Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 28
32 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Sviðsljós Hætt að eyða peningum í vitleysu Ofurfyrirsætan Kate Moss er búin að snúa blaðinu við og hætt í öllu rugli. Hún hefúr lagt eitur- lyfin á hiOuna og þess í stað eyð- ir hún peningunum í sitthvað mun gáfúlegra. Á dögunum reiddi fyrirsætan til dæmis fram litlar 30 miUjónir þegar hún keypti sér snoturt hús í hinu eftirsótta hverfi Boume End í London. Ekki mun það hafa spiUt gleðinni hjá Kate þegar hún uppgötvaði hversu góðan granna hún eignast því i sömu götu býr engin önnur en kryddstúlkan og nýbökuð móðir, Mel B. Hafnar meintu kunnáttuleysi í hvílubrögðum Nicole Kidman verður hugsan- lega kölluð í vitnastúkuna á næst- unni og ekki ólíklegt að hún verði spurð spjörunum úr um kynlíf sitt og eiginmannsins Tom Cru- ise. Ástæðan er sú að Kidman og Cruise eru sterklega að íhuga lög- sókn á hendur bandarísku viku- riti sem birti frétt um meint kunnáttuleysi þeirra í hvUu- brögðum. íritinu var greint frá því að þurft hefði að kaUa á sér- fræðinga í ástarleikjum tU þess að þjálfa hjónin áður en þau hófu aö leika í myndinni Eyes Wide Shut sem Stanley heitinn Kubrick leik- stýrði. Lögmaður vikuritsins segir að með því að lögsækja blaðið séu skötuhjúin að gefa færi á sér enda yröi nauðsynlegt aö yfirheyra þau mjög náið um raunverulega kunnáttu þeirra í ástaratlotum. Kínverskar fyrirsætur sýna klæðnað ítalska hönnuðarins Claudiu Antonucci í keppninni um „Bræðrabikarinn" sem haldin var í Peking á dögunum. Fatnaðurinn mun vera undir áhrifum frá miðöidum. Símamynd Reuter Óttast saman- burð við Díönu Það gengur aUt á afturfótunum hjá Sophy Rhys-Jones þessa dag- ana. Það er segja þegar kemur að megrun og mataræði hinnar verðandi prinsessu. Sophy kvað vera orðin meira en lítið áhyggjufúll vegna vaxtar- lagsins og finnst hún vera aö brenna inni á tíma. Það styttist jú óðum í brúðkaup hennar og Andrésar prins sem verður þann 19. júni næstkomandi. Þá mun Sophy óttast hugsan- legan samanburð við Díönu heifna prinsessu sem var eftirlæti allra í tískuheiminum. Sophy hef- ur ákveðið að taka sig verulega á næstu vikur og hefur tUkynnt að hún ætli aö vinna minna en venjulega og verði ekki viðstödd opinberar athafnir á sunnudagö- um. Þá verði hún á þrekhjólinu. Sumarhús Miðvikudaginn 21. apríl mun aukablað um sumarhús fylgja DV. Blaðiö verður eins og undanfarin ár fjölbreytt og efnismikið. Meðal efnis verður: Viðtöl við sumarhúsaeigendur,garðarkitekt gefur góð ráð og hugmyndir um skipulag lóðar,öryggisbúnaður og tryggingar, val á plöntum.heitir pottar, sólpallar, merkingar á sumarhús o. fl. Umsjón efnis: Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sími 544 5552 og 550 5000. Umsjón augtýsinga: Gústaf Kristinsson, sími 550 5731, fax 550 5727,netfang gk@ff.is Auglýsendur athugið! Síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 15. apríl. Þrálátur orðrómur fékk byr undir báða vængi: Brad kynnti Jennifer fyrir pabba og mömmu Þrálátur orðrómur um að hjartaknúsarinn og leikarinn Brad Pitt væri loks að ganga í hjónaband með konunni, sem hann hefur um langt skeið verið orðaður við, fékk heldur betur byr undir báða vængi á dögunum. Ástæðan var skyndileg heimsókn foreldra Brads, sem bú- sett eru í Missouriríki, til Palm Springs í Kalifomíu. Þar vom þau formlega kynnt fyrir Jennifer Ani- ston og það þótti til marks um mikla samheldni parsins þegar þau mættu alveg eins klædd að taka á móti foreldrunum. John og Jane Pitt virtust kunna ágætlega við sig í félagsskap unga fólksins og fóru þau í verslunarleið- angur auk þess að skoða nokkur söfn í Los Angeles. Þau Brad og Jennifer hafa reynst fjölmiðlum vestra nokkuð erfið enda kappkostað að halda samband- inu utan sviðsljóssins. Allt þar til nýiega neituðu meira að segja bæði Draumaprinsinn Brad Pitt gæti verið á leið í hnapphelduna á næstunni en þrálátur orðrómur hefur verið um brúðkaup hans og Jennifer Anniston. tvö að viðurkenna að þau ættu í ást- arsambandi. „Jennifer og Brad eru mjög ástfangin og sambandið er al- varlegt. En orðrómur um að brúð- kaup sé í vændum er algjörlega úr lausu lofti gripinn. Það er örugglega langt í það,“ sagði náinn vinur þeirra við fjölmiðla. Hvað sem brúðkaupshugleiðing- um líður mun það staðreynd að þau Brad og Jennifer hafa um skeið leit- að að hentugu húsnæði í Los Angel- es og þeirri leit er ekki lokið. Þá heldur veislustjóri, sem sérhæfir sig í brúðkaupum, því fram að Brad Pitt hafi haft samband við sig fyrir nokkrum mánuðum vegna fyrirhug- aðrar veislu en síðan þá hefur ekk- ert heyrst í kappanum. Hvort parið setur upp hringa á næstunni er enn óljóst en talið er nokkuð víst að brúðkaup hafi borið á góma þegar þau dvöldu á hinum rómantíska stað, Acapulco í Mexíkó, fyrir skemmstu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.