Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 9 I>V Útlönd 2 litrar ffPWwWffMBni o g§|Wjnl imáfMi emmmSS va 1 u Anfinn Kallsberg lögmaöur. Útlit fyrir hertar verkfallsaðgerð- ir í Færeyjum Verkfall opinberra starfsmanna í Færeyjum, sem staðið hefur í 23 sólarhringa, á eftir að harðna enn. Að minnsta kosti er ekki út- lit fyrir annað eftir að landstjórn Anfinns Kallsbergs hafnaði breyt- ingum á sáttatillögum sem stétt- arfélag opinberra starfsmanna fór fram á gerðar yrðu, að því er fram kemur í frétt Ritzau frétta- stofunnar. Þegar afstaða landstjórnarinn- ar lá fyrir sögðu forystumenn op- inberra starfsmanna að verkfalls- aðgerðir yrðu hertar. Það þýðir að önnur stéttarfélög kunna að leggja niður vinnu í samúðar- skyni. Síðasta sáttatillagan gerir ráð fyrir 6,5 prósenta launahækkun á næstu tveimur árum. Fjármála- ráðherra Færeyja, Karsten Han- sen, hefur fallist á hana, en verka- lýðsfélagið vill gera ákveðnar breytingar. Verkfallið hefur haft víðtæk áhrif um allar Færeyjar, meðal annars vegna þess að allar ferjusiglingar hafa legið niðri. Nyrup kannar framtíðarhorfur Ritt Bjerregaard Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, kannaði í gær hug Evrópuþingsins til þess að Ritt Bjerregaard, einn fráfar- andi framkvæmdastjóra Evrópu- sambandsins, yrði tilnefnd í nýja framkvæmdastjórn. Poul Nyrup hafði samband við bresku þingkonuna Pauline Green, for- mann þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Einn starfsmanna Green undirstrik- aði við Jyllands- Posten að aðeins hefði verið um þreifingarviðræður að ræða. Ritt Bjerregaard gengur síðan á fund forsætisráðherrans danska í dag til að ræða framtíðina. Þá hefur verið haft samband við fjóra danska þingmenn jafnaðar- manna og lýstu þeir allir andstöðu sinni við endurtilnefningu Ritt. Framkvæmdastjórn ESB sagði af sér í heilu lagi fyrir skömmu vegna spillingarmála. Lipponen vill sömu ríkisstjórn Finnskir jafnaðarmenn ákváðu í gær að reyna að mynda nýja rík- isstjórn með samstarfsflokkunum úr fráfarandi stjóm, í stað þess að sverma fyrir miðjumönnum. Paavo Lipponen, leiðtogi jafn- aðarmanna og fráfarandi og vænt- anlegur forsætisráðherra, sagði fréttamönnum að þrír smáflokkar sem voru í fyrri samsteypustjóm yrðu þar áfram. Jafnaðarmenn misstu fylgi í kosningunum um daginn en em áfram stærsti flokkurinn. Monica Lewinsky harmar trúnað við Lindu Tripp: Algjör mistök Monica Lewinsky er á yfirreið um Norðurlönd þar sem hún kynn- ir nýútkomna bók sina og Andrews Mortons, Monicas Story. f gær heimsótti lærlingurinn fyrrverandi Stokkhólm í Svíþjóð. Viðtal við Monicu birtist í sænska sjónvarpinu í gærkvöld og þar sagðist Monica harma þá stað- reynd að hún skyldi hafa trúað Lindu Tripp fyrir ástarsambandi sínu við Clinton forseta. „Eftir á að hyggja var trúnaður minn við Lindu Tripp meiri mistök en sjálft ástarsambandið við forsetann," sagði ungfrú Lewinsky. Monica Lewinsky kom vel fyrir í Stokkhólmi og þótti geisla af sjálfs- öryggi og góðu jafnvægi. Þá var Monica einnig spurð um tildrög ástarsambandsins við forset- ann. Hún svaraði því þannig að sér væri enn óljóst hvers vegna þetta hefði allt byrjað á sínum tíma. Hún viðurkenndi að hún hefði alls ekki gert sér grein hugsanlegum afleið- ingum ástarsambands við einn valdamesta mann heims. „Ég fylgdi því sem hjartað bauð mér, en auðvitað var ég afar óþroskuð. Spennan var mikil," sagði Monica og bætti við að kynlíf- ið hefði verið lítilvægm- hluti ástar- sambandsins. Bókin um Monicu hefur selst vel víða um heim. Monica sagði að með bókinni vildi hún eyða öllum lyga- sögunum um sjálfa sig. „Ég hefði getað gengið á brott frá þessu öllu og lifað í skjóli lyga það sem eftir er ævinnar. Ég ákvað að taka hinn kostinn og segja sannleik- ann í málinu. Stundum grínast ég með það við vini mína að vandræði mín séu fyrst og fremst vegna þess að ég kunni ekki að þegja og refsing mín er sú að þurfa að halda áfram að tala um þetta,“ sagði Monica Lewinsky. Rússneski þjóðernisöfgamaðurinn Vladimír Zhírínovskí kynnti sér aðstæður fanga í Moskvu í gær. Þingmaðurinn prófaði meðal annars að leggjast í fletið sem föngum er ætlað að sofa á og gekk það nú svona og svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.