
hoven. Margir lögðu leið sína í Ólafsvik-
urkirkju til að hlýða á lesturinn. -PSJ
Einar Lúðvík Ólafsson, Lóurima 19, 800 Selfossi
Rebekka Rún Geirsdóttir, Stuðlaseli 33,109 Rvík
Stefán Páll Þórðarson, nr. 9069
Fjóla Ósk Heiðarsdóttir, nr. 12970
Kolbrún Edda Haraldsdóttir, nr. 03247
Valgeir Öm Kristjónsson, nr. 7354
Karen Ósk Alfredsdóttir, nr. 8607
Pálmi Hilmarsson, nr. 8737
Bjami S. Pétursson, Hólabæ, 541 Blönduósi
Ásta Kristín Óskarsdóttir, Kambaseli 85,109 Rvík
Sigríður Ólafsdóttir, nr. 9436
Anna Sesselja Sigurðardóttir, Miðhrauni, 311Borgamesi
Guðrún Marín Viðarsdóttir, nr. 14634
Ingunn Sandra Amþórsdóttir, nr. 12764
Ingileif Friðriksdóttir, nr. 12632
Ebba Sif Möller, nr. 13314
Ágústa Lóa Jóelsdóttir, nr. 14784
Helgi Freyr Helgason, nr. 14268
Unnur María Ingibergsd. nr. 9579
Karólína Geirsdóttir, Stuðlaseli 33, 109 Rvík
Ingibjörg S. Hjartardóttir, nr. 13062
Móeiður Þorvaldsdóttir, Heiðarbrún 6, 810 Hveragerði
Ólafur Ingvi Hansson, Heiðargarði 12, 230 Keflavík
Sandra Ósk, nr. 06428
Katrín Guðmundsdóttir, nr. 11640
Sigríður M. Sigmarsdóttir, nr. 6426
Sigurður og Sveinbjöm Benediktssynir, nr. 13238 og
13239
nr. 12708
nr. 9404
Snædís Inga Rúnarsdóttir,
Berglind Thelma Bragadóttir,
Olga Þómnn og Matthías Óli, Reykjabraut 1, 380 Reykhólum
Hallbjörg Erla Fjeldsted, nr. 14719
Krakkaklúbbur DV og Japis þakka öllum kærlega
fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar fá vinningana senda í pósti
næstu daga.
Lion King 11 tölvuieikurinn
Heba og Haddi, nr. 7997 og 7998
30 Disney Interactive sýnishornadiskar